Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 7. október, 280. dagur ársins. 7.55 13.15 18.34 7.43 13.00 18.16 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Svefnpokapláss kr. 1.500 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is Ferðaskrifstofa 16. og 30. október. Hotel Silken Indautxu. Innifalið: Flug og gisting í 3 eða 4 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 23. október. Hotel Don Paco. Innifalið: Flug og gisting í 3 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 19. nóvember. Movenpick Hotel. Innifalið: Flug og gisting í 5 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 23. október. Ballsbridge Inn. Innifalið: Flug og gisting í 4 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 6. nóvember. Hotel Tryp Gran Via. Innifalið: Flug og gisting í 3 nætur, morgunverður, fl ugvallaskattar og íslensk fararstjórn. Undanfarna daga hef ég verið með óbragð í munninum. Á þessu kann ég ekki almennilegar skýringar en ég held að það tengist lítið þeirri staðreynd að ég er komin um það bil sjö mánuði á leið. Reynd- ar átti ég fyrra barn mitt um það leyti sem bankarnir voru færðir til einkaaðila. Við maðurinn minn vorum að útskrifast úr skóla, nýbú- in að eignast okkar fyrstu íbúð og lítinn dreng, sumarið var eitt hið heitasta í Íslandssögunni, fólk horfði á Innlit/útlit og hlustaði í andakt á hetjusögur af íslensku útrásinni – allt leit svona ægilega vel út. HETJUSÖGURNAR hafa glumið á almenningi frá því þá. Sjálfstæð- isflokknum var þakkað allt gott. Og eins og ég hef bent á þá var gortað um gott gengi bankanna á lands- fundi flokksins í fyrra og sagt: „Því ber að huga að enn frekari einka- væðingu á öðrum sviðum s.s. á sviði heilbrigðis-, mennta- og orkumála.“ Hjúkket! að það var ekki búið að ráðast í allt þetta einkaframtak. Nú segir forsætisráðherra að alþjóð- legt fjármálaumhverfi hafi rústað bankana. Mér leikur samt forvitni á að vita hvers vegna aldrei var sagt að góðærið væri ekki bara til komið vegna þeirrar stöðu sem þá ríkti í alþjóðlegu fjármálaum- hverfi, greiðu aðgengi að lánum og fasteignabólunni. ÉG get ekki neitað því að ég er upp- full af reiði og óbragðið í munni mér, sem ég nefndi í byrjun, vænt- anlega vegna þess að maður þarf að kyngja öllu því sem á undan er gengið þegjandi og hljóðalaust. Það er ekki annað í boði en treysta for- sætisráðherranum sem sagði 31. mars að botninum væri náð, fjár- málaráðherranum sem líklega er enn tilbúinn til að spyrja almenning hvort hann sjái ekki veisluna, nú eða treysta orðum forsvarsmanna þeirra banka sem eftir eru og reyna að ýta þeirri staðreynd til hliðar að það er örstutt síðan sagt var að allt væri í stakasta lagi hjá Glitni. REYNDAR leið mér þannig í gær að mér hálfbauð við fólki. Öll gildi virðast nú á hvolfi, Range Roverar vekja upp vorkunn, jakkaföt ýta undir tortryggni og fullyrðingar um góða stöðu skapa ótta. Það sem mildaði geðsmuni mína og dró úr mér mestu gremjuna var ferð inn í bakarí í gær. Þar inni stóð ung kona, líklega ættuð frá Póllandi, sem sagði mér brosandi að sól- kjarnabrauðið væri sérlega gott. Þegar hún ætlaði að sneiða það fyrir mig hljóp til hennar á að giska fjögurra ára drengur. Hann hafði átt að sitja hljóður á bak við en þar sem hann óttaðist svo um hag móður sinnar nálægt skurðarvél- inni varð hann að gæta að henni. Enn er eitthvað gott og fallegt á sínum stað. Sólkjarnabrauð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.