Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.06 13.21 19.34 Akureyri 6.50 13.06 19.20 Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Guðmundar Steingrímssonar Í dag er laugardagurinn 20. september, 264. dagur ársins. Nýliðin vika flokkast undir tímabil, sem oft eru stutt í veraldarsögunni – en þeim mun áhrifameiri – sem fá mann til að klóra sér í höfðinu, með einlægan og sakleysislegan svip á vör, og segja „ja hérna.“ Allt í einu fara hundrað ára gamlir bankar á höf- uðið í Bandaríkjunum eins og ekk- ert sé. Stórfyrirtæki heimsins riða til falls. Ísland er á helmings- afslætti út af verðlítilli krónu, og það sem eru án efa stærstu tíðind- in af öllum: Bjórinn er í fyrsta skipti ódýrari hér en í Danmörku. Hvernig gat það gerst? ATBURÐARÁSIN náði sem sagt alveg örugglega ákveðnum hápunkti/lágpunkti (eftir því hvernig á það er litið) í liðinni viku. Áður fyrr var hægt að segja að ber væri hver að baki nema sér Lehman-bróður ætti. Nú eru þeir tímar liðnir. Fyrirtæki sem gáfu sig út fyrir að vera traustið upp- málað, byggð á öruggum undir- stöðum – enda eftirlifendur kreppunnar miklu – hrundu sem spilaborgir. Það sem gerist við slík tíðindi – sem gerast yfirleitt alltaf einhvern veginn allt í einu – er að viðmiðin breytast. Það sem áður var talið víst er ekki lengur víst. HAGFRÆÐINGAR benda nú til dæmis á að tímarnir sem við lifum hafi frá aldamótum einkennst af ákveðinni ofurtrú á alls kyns for- rit, illskiljanlega útreikninga og verðbréfakaupasamsetningar sem áttu nánast 100% að gera fólk ríkt. Þetta keyptu bankastofnanir og töldu sig góðar. Enginn mátti efast. Nú kemur í ljós að betra hefði verið að efast. ÞANNIG er veraldarsagan. Ofur- trú er jafnan svipt af stalli á einni svipstundu. Enginn efast meðan allt er í sóma. Allir eru síðan á varðbergi þegar allt er farið norð- ur og niður. Eftiráskýringar verða nú án efa margar, en kannski má draga af þeim einhvern lærdóm, þangað til næsta forrit kemur og bankar telja sig aftur hólpna. Og vissa. EITT er gott í þessu. Við Íslend- ingar höfum löngum þrifist á kjör- orðinu: „Svo má böl bæta með því að benda á annað verra.“ Fyrir nokkrum mánuðum var talið að hér myndi allt fara til fjandans, bankar á hausinn og tómt volæði. Það að bankarnir skyldu frekar fara á hausinn í útlöndum hefur á ákveðinn hátt skorið okkur úr þeirri snöru. Í bili. Út af þessu greindi ég í umræðunni ákveðinn létti, jafnvel gleði – séríslenska gleði – í liðinni viku. Tímarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.