Fréttablaðið - 02.11.2008, Blaðsíða 12
12 2. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
uantum of Solace er 22. Bond-
myndin í þessari langlífustu
framhaldsmyndaröð kvik-
myndasögunnar. Þetta er í
annað sinn sem Daniel Craig
leikur James Bond en segja
má að hann hafi slegið ræki-
lega í gegn í síðustu mynd,
Casino Royale. Kom frammistaða hans
skemmtilega á óvart því margir höfðu sett
spurningarmerki við valið á honum sem
njósnara hennar hátignar. Spilaði þar útlitið
inn í, því ljóshærður og bláeygður Bond var
eitthvað sem íhaldssamir aðdáendur hans
höfðu ekki áður fengið að kynnast.
Sjálfur í áhættuatriðum
Nýja myndin er beint framhald Casino Roy-
ale og er söguþráðurinn á þann veg að Bond
reynir að stöðva viðskiptajöfurinn Dominic
Greene sem ætlar að leggja undir sig miklar
vatnsbirgðir í Suður-Ameríku. Á sama tíma
reynir okkar maður að hefna þeirra sem
drápu kærustu hans, Vesper Lynd, í síðustu
mynd.
„Ég er mjög ánægður með útkomuna,“
segir hinn viðkunnanlegi Craig um Quant-
um of Solace. „Mér finnst Marc Forster
[leikstjórinn] hafa staðið sig ótrúlega vel.
Mér finnst myndin virka mjög vel bæði sem
Bond-mynd og líka sem framhald Casino
Royale.“
Craig leggur mikið upp úr raunsæi og
reyndi því að leika í sem flestum hasaratrið-
um sjálfur, þrátt fyrir áhættuna sem því
fylgdi. „Mér fannst það mikilvægt fyrir
myndina. Ég vil að áhorfendur verði tilfinn-
ingalega tengdir myndinni og detti ekki út á
röngum augnablikum,“ segir hann og gefur
lítið út á meiðslin sem hann hlaut. „Ég fór í
aðgerð [á öxl] sem tengdist gerð beggja
Bond-myndanna, en ég meiddist eiginlega
ekkert við tökurnar. Ég fékk nokkur spor en
það var ekkert sem mátti ekki búast við.“
Bond í ástarsorg
Breskir gagnrýnendur, sem venjulega draga
ekkert undan þegar Bond er annars vegar,
hafa gefið nýju myndinni góða einkunn. Þó
hafa þeir sett út á skort á nektarsenum og
öllum skemmtilegu vopnunum sem njósnar-
inn er vanur að notast við.
Craig segist ekki vilja tjá sig sérstaklega
um nektarskortinn en segir hann þó hluta af
sögunni. „Hann varð ástfanginn í síðustu
mynd og lenti síðan í ástarsorg. Það myndi
vera í mótsögn við söguþráðinn ef hann
stykki upp í rúmið með hverri sem er,“ segir
hann. „Þessi mynd er búin og við sjáum til
hvort það verður ekki meiri nekt í næstu
mynd.“ Bætir hann því við að því miður hafi
ekki heldur verið pláss hvorki fyrir vopnin
né persónuna Q, sem John Cleese hefur
leikið.
Í fyrsta sinn í sögu Bond segir hann ekki
einkennissetningu sína: „Ég heiti Bond,
James Bond“. „Nei, við tókum það upp en
það virkaði ekki,“ segir Craig. „Það passaði
ekki inn í og var kjánalegt. Þetta leit út eins
og við hefðum sett setninguna inn á of með-
vitaðan hátt og þannig vil ég ekki hafa það.
En ég elska þessa setningu og ég er alls ekki
á móti því að hún sé sögð. Í næstu mynd vil
ég hafa Martini-setninguna og allar þessar
setningar inni því mér finnst að þær eigi að
vera í öllum Bond-myndum.“
Breskur í hjarta sínu
Craig segir að lagt hafi verið upp með að
Quantum of Solace yrði raunsæ og nútíma-
leg, en þó með tilvísun í gömlu Bond-mynd-
irnar. Hvort Bond sé að verða sífellt alþjóð-
legri á kostnað breskra eiginleika hans segir
Craig: „Ég er ekki að reyna að leika hann
þannig. Í hjarta sínu er hann mjög breskur
en hann hefur samt þessa mórölsku stað-
festu sem hefur kannski að gera með hvern-
ig okkur öllum líður innanbrjósts. Vonandi
er hann samt bara hetja sem veit hverjir
vondu karlarnir eru og ætlar sér að ná
þeim.“
55 þúsund Íslendingar sáu Casino Royale
og kann Craig vel að meta vinsældirnar hér
á landi. Hann segist þó ekki átta sig á alþjóð-
legum vinsældum Bond. „Í upprunalegu
myndunum sem ég horfði á fóru þeir með
Bond á staði sem ég hafði ekki séð áður. Við
reyndum að gera það líka með þessa mynd
þannig að áhorfendur færu í ferðalag um
heiminn. Ef myndin höfðar til allrar heims-
byggðarinnar er það enn þá betra, enda
erum við alltaf að stefna að því.“
Kæstur hákarl á Íslandi
Craig heimsótti Ísland í byrjun áratugarins
er hann lék Alex West í Lara Croft: Tomb
Raider á móti Angelinu Jolie. Tökur fóru
fram í Jökulsárlóni og dvaldi Craig á land-
inu í um tvær vikur. „Það var alveg ótrúlegt
og þetta er einn minnisstæðasti tími lífs
míns,“ segir hann og man sérstaklega eftir
því er hann stakk upp í sig kæstum hákarli
og drakk brennivín á eftir. „Ég hef ekki hug-
mynd um af hverju þið borðið hann en ég
skil vel þá athöfn að borða hann og drekka
síðan á eftir, það var gott,“ segir hann og
hlær. „Við skoðuðum jökulinn og ég fór líka
í hundasleðaferð. Þetta er stórkostlegur
staður, einn sá fallegasti sem ég hef komið á
og ég segi það af fullri einlægni.“
Hvetur til sátta
Íslendingar og Bretar hafa deilt hart að und-
anförnu vegna Icesave-reikninganna og
hvetur Craig þjóðirnar til að sættast sem
allra fyrst. „Við virðumst alltaf lenda í ein-
hvers konar rifrildi á nokkurra ára fresti og
ég hef ekki hugmynd um af hverju. Við verð-
um að passa betur upp á hvert annað í stað-
inn fyrir að fara þessa leið. Ég vona að þetta
leysist því þetta snýst allt um peninga og
það síðasta sem við ættum að rífast út af
eru peningar,“ segir hann. Spurður hvort
Bond væri ekki kjörinn til að leysa deil-
una segir Craig glottandi út í annað:
„Ég veit ekki hvort bókhaldshæfileik-
ar hans eru nógu góðir.“
Íslendingar hafa haft horn í síðu
Gordons Brown, forsætisráðherra
Bretlands, síðan hann nefndi Íslend-
inga í sömu andrá og hryðjuverka-
menn og Craig kannast vel við málið.
„Ég veit ekki hvað ég get sagt. Þetta
snýst allt um hvar fólk geymdi pen-
ingana sína og fjárfesti. Allur heim-
urinn er í sárum þessa dagana
vegna þess að fólkið sem sá um
peningana gerði mistök. Ég á ekki
von á því að þið og Gordon Brown
sættist í bráð en … ég veit ekki
hvað skal segja. Þetta snýst bara
allt um peninga.“
Fjölskyldan mikilvæg
Þegar Craig er ekki að elta vondu
karlana í bíó reynir hann að slappa
eins mikið af og hann getur. „Ég
eyði miklum tíma með fjölskyldu
og vinum, sem eru mikilvægustu manneskj-
urnar í mínu lífi. Ég les líka og horfi á þær
bíómyndir sem ég hef misst af. Ég reyni líka
að fara í leikhúsið eins mikið og ég get. Ég
reyni bara að gera eins venjulega hluti og
hægt er og ef ég mögulega get fer ég á staði
þar sem fólk er ekkert að spá í James Bond.
Það getur verið gott að fara eitthvað út í
buskann og ná aðeins andanum.“
Vill fleiri Bond-myndir
Næst á dagskrá hjá Craig er frekari kynn-
ing á Bond-myndinni auk þess sem kvik-
myndin Defiance er væntanleg á næsta ári.
„Ég ætla í frí í lok ársins. Ég fór í axlarað-
gerð og er að jafna mig. Þannig að ég get
ekki unnið núna sem er bara fínt. Það er gott
að geta slappað af.“
Spurður hvort hann sé ekki með samning
um að gera tvær Bond-myndir til viðbótar
segir hann svo vera. Hann segir þó ekkert
öruggt þegar kvikmyndabransinn er annars
vegar. „Ég myndi endilega vilja gera aðra
mynd en ég er raunsær. Við sjáum til hvern-
ig þessi gengur en ég myndi endilega vilja
leika í fleiri myndum.“
Viltu segja eitthvað
að lokum við aðdá-
endur þína á
Íslandi? „Ég
vona að þið
njótið mynd-
arinnar og
fáið „kikk“
út úr henni.
Marc For-
ster hefur
gert frá-
bæra hluti,
myndin lítur
vel út og tón-
listin í henni
er mögnuð.
Leikararnir
standa sig líka
vel og myndin
er mjög spenn-
andi. Vonandi
skemmtið þið ykkur
vel.“
Hetja sem veit hver illmennin eru
Nýjasta James Bond-myndin, Quantum of Solace, verður frumsýnd hérlendis 7. nóvember. Freyr Bjarnason spjallaði við Daniel
Craig um myndina, kæstan hákarl sem hann prófaði í Jökulsárlóni og hatrammar deilur Breta og Íslendinga.
Daniel Craig ólst upp í fótboltaborginni
Liverpool og er harður aðdáandi Liverpool
sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinn-
ar. Átján ár eru liðin síðan liðið var efst í
deildinni síðast og krossleggur Craig fingur
í von um að stundin sé loksins að renna
aftur upp.
„Ég er mjög ánægður með gengi þeirra
og kannski eigum við möguleika á titlinum
í ár. Ég vil samt ekki segja of mikið því ég
vil ekki spilla þessu, en við spilum góða
knattspyrnu.“ Íslendingar halda flestir með
ensku fótboltaliði og viðurkennir Craig að
hann hrífist af Arsenal rétt eins og blaða-
maður. „Mér finnst Arsene Wenger vera frá-
bær stjóri og þeir eru með öflugt lið. Þegar
þeir eiga góðan leik spila þeir gullfallegan
fótbolta.“
Aðdáandi Liverpool
LIVERPOOL Daniel Craig er harður aðdáandi
Liverpool og vonast eftir fyrsta deildartitli
félagsins í átján ár.
1968 Daniel Craig fæðist 2. mars.
1972 Foreldrar skilja.
1988 Hefur nám við Guildhall-listaskólann í
London.
1992 Kvæntist leikkonunni Fionu Loudon
– eignast dótturina Ellu.
1994 Skilur við eiginkonu sína.
2001 Leikur í Lara Croft: Tomb Raider og
vekur alþjóðlega athygli.
2004 Tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverð-
launanna fyrir Layer Cake.
2005 Valinn sjötti Bond sögunnar.
2005 Leikur í Munich í leikstjórn Stevens
Spielberg.
2006 Leikur James Bond í fyrsta sinn í Casino
Royale.
2006 Kjörinn best klæddi karlinn af tímarit-
inu Esquire.
2007 Tilnefndur til Bafta-verðlaunanna fyrir
Casino Royale.
2008 Leikur Bond í annað sinn í Quantum
of Solace.
➜ DANIEL CRAIG
Ég hef ekki
hugmynd um
af hverju þið
borðið hann
[hákarl] en ég skil vel þá
athöfn að borða hann og
drekka síðan á eftir,
það var gott
DANIEL CRAIG
Breski leikarinn
Daniel Craig fer
með hlutverk
James Bond í
Quantum of
Solace sem verður
frumsýnd hérlend-
is 7. nóvember.