Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 20. október 2008
HENRY BIRGIR ER MÆTTUR AFTUR
OG LÆTUR ÞIG HEYRA ÞAÐ Á X-INU
FRÁ KL. 13–14 ALLA VIRKA DAGA
ALLT SEM ÞÚ ÁTT AÐ VITA UM
ÍÞRÓTTIR, HVORT SEM ÞÉR
LÍKAR ÞAÐ BETUR EÐA VERR
EKKERT
KJAFTÆÐI
FORMÚLA 1 Bretinn Lewis Hamilt-
on stendur gríðarlega vel að vígi í
keppni ökumanna þegar aðeins
ein keppni er eftir af tímabilinu.
Hamilton sýndi mikla yfirburði í
Sjanghæ í gær og bar sigurorð af
hólmi í keppninni í Kína.
Hans helsti keppinautur, Felipe
Massa, kom annar í mark en félagi
hans hjá Ferrari, Kimi Raikkonen,
gaf honum annað sætið í keppn-
inni en Massa var lengstum í
þriðja sæti.
Hamilton hefur eftir keppnina í
gær sjö stiga forskot á Massa fyrir
lokakeppnina sem fram fer í Bras-
ilíu 2. nóvember næstkomandi.
Sigurvegari hverrar keppni fær
tíu stig og því nægir Hamilton
fimmta sætið í Sao Paulo til að
gulltryggja titilinn.
„Þetta var annað skref í átt að
titlinum sem er draumur minn og
liðsins,“ sagði Hamilton dreym-
inn. „Það verður engu síður erfið
barátta í Brasilíu enda gefur Ferr-
ari ekkert eftir,“ sagði Hamilton
að lokum. - hbg
Lewis Hamilton keyrði best allra í Formúlu 1-keppninni í Kína í gær:
Hamilton með pálmann í höndunum
MEÐ AÐRA HÖND Á TITLINUM Sigur
Hamilton í Kína setur hann í kjörað-
stöðu fyrir lokakeppnina.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Iceland Express-deild karla:
KR-Keflavík 93-72
Stig KR: Jakob Örn Sigurðarson 23, Helgi Már
Magnússon 20, Jón Arnór Stefánsson 19, Fannar
Ólafsson 11, Jason Dourisseau 9, Darri Hilmars-
son 9, Hjalti Kristinsson 2.
Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 17, Sverrir
Þór Sverrisson 16, Sigurður Þorsteinsson 13, Jón
Norðdal Hafsteinsson 10, Þröstur Jóhannsson
6, Hörður Axel Vilhjálmsson 6, Vilhjálmur
Steinarsson 4.
Tindastóll-FSU 86-72
Þór-Breiðablik 95-71
HANDBOLTI Framarar tryggðu sig
inn í næstu umferð í EHF-bikarn-
um í gær með því að leggja hol-
lenska liðið Omni Hellas að velli
með ellefu marka mun, 33-22, í
síðari leik liðanna. Fram vann
fyrri leik liðanna einnig auðveld-
lega, eða með átta mörkum, og
komst því örugglega áfram.
Framarar voru frekar daprir
framan af og jafnt var með liðun-
um í leikhléi en í síðari hálfleik
tóku Framarar öll völd á vellinum
og hreinlega keyrðu hollenska
liðið í kaf.
Rúnar Kárason var atkvæða-
mestur Framara með átta mörk og
Davíð Svansson fór mikinn í mark-
inu þar sem hann varði yfir 20
skot. - hbg
Framarar komnir áfram í EHF-bikarnum í handbolta:
Omni keyrt í kaf í síðari hálfleik
ÓSTÖÐVANDI Rúnar Kárason átti enn einn stórleikinn fyrir Fram í gær og varnarmenn
Omni réðu ekkert við hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI KR vann auðveldan
sigur á Íslandsmeisturum Kefla-
víkur, 92-73, í DHL-höllinni í gær-
kvöld.
KR-ingar hittu úr 18 þriggja
stiga skotum í leiknum þar af 12 í
fyrri hálfleik og gerðu svo gott
sem út um leikinn í fyrri hálfleik
þegar það munaði 18 stigum á lið-
unum, 55-37.
„Þetta var kannski ekki búið í
hálfleik en við vorum komnir í
góða stöðu. Það þurfti mikið að
ganga á til að missa þetta niður.
Það var fullt af atriðum sem ég
var ánægður með í þessum leik en
það var líka fullt af atriðum sem
ég var óánægður með. Við fengum
á okkur allt of auðveldar körfur en
ég ætla ekki að tönnlast á því nei-
kvæða því þetta var flottur sigur,“
sagði Benedikt Guðmundsson
,þjálfari KR, í leikslok.
„Í síðasta leik hittum við afleit-
lega og í dag fannst mér við stóla
full mikið á skotin fyrir utan um
tíma. Menn voru heitir og skutu
því aðeins meira en venjulega. Við
þurftum meira jafnvægi og keyra
meira á körfuna.“
KR hefur haft mikla yfirburði í
leikjum sínum í haust í deildinni
og Powerade-bikarnum og virðist
sem verkefni Benedikts, þjálfara
KR, verði að halda mönnum niðri
á jörðinni því fá lið ef nokkurt
virðast eiga roð í KR.
„Maður veit eiginlega ekki
hvernig mót maður er að fara út í.
Svona er staðan í október en
hvernig verður staðan í desem-
ber? Auðvitað er það krefjandi
verkefni að halda mönnum á
tánum en ég hef engar áhyggjur
af hópnum. Ég hef meiri áhyggjur
af því sem er í kringum þetta. Við
erum ekkert sýningarlið. Menn
koma hingað til að reyna að vinna
okkur og láta okkur hafa fyrir
því.
Keflavík er frábært lið og ég
veit ekki hvað eru margir lands-
leikir þarna að baki og við unnum
ekki þennan leik á erlendu vinnu-
afli. Það voru Íslendingar í aðal-
hlutverki. Við skömmumst okkar
ekkert fyrir að vera með góða
Íslendinga. Þetta eru strákar sem
eru aldir upp hérna og þetta félag
bjó til. Menn geta ekki hengt okkur
fyrir það,“ sagði Benedikt í leiks-
lok. - gmi
Meistaraefnin í KR ekki í neinum vandræðum með Íslandsmeistara Keflavíkur:
Meistararnir skotnir í kaf
FINN LEIKUR Jón Arnór Stefánsson sýndi lipra takta gegn Keflavík í DHL-höllinni í gær
og skoraði 19 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN