Fréttablaðið - 02.11.2008, Qupperneq 14
ÞAÐ HEITASTA Í ...
HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
NÓVEMBER 2008
Í HÚSUM
SKÁLDSINS
Heimili Pablos Neruda
heimsótt í Chile
HEIMILDARMYNDA-
HÁTÍÐ Í KÖBEN
Anna María Helgadóttir
listakona segir frá uppá-
haldsstöðunum sínum
+ SKÍÐAPARADÍS Á NORÐURLANDI, WARHOL SÝNING Í LONDON OG HEIMILDARMYNDAHÁTÍÐ Í KAUPMANNAHÖFN
KÚRT Í
KULDANUM
VETRARRÓMANTÍK OG VILLIBRÁÐ
Á SVEITAHÓTELUM LANDSINS
A
kureyrarbær er vel kunnur
sem paradís fyrir iðkendur
vetraríþrótta. Hafist var handa
við snjóframleiðslu fyrir
brekkur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli um
miðjan október, en stefnt er að því að
opna svæðið nú síðar í mánuðinum. Þeir
sem áhuga hafa á vetraríþróttum geta
því hugsað sér gott til glóðarinnar enda
er aðstaða til skíða- og snjóbrettaiðkunar
til fyrirmyndar í Hlíðarfjalli.
Lista- og menningarlífið á Akureyri
hefur verið í mikilli sókn síðustu ár. Þeir
sem hyggja á heimsókn norður nú á næst-
unni geta skoðað sýninguna Orð Guðs í
Listasafninu á Akureyri. Þar sýna verk
sín listamennirnir Étienne de France,
Steingrímur Eyfjörð, Jeanette Castioni,
Ólöf Nordal, Þóra Þórisdóttir og Arnald-
ur Máni Finnsson, en öll takast þau á ein-
hvern hátt við kristna trú.
Ekki má leikhúslíf bæjarins verða út
undan í þessarri upptalningu, en Leikfé-
lag Akureyrar sýnir um þessar mundir
hið geysivinsæla og dularfulla leikrit
Músagildruna eftir Agöthu Christie, sem
sýnt hefur verið í leikhúsi í Lundúnum
óslitið í 56 ár.
Það þarf því enginn að láta sér leiðast
þegar höfuðstaður Norðurlands er sóttur
heim. - vþ
2 FERÐALÖG
SNJÓR OG MENNING
Það er margt spennandi í boði á Akureyri hvort sem fólk hefur áhuga á útivist eða listum. Bær-
inn er því tilvalinn áfangastaður þeirra sem hyggjast fara í vetrarfrí.
Nútímalist Þetta verk eftir Étienne de France kallast
Síðasta kvöldmáltíðin og er til sýnis í Listasafninu á
Akureyri. MYND/LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
Leikfélag Akureyrar Músagildran er líklega vinsæl-
asta sakamálaleikrit allra tíma. MYND/LEIKFÉLAG
AKUREYRAR
UPPÁHALDSVEITINGASTADUR: Fischer á Austurbrú.
Hann er látlaus og heiðarlegur ítalskur veitingastaður
sem býður upp á frábæran „trattoria“-mat sem er
eldaður af David Fischer. Auk þess er hann ódýr.
UPPÁHALDSBARINN: Nýir barir eru alltaf að spretta
upp og gamlir að loka en uppáhaldsstaðurinn minn til
að fá mér drykk í ró og næði er The library bar í Plaza
hótelinu. Einstaklega persónulegur og kósí staður og
eitt best geymda leyndarmálið í Kaupmannahöfn.
SKEMMTILEGASTA HVERFIÐ: Norðurbrú; Blåg-
ardsgade, Ravnsborggade, Elmegade. Þetta er eina
hverfið í borginni sem aldrei sefur.
EKKI MISSA AF: Heimildarmyndahátíðinni CPH:DOX
sem er stórkostleg. Alveg nauðsynlegt að sjá hverja
einustu mynd og mæta í öll eftirpartíin. Hinn 13.
nóvember kemur Kenneth Anger, leikstjóri Hollywood
Babylon, Scorpio Rising og Lucifer Rising til að sýna
mynd og halda fyrirlestur. Hann segist ætla að deyja
í ár og því sennilega síðasta tækifæri til að líta hann
augum.
HEIMAMAÐURINN
ANNA MARÍA HELGADÓTTIR LISTAKONA OG MEÐLIMUR INGEN FRYGT
Kaupmannahöfn
Hressandi Fátt er skemmtilegra en að
skella sér á skíði í Hlíðarfjalli þegar vel
viðrar til þess.
BÓKAÐU
NÚNA
ferðalög kemur út mánaðarlega
með sunnudagsblaði Fréttablaðsins.
Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is
Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir
Forsíðumynd Hreindýr á vegg á Hótel Búðum. Mynd eftir
Silju Magg.
Pennar Anna Margrét Björnsson, Vigdís Þormóðsdóttir
Ljósmyndir Fréttablaðið, Silja Magg
Auglýsingar Benedikt Jónsson benediktj@365.is
flugfelag.is
Skráðu þig í
Netklúbbinn
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
VESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
Félagar í Netklúbbnum
fá fyrstir upplýsingar
um tilboð og nýjungar
í tölvupósti.
Alltaf ódýrast á netinu
www.flugfelag.is
M
argir nota tíma skammdegis á Íslandi til
langferða þegar sumar er hinum megin á
hnettinum. En nú þegar slík ferðalög eru
enn kostnaðarsamari en ella þýðir ekk-
ert að láta það stöðva ímyndunaraflið enda heilmikið
hægt að gera á haustin á okkar kalda landi. Þrátt
fyrir að birta og ylur sumarsins sé að baki og langir
dimmir snjómánuðir framundan er þó eitthvað við
skammdegið sem er afskaplega rómantískt. Þegar
veður er snarvitlaust
utandyra er dásam-
legt að hafa það nota-
legt með elskunni
fyrir framan arineld,
njóta góðs matar og
víns og hvors ann-
ars. Í þessu tölublaði
Ferðalaga skoðum
við einmitt skemmti-
leg sveitahótel sem
bjóða upp á falleg
herbergi, dýrindis
kræsingar og jafn-
vel heita potta sem
eru auðvitað dásamlegir sérstaklega á þessum árs-
tíma. Hvað getur verið betra en að slaka á í heitu
vatni undir stjörnubjörtum himni og jafnvel dans-
andi norðurljósum? Og þrátt fyrir að þetta kunni að
hljóma sem klisja þá mega karlmenn vita það fyrir
víst að arineldur, kampavín og sveitarómantík eru
svo sannarlega leiðin að hjarta hverrar konu.
Svo er auðvitað tilvalið að nota sumarbústaðinn
meira þó kalt sé úti. Bjóða fjölskyldu og vinum, elda
saman góðan mat og fá sér hressandi gönguferðir í
snjónum áður en maður hlýjar sér við eldinn. Hvern-
ig væri nú að taka frí frá niðurdrepandi fréttatímum
á síbyljunni, banna sjónvarps og útvarpstæki og taka
frekar með skemmtileg spil og góðan anda? Slíkar
samverustundir með vinum eða fjölskyldu eru ómet-
anlegar á þessum síðustu og verstu. Njótið nóvem-
bermánaðar!
KERTALJÓS OG
KÓSÍHEIT
Anna Margrét Björnsson skrifar