Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 50
30 20. september 2008 LAUGARDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. LEIKKONAN SOPHIA LOREN ER 74 ÁRA „Kynlíf er eins og andlitsþvottur – eitthvað sem maður gerir því maður getur ekki annað. Kynlíf án ástar er fullkomlega út í hött. Það er eðlilegur fylgifiskur ástar, en fer aldrei á undan.“ Ítalska kvikmyndastjarnan Sophia Loren er talin með mestu kynbomb- um sögunnar, en hún hlaut heims- athygli fyrir fegurð og kynþokka á sjöunda áratugnum og stendur enn á stalli með goðsögnunum Marilyn Monroe og Brigitte Bardot. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýkug vegna andláts og útfarar Sverris Haraldssonar læknis, Selbrekku 6, Kópavogi. Hjördís Rósa Daníelsdóttir Ásgeir Sverrisson Helga Sigurðardóttir Svandís Sverrisdóttir Kristján Gíslason Hasse Svedberg Annika Svedberg Kristín Sverrisdóttir Jón Magnús Jónsson Arnbjörg Sverrisdóttir Robin Svendsen Jóhann Sverrisson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Jónu Jónsdóttur Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Höfða fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar og tengdasonur, JUNYA NAKANO Arnarfelli, Mosfellsbæ, sem lést af slysförum 16. september, verður jarð- sunginn frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 13. Eyþór Eyjólfsson Satoshi Nakano Yoshiko Nakano Eyjólfur G. Jónsson Inga Jóna Sigurðardóttir Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Stjúpi minn, Ásgeir Sigurðsson lést sunnudaginn 7. september á hjúkrunar og dvalar- heimilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður A. Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar J. Egilsson Vogatungu 103, Kópavogi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 14. september, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 22. september kl. 13.00. Ásgerður Ólafsdóttir Ásdís Einarsdóttir Þórunn Einarsdóttir Erling J. Sigurðsson Sigurður Egill Einarsson Elva Stefánsdóttir Birgir Einarsson Fanney Sigurðardóttir Egill Einarsson Berglind Tulinius afabörn og langafabörn. Okkar ástkæra Hrefna Sigurgísladóttir lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi 14. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við starfs- fólki á Víðinesi og deild B-2 LSH Fossvogi fyrir frábæra umönnun og alúð. Guðný Sigurgísladóttir Gísli J. Ástþórsson Ástþór Gíslason Erla Gunnarsdóttir Hrafnkell S. Gíslason Ragnheiður Gísladóttir Hólmfríður Gísladóttir Kristín Erla Boland og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Arnfríður Róbertsdóttir Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri, áður til heimilis að Furulundi 1c, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð 17. september. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. september kl. 13.30. Herborg Káradóttir Geir Örn Ingimarsson Pálmi Kárason Stefán Kárason Margrét Haddsdóttir Steindór Kárason Jóna Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Rósa S. Aðalsteinsdóttir frá Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, lést þriðjudaginn 16. september. Útför hennar fer fram frá Grundarkirkju nk. fimmtudag, 25. september, kl. 13.30. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunardeildinni Sel við FSA fyrir alúð og umönnun. Brynjólfur Ingvarsson Ingvar Guðni Brynjólfsson Jón Aðalsteinn Brynjólfsson Arnheiður Kristín Geirsdóttir Davíð Brynjólfsson Brynjólfur Brynjólfsson Sigríður Hulda Arnardóttir Hjálmar Stefán Brynjólfsson Jóna Hlíf Halldórsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, Sigríður Ingibjörg Eyjólfsdóttir frá Borgarfirði eystra, lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum aðfaranótt 17. sept- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. timamot@frettabladid.is Víetnamskir flóttamenn, 34 talsins, komu til Íslands til að setjast hér að fyrir 29 árum. Fólkið kom hingað frá Malasíu þar sem 8.500 víetnömsk- um flóttamönnum hafði verið komið fyrir í flóttamannabúð- um. Í hópnum voru fjórir ein- stæðingar, systkinahópur og fjórar barnmargar fjölskyldur. Flóttamannahjálp Samein- uðu þjóðanna hafði áður skor- að á ríkisstjórnir Vestur-Evrópu að veita flóttafólki frá Víetnam hæli og ákvað ríkisstjórn Ís- lands að taka við allt að fjörutíu flóttamönnum. Rauði kross Ís- lands annaðist alla framkvæmd að komu flóttamannanna og fagnaði fólkinu með gjöfum þegar það steig í fyrsta skipti fæti á nýja fósturjörð. Fólkið var fljótt að aðlagast íslenskum að- stæðum. Það hóf fljótlega ís- lenskunám við Námsflokka Reykjavíkur og hélt síðan út á vinnumarkaðinn, en það var einkar vel liðið á sínum vinnu- stöðum. Mörg austurlensk veit- ingahús í Reykjavík eru rekin af víetnömskum flóttamönnum. ÞETTA GERÐIST: 20. SEPTEMBER 1979 Flóttamenn til Íslands FERTUGUR Sigurjón Kjartansson er utan-af-landi-gæi og á auðvitað hund eins og sveita- er siður. Hér er hann með heimilishvolpinn Mola. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Mér finnst ekkert að því að verða fertugur. Það tala marg- ir um að það sé erfitt, en ég þarf nákvæmlega ekkert að hafa fyrir því að eldast. Það gerist bara af sjálfu sér,“ segir afmælisbarn dagsins, Sigurjón Kjartansson, rithöfundur og skemmtikraftur, en bætir við: „Reyndar héldu allir að ég væri fertugur þegar ég var tvítugur þannig að ég er loks kominn á kjöraldur; þann sem allir halda að ég sé á.“ Sigurjón fæddist í Reykjavík en bjó fyrstu sjö árin í Reykholti þar sem faðir hans var kennari. „Þaðan er fyrsta afmælisminningin. Pulsupartí, sex kerti á köku og sól. Ég er svona utan-af-landi-gæi, fluttist sjö ára til Ísafjarðar og var þar sonur skólastjórans. Ég var nokkrum sinnum sendur á skrifstofuna til pabba sem reyndi lítið að gera mér lífið auð- veldara, en annar póll var tekinn í hæðina að kvöldi,“ segir Sigurjón sem segist trúlega hafa verið eilítið spes krakki. „Ég var mikill innipúki, enda alltaf fannfergi og and- styggilegt veður á Ísafirði. Í þá daga voru öll hús teppa- lögð og mér þótti notalegt að leika með bíla og kubba á tepp- inu. Á unglingsárunum var ég farinn að lifa fyrir þær fáu ferðir sem farnar voru suður, og sennilega var mitt mesta drykkjutímabil árið 1983 þegar ég var fimmtán ára, því þá var lítið annað að gera en að drekka ódýrt Anhauser-hvít- vín og fara á einstaka sveitaball í félagsheimilinu. Á þess- um árum kom upp hugarfarslegur mótþrói sem hægt er að tengja við pönk, en ég var mikið í tónlist með tveimur öðrum sem voru ásamt mér einu pönkararnir á Ísafirði,“ rifjar Sig- urjón upp, en sautján ára fluttist hann í Kópavog með fjöl- skyldu sinni, þar sem hann stofnaði hljómsveitina Ham. „Ég hef aldrei haldið stórt upp á afmælið en fagnaði hóg- vært þrítugsafmælinu yfir skírnartertu sonar míns. Afmæl- inu nú ætla ég að verja í sveit með fjölskyldunni, en geymi stórveislu og salarleigu þar til fimmtugsafmælið brestur á. Ég man hins vegar vel eftir fertugsafmæli föður míns. Ég hafði lengi verið með minnimáttarkennd yfir því hve pabbi var ungur og varð ánægður að geta sagt að pabbi væri fer- tugur,“ segir Sigurjón, sem er ánægðastur með rafmagns- gítar sem hann fékk á 35. afmælisdaginn. „Það hefur aldrei verið vesen á mér að vita ekki hvert ég stefndi, eins og með marga jafnaldrana sem dingluðust í há- skóla fram eftir aldri og urðu engu nær. Ég er kominn á stað sem ég ætlaði, bæði persónulega og metnaðarlega séð. Mér finnst gaman að skrifa og sé fullt af möguleikum þar svo lengi sem lifir. Sennilega er ég fyndinn til hálfs og alvarleg- ur líka, en ég hef engar áhyggjur af því að skipta þeim eigin- leikum til helminga. Alvara lífsins inniheldur heilmikið grín og öllu gríni fylgir einhver alvara.“ thordis@frettabladid.is SIGURJÓN KJARTANSSON: FERTUGUR Kjöraldri náð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.