Fréttablaðið - 02.11.2008, Síða 6
6 2. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
KRINGLUNNI // SMÁRALIND // KEFLAVÍK
Í BLEND
SUPER SUNNUDAG
UR
AFSLÁTTUR AF ÖLL
UM
VÖRUM AÐEINS Í D
AG20%
HOLLAND, AP Rússneski utanríkis-
ráðherrann Sergei Lavrov sagði á
fimmtudag að rússnesk yfirvöld
væru að rannsaka
gögn sem
Hollendingar
lögðu fram til
sönnunar
fullyrðinga sinna
um að banamein
hollensks
sjónvarpsmynda-
tökumanns, sem
lét lífið í átökun-
um í Georgíu í ágúst, hefði verið
rússnesk klasasprengja.
En Lavrov ítrekaði að hann
stæði við niðurstöðu rússneskrar
rannsóknar sem stangast á við
fullyrðingar hollenska utanríkis-
ráðuneytisins um að myndatöku-
maðurinn Stan Storimans hafi
látið lífið með þessum hætti.
Rússar hafa neitað að hafa beitt
klasasprengjum í hernaði sínum í
Georgíu í ágúst. - aa
Dauði myndatökumanns:
Rússar og Hol-
lendingar deila
SERGEI LAVROV
DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri
hefur verið dæmdur í fjögurra
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir að kveikja í jakka annars
manns á Kringlukránni. Eigandi
jakkans tók skyndilega eftir því
að bakið á jakkanum stóð í ljósum
logum. Hann náði að klæða sig úr
honum, slökkva eldinn og koma
þannig í veg fyrir meiðsli.
Brennuvargurinn játaði fyrir
dómi að hafa kveikt í jakkanum en
þvertók fyrir að nokkur hefði
verið í honum. Dómnum þótti sýnt
að það væri rangt.
Mennirnir höfðu leigt íbúð
saman um það bil ári fyrr. Ósætti
varð á milli þeirra og leiðir skildi,
þar til á Kringlukránnni. - jss
Jólahlaðborð á Kringlukránni:
Kveikti í jakka
annars manns
VIÐSKIPTI „Commerzbank var eitt
um að mótmæla framlengingu á
greiðslustöðvun og vildu að
Samson eignarhaldsfélag yrði
tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir
Gunnar Sturluson, lögmaður og
aðstoðarmaður félagsins, sem er í
greiðslustöðvun.
Samson, sem er í eigu feðganna
Björgólfs Guðmundssonar og
Björgólfs Thors Björgólfssonar,
átti ríflega 41 prósents hlut í
Landsbankanum. Eftir að bankinn
fór í þrot fyrir þremur vikum
óskaði stjórn Samsonar eftir
greiðslustöðvun. Mál Commerz-
bank gegn Samsoni var tekið fyrir
í héraðsdómi í fyrradag en
úrskurðað verður í málinu í næstu
viku. - jab
Örlög Samsonar ráðast senn:
Commerzbank
vildi gjaldþrot
BJÖRGÓLFSFEÐGAR Þýski bankinn
Commerzbank vildi að Straumur, félag
Björgólfsfeðga, yrði tekið til gjaldþrota-
skipta.
DÓMSMÁL Maður um þrítugt hefur
verið ákærður af ríkissaksóknara
fyrir sérstaklega hættulega
líkamsárás. Honum er gefið að sök
að hafa fleygt glerglasi í andlit
manns með þeim afleiðingum að
glasið brotnaði. Við þetta hlaut
fórnarlambið þriggja sentímetra
langan skurð á enni og mar á nefi.
Atvikið átti sér stað fyrir utan
Kaffibarinn í lok síðasta árs.
Af hálfu þess sem glasið lenti á
er krafist skaðabóta að fjárhæð
624 þúsund krónur. - jss
Ríkissaksóknari ákærir mann:
Braut glas í
andliti manns
ALÞINGI Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra segir að tap Seðlabank-
ans vegna fyrirgreiðslu til bank-
anna nemi tugum milljarða króna.
„Kannski er það um 150 milljarð-
ar,“ svaraði Geir fyrirspurn Helga
Hjörvar, Samfylkingunni, á
Alþingi á föstudag. Tók hann fram
að endanlegir útreikningar lægju
ekki fyrir.
Fyrr á árinu veitti Seðlabankinn
bönkunum fyrirgreiðslu um lausa-
fé í enn ríkari mæli en áður hafði
verið. Sagði Geir það hafa verið
gert eftir að mjög ríkar kröfur þar
um höfðu verið gerðar. „Þetta var
af flestum talið eðlilegt og nauð-
synlegt,“ sagði Geir. Fólst fyrir-
greiðslan í viðtöku sérstakra
tryggingabréfa bankanna. Við
þrot þeirra rýrnaði verðmæti
bréfanna stórkostlega.
Geir sagði ljóst að ríkið verði að
leggja Seðlabankanum til nýtt
eigið fé en fjárhæðin hafi hvorki
verið reiknuð út né ákveðin.
Helgi krafðist jafnframt svara
um hvort seðlabankastjórarnir
þyrftu ekki að axla ábyrgð vegna
þess gríðarlega tjóns sem bankinn
hefði orðið fyrir. Benti hann á að
stjórnendur viðskiptabankanna
hefðu þurft að láta af störfum og
nýir ráðnir í þeirra stað.
Geir taldi svo ekki vera enda
væri ekki um að ræða að Seðla-
bankinn hefði gert sig sekan um
sérstök afglöp. - bþs
Tap Seðlabankans vegna fyrirgreiðslu til bankanna verður ekki rakið til afglapa:
Tapið nemur tugum milljarða
PERSÓNUVERND Fjármálafyrirtæki
eiga að láta fólk vita þegar
símtöl þess við fyrirtækin eru
hljóðrituð.
Póst- og fjarskiptastofnun
segir undanþágu frá þessari
reglu vera ef um sé að ræða fólk
frá öðrum fjármálafyrirtækjum
og fjárfesta. Einnig gagnvart
viðmælendum sem áður hafi
undirritað samning eða skilmála
þar sem fram komi að símtöl séu
hljóðrituð.
Almennum neytendum sem
ekki séu eins vel upplýstir um
starfshætti á fjármálamarkaði
skuli hins vegar tilkynna ef
símtal er tekið upp. - gar
Póst- og fjarskiptastofnun:
Fólk fái að vita
um hljóðritanir
GEIR H. HAARDE HELGI HJÖRVAR
EFNAHAGSMÁL Krónan er ónothæf-
ur gjaldmiðill til að byggja upp
samkeppnishæft efnahagslíf hér á
landi. Þar sem Ísland hefur hins
vegar engan annan lögeyri verður
að notast við hana sem millibils-
gjaldmiðil uns það tekst að koma
krónunni „í skjól“ í Evrópusam-
bandinu og peningamálastefnu
Evrópska seðlabankans. Um þetta
voru sammála frummælendur sem
töluðu á málþingi sem haldið var í
Norræna húsinu á fimmtudag
undir yfirskriftinni „Framtíð
Íslands í samfélagi þjóðanna“.
Að málþinginu stóðu Alþjóða-
málastofnun Háskóla Íslands, Evr-
ópumálasetur Háskólans á Bifröst
og viðskiptafræðideild Háskólans
í Reykjavík.
Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði við HÍ, rakti í
sínu erindi að Ísland væri eina
smáríkið í Evrópu sem fyrir alþjóð-
legu fjármálakreppuna hefði ekki
haft neina samninga um „efna-
hagslegt skjól“ af stærri efnahags-
einingu, og því væri það engin til-
viljun að Ísland væri fyrsta
fullvalda ríkið í hinum hnattvædda
vestræna heimi sem varð alvar-
lega fyrir barðinu á kreppunni.
Íslensk stjórnvöld hefðu brugðist í
að tryggja Íslandi efnahagslegt
skjól ef til alþjóðlegrar kreppu
kæmi.
Aðalsteinn Leifsson, forstöðu-
maður MBA-náms við HR, sagði að
þrátt fyrir bágt efnahagsástand,
deilur við Breta og fleira sem tína
mætti til sem atriði sem ætla mætti
að veiktu samningsstöðu Íslands í
aðildarviðræðum við Evrópusam-
bandið þá væri
Ísland, þegar
grannt væri skoð-
að, í ágætri aðstöðu
til að ganga í sam-
bandið. Réttur
Íslands til þess,
samkvæmt lögum
ESB, væri ótví-
ræður og landið
uppfyllti öll aðild-
arskilyrðin. Olli
Rehn, stækkunar-
málastjóri ESB, hefði þar að auki
staðfest að Ísland uppfyllti for-
sendur til að hægt væri að ljúka
aðildarviðræðum á skemmri tíma
en samið hefur verið við nokkurt
umsóknarríki til þessa. Mikilvæg-
asta forsendan fyrir þessu er að
hægt væri að ljúka minnst 21 af 35
samningsköflum strax eftir að
aðildarviðræður hæfust, vegna
þess hve Ísland hefur í gegnum
EES, Schengen og annað samstarf
við ESB nú þegar lögleitt alla lög-
gjöf ESB á viðkomandi sviðum.
Eiríkur Bergmann Einarsson,
forstöðumaður Evrópufræðaset-
urs Háskólans á Bifröst, rakti
hvernig „hefðbundin“ leið til að
ganga í myntbandalag ESB tæki
fjögur ár í framkvæmd. Tæknilega
ætti þó að vera hægt að tengja
krónuna inn í ERM II-gengiskerfið
á fjórum mánuðum, væri til þess
pólitískur vilji samningsaðila.
Aðalheiður Héðinsdóttir, for-
stjóri Kaffitárs, skoraði á íslenska
fyrirtækjarekendur að láta fram-
vegis ekki bjóða sér annan eins
óstöðugleika og þeir hafa búið við á
liðnum árum.
Aðrir frummælendur voru Katr-
ín Ólafsdóttir, lektor í viðskipta-
fræði við HR, og Alyson Bailes,
gestakennari í alþjóðastjórnmál-
um við HÍ. audunn@frettabladid.is
Íslenskt efnahagslíf
þarfnast skjóls í ESB
Sérfræðingar frá þremur háskólum sem töluðu um stöðu Íslands í samfélagi
þjóðanna á málþingi eru sammála um að ógjörningur sé að endurreisa íslenskt
efnahagslíf með krónuna sem gjaldmiðil. Það þurfi skjól í Evrópusambandinu.
Í SKJÓL Án horfna á að tengjast peningamálastefnu Evrópska seðlabankans á íslenska
krónan sér vart viðreisnar von, að mati frummælenda á málþinginu. NORDICPHOTOS/AFP
AÐALSTEINN
LEIFSSON
Telur þú rétt að RÚV verði tekið
af auglýsingamarkaði?
Já 61,4%
Nei 38,6%
Telur þú Davíð Oddsson hafa
skaðað orðspor Sjálfstæðis-
flokksins að undanförnu?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN