Fréttablaðið - 02.11.2008, Blaðsíða 26
6 FERÐALÖG
T
íðarfarið í Valparaíso að
haustlagi minnir nokkuð á
dæmigert íslenskt svikalogn
í sjávarþorpum á sumrin.
Það er vor í lofti á suðurhveli og sólin
skín á bárujárnshúsin á hæðunum
frægu sem áunnið hafa chileönsku
hafnarborginni gæðastimpil frá
UNESCO.
En svikalognið dugir til hádegis. Þá
fer að blása hressilega og grunlausir
ferðamenn sem fóru út á skyrtunni
og jakkanum verða illa úti og flýta
sér til baka á sinn gististað til þess að
ná sér í peysu – og helst tvær. Þannig
er vorið í hafnarbæjunum niður við
Kyrrahafsströnd Suður-Ameríku.
Gangan upp eftir brattri Cerro
Bellavista-hæðinni er nokkuð stremb-
in, sérstaklega þegar að þarf að ýta
barnavagni með bústnu og vel öldu
íslensku barni á undan sér. Hvítar
pílur vísa okkur í átt að La Sebasti-
ana, einu þriggja húsa þjóðskáldsins
Pablo Neruda. Á áningarstað bíðum
við þess, ásamt örfáum amerískum
ferðamönnum með der á höfðinu, að
hliðinu verði lokið upp. Loks er komið
að opnun og gestirnir fá leyfi til að
berja vistarverur skáldsins augum.
Ásókn í skoðunarferðir um heimili
chileanska þjóðskáldsins á sér eðli-
legar skýringar. Pablo Neruda er
fyrir heimamönnum það sem Halldór
Laxness er fyrir Íslendingum. Þar af
leiðandi eru húsin hans þrjú eins
konar „Gljúfrasteinar“ Chilebúa. Þó
eru þau reyndar um margt enn mark-
verðari en heimkynni Laxness vegna
þess hversu yfirbragð þeirra er sér-
stætt og þá ekki síður innbúin. Neruda
hafði mjög ákveðnar skoðanir á því
hvernig húsin hans ættu að líta út og
var mjög með í ráðum við hönnun
þeirra. Sjóferðir og skip eru ráðandi
þættir í stílnum og endurspegla aðdá-
un skáldsins á hafinu og leiðöngrum
um það heimshornanna á milli.
Löng leit að óskahúsinu
Neruda átti það sameiginlegt með
skáldbróður sínum uppi á Gljúfra-
steini að vera hallur undir kommún-
isma en deila þó ekki beinlínis kjörum
með saursvörtum almúganum. Hann
var um langt skeið heitbundinn arg-
entínskri listakonu, tuttugu árum eldri
en hann, sem var af fyrirfólki komin
og átti því ekki í erfiðleikum með að
leggja til góðan heimanmund. Neruda
gat því leyft sér að halda úti þremur
húseignum í sama landinu og dvelja í
þeim á víxl eftir því hvernig vindar
blésu. Valparaíso-húsið, sem lýst er
hér að ofan, var reyndar það hús sem
hann dvaldist einna minnst í og auk
þess það eina sem hann lét ekki reisa
sjálfur. Aðdáun skáldsins á hafinu og
sjóferðum dró hann að hafnarbænum
Valparaíso. Þangað sótti hann burt frá
skarkalanum í höfuðborginni Santíago
og hafði um nokkurn tíma lýst þeirri
ósk sinni við vini sína og velunnara í
Valparaíso að þar gæti hann hugsað
sér að eiga íverustað. Hann setti fram
mjög nákvæmar kröfur um hvernig
húsið skyldi vera í sveit sett og hvaða
kostum það ætti að vera búið.
Leitin að slíkum óskastað reyndist
vera þrautin þyngri en bar loks árang-
ur þegar á fjörurnar rak húsið sem
Neruda nefndi síðar La Sebastiana
eftir arkitekt þess. Frá því er frábært
útsýni yfir borgina, út á höfnina og
yfir Kyrrahafið. Auk þess var það
fjarri skarkala miðbæjarins en þó í
seilingarfjarlægð.
Hús nefnt eftir hjákonu og skringilegt
sjóminjasafn
Hús Neruda í höfuðborginni Santíago á
rætur sínar í ákveðnu leynimakki og
flótta. Raunar ekki frá yfirvöldum
heldur hinni argentínsku sambýlis-
konu. Sú saga er í það minnsta lífseig
að Pablo Neruda hafi byggt hús sitt í
Santíago til þess að geta varið tíma
Í HÚSUM
SKÁLDSINS
Sigurður Ólafsson skrifar frá Chile
Þrjú hús Skáldið var nógu efnað
til að eiga þrjú ólík hús í Chile.
La Sebastiana Pablo Neruda
leitaði lengi að hinu fullkomna
húsi.
Ásókn í skoðunar-
ferðir um heimili
chileanska
þjóðskáldsins
á sér eðlilegar
skýringar. Pablo
Neruda er fyrir
heimamönnum
það sem Halldór
Laxness er fyrir
Íslendingum.
með hjákonu sinni sem síðar varð raun-
ar hans þriðja frú. Eftir sambandsslit
við aðra konu sína og opinberun sam-
bands við þá þriðju var húsið nefnt í
höfuðið á húsfreyjunni sjálfri, La Chas-
cona. La Chascona stendur efst í Bella-
vista-hverfinu í Santíago, gömlu og
grónu listamannahverfi, og við hlíðar
San Cristóbal-útsýnishæðarinnar. Í dag
er Neruda-menningarstofnunin þar
einnig til húsa og þar fer fram marg-
vísleg starfsemi auk hefðbundinnar
leiðsagnar um húsakynnin.
Óhætt er að fullyrða að langfrægast
húsa skáldsins sé þó hið síðastnefnda:
Isla Negra á samnefndum stað við sjáv-
arsíðuna um það bil 130 kílómetra suður
af Valparaíso. Þarna reyndi Neruda að
dvelja eins mikið og hann gat meðan
hann var ekki að flandrast um allar
heimsins grundir, annað hvort í hlut-
verki sínu sem skáld eða háttsettur dipl-
ómat. Þyki ferðalöngum húsin í Valpara-
íso og Santíago og innréttingar þeirra
vera algjörlega sér á parti þá má segja
að tólfunum kasti fyrst í Isla Negra. Enn
og aftur ber húsagerðin svipmót af
skipslagi og ýmislegt í arkítektúrnum
er gert til þess að auka þau áhrif. Isla
Negra minnir meira á skringilegt sjó-
minjasafn en nokkuð annað þar sem
hvert skúmaskot er yfirfullt af undar-
legum munum, allt frá fyrsta flokks
handverki og húsmunum til algjörs
skrans. Herforingjastjórnin gerði allt
sem í hennar valdi stóð til þess að sverta
allt sem Neruda tengdist meðan á valda-
tíma hennar stóð. Húsin þrjú voru lögð í
rúst og þrátt fyrir tilraunir ýmissa
bandamanna skáldsins var þeim lítill
sómi sýndur árum saman. Eftir að lýð-
ræði komst aftur á varð hins vegar
ákveðin viðreisn og með aðstoð sterkra
bakhjarla tókst að koma vistarverum
Neruda í því sem næst upprunalegt
horf. Utan um allt voru svo stofnuð fyrr-
nefnd menningarsamtök, kennd við
skáldið, og sjá þau nú um daglegan
rekstur og starfsemi húsanna þriggja
og gera það með miklum sóma. Þess
vegna er óhætt að mæla með „húsum
skáldsins“ við alla áhugamenn um rit-
höfundabústaði, skrýtna hluti og sér-
stakt byggingarlag.