Fréttablaðið - 02.11.2008, Síða 4
4 2. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
Við tvö og barnið okkar
Málþing Náttúrulækningafélags Íslands
• Aðlögun að foreldrahlutverki
• Að verða faðir um fertugt
• Látum töfrana haldast
Fundarstjóri:
Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður.
Frummælendur:
Guðrún Ösp Teodórsdóttir, móðir
og hjúkrunarfræðingur.
Ingimundur Birnir, faðir og verkfræðingur.
Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi.
Auk frummælenda í pallborði:
Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur.
Ingólfur Sveinsson, geðlæknir.
Allir velkomnir!
Frír aðgangur.
Berum ábyrgð á eigin heilsu!
Málþing haldið í Laugarsal,
World Class Laugum 2. Hæð
Foreldrum sem líður vel = Gott uppeldi
Þriðjudaginn 4. nóvember 2008 kl. 16:30
ÞÝSKALAND Í ítarlegri grein um
Davíð Oddsson seðlabankastjóra,
sem þýska stórblaðið Frankfurter
Allgemeine Zeitung birti í vikunni,
segir að óþarfi sé að rekja „mistök
fortíðarinnar“ til að fella „fallein-
kunn“ („vernichtendes Zeugnis“ á
þýsku) yfir ferli hans; til þess dugi
að líta á þau mistök sem hann hafi
gert í októbermánuði.
Blaðið telur að með yfirlýsingum
sínum í hinu umtalaða Kastljóssvið-
tali 8. október hafi Davíð „stefnt
orðspori íslensku þjóðarinnar í
voða“. Rakið er hvernig hann hafi
fyrst hækkað vexti í 15,5 prósent
og þar með „hrakið marga í að taka
lán í erlendri mynt,“ síðan lækkað
vexti og þar með gefið til kynna
að Seðlabankinn hefði gefið
baráttu gegn verðbólgu upp á
bátinn. Og skammvinn tilraun
hans til að festa gengi krónunnar
á óraunhæfu gengi er sögð hafa
vakið efasemdir um „raunveru-
leikaskyn“ seðlabankastjórans.
„En það er sama hversu lengi
Davíð Oddsson hangir á embætti
sínu; valdasvipting hans er
frágengið mál,“ skrifar blaðið
síðan og skýrir þessa fullyrðingu
með því að benda á að við að
þiggja milljarða dala neyðarlán
frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum taki
sú stofnun í raun yfir stjórn
Seðlabanka Íslands. - aa
Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung um seðlabankastjóra:
Davíð gefin „falleinkunn“
BRUSSEL, AP Hægt verður að ljúka
viðræðum um inngöngu Króatíu í
Evrópusambandið á næsta ári.
Þetta kemur fram í drögum að
skýrslu um
stækkunarhorfur
ESB, sem AP
hefur undir
höndum.
Skýrslan, sem á
að samþykkja í
framkvæmda-
stjórn ESB í næstu
viku, kveður upp
úr um að stjórn-
völd í Króatíu hafi
almennt náð „góðum framförum“ í
að uppfylla aðildarskilyrðin á þeim
þremur árum sem viðræðurnar
hafa staðið yfir. Lokastig þeirra sé
nú fram undan. Þegar viðræðurnar
hófust árið 2005 var það takmark
sett að ljúka þeim fyrir árslok
2009.
Olli Rehn, stækkunarmálastjóri
ESB, hefur sagt að Króatía verði
28. aðildarríki sambandsins, en
Ísland gæti fylgt þar fast á eftir ef
aðildarumsókn bærist. - aa
Stækkun Evrópusambandsins:
Króatíuviðræð-
ur á lokastig
OLLI REHN
FJÖLMIÐLAR Blaðamannafélag
Íslands lýsir yfir þungum
áhyggjum af þeirri stöðu sem
upp er komin í fjölmiðlum sem
birtist í fjöldauppsögnum og
lokun fjölmiðla, að því er fram
kemur í ályktun sem félagið
sendi frá sér í gær.
Blaðamannafélagið fagnar því
að menntamálaráðherra ætli að
skipa starfshóp til að koma með
tillögur til úrbóta og telur
félagið augljóst að skoða þurfi
sérstaklega stöðu Ríkisútvarps-
ins á auglýsingamarkaði.
Samkeppnisstaða fjölmiðla
hefur verið erfið vegna sterkrar
stöðu Ríkisútvarpsins sem hefur
haft sig mikið í frammi á
auglýsingamarkaði.
Í því árferði sem er núna er
hætta á því að slík staða geti
orðið til þess að einkareknir
fjölmiðlar leggist af, segir meðal
annars í ályktun félagsins. - kh
Stjórn Blaðamannafélagsins:
Óttast um
afdrif fjölmiðla
ALÞINGI Ólöf Nordal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, vill leggja af
aðstoðarmenn landsbyggðarþing-
manna vegna efnahagsástandsins.
Þessari skoðun sinni lýsti hún í
ræðustól á Alþingi á fimmtudag.
„Það þarf að skera alla þá fitu
sem við höfum safnað utan á
okkur. Í góðærinu höfum við leyft
okkur svo margt sem við höfum
ekki leyfi til að leyfa okkur lengur.
Við skulum bara byrja hérna í
þingsalnum,“ sagði Ólöf og hvatti
til niðurskurðar í ríkisútgjöldum.
Að mati Ólafar
á að leggja af
aðstoðarmenn-
ina, fækka ráð-
gjöfum ráðherra,
kanna samein-
ingu ráðuneyta,
athuga launa-
kerfi ríkisins,
endurskipu-
leggja utanríkis-
þjónustuna,
draga úr óþarfa
ferðalögum á
vegum ríkisins
og síðast en ekki
síst; að hraða endurskoðun eftir-
launalaganna svokölluðu. „Ef við
ætlum að leggja það á þjóðina að
borga svo miklar skuldir eigum
við að byrja á okkur sjálfum og
spara,“ sagði Ólöf.
Þingmaður hins stjórnarflokks-
ins, Samfylkingarinnar, sté næst-
ur í pontu og tók undir orð Ólafar.
Árni Páll Árnason hvatti meðal
annars til þess að Alþingi afnæmi
eftirlaunalögin strax þrátt fyrir
að það kynni að baka ríkinu skaða-
bótaskyldu. stigur@frettabladid.is
Vill byrja að skera
fituna í þingsalnum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill leggja af nýlega aðstoðarmenn þingmanna
í sparnaðarskyni. Þingmaður Samfylkingar vill afnema eftirlaunalögin strax
þrátt fyrir mögulega bótaskyldu. Smásálir geti þá sótt forréttindi sín með dómi.
ÓLÖF NORDAL
■ Aðstoðarmenn landsbyggðarþingmanna og formanna stjórnarandstöðu-
flokka eru nýjung sem lögfest var í mars á þessu ári.
■ 22 af 25 þingmönnum hafa nýtt sér ákvæðið og ráðið sér aðstoðarmann,
þeirra á meðal Ólöf Nordal, sem nú mælir fyrir því að þeir verði settir af.
■ Þeir einu sem ekki hafa ráðið sér aðstoðarmann eru sjálfstæðismennirnir
Árni Johnsen og Kjartan Gunnarsson úr Suðurkjördæmi og hinn frjálslyndi
Kristinn H. Gunnarsson úr Norðvesturkjördæmi.
■ Aðstoðarmenn þingmanna eru í 33 prósenta starfi og fá fjórðung af þing-
fararkaupi fyrir störf sín, eða um 140 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðar-
menn formanna stjórnarandstöðuflokkanna þriggja fá fullt þingfararkaup,
562 þúsund krónur á mánuði, fyrir fullt starf.
■ Ríkið greiðir aðstoðarmönnunum 22 því rúmlega 52 milljónir á ári fyrir
störf sín.
■ Í febrúar skrifaði meirihluti allsherjarnefndar Alþingis undir nefndarálit
þar sem sagði að sterk rök hnigju að því að allir þingmenn ættu að hafa
aðstoðarmenn, líka þingmenn höfuðborgarsvæðisins. Meðal þeirra sem
skrifuðu undir álitið var Ólöf Nordal.
AÐSTOÐARMENN KOSTA 52 MILLJÓNIR Á ÁRI
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur
að afnema eigi hin umdeildu eftirlaunalög hið snarasta.
Rætt hefur verið um að ríkið yrði þá hugsanlega skaða-
bótaskylt gagnvart þeim einstaklingum sem þegar hafa
öðlast eftirlaunaréttinn.
Árni telur „að tími lögfræðilegra vangaveltna af þeim
toga sé löngu liðinn“ að því er fram kom í andsvari hans
við ræðu Ólafar Nordal á þingi á fimmtudag.
Árni segir að „það sé einfaldlega rétt að afnema þessi
réttindi og leyfa þá þeim sem eru slíkar smásálir að
vilja sækja forréttindi sín með dómi að gera það. Þeir
verða þá sjálfum sér til skammar og að athlægi en tjón
ríkisins verður ekkert meira heldur en það hefði orðið að
óbreyttu við að borga þeim þessi réttindi út,“ sagði Árni.
„Það er ófært að ætla almenningi í landinu að þola
verulega skerðingu eigin lífeyris á næstu árum eins blas-
ir nú við en á sama tíma að halda óbreyttu forréttindafyrirkomulagi með
æðstu embættismenn ríkisins.“
SMÁSÁLIR HÖFÐI MÁL OG VERÐI SÉR TIL SKAMMAR
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
LÖGREGLUMÁL Maður á þrítugs-
aldri sætir nú farbanni vegna
gruns um að hann hafi skaðað
félaga sinn verulega með hnífi
um síðustu helgi.
Mennirnir voru staddir í húsi í
miðborginni þegar atburðurinn
átti sér stað. Ekki er vitað
nákvæmlega um tildrög hans
annað en það að hnífi var beitt og
gekk hann í gegnum hönd þess
sem særðist og stóð fastur í hurð
í íbúðinni.
Lögregla flutti manninn á
slysadeild þar sem gert var að
sárum hans. Mennirnir eru báðir
af erlendum uppruna. -jss
Hnífur gegnum hönd:
Hnífamaður
sætir farbanni
Tíu gistu fangageymslur
Erill var aðfaranótt laugardagsins hjá
lögreglunni í Reykjavík. Alls gistu tíu
manns fangageymslur um nóttina og
tíu voru teknir fyrir ölvunarakstur.
Ekið á gangandi mann
Ekið var á gangandi vegfaranda klukk-
an hálf sjö á laugardagsmorgun en
meiðsl hans voru ekki alvarleg.
LÖGREGLUMÁL
Greitt úr skammtímasjóði
Hlutdeildarskírteinishafar í Kaupþingi
Skammtímasjóði fengu í fyrradag
greitt úr sjóðnum. Greiðslan nam
75,1 prósenti af eignum sjóðsins
miðað við 3. október 2008. Um
heildargreiðslu er að ræða. Ákveðið
hefur verið að slíta sjóðnum vegna
efnahagsástandsins og tilmæla Fjár-
málaeftirlitsins.
VIÐSKIPTI
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn
Akraness vill að fiskveiðikvóti
verði strax aukinn. „Með hliðsjón
af þeirri alvarlegu stöðu sem
íslenska þjóðin stendur frammi
fyrir nú um stundir, fyrirsjáan-
legu atvinnuleysi og þrenginum,
hjá bæði fjölskyldum og fyrir-
tækjum á næstu misserum,“ segir
bæjarstjórnin sem skorar á
ríkisstjórnina að auka fiskveiði-
heimildir nú þegar og krefst þess
að sveitarfélög fái að ráðstafa
viðbótaraflanum til vinnslu.
„Verður þannig stuðlað að
minna atvinnuleysi, auknum
útflutningstekjum og meiri
umsvifum í þjóðfélaginu.“ - gar
Einhugur í bæjarstjórn:
Meiri kvóta til
að auka umsvif
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
17°
13°
17°
12°
10°
15°
15°
14°
9°
11°
22°
12°
12°
25°
5°
13°
23°
5°
2
6
5
Á MORGUN
8-18 m/s, hvassast V-til
og á hálendinu
6
ÞRIÐJUDAGUR
5-15 m/s, hvassast SV-til
9
4
6
2
2
1
10
8
3
10
8
6
10
8
8
10
8
10
18
6 4
46
6 7
6
79
ÚRKOMUSAMT
Framundan eru
úrkomusamir dagar,
aðallega sunnan
lands og vestan. Í dag
verður þurrt norðan
og austan lands fyrir
hádegi en uppúr því
má búast við slyddu
og síðar rigningu. Á
morgun verðum við
milli lægða, með
skúraveðri á vestur-
hluta landsins en svo
kemur ný lægð upp
að landinu með rign-
ingu víða um land.
Frekar milt í veðri.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
GENGIÐ 31.10.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
207,7121
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
120,05 120,63
194,2 195,14
153,07 153,93
20,555 20,675
17,902 18,008
15,413 15,503
1,2304 1,2376
178,74 179,8
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR