Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 18
18 20. september 2008 LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR, 14. SEPTEMBER. Hugdjarfur maður í heimsókn Helgin hefur öll farið í vinnu. Ég er eiginlega hættur að geta hugs- að um annað en klára bókina mína. Össur frændi minn og vinur leit við hjá mér í heimsókn. Hann er orðinn leiður á að bíða eftir því að ég reki smiðshöggið á verkið. Það sá ég af því að hann dró upp úr vasa sínum höfðinglega gjöf, krukku af sultutaui sem soðið er úr vestfirskum aðalbláberjum. Hann var búinn að lofa að færa mér þessa gjöf þegar ég lyki við bókina en nú er hann sennilega orðinn úrkula vonar um að mér takist að ljúka verkinu. Þótt það sé mjög í tísku núna að birta innihald trúnaðarsamtala í dagbókum ætla ég ekki að hafa eftir hér þær fréttir sem Össur færði mér úr starfi sínu í ríkis- stjórn Íslands. Mér þykir líka svo vænt um hann að ég sat á strák mínum og stríddi honum ekkert á samstarf- inu við Árna Matthiessen. Það hlýtur að vera merkilegt að eyða hluta af vinnutíma sínum í að sitja til borðs með pólitísku líki sem segist vera sprelllifandi. En hvort tveggja er jú fremur regla en und- antekning í Flokknum þar sem þeir sem liggja rotnandi í valnum eru allra manna brattastir og ganga í endurnýjun lífdaganna í Valhöll og búa í pólitískum graf- hýsum. Annars töluðum við mest um listir og ég vildi meina að hand- bolti væri íþrótt en ekki list. Ég spurði Össur hvort Alþingi ætlaði ekki að reka af sér slyðruorðið svo að sú nánasarlega „viðurkenn- ing frá Alþingi“ sem Alþingi Íslendinga kallar „heiðurs- laun“ listamanna (150 þús. á mán) haldi ekki lengur áfram að kalla á meira en 50% kjara- skerðingu frá venju- legum starfslaunum listamanna sem úthlutað er af býrókrötum og eru um 250 þús. á mán. Þetta þætti Alþingi athuga- vert ef það væru skákmeistarar sem ættu í hlut en ekki listamenn. Össur sagði fátt og mátti af því ráða að hann taldi að Kínatví- farinn og handboltaunn- andinn í mennta- málaráðuneytinu hafi tæplega sál- argáfur til að hugsa um mál heiðurslista- manna út frá lág- marks sanngirni, heilbrigðri skyn- semi né heiðri Alþingis heldur eingöngu út frá sjálfri sér, því að hún hafi sagst óttast, ef hún leiðréttir skammarkjör heiðurslista- manna með hliðsjón af almennum starfslaun- um, verði henni legið á hálsi að vilja hygla föður sínum, Gunnari Eyjólfssyni, stórleik- ara og vini mínum. Sem enginn grunar um að hafa nokkurn tím- ann reynt að koma nokkru tauti við dóttur sína. Þetta mál snýst ekki um stórar fjárhæðir heldur virðingu og vökult auga Alþingis og þeirra sem Alþingi vill sýna heiður en ekki fyrirlitningu eða mis- munun; jafnvel þótt menntamálaráðherr- ann sem situr í augna- blikinu virðist hvorki kunna að skeyta um skömm né heiður. Ein- hvern tímann verður að taka fram fyrir hendurnar á þessari manneskju. Þegar ég var líka farinn að spyrja um leið- togahæfileika og stjórnfimi forsætisráð- herrans tæmdi Össur kaffi- bollann í einum sopa og sagðist þurfa að fara að drífa sig. Innst inni dáist ég að Öss- uri fyrir þá ræktarsemi að líta til mín með nokkuð jöfnu millibili og þurfa að hlusta á inn- blásnar vandlætingarræður, en vér hófsamir stjórnleysingjar erum á móti öllum ríkisstjórnum, ekki bara þeim sem pólitísk lík eins og A. Matthiessen embætta- veitinga- og flugvallasöluráðherra eða B.B. kaldastríðsgeneralissimo og raftækjaráðherra og Togga Kínatvífari eiga sæti í. MÁNUDAGUR, 15. SEPTEMBER. Dúkkulísur og raftæki – ekki lögreglumenn Jón Kaldal skrifar tímabæran leið- ara í Fréttablaðið: Það er eitthvað verulega bogið við þá hugsun sem er að baki þróun löggæslumála í landinu. Hvaða hugmyndafræði er til dæmis að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu eru færri nú en þeir voru árið 1990? Hér höfum við haft dómsmála- ráðherra sem lét búa til stórar löggudúkkulísur til að minna fólk á umferðarreglur og nú höfum við einn sem hefur áhuga á sérsveit- um og greiningardeildum og raf- magnstækjum – sem eiga að vernda yfirvöld fyrir ólýðræðis- legum öflum – en engan áhuga á almennu lögreglunni – sem á að vernda almenning fyrir lögbrot- um. Til að mynda eru innbrot í íbúð- arhús á höfuðborgarsvæðinu orðin svo algeng að nánast er um farald- ur að ræða. Ég efast hvorki um góðan vilja né metnað hins nýja lögreglustjóra á höfuðborgar- svæðinu og hans nánustu með- stjórnenda um að bæta lög- gæsluna – en til þess þarf dómsmálaráðherra sem lítur á sig sem þjón almenn- ings en ekki sem general- issimó í óstofnuðum her. ÞRIÐJUDAGUR, 16. SEPTEMB- ER. Uppstokkun á fjöl- miðlum og í Fischer- sundi 3 Fréttastofur RÚV voru sameinað- ar í dag. Þorgerður Kínatvífari og ríkisútvarpsalmannahlutafélags- málaráðherra „segir það vera greinilegt að stjórnendur RÚV séu búnir að velta þessu mjög mikið fyrir sér, enda sé útvarpsstjóri með mjög mikla reynslu af sjón- varps- og útvarpsrekstri.“ Fréttastofur visir.is, Bylgjunn- ar og Stöðvar 2 voru sömuleiðis sameinaðar í dag án þess að Þor- gerður Kínatvífari hefði orð um það að segja. Hérna á heimilinu varð einnig mikil uppstokkun. Hrafn yngri sonurinn heima í Fischersundi 3 hleypti heimdraganum og flutti út af Hótel Mömmu sem mér þykir djarfmannlega gert í kreppunni. Krummi og Atli vinnufélagi hans leigja sér saman íbúð við Snorra- braut og ætla að vinna með skóla- námi í vetur. Það eru auðvitað blendnar til- finningar sem fylgja því að sjá á eftir börnum sínum flytja að heim- an en Krummi er öflugur strákur og þegar hann verður búinn að finna út hvað hann vill fá út úr líf- inu og setja sér markmið halda honum engin bönd. MIÐVIKUDAGUR, 17. SEPTEMBER. Skrilljónamæringum fjölgar um 100% fyrir norðan DV hefur sagt frá því að Abram- ovitsj, eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea, hafi hug á lóð og glæsi- villu við rætur Vaðlaheiðar í Eyja- firði „og hyggist hann falast eftir miklu plássi undir höll sína. Stöð 2 hafði samband við eiganda lóð- anna en hann sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Og var því reyndar mjög mótfallinn að fjall- að yrði um það.“ Ég fyrir mína parta sé ekkert athugavert við að Rússi flytjist til Íslands og reyni að hafa það gott frekar en Íslendingar hafa flust til Rússlands og efnast vel. Gaman væri líka að Róman fengi áhuga á knattspyrnumálum á Akureyri, til dæmis með því að bjóða Þórsurum að fá Hiddink fyrir þjálfara og Jóhannes í Bónus gæti þá útvegað KA Scolari eftir næstu leiktíð. Það hlýtur líka að hafa verið rosalega einmanalegt fyrir Jóhannes í Bónus að vera eini skrilljónamæringurinn á svæðinu og gaman að fá í nágrennið öflug- an kollega. FIMMTUDAGUR, 18. SEPTEMBER. Fögnuður og fréttafyrir- sagnir Í morgun hófst hér í Fischersundi fimm ára afmælisfögnuður sem stendur þar til á sunnudag. Hápunkturinn verður þó mikil afmælisveisla fyrir skólasysturn- ar sem litla Sól á í Leikskólanum Njálsborg, en þar verða meðal veislurétta svonefndar afapitsur sem hafa gert stormandi lukku í hverju barnaafmælinu á fætur öðru undanfarin ár og áratugi. Af því að þær fréttir sem berast mér af fólki utan fjölskyldunnar les ég mest á fréttavefjum á net- inu langar mig til að koma með smáathugasemd. Sumar fréttafyrirsagnir á net- síðum verða ótrúlega langlífar og hanga uppi dögum og jafnvel vikum saman. Á visir.is eru tvær viðbjóðslegar fyrirsagnir sem eru þarna uppi dag eftir dag og hljóða svo: „Keyptu fimm ára telpu til að hópnauðga“ og hin fyrirsögnin er „Hafði mök við hund að barni við- stöddu“. Ekki efast ég um að góðar heim- ildir séu fyrir þessum ljótu frétt- um, en það þarf mikið sinnuleysi og mikla tilfinningadeyfð til að hafa svona fyrirsagnir uppi dag eftir dag. Lifandi lík í pólitík Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um yfirnáttúrlegt langlífi framliðinna stjórnmálamanna; minnst á Toggu Kínatvífara og handknattleiksráðherra; Amatthiessen embættaveitinga- og flugvallasöluráðherra og B.B. dómsmálageneralissimo og raftækja- ráðherra; einnig er talað um að yfirgefa Hótel Mömmu. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar  Vertu öflugri – lengra nám Opni Háskólinn í HR Fjármálstjórnandans „Lykilatriðiárangursríksreksturs“ Námskeiðiðhefst29.september2008íReykjavíken2.oktoberáEgilsstöðum Stjórnendurframtíðarinnar „Markvissstjórnendaþjálfunskilarárangri“Hefst9.oktober. Nánariupplýsingarstjornmennt@opnihaskolinn.isS:5996200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.