Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 24
 7. OKTÓBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● bleika slaufan Krabbameinsfélag Íslands tók í notkun nýtt færanlegt rönt- gentæki fyrir landsbyggðina fyrir rúmum mánuði. „Við byrjuðum að nota tækið á Egilsstöðum 2. september,“ segir Anna Dóra Pálsdóttir, deildar- stjóri á röntgendeild Krabba- meinsfélags Íslands. „Þetta er nýtt tæki eins og þau stafrænu sem verið er að taka í notkun á leitarstöð Krabbameinsfélags- ins. Núna eru ekki lengur notað- ar filmur í röntgentækið held- ur eru teknar stafrænar myndir sem settar eru á disk og sendar til Reykjavíkur.“ Innt eftir þeim breytingum sem hið nýja tæki hefur í för með sér segir Anna Dóra að lítið breyt- ist í raun með tilkomu þess. „Við munum fara á sömu eða svipaða staði og við höfum áður gert. Lík- legt er þó að biðtími muni stytt- ast vegna þess að vinnsluferlið tekur minni tíma því ekki þarf lengur að framkalla röntgen- myndirnar.“ Anna Dóra segir að hægt verði að setja tækið upp nánast hvar sem er og undir það tekur Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri Rafarnarins, sem hannað hefur búnað til að flytja tækið á milli staða. „Tækið getur farið inn um allar dyr og öll gólf án þess að skilja eftir för. Á búnaðnum eru loftpúðar sem notaðir eru til að fleyta tækinu þangað sem það á að fara.“ Smári útskýrir að Raförninn hafi unnið með Krabbameinsfé- laginu frá árinu 1985 og að félag- ið hafi verið með fyrstu viðskipta- vinum fyrirtækisins. „Þessi bún- aður sem við vorum að hanna núna er þriðja kynslóð flutnings- tækja. Fyrsta kynslóðin var tekin í sundur á milli þess sem tækið var flutt á milli staða, þannig að þetta er í raun mikil breyting frá upphafi.“ Anna Dóra heldur þá áfram og segir að tiltölulega vel hafi geng- ið að byrja að nota hið nýja rönt- gentæki en þó hafi komið upp ein- hverjir tækniörðugleikar. „Það er bara eðilegt að eitthvað komi upp Nýtt tæki til landsbyggðari Anna Dóra Pálsdóttir yfirgeislafræðingur segir að hvar sem er. Smári Kristinsson hjá Raferninum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bleik ljós á bílum Hreyfils/Bæjarleiðar eru til merkis um átak fyrirtækisins í krabbameinsvernd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bifreiðastöðin Hreyfill/Bæj- arleiðir borgar Krabbameins- félaginu tíu krónur á hverja pantaða ferð frá símaborði sem leiðir af sér akstur í október og nóvember og bílarnir aka með bleikar hlífar á toppnum til vitnis um það. „Við erum að byrja annað árið af fimm í söfn- unarátaki fyrir Krabbameins- félagið. Við vildum vera með í þessu göfuga verkefni því krabbamein er þekkt í hverri einustu fjölskyldu,“ segir Sæ- mundur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri. Sæmundur segir bílstjórana líka selja bleiku slaufuna fyrstu fimmtán dagana í október. „Í fyrra seldum við 5.463 slauf- ur fyrir 2,7 milljónir rúmar og söfnuðum tæplega sextán hundruð þúsundum á símtölun- um,“ upplýsir hann og bendir á að um leið og þeir leggi málefn- inu lið njóti fyrirtækið góðs af því með bættri ímynd. „Þess- ir bleiku hjálmar sem bílarn- ir aka með vöktu mikla athygli víða erlendis á síðasta ári því þetta er einsdæmi í heiminum.“ - gun Bleik ljós á leigubílum Skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage útfærir útlit bleiku slaufunnar í ár fyrir Krabbameinsfélag Íslands. En lokaátakið til söfnunar á nýjum stafrænum tækjabúnaði fyrir leitarstöð Krabbameinsfélags- ins er nýhafið. Skartgripir Hendrikku Waage hafa vakið athygli fyrir glæsi- legt yfirbragð. Hendrikka hefur mikið notað steina við hönnun á skartgripum sínum og það gerir hún einnig við útfærslu á bleiku slaufunni í ár. „Krabbameinsfélag Íslands hafði samband og fékk mig til að koma að verkefninu,“ segir Hendrikka stolt, enda er það henni mikið ánægjuefni að vera með í átakinu þar sem allur ágóði af sölu slaufunnar fer í að ljúka við greiðslu á nýja stafræna leit- artækinu. En sala á bleiku slauf- unni er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins til að vekja athygli á brjóstakrabba- meini. Hendrikka var nýverið hér á landi þar sem hún nældi fyrsta eintakinu af bleiku slaufunni í Dorrit Moussaieff forsetafrú við upphaf átaksins 1. október. Tak- mark átaksins er að selja fjörutíu þúsund slaufur fram til 15. októb- er. „Þetta er verkefni sem snert- ir okkur öll,“ segir Hendrikka og vísar til þeirrar staðreynd- ar að ein af hverjum tólf konum greinist árlega með brjósta- krabbamein. En með nýja tæk- inu er hægt að gera nákvæmari greiningu en áður. „Það þarf því stöðugt að minna á hversu mik- ilvægt er að konur fari í mynda- töku og koma þeim skilaboðum áleiðis til komandi kynslóða.“ Hendrikka segist hafa fylgst með átakinu lengi í Bretlandi og hefur það verið henni ánægjulegt að sjá hvernig það hefur þróast hér á landi. „Það var snyrtivöru- drottningin Estée Lauder sem átti frumkvæðið að átaki og vakn- ingu fólks á brjóstakrabbmeini og bleika slaufan varð síðan að al- þjóðlegu merki átaksins.“ Hendrikka segir að hún hafi fengið góðan tíma til að þróa hug- myndir sínar. Bleika slaufan í ár er til í tveimur útfærslum og verðflokkum. „Silfurslaufan“ sem er dýrari er eigulegur grip- ur og við hönnun á henni notar Hendrikka að hluta til bleika sir- konsteina. Það er því vel til fundið hjá Krabbameinsfélagi Íslands að fá Hendrikku, sem hlotið hefur al- Bleika slaufan með sirkon Hendrikka Waage skartgripahönnuður hannaði tvær útgáfur af bleiku slauf- unni. Hér heldur hún á skartútgáfunni. Söfnunar- og árveknisátaki Krabbameinsfélagsins var hleypt af stokkunum í síðustu viku en m Dorrit Moussaieff forsetafrú og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, tóku við 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.