Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 42
22 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is > Sigurður Ragnar hafnaði HK Sigurður Ragnar Eyjólfsson ætlar að einbeita sér að starfi sínu sem þjálfari A-landsliðs kvenna og var því ekki til- búinn til að taka við 1. deildarliði HK þegar félagið leitaði til hans á dögunum. „Þeir buðu mér starf um daginn en ég hafnaði því,“ sagði Sigurður Ragnar sem sagðist einn- ig hafa hafnað HK í sumar. „Ég ætla að einbeita mér að þessu mikilvæga verkefni með kvennalandsliðinu. Mér finnst það vera spennandi og krefjandi verkefni,“ sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Það er heiður að vera boðin þjálfara- staða bæði í efstu deild og 1. deild og þá hlýtur maður að vera að gera eitthvað rétt.“ Íslenska kvennalandsliðið dróst í gær gegn Írlandi í tveimur umspil- sleikjum um sæti í lokakeppni EM næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson var bara sáttur við væntanlega mótherja þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég var hálffeginn að sleppa við Tékkland því þær voru hæst skrifaðar af þessum þremur liðum. Þær voru með flest stig af öllum liðunum í 3. sæti, þangað var lengsta ferðalagið og það var fínt að losna við þær,“ sagði Sigurður Ragnar en Ísland átti möguleika á að mæta Tékklandi, Skotlandi eða Írlandi. „Ég held að þetta séu samt áþekk lið. Írland er kannski góður kostur af þeirri ástæðu að við þekkjum það betur en hin liðin,“ segir Sigurður Ragnar en Ísland hefur mætt Írlandi í Algarve-bikarn- um síðustu tvö ár. „Báðir þessir leikir á móti þeim hafa verið jafnir,“ sagði Sig- urður Ragnar en Ísland vann Írland 4- 1 í vetur. Írska liðið er að ná sínum besta árangri með því að komast í umspilið. „Þær hafa verið á stöðugri uppleið. Á þessum heimslista sem ég hef verið að halda saman eru þær að bæta sig þriðja mest allra þjóða og eru þar rétt á eftir okkur,“ segir Sigurður en Brasilía er þar í efsta sæti yfir þær þjóðir sem hafa bætt sig mest frá því í jan- úar 2007. „Þær hafa verið að ná fínum úrslitum,“ segir Sigurður. Í liðinu eru meðal annars fjórir leikmenn í enska liðinu Arsenal þar á meðal aðalmarkvörður liðsins, Emma Byrne. „Við eigum að vera sterkara liðið og við ætlum að fara báða leikina til að vinna þá. Við verðum síðan að sjá hvernig það gengur,“ segir Sigurður Ragnar sem er bjartsýnn á möguleika kvennalandsliðsins eins og áður „Við eigum betri möguleika en nokkurt annað A-landslið hefur átt á að komast í úrslitakeppnina. Ég held að það verði stórt atriði fyrir okkur að fá góðan og öflugan stuðning í seinni leiknum á Laugardals- velli. Það verður alltaf úrslitaleikurinn sama hvernig fyrri leikurinn fer. Vonandi fyllum við völlinn.“ SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON, LANDSLIÐSÞJÁLFARI KVENNA: ÍSLAND MÆTIR ÍRLANDI Í UMSPILINU Var hálffeginn að sleppa við Tékkland FÓTBOLTI Skagamaðurinn ungi er eftirsóttur þessa dagana. Hann greindi frá því í Fréttablaðinu á dögunum að hann ætlaði sér ekki að spila með ÍA í 1. deildinni sem og að hugurinn stefndi út. Hann er þegar farinn að skoða sína möguleika og að því er Vísir greindi frá í gær er Björn hjá norska liðinu Lilleström og heldur aftur heim í dag. Í sömu frétt kemur fram að ÍA eigi í kjölfarið von á tilboði í framherjann. Félög víða um Evrópu hafa sýnt Birni áhuga og ekki loku fyrir það skotið að hann skoði aðstæður hjá fleiri félögum. - hbg Björn Bergmann: Í skoðun hjá Lilleström BJÖRN BERGMANN Kemur heim frá Noregi og hugsanlega á leiðinni til fleiri félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Nokkur meiðsli eru í landsliðshópi Hollands fyrir leikinn gegn Íslandi á laugardag. Þeir Arjen Robben og Jan Vennegor of Hesselink hafa nú dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla. Robben meiddist með Real Madrid um helgina í leiknum gegn Espanyol en Hesselink meiddist í leik með Celtic. Tvímenningarnir munu ekki bara missa af leiknum gegn Íslandi heldur einnig af leiknum gegn Noregi fjórum dögum síðar. Bert van Marjwik, landsliðs- þjálfari Hollendinga, hefur ekki valið aðra menn í hópinn í stað þessara tveggja. - hbg Meiðsli hjá Hollendingum: Robben frá gegn Íslandi ARJEN ROBBEN Fjarri góðu gamni gegn Íslandi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Kvennalið Vals er á leið- inni til Svíþjóðar á morgun þar sem liðið berst við meistarana frá Svíþjóð, Ítalíu og Kazakstan um tvö laus sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppni kvenna. Valskonur keppast að því að jafna árangur sinn frá 2005 þegar þær komust áfram en þær voru aðeins hársbreidd frá því að leika það eftir í fyrra. Valsliðið fékk góðan meðbyr í gær frá Orkuveitu Reykjavíkur sem styrkti Valskon- ur um eina milljón sem kemur sér vel enda fjárfrekt að taka þátt í keppni sem þessari. Elísabet Gunnarsdóttir, annar þjálfara Valsliðsins, segir stefn- una hafa verið sett á að komast áfram en hún veit að verkefnið hefur líklega aldrei verið erfiðara. „Þetta er sterkasti riðillinn sem við höfum farið í hingað til. Ef við förum yfir riðlana þá er þetta að mínu mati sterkasti riðillinn. Við vitum að það væri mikið afrek fyrir okkur að fara upp úr þessum riðli,“ segir Elísabet. Umeå hefur tvisvar orðið Evr- ópumeistari félagsliða, ítalska liðið Bardolino komst í undanúr- slitin í fyrra og Alma frá Kazak- stan hefur bætt sig mikið frá því að Valur vann það 8-0 árið 2005. Valsliðið mætir sænsku meist- urunum í Umeå í fyrsta leik en fyrirfram er álitið að þar fari sterkasta lið riðilsins. „Það er kannski fínt að mæta þeim núna, þær eru nýorðnar meistarar í Sví- þjóð og kannski líkur á því að þær vanmeti okkur. Við höfum undir- búið okkur vel og höfðum engu að tapa í þessum leik,“ segir Elísa- bet. Í fyrra munaði engu að Valsliðið skellti þýska stórliðinu Frankfurt í fyrsta leik en þýska liðið tryggði sér sigurinn með tveimur mörk- um í lokin. „Við vorum nálægt því að vinna fyrsta leikinn á móti Frankfurt og ég tel að trúin sé svo sannarlega til staðar í liðinu. Við vorum alveg vissar um að ef við skipulegðum okkur vel, spiluðum með aga og með hjartanu þá gætum við náð góðum úrslitum á móti hverjum sem væri,“ segir Elísabet. Valsliðið spilaði á föstudags- kvöldið æfingaleik við kvenna- landsliðið og Elísabet var mjög ánægð með hann. „Leikurinn við landsliðið hjálpaði okkur mjög mikið því við áttum í ákveðnum erfiðleikum í bikarúrslitaleiknum. Það voru hlutir sem við þurftum að laga og taka í gegn. Við gátum lagfært þá hluti og því var mjög nauðsynlegt að fá þennan leik,“ segir Elísabet. Hún segir Valsliðið hafa tekið miklum framförum í líkamlega þættinum undanfarin ár en eftir langt tímabil er það annað sem hún hefur meiri áhyggjur af. „Það er alltaf erfitt að halda andanum ferskum þegar komið er svona langt fram á tímabil. Nú erum við komin fram í október og tímabilið er búið að vera langt. Ég hef mestar áhyggjur af því hvort andinn og ástríðan verði áfram til staðar í október,“ segir Elísabet sem segir undirbúninginn hafa tekið mið af þessu. „Við höfum verið að reyna að gefa þeim frí- daga en þær eiga erfitt með það og mæta samt,“ segir Elísabet kímin. Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er ein af þessum leikmönnum sem mæðir mikið á á mörgum víg- stöðvum. „Beta var sniðug því hún gaf okkur smá frí þegar við komum úr landsliðsferðinni. Maður er búinn að ná að hvílast vel og er tilbúinn í þetta. Þetta er orðið mjög langt en við erum í þessu af því að þetta er mjög gaman og okkur langar til að ná árangri. Það eru virkilegir mögu- leikar á að ná árangri núna þannig að maður tekur bara pásuna þegar þetta er búið,“ segir Katrín. Hún var eins og Elísabet mjög ánægð með að fá æfingaleikinn á móti landsliðinu. „Það var mjög skrítin stemning þarna en þetta var mjög fínt fyrir okkur. Við erum að fara að mæta sterkum andstæðingum þarna úti og það var gott að fá að spila við svona góðan andstæðing áður en við förum út,“ segir Katr- ín. Katrín ætlar ekki að velta sér of mikið upp úr því hvaða stórstjörn- ur skipi lið Umeå sem verður fyrsti mótherji Vals á fimmtudag- inn. „Við verðum að spila okkar leik og það er mjög mikilvægt að við einblínum ekki alltof mikið á einstaka leikmenn hjá þeim. Þær eru hæst skrifaðar og ég held að það sé bara fínt að fá þær í fyrsta leik því þær vita ekki alltof mikið um okkur,“ segir Katrín að lokum. ooj@frettabladid.is Mikið afrek ef við komumst áfram Orkuveita Reykjavíkur styrkti kvennalið Vals um milljón í gær en Valskonur eru á leið til Svíþjóðar þar sem eitt besta lið Evrópu bíður þeirra í fyrsta leik á fimmtudaginn. Valskonur eru í erfiðasta riðlinum. UMEÅ BÍÐUR Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Elísa- bet Gunnarsdóttir eru á leiðinni til Svíþjóðar á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI Formenn félaga í Ice- land Express-deildinni hittust með forráðamönnum KKÍ í Laugar- dalnum í gær. Þar var farið yfir stöðu mála í ljósi efnahagsástands- ins og menn skiptust á hugmynd- um. Eins og fram hefur komið hafa ÍR-ingar ákveðið að leika án erlendra leikmanna í vetur en þeir segja að forsendur fyrir rekstri meistaraflokks séu brostnar í ljósi hamfara í íslensku efnahagslífi. „Þessi fundur gekk ágætlega. Menn ræddu málin vítt og breitt í ljósi þeirrar stöðu sem er í samfé- laginu. Það sem kom út úr þessum fundi er að menn ætla að skoða sína stöðu á næstu forsendum,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, en hann staðfestir að fleiri félög en ÍR séu að íhuga að fækka útlendingum eða hreinlega sleppa því að spila með útlendinga. „Svo gerist það líka kannski, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að menn hafi ekkert val í þessu máli. Það verð- ur tíminn bara að leiða í ljós. Félög á fundinum sögðust vera að skoða sín útlendingamál og sögðu það koma til greina að fara í frekari aðgerðir.“ Heyrst hefur að einhver félög vilji keyra í gegn reglugerðar- breytingar sem annað hvort banni erlenda leikmenn í deildinni eða í það minnsta fækki þeim. Slíkar reglugerðarbreytingar er aðeins hægt framkvæma á ársþingi. For- menn félaga geta þó farið fram á aukaþing en þar myndu aðeins forráðamenn þeirra félaga sem sátu síðasta ársþing hafa atkvæð- isrétt. Að sögn Friðriks Inga var það þing ekki vel sótt og því ekki margir með atkvæðisrétt í mál- inu. „Menn ætla að sýna þá ábyrgð að fara yfir stöðu mála sem er eðlilega erfið. Þetta var góður fundur, góður andi í mönnum og mjög hollt að hittast til að fara yfir stöðuna,“ sagði Friðrik Ingi. - hbg Formenn félaga í Iceland Express-deildinni héldu „kreppufund“ með KKÍ í gær: Fleiri félög íhuga að fækka útlendingum HVAÐ SKAL GERA? Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, og Hannes Jóns- son, formaður KKÍ, sjást hér á fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.