Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 20. október 2008 — 287. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Það er draumur hverrar st lað eig f Sérherbergi fyrir öll fötin Fataherbergi eins og sjá má í ýmsum bíómyndum sem höfða eiga til kvenþjóðarinnar eru ofa l óskalista margra ungra kvenna. Sara Marti Guðmundsdóttir fékk é Sara er svo sannarlega ánægð með fataherbergið sitt og treður öllu sem hún getur inn í það. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LITLIR LITRÍKIR KASSAR sem hægt er að geyma alls konar dót í geta lífgað upp á heimilið. Snið- ugt getur verið að skreyta kókkassa eða aðra litla kassa með litum, límmiðum eða veggfóðri og nota sem dýr- gripakassa. TILBOÐ VIKUNNAR Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti lagersala verð áður 219.900 kr.129.900,- aðeins Sofasett 3+1+1 Nóatúni 4 · Sími 520 3000www.sminor.is Einfaldur í notkun. Geymir 30 mælingar í minni.Skjár sýnir þrjú gildi samtímis:púls, efri og neðri mörk.Hlífðarbox fylgir með. A T A R N A Blóðþrýstingsmælir Blóðþrýstingsmælir á úlnlið.Tilboðsverð: 5.900 kr. stgr.Verð áður: 7.080 kr. Boso-medistar S VEÐRIÐ Í DAG Kaffirjómi í nýjum umbúðum Frábær út í kaffið og til matargerðar. Geymsluþolin mjólkurvara ms.is SARA MARTI GUÐMUNDSDÓTTIR Reynir eftir bestu getu að fylla fataherbergið • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Björt stofa og svalir til suðausturs Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Á réttri hillu í lífinu Steinþór Skúlason, forstjóri SS, er fimm- tugur í dag. TÍMAMÓT 16 fasteignir 20. OKTÓBER 2008 Húsið, sem er 352,1 fermetri að stærð, er staðsett á sjávar-lóð innarlega í friðsælum og fjölskylduvænum botnlanga. Eignin hefur nánast öll verið gerð upp að innan á síðustu árum með góðri útkomu. K o ið hæð er komið upp á parketlagðan gang. Inn af honum eru þrjú park-etlögð svefnherbergi, þar af eitt með svölum til suðausturs, og baðherbergi með baðkari, inn-réttingu, innbyggðum sturtu-klefa, vegghengdu salerni og glugga. Á miðhæð er stór st fó og geymsla. Þar er einnig hægt að ganga inn í bílskúr. Flísalagt sjónvarpsherbergi með útgengi í garð er á neðsta palli. Þar inn af er stór geymsla og rúmgott svefnherbergi. Í kjallara er síðan um það bil100 fermetr ó Einbýli í veðraparadís Húsið er staðsett á sjávarlóð í friðsælum botnlanga. Ertu í húsnæðis hugleiðingum? Eru breyngar í vændum?Þaru hentugra húsnæði?Vantar stærra húsnæði? Sími sölumanna er 535 1000 Hað samband við sölumenn okkarog fáið nánari upplýsingar.S: 590 7600 Fremsr í atvinnufasteignumFasteignasala • Atvinnuhús ð Öruggir árfesngakos • Atvinnufasteignir í öllum stærðum • Erum með árfesta • Áratuga reynsla HÚSIN Í BORGINNI • Klapparstíg 5 • 101 Reykjavík • Sími 511 5005 • www.husin.is Fr u m Telma Róbertsdóttir Löggiltur fasteignasali … það borgar sig! Verum bjartsýn ogstöndum saman! HVASST Í dag verða norðan 10-20 m/s, hvassast með ströndum og austan til. Snjókoma eða él norðan til og austan en yfirleitt bjart með köflum syðra og úrkomulaust. Hiti 0-5 stig að deginum, mildast syðst. VEÐUR 4 1 1 2 22 HÖRÐUR TORFASON Slapp naumlega úr morðtilraun Krassandi ævisaga á leiðinni FÓLK 26 Leigusalinn stakk af Halla Vilhjálms er enn heimilislaus í London. Leigusalinn flúði land og stal trygging- arfé hennar. FÓLK 26 Frábær sigur Haukar lögðu eitt sterkasta handbolta- lið heims að velli á Ásvöllum í gær. ÍÞRÓTTIR 22 Reiðareksstefnan „Þetta er „heldur-þann-versta- en-næstbesta“-syndrómið sem stjórnmálasagan geymir ýmis dæmi um“, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 14 IÐNAÐARMÁL Alcoa, eigandi Fjarða- áls, íhugar að taka ekki þátt í kostnaði við tilraunaboranir við Þeistareyki og Kröflu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fari svo er bygging álvers á Bakka í uppnámi. Forsvarsmenn Alcoa á Íslandi og Landsvirkjunar segja samningaviðræður í fullum gangi um raforkusölu og hafna því að álrisinn hafi gefið í skyn að hugs- anlega verði hætt við að taka þátt í kostnaði við boranirnar. Samningaviðræður standa yfir á milli Landsvirkjunar og Alcoa um raforkusölu og Landsnets um orkuflutning. Viljayfirlýsing gerir ráð fyrir að niðurstaða verði fengin ekki seinna en um mánaða- mót. Heimildir Fréttablaðsins herma að snuðra sé hlaupin á þráðinn vegna þess að Alcoa íhugi að taka ekki þátt í kostnaði við til- raunaboranir við Þeistareyki og Kröflu. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, býst við að Alcoa skili sínum hugmyndum á allra næstu dögum. „Ég get ekki stað- fest að þeir hyggist draga sig út úr samkomulagi um dreifingu kostnaðar við tilraunaboranir. En það gildir um Alcoa eins og öll önnur fyrirtæki að menn reyna að hægja á sér í þessu ástandi sem nú er.“ Friðrik segir að viljayfirlýsing um raforkusölu hafi verið fram- lengd til næstu mánaðamóta, en hafi upphaflega átt að liggja fyrir í september. „Í yfirlýsingunni felst að við þurfum að fá niður- stöðu fyrir þann tíma, því annars dettur samkomulagið úr gildi.“ Tómas Már Sigurðsson, for- stjóri Alcoa á Íslandi, tekur í sama streng. „Við erum einfaldlega að vinna saman að þessum samningi og kostnaðardreifing við boranir er eitt atriði af mörgum.“ Tómas segir að áform Alcoa um að reisa álver á Bakka standi óbreytt. Samkomulag um kostnaðar- dreifingu (cost sharing agreem- ent) snýst um að sá sem muni nýta orku frá virkjunum sem verða byggðar fyrir norðan taki þátt í kostnaði við rannsóknir, gegn skil- málum um endurgreiðslu síðar. Slíkt samkomulag var í gildi á milli framkvæmdaaðila vegna Kárahnjúkavirkjunar. Alcoa, sem er stærsti álfram- leiðandi Bandaríkjanna, ætlar að skera niður framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar og verð- lækkunar á áli af völdum efna- hagsþrenginga í heiminum. Hagn- aður Alcoa á þriðja ársfjórðungi minnkaði um 52 prósent. Gert er ráð fyrir að mun rólegra verði á álmarkaði en undanfarin ár, allt fram til ársins 2010. Verð á áli hefur fallið um á fjórða tug pró- senta á síðutu tveimur mánuðum. - shá Orkusölusamningur í óvissu Viljayfirlýsing Landsvirkjunar og Alcoa um raforkusölu vegna álvers á Bakka rennur út eftir tíu daga. Heimildir herma að Alcoa skoði að hverfa frá samkomulagi um skiptingu kostnaðar við tilraunaboranir. EFNAHAGSMÁL „Hver vissi að Ísland væri bara vogunarsjóður með jökl- um?“ Svona byrjar Thomas L. Fried- man, þekktur dálkahöfundur New York Times, pistil sem hann birti um helgina undir yfirskriftinni „The great Icelandic meltdown“, eða „Hið mikla hrun Íslands“. Í pistlinum rekur Friedman útrás íslensku bankanna frá því þeir voru einkavæddir og hvernig fór fyrir þeim þegar sá alþjóðlegi milli- bankalánamarkaður sem þeir höfðu gert út á lokaðist og hvaða afleið- ingar þrot íslensku bankanna hefur haft á þá aðila í Bretlandi sem geymdu fé á hávaxtanetreikningum þeirra. „Íhugið þetta: Einhver fasteigna- lánabraskari í Los Angeles veitir undirmáls-„lygalán“ til fólks sem ekki hefur neitt lánstraust svo að það geti keypt sér húsnæði í Suður- Kaliforníu. Þessi vafasömu fast- eignalán eru síðan hnattvædd í gegnum hið alþjóðlega bankakerfi og, þegar þau fúlna, verða þau til þess að bankar hætta að lána hver öðrum, hræddir um að eignir ann- arra banka séu eitraðar líka. Láns- fjárkreppan skellur á Íslandi, sem hafði farið á sitt eigið lánafyllirí. Á meðan hafði lögreglan á Norðimbra- landi á Englandi sett afgangsrekstr- arfé sitt inn á íslenskan bankareikn- ing og núna, þegar þessir reikningar hafa verið frystir, verður hún að draga úr eftirliti í umdæminu um helgina. Hér sést kjarnasannleikur hnattvæðingarinnar: Við erum öll tengd og enginn hefur stjórn á neinu.“ - aa Dálkahöfundur The New York Times um Ísland og alþjóðlegu fjármálakreppuna: Kjarni hnattvæðingarinnar EFNAHAGSMÁL Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að vinnan með Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, IMF, hafi verið komin svo langt í gær að farið var yfir skilyrði, kosti og galla, og hvernig hugsanlegt samkomulag myndi líta út. „Við erum á því að það verði að skoða til hins ítrasta hvort þetta sé ekki leiðin út úr vand- ræðunum að hluta til, í sátt við alþjóðasamfélagið, og ég er á þeirri skoðun að við þurfum að klára það hratt og vel,“ sagði hann eftir flokksfund Samfylk- ingarinnar á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Sex ráðherrar Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar voru á nánast stöðugum fundum í gær og var fjallað um viðræðurnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Björgvin sagði að það mál yrði klárað á næstunni, jafnvel í dag, en það ætti þó eftir að koma betur í ljós. - ghs/sjá síðu 4 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Viðræður eru langt komnar BOÐIN VELKOMIN HEIM Móttökurnar voru svo tilfinningaþrungnar þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gekk inn á flokksfund í gær að hún komst við. Ingibjörg Sólrún þakkaði kveðjur og hlýjar móttökur. Rannveig Guðmundsdóttir afhenti blómvönd og íslenskt konfekt og bauð hana velkomna heim. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.