Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 38
18 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ókei. Þér finnst semsagt að það að vera bifvélavirki hafi náð tökum á lífi þínu. Takk kærlega. Þetta er hann! Ég fékk áfall! Maður kemst ekki af án símans heilan dag! Jahérna. Var það of gróft hjá mér að senda skilaboðin „Ég vil sofa hjá þér“ á alla í símaskránni hans? Neinei, hann verður fljótur að gleyma því. Nei, Kári frændi! Langt síðan ég hef heyrt í þér... Svona faðma táningar foreldra sína Svona faðma táningar hvern annan Þá erum við lögst í hýði, Mjási! Nú er það bara að sofna! Sjá augnlokin innanfrá! Leggjast í dvala! Puff. Það er ekki lítið á okkur lagt! Mamma, við fengum bæði martröð. Megum við sofa uppí hjá þér? MlfxGB. Hún sagði já! Hún sagði MlfxGB Það þýðir það sama Öll svör frá sofandi foreldrum þýða já. Eigum við að spyrja hvort þau vilji fara með okkur í tívolí? Undanförnum þremur mánuðum hefur að mestu leyti verið varið í pelagjafir, bleiu- skipti og tiltölulega óreglulegan nætursvefn með tilkomu nýs einstaklings í heiminn. Þessi starfslýsing hefur að mestu leyti fallið á konur landsins en með tilkomu feðraorlofsins hafa karlmenn getað tekið þátt í þessum fyrstu mánuð- um erfingjans. Feðraorlofið hefur hins vegar einnig kallað fram áður óþekktan anga af svokölluðu Stokkhólms- heilkenni. En það lýsir sér þannig að gíslar verða hugfangnir af málstað gíslatökumanna sinna og bindast þeim jafnvel tryggðarböndum. Húsmæðraheilkennið er þetta kallað og er víst lítið rannsakað. En þetta getur leitt af sér töluverða togstreitu þar sem hlutverk húsbónd- ans og húsfreyjunnar taka að skarast með nokkuð áberandi hætti. Þrátt fyrir að maður hefði getað sökkt sér ofan í Ólympíu- leika og Evrópumót þá féllu bæði heimsmet- in hans Bolt og glæsimark Torres algjörlega í skuggann af því þegar litli hvítvoðungurinn ropaði, kúkaði vel og drakk sinn pela. Engu skipti þótt íslenska landsliðið ynni silfur, það voru bara smámunir við þau tíðindi þegar barnið svaf samfleytt í fimm tíma yfir nóttina. En verst af öllu var þó þegar húsfreyjan kallaði húsbóndann á teppið og sagði að þetta gengi ekki lengur. Nú væri ég farinn að tala á innsoginu og þá væri mál að linni. Að svo komnu máli var sængin flutt inn í sófa og ég vinsamlegast beðinn um að sofa heilkennið úr mér. Húsmæðraheilkennið NOKKUR ORÐ Freyr Gígja GunnarssonLöggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is www.takk. is Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.