Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 7. október 2008 21 Bandaríska söngkonan Pink hafði betur í einvígi sínu við bresku rokkarana í Oasis á breska smáskífulistanum um helgina. Nýjasta smáskífa hennar, So What, náði efsta sætinu og ýtti hún þar með hljómsveitinni Kings of Leon úr efsta sætinu. Oasis, sem var einnig að gefa út nýja smáskífu, The Shock of the Lightning, náði einungis þriðja sætinu. Hlýtur það að vera mikið áfall fyrir Oasis því hljómsveitin er vön því að hrifsa til sín öll toppsæti í Bretlandi þegar út koma ný lög eða plötur. Á breska breiðskífulistanum hélt plata Kings of Leon, Only By the Night, efsta sætinu þrátt fyrir komu Wills Young inn á listann. Pink vinsælli en Oasis PINK Bandaríska söngkonan Pink er vinsælli en Oasis í Bretlandi um þessar mundir. Framhald teiknimynd- arinnar vinsælu Kung Fu Panda er í undirbúningi og verður hún í þetta sinn gefin út þrívídd. Kung Fu Panda sló rækilega í gegn víða um heim í sumar. Kung Fu Panda 2 er væntanleg sumarið 2011 og hefur Jack Black þegar samþykkt að ljá pöndunni Po rödd sína. Vonir standa til að Angelina Jolie, sem talaði fyrir tígrisdýrið, verði einnig með. Framhald í þrívídd KUNG FU PANDA Fram- hald er væntanlegt sumarið 2011. Beverly Hills Chihuahua var vinsælasta kvikmyndin vestan- hafs um helgina og námu tekjur hennar 29 milljónum dollara, eða um 3,3 milljörðum króna. Myndin fjallar um hundinn Papio sem verður yfir sig ástfanginn af hundinum Chloe. Þegar Chloe týnist í Mexíkó fer Papi yfir landamærin til að bjarga ástinni sinni. Um ekta fjölskyldumynd er að ræða en skortur hefur verið á slíkum myndum í Norður- Ameríku undanfarið. Í öðru sæti yfir vinsælustu myndirnar var tryllirinn Eagle Eye með Shia LaBeouf í aðlhlutverki og í því þriðja var Nick & Norah. Hundamynd á toppnum BEVERLY HILLS CHIHUAHUA Hunda- myndin gamansama var vinsælasta myndin vestanhafs um síðustu helgi. Elskumst í efnahagsrústunum er yfirskrift tónleikaferðar hljóm- sveitanna Skáta og Bloodgroup sem hefst á miðvikudag. Tón- leikaferðin er hluti af verkefninu Innrásin sem styrktarsjóðurinn Kraumur kom á fót í vor. Leiðir Skáta og Bloodgroup lágu fyrst saman á styrktartón- leikum fyrir systursamtök Stíga- móta á Akureyri, Aflið, í júní í fyrra. Hljómsveitirnar spiluðu einnig saman í Bræðslunni á Borgarfirði eystri og í Valaskjálf á Egilsstöðum í sömu ferð við góðar undirtektir. Hljómsveitirn- ar Sykur, Dlx Atx og Skakkam- anage koma einnig við sögu í tón- leikaferðinni. Elskast í rústunum SKÁTAR Hljómsveitin Skátar er á leiðinni í tónleikaferð ásamt Bloodgroup. TÓNLEIKAFERÐIN 8. október - Menntaskólinn, Egilsstaðir m. Mini-Skakkamanage 9. október - Hraunsnef, Borgarfirði m. Dlx Atx 10. október - Edinborgarhúsið, Ísafirði m. Dlx Atx 11. október - Græni hatturinn, Akureyri m. Dlx Atx 14. október - Flensborg, Hafnarfirði m. Sykri & Dlx Atx 15. október - Paddy’s, Keflavík m. Sykri & Dlx Atx 17. október – Iceland Airwaves 18. október – Live Pub m. Mammút, Dlx Atx o.fl. Þursarnir hafa nú fengið sam- keppni í Bresku Kólumbíu í Kanada því þar er komin út platan Journey to Jotunheim með hljómsveitinni Thursar. Kanadísku Þursarnir eru gríðarlega leyndar- dómsfullir og engin ljósmynd er til af þeim. Liðsmenn sveitarinnar komu úr sveitunum Xynfonica og Gluttony. Tónlist Thursanna er sambland gítarhljóðgervla og hefðbundinna hljóðfæra frá Austur-Asíu. Yfir þessa blöndu eru svo rumdir textar í dauðarokksstíl um víkingatímabilið. Lögin heita til dæmis „Thorkel‘s Arrival“ og „King Godmund‘s palace“. Þursar fá samkeppni í Kanada NÝALDAR-VÍKINGA-DAUÐAROKK Thursar frá Kanada. „Auðvitað er gengið að bögga okkur eins og alla aðra, en að öðru leyti erum við bara helvíti fínir,“ segir Egill Tómasson, einn af umsjónarmönnum Iceland Airwaves. Tónlistarhátíðin er nú haldin í tíunda skipti og hefst á miðvikudaginn í næstu viku. Hún stendur að vanda fram á sunnudag og á meðan verður borgin hljómandi af framsækinni tónlist, innlendri og erlendri. „Það er engin paník á okkur,“ heldur Egill áfram. „Það hefur selst meira af miðum en í fyrra og við búumst við svipaðri aðsókn erlendis frá og vanalega, ef ekki meiri, enda gengið hagstætt útlendingum. Auðvitað vonar maður svo að það gerist eitthvað og gengið þróist til baka.“ Egill var einn þeirra Íslendinga sem var fulltrúi þjóðarinnar í grein Guardian um helgina. Greinin fjallaði um hrun íslenska efnahagslífsins og þar sló Siggi Hall kokkur því fram að „krútt-kynslóðin“ þurfi nú að fara að óhreinka á sér hendurnar. „Tja, eigum við ekki bara að vona að krútt-kynslóðin sé endanlega búin að vera,“ segir Egill. „En það er ljós við enda gang- anna,“ bætir hann við. „Ég myndi segja að Iceland Airwaves sé það ljós. Maraþon músikveisla sem fólk getur gleymt sér í.“ Boðið verður upp á fjörutíu og níu erlend atriði og yfir hundrað innlend. Endanleg dagskrá með stað- og tímasetningum verður birt mjög fljótlega. - drg Við erum bara helvíti fínir ÞAÐ ER LJÓS VIÐ ENDA GANGANNA Egill Tómasson hjá Iceland Airwaves. Amy Winehouse er sögð hafa reynt að binda enda á líf sitt. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Daily Star hélt söngkonan hníf við bringu sína þegar vinir hennar komu að henni og spurði: „Hver er tilgangurinn með því að lifa?“ Vinir Amy vakta hana nú allan sólarhringinn til að koma í veg fyrir að hún fremji sjálfsmorð en hún segist ekki óttast dauðann. Þeir segja söngkonuna ekki ráða við tilfinningar sínar þar sem hún sé gjarnan undir áhrifum eiturlyfja og hún vilji fyrirkoma sér því hún telji það vera örlög sín að deyja ung. Amy í sjálfs- morðshug- leiðingum VILL DEYJA UNG Amy telur það sín örlög að deyja ung og segist vilja binda enda á líf sitt. Yfir eitt hundrað hljómsveit- ir víðs vegar að úr heimin- um hafa lifibrauð sitt af því að spila lög til heiðurs Abba, þar á meðal hin heims- þekkta Björn Again og svo Arrival, sem spilar í Voda- fone-höllinni 8. nóvember. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arrival kemur hingað til lands og hlakkar söngkonan Vicky mikið til. „Ég hef heyrt marga góða hluti um Ísland og mér hefur verið sagt að ég yrði að koma þangað og núna er loksins komið að því,“ segir Vicky. Arrival, sem hefur haldið Abba- sýningar víða um heim í tæp fjór- tán ár, fór í tónleikaferð um Banda- ríkin í sumar og spilaði fyrir framan tuttugu til þrjátíu þúsund manns á hverju kvöldi. „Þeim finnst mjög merkilegt að við séum frá Svíþjóð og spyrja okkur alls konar spurninga, hvort það sé ekki mikill snjór í Svíþjóð og hvort Kaupmannahöfn sé höfuðborgin. Þeir vita ekki mikið um Skandin- avíu en þeir eru frábært fólk og enn betri áhorfendur,“ segir hún. Arrival hefur að undanförnu verið í hljóðveri að ljúka við upp- tökur á óútgefnu Abba-lagi sem nefnist Just a Notion. Fékk sveitin lánað gamalt Abba-hljómborð við upptökurnar. „Ég sendi Björn og Benny lög sem við höfðum tekið upp og spurði hann um þetta lag og hann sagði já. Ég veit að þeir eru mjög strangir varðandi svona lagað og þess vegna varð ég undr- andi þegar þeir sögðu já.“ Vicky segist aldrei verða þreytt á því að spila sömu lögin kvöld eftir kvöld. „Tónlistin er frábær og síðan er alltaf jafngaman að sjá fólkið í salnum brosa og gleðjast yfir lögunum. Við skemmtun okkur alltaf vel á sviðinu.“ Til að vera góð Abba-hljómsveit segir Vicky nauðsynlegt að hafa góða tónlistarmenn innanborðs auk þess sem sænskur uppruni sé mikilvægur. „Það er sjarminn við þetta. Við berum orðin ekki rétt fram og útlendingarnir elska það,“ segir hún. freyr@frettabladid.is Sjarmi við sænskan framburð ARRIVAL Abba-hljómsveitin Arrival heldur tónleika í Vodafone-höllinni 8. nóvember. Á vefnum Metacritic.com má sjá að nýjan platan hennar Emilíönu Torrini fær mjög góða dóma víð- ast hvar. Netsíðan tekur saman dóma hvaðanæva og ef allir dóm- arnir sem liggja til grundvallar eru teknir saman kemur í ljós að platan fær 7,4 í einkunn af 10 mögulegum. Meðal annars segir tónlistarbiblían All music guide að platan höfði bæði til bókaorma og strandpía, heimakærra og heimsferðalanga, dansara jafnt sem þeirra sem læðast með veggjum. MusicOHM segir að platan sé slípaðri en síðasta plata Emilíönu og muni höfða til fleiri og Slant segir að lagið „Gun“ sé kynþokkafyllsta blóðbað sem heyrst hafi á plötu. Þá segir hið víðlesna enska tímarit Q Magaz- ine að Me & Armini sé ekki plata sem hlustendur nái strax – til þess sé hún of torskilin og var- færnisleg – en um leið og hún gefi upp leyndarmál sín þá læðist hún að heila hlustandans og setj- ist þar að. Góðu dómarnir hlaðast á Emilíönu ME & ARMINI Fær góða dóma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.