Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 17
SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS er ný stofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra og annast framkvæmd sjúkratrygginga auk þess að semja um og greiða fyrir heilbrigðisþjónustu. „Við höfum vísbendingar um að meira en helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfir sig ekki í sam- ræmi við lágmarks viðmið um hreyfingu, sem eru þrjátíu mínút- ur á dag og samsvarar miðlungs erfiðri göngu. Níu ára börn og yngri virðast flest ná sínu lág- marki, sextíu mínútum á dag, en eftir það fer hreyfing mjög hall- oka og á framhaldsskólaaldri virð- ast ungmenni hreyfa sig sama og ekki neitt,“ segir Gígja Gunnars- dóttir, íþróttafræðingur og verk- efnisstjóri hreyfingar hjá Lýð- heilsustöð. Í nýja bæklingnum er lykilhug- tökum um hreyfingu safnað saman, bent er á þætti sem hafa áhrif á hreyfingu, hvernig auka má hreyfingu á mismunandi svið- um daglegs lífs og spurningum svarað um hreyfingarþörf barna, unglinga, fullorðinna, roskinna og kvenna á meðgöngu. „Áherslur okkar eru í takti við niðurstöður nýjustu rannsókna á heilsu og hreyfingu, en þar kemur fram að mikill heilsuávinningur felst í lágmarkshreyfingu. Mann- eskjan er lífvera af holdi og blóði, gerð úr vöðvum, beinum og boð- efnum sem þurfa lífsnauðsynlega á hreyfingu að halda. Við gerum því líkamanum illt með kyrrsetu- lífi og fyrsta skrefið er að hreyfa okkur reglulega yfir daginn,“ segir Gígja sem talar út frá sjón- armiðum lýðheilsu þar sem heil- brigði almennings er undir og mestu skiptir að fækka í hópi kyrrsetufólks. „Hjartað er vöðvi sem þarfnast áreynslu eins og aðrir vöðvar lík- amans. Þess vegna er nauðsynlegt að láta það slá hraðar á degi hverj- um, þannig að okkur hitni og við finnum fyrir mæði. Ekki er mælt með kyrrsetu lengur en í klukku- stund í einu, en víst er að stór hluti þjóðarinnar situr samfleytt átta tíma vinnudag. Því er mikilvægt að taka hléæfingar, standa upp og koma blóðinu á hreyfingu en það hjálpar líkamanum að taka inn súr- efni og losa sig við úrgangsefni sem annars safnast saman. Vöðva- bólga ekkert annað en skortur á hreyfingu og uppsafnaður úrgang- ur í líkamanum,“ segir Gígja. Í bæklingi Lýðheilsustöðvar er börnum og unglingum í fyrsta sinn ráðlagt að verja ekki meira en tveimur tímum í afþreyingu við skjá. Einnig er lögð rík áhersla á mikilvægi hreyfingar burtséð frá holdafari og andlegan ávinn- ing daglegrar hreyfingar. „Kyrrseta er mannskemmandi fyrir alla og ef lífsstíllinn er þannig að maður fer í gegnum daginn og vikuna sitjandi eða útaf- liggjandi, köllum við yfir okkur bæði andlega og líkamlega sjúk- dóma. Ávinningur daglegrar hreyfingar snýst því um miklu meira en ofþyngd og holdafar því hún minnkar líkur á mörgum lang- vinnum sjúkdómum. Dagleg hreyfing hjálpar okkur við að losa um streitu og tryggir þann and- lega styrk sem við öll þurfum á að halda til að takast á við daglegar skyldur, einkalíf og frítíma.“ Ráðleggingar um hreyfingu eru aðgengilegar á www.lydheilsu- stod.is, en bæklinginn má líka nálgast hjá Lýðheilsustöð eða fá sendan heim. thordis@frettabladid.is Mannskemmandi kyrrseta Lýðheilsustöð hefur gefið út myndarlegan bækling sem inniheldur ráðleggingar um hreyfingu í ítarlegri mynd og er hvatning þeim sem lifa kyrrsetulífi að standa upp og hreyfa sig til betra lífs og lífsgæða. Íþróttafræðingurinn Gígja Gunnarsdóttir er verkefnisstjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð sem á dögunum gaf út aðgengilegar, hvetj- andi, fróðlegar og gagnlegar ráðleggingar um hreyfingu; öllum landsmönnum til handa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Næstu fyrirlestrar og námskeið 07. okt. Mataræði fyrr og nú - Næring í víðari skilningi Haraldur Magnússon osteópati 08. okt. Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 09. okt. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Auður I. Konráðsdóttir heilsukostur 11. okt. Farðu alla leið, þína leið Arnbjörg Finnbogadóttir 15. okt. Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir 16. október Kökur og eftirréttir Auður I. Konráðsdóttir heilsukosturwww.madurlifandi.is Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og nýtur nú mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 Mánudaga og mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.