Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 7. október 2008 15 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðardótt- ir skrifar um ofbeldi gegn konum Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18–80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Samein- uðu þjóðanna var efnt til fjöl- þjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norð- urlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heim Vitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Dan- mörku en Sviss, en færri en í Tékk- landi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangi Ísland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dóms- málaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerða- áætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafin Auk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókn- inni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfs- manna félagsþjónustu, barna- verndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rann- sóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sér- staklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við kon- urnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sér- stakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunn- skóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangri Með aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svör- un við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveld- ar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Berjumst gegn ofbeldi á konum JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Kjóstu besta knattspyrnumann Íslands frá 1946–2008 Stöð 2 Sport í samvinnu við KSÍ stóð fyrir vali á 10 bestu knattspyrnumönnum Íslands frá 1946–2008 þar sem almenningur gat tilnefnt sína uppáhalds knattspyrnumenn. Nú standa eftir 10 frábærir knattspyrnumenn og þú getur haft áhrif á það hver verður valinn besti knattspyrnumaður Íslands. Úrslitin verða í beinni útsendingu þriðjudaginn 14. október á Stöð 2 Sport og Sport 2. Farðu inn á visir.is og hafðu áhrif! Albert Guðmundsson Arnór Guðjohnsen Atli Eðvaldsson Ásgeir Sigurvinsson Eiður Smári Guðjohnsen Guðni Bergsson Pétur Pétursson Ríkharður Jónsson Rúnar Kristinsson Sigurður Jónsson ...ég sá það á visir.is Bréf til iðnaðarráðherra Kristinn Þórisson iðnaðarmaður skrifar: Háttvirtur iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, er eitthvað að mis- skilja hlutverk sitt sem ráðherra iðnaðar í landinu. Hann hleypur undan í flæm- ingi og vísar á nefndir og ráð þegar hann er spurður um virkjanaáform og stórframkvæmdir. Hann veit upp á sig skömmina, búinn að mótmæla öllu sem gert hefur verið síðustu ár. Ragnar Reykás myndi skammast sín. Ráðherra iðnaðar á að mínu mati að hlúa að og byggja upp iðnað í landinu og veitir ekki af því iðnaður í þessu landi er ekki öflugur sem slíkur. Við þurfum að hafa stóriðju í öllum lands- hlutum og þá byggist upp viðhaldsiðn- aður þar í kring. Þetta vita Hafnfirðingar þótt það sé ekki móðins í dag að nefna orðið „stóriðja“. Íslendingar þurfa að selja meira út úr landinu það eitt er víst. Við þurfum að virkja sem mest af jökulvatni og frelsa Sogið og Laxá í Aðaldal. Það væri fínt verkefni fyrir „fiskifræðinginn“ Össur því þar er mjög lítil framleiðsla af rafmagni og miklum náttúruperlum fórnað. Eins þarf að lyfta grettistaki í vega- gerð þessa lands. Þetta er til háborinn- ar skammar hvernig menn fá að dútla hér við vegagerð. Þjóðvegur 1. á að verða 2 + 2 vegur. Þetta er bæði stór- hættulegt og engan veginn ásættanlegt hvað allt þarf að taka langan tíma. Mín skilaboð eru: Össur, annaðhvort ferð þú að standa með iðnaði í þessu landi og láta verkin tala eða finna þér aðra vinnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.