Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 34
22 20. október 2008 MÁNUDAGUR
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is
5.–6. nóvember
Arsenal
Fenerbahce
5.–7. desember
Arsenal
Wigan
28.–30. október
Arsenal
Tottenham
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Boltinn er hjá okkur!
Verð á mann í tvíbýli:
60.000 kr.
Innifalið: Flug m/sköttum og hótel með
morgunmat í 2 nætur.
Verð á mann í tvíbýli:
55.000 kr.
Innifalið: Fug m/sköttum, Club level miði
á leikinn og hótel í eina nótt.
Verð á mann í tvíbýli:
70.900 kr.
Innifalið: Flug m/sköttum, Club lever
miði á leikinn, hótel m/morgunmat í 2 nætur.
TILBOÐ
TILBOÐ
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Guðmundur Steinarsson
frá Keflavík og Valskonan Dóra
María Lárusdóttir voru útnefnd
bestu leikmenn í Landsbanka-
deildinni á lokahófi KSÍ á
laugardagskvöldið.
Guðmundur fór mikinn í
silfurliði Keflavíkur í sumar,
skoraði mörk og lagði upp fjölda
annarra fyrir félaga sína. Dóra
María var í lykilhlutverki í
Íslandsmeistaraliði Vals og átti
frábært sumar.
Þá voru Blikarnir Jóhann Berg
Guðmundsson og Hlín Gunn-
laugsdóttir útnefnd efnilegustu
leikmennirnir.
Akureyringurinn Jóhannes
Valgeirsson fékk síðan verðlaun
sem besti dómarinn en Garðar
Örn Hinriksson hafði einokað þau
verðlaun undanfarin ár.
Þjálfari ársins í Landsbanka-
deild kvenna var Kristján
Guðmundsson, þjálfari Keflavík-
ur, en Valsþjálfararnir Elísabet
Gunnarsdóttir og Freyr Alexand-
ersson voru þjálfarar ársins í
Landsbankadeild kvenna. - hbg
Lokahóf KSÍ:
Guðmundur og
Dóra María best
BEST Dóra María Lárusdóttir þótti bera
af hjá konunum í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
> Guðjón Valur vann Íslendingaslaginn
Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik í gær þegar lið Guðjóns Vals Sigurðssonar, Rhein-
Neckar Löwen, lagði Minden, 27-36, en með
Minden leika Íslendingarnir Gylfi Gylfason
og Ingimundur Ingimundarson. Guðjón
Valur skoraði fimm mörk
fyrir Löwen í leiknum
og þar af fjögur úr
vítaköstum. Gylfi og
Ingimundur komust
ekki á blað hjá Minden
í gær.
Flest bendir til þess að miðvörðurinn sterki, Gunnlaugur Jóns-
son, verði spilandi þjálfari hjá Selfossi næsta sumar. Zoran
Miljkovic, sem hefur gert frábæra hluti með Selfossliðið,
verður ekki áfram við stjórnvölinn hjá félaginu og það leitaði
í kjölfarið til Gunnlaugs og nú vantar lítið upp á að Gunnlaug-
ur skrifi undir hjá félaginu.
„Þetta kom upp í byrjun síðustu viku. Ég gaf þessu ekki mikinn
gaum til þess að byrja með en svo hugsaði ég málið betur og í
kjölfarið leist mér bara vel á dæmið. Þetta gæti orðið
afar spennandi,“ sagði Gunnlaugur við Fréttablaðið í
gær en hann var þá á leiðinni til Selfoss í samninga-
viðræður.
„Ég hef alltaf haft hug á að fara í þjálfun. Kannski ekki
þetta snemma en maður verður að grípa gæsina þegar tækifærin
koma. Ég er með UEFA B-próf og mér skilst að ég þurfi tvö stig til
viðbótar svo ég verði löglegur þjálfari. Það er hægt að taka þau
stig í vetur og því ætti ég að vera löglegur áður en næsta tímabil
byrjar. En ef liðið fer í úrvalsdeild þá þarf ég eitthvað meira. Við
sjáum hvað setur,“ sagði Gunnlaugur léttur og vitnaði til þess að
Selfoss fari í úrvalsdeild fari svo að Fram og Fjölnir sameinist.
„Ég átti smá samtal við KR eftir bikarúrslitaleikinn og var tjáð
að þar væru öll mál í skoðun. Ég veit ekki meir og því ákvað ég að
skoða aðra hluti. Ef þetta gengur upp þá er þetta rökrétt skref á
mínum ferli,“ sagði Gunnlaugur sem verður 35 ára á næsta
ári.
Gunnlaugur segist ætla að setja þrýsting á Sævar Þór
Gíslason til að halda áfram fari svo að hann taki við
liðinu. Einnig muni hann leggja áherslu á að halda
hópnum sem er fyrir en einhver lið hafa verið að
krukka í efnilega leikmenn liðsins sem sló svo
rækilega í gegn í sumar.
„Ég hafði ekki hugsað mér að flytja strax til
Selfoss en þegar strípurnar og tribal-tattooið er
komið er aldrei að vita nema maður taki slag-
inn,“ sagði Gunnlaugur og hló dátt en hann er
nú ekki með mikið hár til að setja strípur í eins
og fólk ætti að vita. „Það er smá í hliðunum. Við
verðum að láta það duga.“
GUNNLAUGUR JÓNSSON: TEKUR LÍKLEGA VIÐ LIÐI SELFOSS FLJÓTLEGA OG ÆTLAR AÐ SPILA LÍKA
Flyt kannski á Selfoss þegar strípurnar koma
FÓTBOLTI Tveir leikir fóru fram í
enska boltanum í gær. Í fyrri leik
dagsins lagði spútnik-lið Hull City
Íslendingafélagið West Ham, 1-0,
með marki frá Michael Turner.
Hull stökk upp í þriðja sæti deild-
arinnar með sigrinum.
Þessi byrjun Hull í deildinni er
sú besta hjá nýliðum í ensku
úrvalsdeildinni í heil 115 ár. Það
var aðeins Sheff. Utd sem hefur
byrjað betur en það var leiktíðina
1893–94 en þá sigraði Sheff. Utd í
sjö af fyrstu átta leikjum sínum.
„Frammistaðan var mögnuð,
menn leggja sig alla fram og sýndu
enn og aftur frábært hugarfar.
Strákarnir neita að leggjast niður
og deyja og það er frábært fyrir
stjóra að hafa slíkan mannskap.
Ég tek hatt minn ofan fyrir þess-
um drengjum en mun fara fram á
meira af slíku,“ sagði Phil Brown,
stjóri Hull, eftir sigurinn.
Stoke City skellti síðan Totten-
ham á Brittania, 2-1, þar sem
Spurs lék manni færri nánast allan
leikinn í kjölfar þess að Gareth
Bale fékk að líta rauða spjaldið
eftir 17 mínútna leik.
Danny Higginbotham og Rory
Delap sáu um markaskorun hjá
Stoke en Darren Bent skoraði
mark Spurs í leiknum. - hbg
Ævintýri Hull heldur áfram og ógöngur Tottenham ætla engan endi að taka:
Besta byrjun nýliða í 115 ár
ÓTRÚLEGIR Hull City er nánast óstöðvandi þessa dagana og skellti West Ham í gær.
NORDIC PHOTOS/AFP
Meistaradeild Evrópu:
Haukar-Fotex Veszprém 27-26 (16-10)
Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 8 (10), Kári
Kristján Kristjánsson 5 (8), Andri Stefan 4 (11),
Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Hall-
dórsson 2 (4), Gunnar Berg Viktorsson 2 (4), Einar
Örn Jónsson 2 (5/1), Arnar Agnarsson (3).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14/1 (32/3
43,8%), Gísli Guðmundsson 4 (13/1 30,8%)
Hraðaupphlaup: 8 (Freyr 3, Elías 2, Einar, Andri,
Gunnar)
Fiskuð víti: 3 (Kári 2, Gunnar)
Utan vallar: 14 mínútur
Mörk Veszprém: Nikola Eklemovic 9 (12), Marko
Vujin 6/2 (12/3), David Korazija 5/1 (7/2), Ferenc
Ilyés 2 (4), Marian Cozma 1 (1), Gyula Gál 1 (3),
Pérez Reinaldo 1 (5), Zarko Markovic 1 (5), Ivan
Lapcevic (1), Zarko Sesum (1)
Varin skot: Dejan Peric 23/1 (50/3 46%)
Hraðaupphlaup: 4 (Eklemovic 2, Korazija, Vujin)
Fiskuð víti: 5 (Eklemovic 2, Markovic, Sesum,
Korazija)
Utan vallar: 14 mínútur
HANDBOLTI Íslandsmeistarar
Hauka gerðu sér lítið fyrir og sigr-
uðu ungverska stórliðið Veszprém,
27-26, á Ásvöllum. Haukar hafa
þar með sigrað í báðum heima-
leikjum sínum í meistaradeildinni
til þessa og eru með fjögur stig úr
þremur leikjum.
Haukar léku frábærlega í fyrri
hálfleik og náðu að byggja upp sex
marka forskot, 16-10, fyrir leik-
hlé. Birkir Ívar varði 12 skot í
hálfleiknum og var frábær fyrir
aftan sterka vörnina.
„Við vorum virkilega áræðnir í
varnarleiknum og sýndum mikið
frumkvæði og ætluðum að slá þá
út af laginu með framliggjandi
vörn. Við náðum að sleppa dýrinu
í okkur og komum af krafti í þetta.
Birkir varði ótrúlega vel og við
keyrðum í bakið á þeim. Það var
mikill kraftur í þessu,“ sagði Aron
Kristjánsson, þjálfari Hauka, um
fyrri hálfleikinn.
Haukar mættu af krafti til leiks
eftir hlé og voru níu mörkum yfir
þegar 10 mínútur voru liðnar af
hálfleiknum, 23-14. Þá féllu
Haukar í þá gryfju að verja for-
skotið og gestirnir minnkuðu mun-
inn jafnt og þétt þar til aðeins
munaði einu marki. Blessunarlega
fyrir Hauka kom síðasta mark
Veszprém þegar 35 sekúndur voru
eftir af leiknum og náðu Haukar
að halda boltanum út leiktímann
og tryggja góðan sigur á einu
sterkasta félagsliði Evrópu.
Allt annað var að sjá til Hauka
en í deildarleiknum gegn Val á
miðvikudag þegar Haukar voru
rassskelltir illilega. „Við spiluðum
fínan handbolta í dag og áttum
þetta fyllilega skilið. Það var til
skammar hvernig við spiluðum á
miðvikudaginn og það var yfir alla
línuna. Menn vissu upp á sig
skömmina og komu hingað til að
leggja sig alla fram,“ sagði Arnar
Pétursson, fyrirliði Hauka, að leik
loknum.
„Allt liðið spilar frábærlega. Við
spilum skynsamlega í sókninni og
boltinn flaut betur en hann hefur
gert áður á tímabilinu. Við erum
mjög góðir þegar allir leggja sig
100 prósent fram en erum líka
jafnlélegir þegar menn gera það
ekki. Við vorum ekki smeykir í
lokin en auðvitað nálguðust þeir
okkur og eru mjög sterkir. Við
kláruðum þetta og brotnuðum
ekki,“ sagði Arnar.
Aron Kristjánsson sagði ekki
vera erfitt að gera leikmenn til-
búna í leikina í meistaradeildinni.
„Stóru leikirnir eru í Meistara-
deildinni en við þurfum samt sem
áður að sýna af okkur meiri fag-
mennsku en við gerðum á móti Val
en það var allt annað að sjá okkur
í dag. Við spiluðum af svipuðum
krafti og við gerum á móti Flens-
burg á útivelli. Við vorum mjög
ákveðnir og einbeitingin var til
fyrirmyndar,“ sagði Aron sem
vildi sjá fleira fólk á vellinum.
„Ég verð virkilega vonsvikinn
ef það verður ekki fullur kofi þá,“
sagði Aron. - gmi
Haukar keyrðu Veszprém í kaf
Haukar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar ungverska stórliðið Fotex Veszprém kom í heimsókn á Ásvelli.
Haukar lönduðu eins marks sigri, 27-26, og hafa þar með unnið báða heimaleiki sína í meistaradeildinni.
ÖFLUGUR Birkir Ívar varði vel í Hauka-
markinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÍNUSENDING Gunnar Berg Viktorsson reynir hér að lauma boltanum inn á línuna til
Gísla Jóns Þórissonar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN