Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 20. október 2008 19 folk@frettabladid.is Tónlistarkonan Lay Low hélt útgáfutónleika í Fríkirkjunni á dögunum til að fagna útkomu annarrar plötu sinnar, Farewell Good Night’s Sleep. Fríkirkjan var að sjálfsögðu troðfull af aðdáendum Lay Low og var gerður góður rómur að frammistöðu hennar. Tvö ár eru liðin síðan síðasta plata Lay Low, Please Don´t Hate Me, kom út við frábærar undirtektir. LAY LOW Í FRÍKIRKJUNNI > ELDAR Í MATREIÐSLUÞÆTTI Victoria Beckham hefur samþykkt að koma fram í matreiðsluþætti hjá sjónvarpskokkinum og góðvini sínum Gordon Ramsey. Victoria er því ein af stjörnunum sem verða í þáttum Ramsey, þar sem hann kennir bresku þjóðinni að elda á sjónvarpsstöðinni Channel 4. Fyrrum kryddpían hefur þegar reynt fyrir sér sem söngkona, fyrirsæta og fatahönnuður, en nú ganga sögur þess efnis að hún vilji gera sinn eigin matreiðsluþátt. Guy Ritchie segir að gleðin í hjónabandi hans og Madonnu hafi löngu verið horfin. Ritchie og Madonna hafa verið gift í tæplega átta ár, en fyrir helgi varð skilnað- ur opinber og er áætlað að hann muni ganga í gegn fyrir jól. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Daily Mirror segist Guy, sem er fertugur, hafa viljað hefðbundið fjölskyldulíf, en það hafa orðið erfiðara eftir því sem árin liðu. Hann segir Madonnu hafa misst allan húmor fyrir sjálfri sér og vera hugsjúka um ímynd sína út á við. Madonna sem varð fimmtug á dögunum svaraði í sömu mynt. Hún segir Guy vera eigingjarnan og taka eigin áhugamál fram yfir fjölskylduna. Madonna hugsar bara um sjálfa sig SEGIR MADONNU HUGSJÚKA Guy Ritchie segir Madonnu hugsa um fátt annað en ímynd sína út á við og hafa misst allan húmor fyrir sjálfri sér und- anfarin ár. Breski grínistinn Ricky Gervais segist óviss um hvort hann myndi taka að sér að verða kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Óttast hann að hann fengi ekki nægilegt frelsi í hlutverkinu. „Ef ég fengi að leika lausum hala myndi ég gera það vegna þess að ég hef mjög gaman af því,“ sagði Gervais. Bætti hann því við að grínistinn Jerry Seinfeld hafi hafnað því að vera kynnir vegna þess að enginn væri mættur á hátíðina til þess að hlusta á brandara, heldur til að sjá hvort þeir fengju Óskarinn. Gervais segir það engu að síður mikinn heiður ef honum verður boðið starfið og útilokar ekki að þiggja það. „Ég myndi án efa íhuga málið,“ sagði hann. Lítið frelsi á Óskarnum Þrátt fyrir góða dóma hafa aðeins um fimm hundruð manns séð kvik- myndina The Amazing Truth About Queen Raquela síðan hún var frum- sýnd um síðustu helgi. Á sama tíma hafa Íslendingar flykkst í þúsundatali á Reykjavík Rotterdam, The House Bunny og bandaríska spennutryllinn Righteous Kill. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir aðsóknina alls ekki hafa komið sér á óvart. „Það var vitað mál að þetta yrði eins og með Afríka Utd. Það er þröngur hópur sem þetta fjallar um og svo er þetta ekki það sem kallast iðnað- armynd. Þetta er bara sætt, lítið kríli,“ segir Ólafur. Afríka Utd. var heimildarmynd í leik- stjórn Ólafs og sáu hana um þúsund manns. Queen Raquela, sem fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum, er aftur á móti öðruvísi mynd. „Hún er í rauninni blanda af öllu, heimildar- mynd, leiknu og öðru. Hún er ákveðinn bastarður, svona transsexual mynd,“ segir hann. Ólafur kippir sér lítið upp við áhorfstölurnar hér heima. „Það er eins og það er. Fólk er kannski hrætt um að vera stimplað, ég veit það ekki. Þannig er þetta bara með flestar neðan- máls „artí“ myndir. Þetta skiptir svo sem ekki miklu máli því mynd- in er búin að seljast mjög vel erlendis.“ Á næstunni verður mynd- in sýnd í Serbíu, Grikk- landi og Póllandi, auk þess sem fleiri lönd bætast við á næstu mánuðum. Ólafur lætur því engan bilbug á sér finna þrátt fyrir þessa dræmu aðsókn í heimalandinu. - fb Undrast ekki dræma aðsókn ÓLAFUR JÓHANNESSON Ólafur segir dræma aðsókn á mynd sína The Amazing Truth About Queen Raquela ekki hafa komið sér á óvart. Vinkonurnar Sigrún og Þórunn hlýddu á Lay Low syngja lög af sinni nýjustu plötu. Lay Low spilaði lög af sinni nýjustu plötu, Farewell Good Night´s Sleep. Mugison var í góðra vina hópi í Fríkirkjunni, eða þeirra Adams Lewis, Pauls Sullivan og Ariels Hyatt. Þau Paul og Paulette létu sig ekki vanta á tónleikana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.