Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 2
2 20. október 2008 MÁNUDAGUR
BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti
mun bjóða völdum leiðtogum heims til fundaraðar
um viðbrögð við alþjóðlegu fjármálakreppunni.
Þetta var ákveðið eftir fund Bush með Nicolas
Sarkozy, forseta Frakklands, sem er í forsæti
Evrópusambandsins þetta misserið, og José Manuel
Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Camp
David í Maryland um helgina.
Bush, sem sjálfur á aðeins þrjá mánuði eftir í
embætti, varaði þó strax við því að farið yrði út í
aðgerðir í nafni endurbóta á hinu hnattvædda
hagkerfi, sem væru til þess fallnar að grafa undan
kapítalismanum.
„Við munum vinna að því að styrkja og nútíma-
væða fjármálakerfi landa okkar þannig að við
getum hjálpað til við að tryggja að önnur eins
kreppa endurtaki sig ekki,“ sagði Bush. Hann
nefndi ekki hvenær eða hvar fyrsti fundurinn færi
fram. En Sarkozy sagði að hann yrði haldinn „í
skugga Wall Street“ fyrir lok nóvember.
„Þar sem fjármálakreppan hófst í New York er
eðlilegt að hin hnattræna lausn á vandanum verði
fundin í New York,“ sagði Sarkozy.
Nú þegar er vísað til Bretton Woods-viðræðn-
anna, sem settu rammann fyrir endurreisn alþjóða-
hagkerfisins eftir síðari heimsstyrjöld, sem eins
konar fyrirmyndar fyrir hina væntanlegu leiðtoga-
fundi. - aa
TAKA SAMAN HÖNDUM Bush, Sarkozy og Barroso ávarpa
fréttamenn eftir fundinn í Camp David. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Röð leiðtogafunda áformuð um endurskoðun fjármálakerfis heimsins:
Fundað í skugga Wall Street
LÖGREGLUMÁL Níu karlmenn réð-
ust á tvo lögreglumenn í Hraun-
bænum í Reykjavík aðfaranótt
sunnudags. Tilkynnt hafði verið
um hávaða í húsinu og komu lög-
reglumennirnir á staðinn skömmu
eftir klukkan eitt um nóttina. Þeir
báðu húsráðanda að minnka
hávaðann svo að nágranninn fengi
frið.
Þegar lögreglumennirnir voru
búnir að koma skilaboðunum á
framfæri og voru í þann veginn
að yfirgefa húsið stökk hópur af
karlmönnum út úr íbúðinni og
réðst á lögreglumennina. Lög-
reglumennirnir meiddust í átök-
unum, annar hlaut skurð á höfði
og hinn er með áverka. Farið var
með þá á slysadeild.
Árásarmennirnir yfirgáfu
strax vettvanginn á tveimur
bílum en lögreglumennirnir
höfðu ýtt á neyðarhnapp á talstöð
og kom allt tiltækt lið þeim til
aðstoðar skömmu síðar. Átján
lögreglumenn leituðu að árásar-
mönnunum í nótt og voru sjö
þeirra handteknir víðs vegar um
bæinn í fyrrinótt og sá áttundi í
gær en síðasta mannsins var enn
leitað í gærkvöld.
Mennirnir voru í haldi lögregl-
unnar í gær og voru yfirheyrðir,
meðal annars til að finna þá tvo
sem eftir átti að handtaka. - ghs
RÁÐIST Á LÖGREGLU Í vor réðist Ágúst
Fylkisson á lögreglumann í tengslum við
mótmæli vörubílstjóra.
Níu karlmenn réðust á tvo lögreglumenn í Hraunbænum um helgina:
Skurður á höfði og áverkar
SAMGÖNGUMÁL Samgönguráð-
herra, Kristján L. Möller, opnaði í
gær tvöfalda Reykjanesbraut frá
Hafnarfirði að Njarðvík en það er
seinni kafli tvöföldunarinnar.
Lokið var við fyrri hlutann, frá
Hvassahrauni á Strandaheiði, í
október 2004. Áætlaður kostnaður
við þann hluta er tæpir 1,2
milljarðar króna. Seinni hlutinn,
sem opnaður var í gær var boðinn
út í september 2005 og féll það í
hlut Jarðvéla hf. að vinna verkið.
Það fyrirtæki sagði sig hins vegar
frá verkinu og var samið við
Ístak hf. um byggingu nýju
akbrautarinnar en við Eykt hf.
um smíði brúa. Kostnaður við
seinni hlutann er áætlaður 2,5
milljarðar. Í tilkynningu frá
Vegagerðinni segir að verkið hafi
gengið vel sem sjáist á því að
umferð sé hleypt á báðar
akreinar hálfum mánuði á undan
áætlun. - ovd
Tvöföldun Reykjanesbrautar:
Ný Reykjanes-
braut opnuð
REYKJANESBRAUT Kristján L. Möller
samgönguráðherra opnaði tvöfaldaða
Rekjanesbraut í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR
STJÓRNMÁL Dynjandi lófaklapp
mætti Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, formanni Samfylkingar-
innar, þegar hún gekk inn á flokks-
fund Samfylkingarinnar í gær.
Loftið var svo tilfinningaþrungið
að formaðurinn táraðist. Ingibjörg
Sólrún á eftir aðgerð, „smá-
brekku“, í vikunni en vonast til að
koma fljótlega til fullra starfa.
„Þetta er gleðidagur fyrir okkur
öll í Samfylkingunni vegna þess
að formaðurinn okkar er komin
heim heil á húfi. Ingibjörg Sólrún,
ég býð þig hjartanlega velkomna
heim,“ sagði Rannveig Guðmunds-
dóttir, fyrrverandi félagsmálaráð-
herra, og afhenti henni blómvönd.
„Ég átti ekki von á því að ég
myndi beygja af þegar ég gekk
inn í salinn en það er svo sterk til-
finning að ganga hér í þennan góða
hóp af vinum og félögum hafandi
fengið þær góðu kveðjur frá ykkur
á undanförnum vikum að ég réð
ekki við hana. Ég tel mig ekki
manneskju að minni,“ sagði Ingi-
björg Sólrún.
Hún rifjaði upp að hún hefði
nánast verið lostin eldingu fyrir
mánuði síðan meðan maður sinn
hafi verið í Kína. „Hann skynjaði
að eitthvað var ekki í lagi en síst
af öllu datt honum í hug að eitt-
hvað væri að mér,“ sagði hún.
Össur Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra fór yfir starf ráðherr-
anna síðustu vikur og sagðist
aldrei hafa gengið til náða án þess
að hringja í hana. „Allt sem við
höfum gert höfum við gert í sam-
ráði við hana,“ sagði hann.
Össur sagði að ráðherrar Sam-
fylkingarinnar hefðu rætt saman
nánast daglega um þróunina. Frá
upphafi hafi þeir í samráði við for-
manninn kveðið til sín hópa sér-
fræðinga til stuðnings, sérvalinn
hóp hagfræðinga undir forystu
Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi
ráðherra Samfylkingarinnar, og
hóp sérfræðinga úr kerfinu. Ríkis-
stjórnin hafi líka sett upp ákveðið
skipulag þar sem fjórir ráðherrar
hafi verið í nokkurs konar neyðar-
stjórn.
„Undir hefur verið hópur sér-
fræðinga, fulltrúar ýmissa stofn-
ana. Að ráði erlends sérfræðifyr-
irtækis er síðan einn maður sem
hefur kannski ekki allsherjarvald
en hann hefur mikið vald og það er
Ásmundur Stefánsson sem er
tengiliður milli okkar og þessa
hóps. Hann hefur umboð okkar til
að fara í hvaða stofnun sem er til
að skoða málin, bera okkur upp-
lýsingar og til þess að taka í taum-
ana og láta okkur vita um skjótar
ákvarðanir sem þarf að taka,“
sagði Össur. ghs@frettabladid.is
Á smábrekku eftir
og kemst svo á fullt
Formaður Samfylkingarinnar táraðist þegar tekið var á móti henni með lófa-
klappi á flokksfundi í gær. Iðnaðarráðherra sagði samráðið við hana hafa verið
daglegt. Ásmundur Stefánsson sé valdamikill í starfinu og geti tekið í taumana.
IÐNAÐARRÁÐHERRA Á fundinum fór Össur Skarphéðinsson yfir starf ráðherranna
síðustu vikur. Hann sagðist aldrei hafa gengið til náða án þess að hringja í Ingibjörgu
Sólrúnu. „Allt sem við höfum gert höfum við gert í samráði við hana,“ sagði Össur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
Ég átti ekki von á því að
ég myndi beygja af þegar
ég gekk inn í salinn en það er svo
sterk tilfinning að ganga hér í
þennan góða hóp af vinum …
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR
LÖGREGLUMÁL Maður um tvítugt
var handtekinn fyrir utan
skemmtistaðinn Mælifell á
Sauðárkróki í fyrrinótt fyrir að
ráðast á annan mann og taka hann
kæfingarhálstaki þannig að
fórnarlambið var meðvitundar-
laust á eftir.
Árásarmaðurinn var færður
inn í lögreglubíl þar sem hann fór
skyndilega að berjast um og náði
að bíta í fingur á lögreglumanni.
Svo vel vildi til að lögreglumaður-
inn var í leðurhönskum því
annars hefði puttinn líklega farið
í sundur.
Fingurinn er bæði brotinn og
illa farinn og má búast við að
lögreglumaðurinn verði frá vinnu
um tíma.
Lögreglumaðurinn og fórnar-
lamb árásarmannsins voru flutt
til aðhlynningar á Heilbrigðis-
stofnun Sauðárkróks. - ghs
Líkamsárás á Sauðárkróki:
Beit í fingur
lögreglumanns
LÖGREGLUMÁL Eldur kviknaði á
jarðhæð fjölbýlishúss að Vestur-
bergi 100 í Reykjavík í fyrrinótt.
Reykskynjari á stigagangi vakti
íbúana og sluppu þeir allir
ómeiddir út um svalir hússins en
ekki var hægt að komast um
stigaganginn vegna reyks.
Talið er að kveikt hafi verið í í
hjólageymslu á jarðhæðinni en
lögreglan rannsakaði vettvanginn
í gær. Dekk voru í geymslunni og
var eldurinn mikill sem og
reykurinn.
Eldurinn var tilkynntur um
hálffjögur og var slökkviliðið
komið á staðinn nokkrum
mínútum síðar. - ghs
Vesturberg í Reykjavík:
Eldur kviknaði
í fjölbýlishúsi
Dröfn Ösp, er gott slúður í LA?
„Slúðrið í LA er svona la la.“
Slúðurdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir,
sem heldur úti slúðurbloggsíðunni DD
Unit, flytur til Los Angeles í janúar og býst
við að starfrækja síðuna áfram.
STJÓRNMÁL Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra segir koma
til greina að gengið verði til
kosninga fyrir lok kjörtímabils-
ins. Með því gæti þjóðin kvatt
upp dóm yfir stjórnmálamönn-
um vegna stöðu efnahagsmála
hér á landi. Þetta kom fram í
viðtali í Mannamáli á Stöð 2 í
gærkvöldi.
Björn sér ekki nauðsyn þess
að endurskoða stjórnarsáttmál-
ann. Hann segir koma til greina
að frýja bankastarfsmenn
lögsókn fyrir upplýsingar um
ólögmæta starfsemi sem þar
hefði hugsanlega farið fram.
Hann segist ekki andvígur stóra
Rússaláninu.
Björn segir óvíst hvort hann
bjóði sig fram til áframhaldandi
setu á Alþingi. - shá
Björn Bjarnason í Mannamáli:
Kosningar
kannski fyrr
Stórsigur jafnaðarmanna
Jafnaðarmenn í Tékklandi unnu mik-
inn sigur í kosningum til héraðsstjórna
og öldungadeildar Tékklandsþings
um helgina. Jafnaðarmannaflokkur-
inn fékk mest fylgi í öllum þrettán
héruðum landsins. Í síðustu kosning-
um árið 2004 unnu íhaldsmenn í tólf
af héruðunum þrettán. Kosið var nú í
þriðjung sæta í öldungadeild þingsins.
Kosið verður milli efstu frambjóðenda
í úrslitaumferð um næstu helgi.
TÉKKLAND
SPURNING DAGSINS