Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 VINNUVÉLANÁMSKEIÐ eru reglulega haldin hjá Ökuskóla Akureyrar. Námskeiðin eru 80 tímar og helstu námsgreinar eru jarð- ýtur og gröfur, kranar og stálvírar, vökva- og vélafræði og öryggi á vinnustað. Næsta námskeið hefst 30. október og er skráning hafin á okuskoli@simnet.is „Ég reyni eftir bestu getu að hugsa vel um heilsuna og hef undanfarið ár byrjað daginn á næringarríkum hafragraut, sem gefur góða fyll- ingu og dugar vel til hádegis án þess að maður berjist við löngun í kruðerí á milli mála,“ segir við- skiptafræðineminn og tónlistar- maðurinn Jón Sigurðsson, sem landsmenn muna vel eftir úr fyrsta versi Idol-Stjörnuleitar. „Heilsusamlegt líferni hefur verið lífsstíll síðan ég man eftir mér og ég drekk alltaf yfir tvo lítra vatns á dag. Ég er líka svo heppinn að eiga yndislega konu sem eldar af ástríðu og er dugleg að sjá til þess að ég borði hollan og góðan kost í öll mál,“ segir Jón sem nú er á öðru ári í Háskólanum í Reykjavík og hefur þurft að breyta út af vananum við hreyf- ingu í samræmi við ástundun náms og vinnu. „Árum saman æfði ég hand- bolta, fótbolta og fleira sport, en með fullum vinnudegi og fullu námi með vinnu varð lítill tími afgangs fyrir skipulagðar íþrótta- iðkanir,“ segir Jón sem situr lang- tímum saman við heimalærdóm á kvöldin. „Því fylgir mikil vellíðan að vera í góðu formi, auk þess sem það gefur kraft og úthald í dag- legu annríki líka,“ segir Jón sem á annað ár hefur vaknað klukkan sex árdegis til að stunda herþjálf- un hjá Heilsuakademíunni. „Það er vissulega þrautin þyngri að vakna svo snemma eftir langar setur við námsbækurnar á kvöldin og eitthvað er ég víst sekur um að hafa slegið slöku við í haust. Her- þjálfun hentar mér vel því útrás er mikil og markviss en alls ekki jafn mikið streð og margir halda. Hún er kannski erfið fyrir þá sem ekkert hafa hreyft sig árum saman, en þá er bara að byrja í ról- egheitum og finna sinn eigin hraða sem smám saman eykst,“ segir Jón sem vill taka vel á því í rækt- inni úr því verið er að hafa fyrir því að vakna fyrir allar aldir á annað borð. „Ég þarf átök og stuð til að koma mér í gang og geymi rólegri íþrótt- ir eins og golf til efri áranna.“ thordis@frettabladid.is Vill vakna í átök og stuð Herþjálfun, fullt nám og hundrað prósent vinna er lífsstíll sem skilar Jóni Sigurðssyni árangri í starfi og leik, en hann hefur frá fyrstu tíð gengið hnitmiðað um fjölbreytta stigu heilnæmis og heilbrigðs lífernis. Jón Sigurðsson hefur aldrei slegið slöku við að hugsa sem best um heilsuna og telur ekki eftir sér að vakna í hörku herþjálfun meðan aðrir sofa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Vægttab 30 kilo på 30 uger Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram, sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MA TAR- PRÓGRA M Léttist um 30 kíló á 30 vikum 865-8407 vigtarradgjafarnir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.