Fréttablaðið - 02.11.2008, Síða 16
4 FERÐALÖG
Heillandi fegurð Hvalfjarðarins
Eftir byggingu Hvalfjarðarganga
er fjörðurinn kominn úr alfaraleið
og orðinn að vinsælli náttúruperlu
skamman spöl frá höfuðborginni.
Hótel Glymur stendur í kjarri
vaxinni hlíðinni ofan við Saurbæj-
arkirkju og státar af stórfenglegu
útsýni yfir kyrrlátan fjörðinn. Það
væsir ekki um gesti þar sem öll
herbergi eru sérhönnuð og á
tveimur hæðum þar sem öll
nútímaþægindi líkt og þráðlaust
net og flatskjár eru til staðar. Á
hótelinu eru tveir heitir pottar
undir berum himni og þar er til-
valið að slaka á og horfa á norður-
ljósin. Í nóvember og desember
eru spennandi gistipakkar í boði.
Rökkur og rómantík er yfirskrift
glæsilegs sælkerapakka þar sem
boðið er upp á gistingu, þriggja
rétta kvöldverð og gómsætt morg-
unverðarhlaðborð. Krydd og koss-
ar er svipaður pakki þar sem tekið
er á móti gestum með kanilkaffi
og smákökum og hægt er að velja
um eina eða tvær nætur ásamt
lokkandi matseðli, heitum potti og
morgunverði. Að lokum má ekki
gleyma jólaborði Glyms sem
hreinlega svignar undan kræsing-
um, en þar er meðal annars að
finna sleðadregið hreindýr, húsa-
tóftakæfu, villijurtagrafinn lax,
villisveppi og svartfugl ásamt sér-
staklega völdum jólavínum.
Hótel Glymur, Hvalfirði, sími 430 3100
Dulúð Snæfellsjökuls
Hótel Búðir á Snæfellsnesi hefur
ávallt verið vinsæll áfangastaður
þegar fólk vill flýja skarkala borg-
arinnar í töfrandi umhverfið undir
Jökli. Margrómað eldhúsið á Hótel
Búðum bregst engum í nóvember
en þá er slegið upp fimm rétta
villibráðarveislu þar sem eldað er
úrval af villtu kjöti, þar á meðal
héri, svartfugl, hreindýr og gæs
eftir kenjum kokksins. Eftir því
sem nær dregur jólum verður
matseðillinn hátíðlegri og betri
stofan komin í jólabúning. Þar er
kjörið að dreypa á sérríi við arin-
eldinn, slappa af og njóta stemn-
ingarinnar. Á Búðum er svo auð-
vitað tilvalið að skella sér í góðan
göngutúr og njóta náttúrufegurð-
arinnar allt um kring, sem er ekki
síður heillandi og dulúðug í
skammdeginu.
Hótel Búðir, Búðum, Snæfellsnesi sími
435 6700
Friður og ró við Rangá
Í um tveggja tíma keyrslu frá
höfuðborginni er Hótel Rangá,
sannkallað sveitahótel í alpastíl
við árbakkann. Innandyra er sér-
lega hlýlegt en boðið er upp á fal-
leg herbergi, mörg með nuddbað-
kari, og svo eru heitir pottar á
veröndinni. Um þessar mundir er
boðið upp á fimm rétta villibráð-
arveislu en þar er meðal annars að
finna dásamlega rjúpusúpu, reyk-
tan lunda með trufflusveppaolíu
og fjórar tegundir af villtum fiski
KÚRT Í KULDANUM
Nóvember er kjörinn mánuður til að eiga rómantískar og afslappaðar stundir
fyrir utan bæjarmörkin. Hvernig væri nú að snæða villibráð með elskunni, fara
í gönguferð í snjónum eða slaka á saman í heitum potti? Anna Margrét Björns-
son fór á stúfana og athugaði hvaða freistingar eru í boði í aðdraganda jólanna.
Hótel Rangá
Hótel Búðir
Framhald á bls. 5
*
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
4
40
19
1
1/
08
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
Í Shaftesbury Theatre er sæti fyrir
þig. Ítalskur meistarakokkur við Duke
Street hefur lagt á borð fyrir þig. Það
er beðið eftir þér í Notting Hill.
Komdu í borgarferð til London. Lífvörður
drottningar hefur æft vaktaskipti síðan á
19. öld og menn skilja ekkert í að þú skulir
ekki hafa látið sjá þig enn þá.
*Flug aðra leiðina með sköttum.Ferðaávísun gildir
M
A
D
R
ID
B
A
R
C
E
LO
N
A
PARÍS
LONDO
N
MANCHESTER
GLASGOW
MÍLANÓ
AMSTERDAM
MÜNCHEN
FRANKFURT
BERLÍN
KAUPMANNAHÖFN
BERGEN
GAUTABORG
OSLÓ
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
HA
LI
FA
X
BO
ST
ON
OR
LAN
DO
MINN
EAPOL
IS – ST. P
AUL
TOR
ONT
O
NE
W
YO
RK
REYKJAVÍK
AKUREYRI