Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 12
12 7. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 242 3.091 -1,16% Velta: 1.299 milljónir MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETR. 22,13% BAKKAVÖR 13,22% ATORKA 8,75% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,08 -2,09% ... Atorka 3,65 -8,75% ... Bakkavör 15,10 -13,22% ... Eimskipafélagið 3,87 -1,02% ... Exista 4,62 +0,00% ... Glitnir 3,91 +0,00% ... Icelandair Group 16,05 -5,03% ... Kaupþing 654,00 +0,00% ... Landsbankinn 19,85 +0,00% ... Marel Food Systems 77,00 -5,41% ... SPRON 2,10 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 84,60 -3,86% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 207,2 +0,29% Gengi krónunnar féll um 22 pró- sent í gær, samkvæmt útreikning- um Markaðarins. Nær engin viðskipti voru með íslensku krónuna á millibanka- markaði í gær. Eftir því sem Mark- aðurinn kemst næst eru viðskipti með krónur afar ógegnsæ um þess- ar mundir og eigi krónuviðskipti sér stað er það að mestu leyti utan við hefðbundinn markað, beint á milli markaðsaðila. Það skili sér svo í óvirku opinberu meðalgengi sem Seðlabankinn birtir. Samkvæmt opinberu meðal- gengi Seðlabankans lækkaði gengi krónunnar um rúm 0,5 prósent í gær og stóð gengisvísitalan í 207,18 stigum í lok dags. Gengi erlendra gjaldmiðla í krónum talið var hins vegar mun hærra hjá erlendum bönkum en hér sem bendir til að nær enginn vilji sé hjá erlendum fjárfestum að kaupa íslenskar krónur nema með rífleg- um afslætti. Inn í gengisfallið kann að spila gjalddagi krónubréfa upp á 29 milljarða króna að nafnvirði í gær en samtals verða 45 milljarðar á gjalddaga í mánuðinum. Eftir gjalddagann eru enn úti- standandi krónubréf upp á 280 milljarða króna að nafnvirði á gjalddaga, þar af 30 milljarðar það sem eftir lifir árs. Einn Bandaríkjadalur kostaði 112 krónur hér á landi í gær sam- kvæmt opinberu meðalgengi Seðlabankans. Á sama tíma þurfti að punga út 145 íslenskum krón- um fyrir sérhvern dal sem keypt- ur var í skiptum fyrir krónur hjá Kaupþingi í Svíþjóð. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst stendur gengisvísitala krónunnar því mun nær því að vera á bilinu 261 til 265 stig í stað 207,18 stig líkt og Seðlabankinn sýnir. Hún stóð í 120 stigum við síðustu áramót og nemur gengis- fallið því 54 prósentum frá ára- mótum. jonab@markadurinn.is Krónan féll um fimmtung í gær Gjaldeyrismarkaðurinn hér á landi er þurrkaður upp og viðskipti nær engin. Krónan virðist seld með ríflegum afslætti erlendis. MISGENGI KRÓNUNNAR Gjaldmiðlar Gengi Ísl. kr. SÍ í Svíþjóð* Bandaríkjadalur 115 145 Evra 154,8 197 Breskt pund 200,2 255 Dönsk króna 20,7 26 Japanskt jen 1,1 1,4 * Gengi íslensku krónunnar samkvæmt Kaupþingi í Svíþjóð. Greiningardeildir bankanna segja lítið hægt að segja um gengi krónunnar. Ásgeir Jóns- son, yfirmaður greiningardeild- ar Kaupþings, segir að gjaldeyr- ismarkaðurinn hafi legið niðri hér á Íslandi. Edda Rós Karls- dóttir, yfirmaður greiningar- deildar Landsbankans, segist sömuleiðis ekkert geta sagt um gengi krónunnar: „Það hefur ekkert eitt verð verið á henni í dag enda hafa markaðirnir í raun verið algjörlega óvirkir. Menn hafa verið að bíða í allan dag eftir fréttum og aðgerðum.“ Edda Rós segir að bankarnir hér heima hafi lítil viðskipti átt sín í milli með gjaldeyri þótt einhver viðskipti hafi átt sér stað innan bankanna. - msh EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Forstöðu- maður greiningardeildar Landsbank- ans segir ekkert eitt verð hafa verið á krónunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óvirkur markaður Virði nokkurra kauphallarfélaga hefur aukist verulega við gengis- fall krónunnar samkvæmt verð- mati greiningardeildar Lands- bankans. Á þetta meðal annars við um Marel, Össur og Alfesca. Meirihluti starfsemi þessara félaga er erlendis en hlutaféð í íslenskum krónum. Þar sem tekj- ur þeirra eru að miklu leyti í erlendri mynt eykst virði þeirra við veikingu krónunnar. Veiking krónunnar hefur einnig haft jákvæð áhrif á virði Bakka- varar, þótt hún hafi veikt eigin- fjárhlutfall. Greiningardeildin telur þó að verðmæti félagsins sé meira en markaðsvirðið gefur til kynna. - hhs Veiking krónu eykur virðið ÍSLENSKIR PENINGAR Erlendir fjárfestar virðast engan áhuga hafa á því að kaupa íslenskar krónur nema með ríflegum afslætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hlutabréfaverð beggja vegna Atlantshafs hrundi í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan endaði í 9.955, féll um 3,58 prósent, eða 370 punkta. Hlutabréfaverð féll fram yfir hádegi og náði lægsta gildi rétt fyrir klukkan þrjú, þegar vísitalan náði lægsta gildi sínu um daginn og hafði þá fallið um 795 punkta, eða 7,6 prósent. Hlutabréf verð hækkaði nokkuð fyrir lokun, og endaði í fyrsta sinn undir 10.000 punktum síðan í október 2004. Hlutabréfaverð í Evrópu féll sömuleiðis í lægsta gildi í fjögur ár. Séfræðingar sem Reuters ræðir við segja að hlutabréfamark- aðir virðist í „frjálsu falli“ og engir kaup- endur séu að hlutabréfum. Hlutabréfaverð féll um 7,9 prósent í London, 9 prósent í París og 7,1 í Frankfurt. Markaðir í Asíu féllu einnig, og hafa ekki verið lægri í fjögur ár. Nikkeivísitalan japanska féll um 4,25 prósent. Hrun gærdagsins er talið til marks um að hlutabréfamarkaðir geri nú ráð fyrir því að óumflýjanlegt sé að fjármálakreppan þróist í alþjóðlega efnahagskreppu og að það muni hægja mjög á hagvexti um heim allan. - msh KAUPHÖLL NYSE Hlutabréfaverð hefur fallið um nærri 8,4 prósent síðan Bandaríkjaþing samþykkti 700 milljarða dollara neyðaraðgerðir. MARKAÐURINN/REUTERS Hrun á erlendum mörkuðum Fjármálaeftirlitið setti hlutabréf í Glitni, Kaupþingi, Landsbankan- um, Straumi, Spron og Existu, sem jafnframt er stærsti hluthafi Kaupþings, á athugunarlista í gærmorgun og stöðvaði viðskipti með bréfin í kjölfarið. Í tilkynningu Kauphallarinnar sagði að ákvörðunin hefði verið tekin til að vernda jafnræði fjár- festa vegna umtalsverðrar óvissu varðandi verðmyndun hlutabréf- anna. Áður en ákvörðunin lá fyrir hafði gengi bréfa í Kaupþingi, sem skráð eru í Stokkhólmi í Svíþjóð, fallið um rúm sjö prósent. Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni lækkaði talsvert strax eftir að viðskiptadagurinn rann upp. Gengi Century Aluminum, móður- félags álversins á Grundartanga, féll um 22,78 prósent og Færeyja- banka um 22,13 prósent. Þá féll gengi Bakkavarar mest íslensku félaganna, eða um 13,22 prósent. Gengið endaði í 15,1 krónu á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í ágúst árið 2003. - jab HAUSTAR AÐ Í KAUPHÖLLINNI Hlutabréf fjármálafyrirtækjanna voru sett í salt í gær vegna óvissuástandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND Bréf fjármálafyrir- tækja söltuð í bili Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna lýstu því yfir á mánudag að „öll nauðsynleg skref yrðu tekin“ svo tryggja megi fjármálastöðug- leika Evrópu. Hingað til hafa rík- isstjórnir Evrópu tekist á við fjár- málakreppuna hver í sínu lagi. Samkvæmt fréttum mun Seðla- banki Evrópu veita frekara lausa- fé inn á fjármagnsmarkaði, þá muni innistæður tryggðar og bönkum veitt neyðaraðstoð. Seðla- banki Evrópu veitir 50 milljörð- um dollara í skammtímalánum inn á markaði, Englandsbanki veitir 10 milljörðum dollara inn og Seðlabanki Svíþjóðar tilkynnti að hann hygðist auka útlán sín um 14,5 milljarða dollara. Stefan Ing- ves, seðlabankastjóri Svíþjóðar sagði, þegar tilkynnt var um þessa ákvörðun, að „hin alþjóðlega fjár- málakreppa væri augljóslega farin að hafa áhrif á fjármálakerfi Svíþjóðar“. - msh Björgunarað- gerðir í Evrópu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.