Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 8
8 20. október 2008 MÁNUDAGUR
WWW.N1.ISN1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Ekki bíða
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Komdu við hjá næstu hjólbarðaþjónustu N1.
Þannig sleppur þú við allar biðraðir þegar
snjórinn kemur.
EFNAHAGSMÁL Heimilisútgjöldin í
landinu hafa hækkað verulega á
skömmum tíma, í verstu tilfell-
um um tugi prósenta. Ef tekið er
dæmi af fimm manna fjölskyldu í
Reykjavík hafa rekstrarútgjöld
fjölskyldunnar aukist um sextán
prósent að meðaltali á einu ári.
Þetta er þó misjafnt eftir
útgjaldaliðum. Erlendu lánin
hafa hækkað langmest.
Fréttablaðið hefur tekið saman
dæmi til að varpa ljósi á breyt-
inguna. Miðað
er við fimm
manna fjöl-
skyldu, hjón
með þrjú
börn, tvö í
leikskóla og
eitt í yngri
bekkjum
grunnskóla,
sem býr í 120
fermetra íbúð
í fjölbýli með
einn bíl. Fjöl-
skyldan skuld-
ar húsnæðis-
lán í íslenskum krónum og erlent
bílalán. Á heimilinu er hefðbund-
in internet- og símnotkun og
áskrift að Stöð 2.
Mánaðarleg útgjöld þessarar
fjölskyldu hafa aukist að meðal-
tali um sextán prósent, afborgan-
ir af bílaláni hafa aukist lang-
mest eða um 58 prósent og
eldsneytið næstmest eða um 30
prósent. Matvara hefur hækkað
um meira en tuttugu prósent og
afborganir af húsnæðisláni um
tólf prósent. Fjölskyldan í dæm-
inu er þó heppin. Ef húsnæðis-
lánið hefði verið myntkörfulán
hefði það hækkað mun meira.
Miðað við 25 milljóna króna árs-
gamalt húsnæðislán í jeni og
svissneskum franka hafa afborg-
anir hækkað um 84 prósent eða
nánast tvöfaldast.
„Hagur fjölskyldnanna er eins
erfiður og hægt er í sextán pró-
senta verðbólgu með krónuna
sem fellur jafn hratt og raun ber
vitni. Skuldir heimilanna vaxa
mjög hratt,“ segir Sigurður
Bessason, formaður Eflingar, og
leggur áherslu á að samfélagið í
heild sinni ásamt ríkisvaldi og
aðilum vinnumarkaðarins þurfi
að finna lausn til að koma bönd-
um á krónuna og verðbólguna.
„Það er eina leiðin. Launa-
hækkanir myndu veltast beina
leið út í verðlagið þannig að það
er ekki fær leið í augnablikinu.
Við þurfum að ná böndum á þeim
þjóðhagsstærðum sem við búum
við. Gengi krónunnar leikur stóra
hlutverkið. Ef engar lausnir finn-
ast erum við í alerfiðustu málum
sem við höfum upplifað í marga
áratugi,“ segir hann.
ghs@frettabladid.is
SIGURÐUR
BESSASON
Útgjöldin hækkað
um tugi prósenta
Útgjöld fjölskyldnanna í landinu hafa hækkað um jafnvel tugi prósenta í verstu
tilvikum. Sérstaklega setja myntkörfulánin strik í reikninginn. „Í alerfiðustu
málum sem við höfum upplifað til margra áratuga,“ segir formaður Eflingar.
FÓLKI RÁÐLAGT AÐ SLAKA Á
Aukning er á hjálparbeiðnum
vegna spennunnar sem hefur verið
að skapast í samfélaginu. Hafliði
Kristinsson fjölskylduráðgjafi segir
að óvissa og kvíði skapi mestu
spennuna. Hann ráðleggur fólki að
slaka á, skoða hvaða upplýsingar
séu fyrir hendi og hverjar ekki og
hvernig málin raunverulega standa.
Nú sé líka frábær tími til að skoða
í hverju raunveruleg verðmæti séu
fólgin og rækta tengsl við fjölskyldu,
börn og vini.
FIMM MANNA FJÖLSKYLDA
Hjón með þrjú börn, tvö í leikskóla og eitt í yngri bekkjum, búa í Reykjavík.
Einn bíll er á heimilinu og fjölskyldan býr í 120 fermetra íbúð í blokk. Heimilið
er með heimasíma, internettengingu og þrjá farsíma auk áskriftar að Stöð 2.
Hjónin skulda húsnæðislán í íslenskum krónum og erlent bílalán.
Október 2007 Október 2008 Breyting í krónum Breyting %
Húsnæðislán 147.000 164.000 17.000 12
20 milljónir króna tekið í janúar 2005 með 4,15 prósenta föstum vöxtum
til 25 ára. Eftirstöðvar nú 22,3 milljónir króna.
Erlent myntkörfulán 146.000 269.000 123.000 84
25 milljónir króna íbúðalán tekið í svissneskum franka og japönskum jenum
í ágúst í fyrra. Höfuðstóll nú 48 milljónir króna. (hækkun höfuðstóls 84%).
Bílalán 19.000 32.000 13.000 68
1,2 milljónir í japönskum jenum og svissneskum franka. Eftirstöðvar nú
1,8 milljónir.
Matur og aðrar dagvörur 80.000 96.500 16.500 21
Sími og internet 10.000 10.580 580 6
Bensín 23.000 30.000 7.000 30
Dagvistargjöld 26.820 26.878 58 0
Tvö börn á leikskóla í Reykjavík í átta stunda vistun og fullu fæði
Frístundaheimili 10.515 10.515 0 0
Skólamatur 5.712 5.712 0 0
Sjónvarp 8.240 8.990 750 9
Áskriftargjöld fyrir RÚV og Stöð 2
Rafmagn 4.790 5.300 510 11
Heitt vatn 2.435 2.605 170 7
Fasteignagjöld 8.740 9.690 950 11
Tryggingar 10.000 11.500 1.500 15
NOREGUR Í nýrri skýrslu sem
tekin var saman fyrir hönd
hagsmunaaðila í norskum iðnaði
er mælt með því að norsk
yfirvöld velji sænsku þotuna JAS
39 Gripen fram yfir hina
bandarísku F-35.
Til stendur að norska stjórnin
taki ákvörðun fyrir áramót um
hvor kosturinn skuli valinn til að
taka við af F-16-orrustuþotuflota
norska flughersins, sem á að
úrelda í áföngum frá árinu 2015.
Í skýrslunni segir að norsk
iðnfyrirtæki fengju mun meiri
verkefni til sín ef sænska þotan
yrði fyrir valinu, að því er
Aftenposten greinir frá. Áður
hefur komið fram að sænsku
þoturnar yrðu mun ódýrari en þær
bandarísku. Um er að ræða
stærstu fjárfestingu sem norska
ríkið ræðst í um áratugaskeið. - aa
Varnarmál í Noregi:
Sænska þotan
betri kostur
NORRÆNN KOSTUR Sænska JAS-39
Gripen-orrustuþotan keppir við hina
bandarísku F-35 „Joint Strike Fighter“.
NORDICPHOTOS/AFP
SVEITARSTJÓRNIR Gísli Marteinn
Baldursson borgarfulltrúi hefur
aðeins mætt á tvo af fjórum
borgarstjórnar-
fundum frá því
nýr meirihluti
tók við í
Reykjavík í
ágúst.
Gísli
Marteinn sem
síðsumars hóf
tólf mánaða
nám í Skotlandi
heldur launum
sem borgarfull-
trúi þótt hann
dvelji erlendis. Í viðtölum í ágúst
sagðist hann vel mundu geta
sinnt starfi borgarfulltrúa þótt
erlendis væri. Hann lofaði að
hann myndi vera duglegur að
fljúga heim til Íslands til að
mæta á borgarstjórnarfundi sem
eru haldnir á tveggja vikna
fresti. - gar
Fundarsókn í borgarstjórn:
Mætir á annan
hvern fund
GÍSLI MARTEINN
BALDURSSON
Hætt við styrki til flokka
Guðríður Arnardóttir, oddviti minni-
hluta Samfylkingar, dró á síðasta
bæjarstjórnarfundi til baka tillögu
um að bærinn styrkti stjórnmála-
flokka um 20 milljónir króna á
næstu tveimur árum. Samkvæmt
tillögunni átti að úthluta fénu eftir
atkvæðamagni.
STJÓRNMÁL
SJÁVARÚTVEGUR Norðmenn og
Rússar hafa komist að samkomu-
lagi um að auka þorskkvóta í
Barentshafi um 20 prósent frá
yfirstandandi ári. Kvótinn verður
525.000 tonn fyrir árið 2009.
Hlutdeild Íslands í leyfilegum
heildarafla þorsks er 1,85 prósent,
sem svarar til ríflega 9.700 tonna
upp úr sjó.
Hins vegar var ákveðið að
fylgja tillögum Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins um 390.000 tonna
loðnukvóta. Atle Vartdal, stjórn-
armaður í Fiskebat og einn norsku
samninganefndarmannanna, segir
að traust vísindaleg rök liggi að
baki ákvörðuninni. - shá
Norðmenn og Rússar:
Aukinn kvóti
í Barentshafi
EFNAHAGSMÁL „Hluti af þessu fé er í
peningamarkaðssjóði þannig að við
erum í óvissu um hvernig eignin
stendur,“ segir Kristín Ingólfsdótt-
ir, rektor Háskóla Íslands, um
Háskólasjóð Eimskipafélags
Íslands.
Hún staðfestir að innstæða sjóðs-
ins hafi verið 3.250 milljónir króna
fyrir um mánuði síðan en of snemmt
sé að segja til um hvort fé hafi tap-
ast. Háskólasjóður Eimskipafélags
Íslands var stofnaður árið 1964 til
minningar um Vestur-Íslendinga
sem hlut áttu í stofnun Eimskipafé-
lagsins. Stofneign sjóðsins voru
hlutabréf í Eimskipafélaginu og
var sjóðurinn varðveittur í hluta-
bréfum, fyrst í
Eimskipafélag-
inu og síðar
Burðarási. Árið
2005 var eigna-
samsetnigu sjóðs-
ins breytt, hluta-
bréf sjóðsins seld
og höfuðstóllinn
falinn Lands-
banka Íslands til
fjárvörslu og
ávöxtunar.
Sjóðurinn veitir styrki til stúd-
enta í rannsóknatengdu framhalds-
námi við Háskóla Íslands. Styrkir
eru veittir til tveggja eða þriggja
ára og því eiga sumir doktorsnem-
ar, sem hafa hlotið úthlutun, eftir
að fá greiðslur úr sjóðnum.
Kristín segir í forgangi að standa
við fyrri skuldbindingar sjóðsins
áður en gengið verði frá nýjum
úthlutunum. Allt ferli varðandi
nýjar umsóknir sé með eðlilegum
hætti en umsóknarfrestur rann út
10. október. Samkvæmt reglum
sjóðsins skal úthlutun vera lokið
20. janúar.
„Á meðan við vitum ekki hvað er
mikið í sjóðnum vitum við ekki
hversu marga nýja styrki við getum
veitt en hins vegar munum við
leggja allt kapp á að standa við þær
skuldbindingar sem hafa verið
gefnar,“ segir Kristín. - ovd
Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands átti rúma þrjá milljarða fyrir um mánuði:
Óvissa um stöðu Háskólasjóðsins
KRISTÍN
INGÓLFSDÓTTIR
1. Hversu miklar skatttekjur
fékk ríkið frá stóru bönkunum
þremur í fyrra?
2. Hvað heitir kanslaraefni
þýska jafnaðarmannaflokksins?
3. Hvað heitir leikarinn sem
vegna lungnabólgu missti af
frumsýningu Hart í bak?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26
VERSLAÐ Í MATINN Matur og aðrar dagvörur hafa hækkað um 16.500 krónur á
mánuði á einu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEISTU SVARIÐ?