Fréttablaðið - 02.11.2008, Page 32

Fréttablaðið - 02.11.2008, Page 32
16 2. nóvember 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Láttu ekki svona elskan... þetta er of harkalegt. Færum vigtina! Gleði, gleði, gleði. Bráðum kemur jólafrí, jólafrí, jólafríííí! Frelsið er yndislegt! Aðeins nokkrar mínútur... Maggi! Skólastjórinn vill tala við þig. Svo nálægt! Svo ótrúlega nálægt! Palli... Má ég spyrja þig heimsku- legrar tölvu- spurningar? Að sjálfsögðu. Ertu viss? Þú getur alveg sagt nei.NEIIII Nei! Ekki aftur! Nei! Nei! Nei! Nei! Ekki aftur! Nei! Magga er a skrifa bók um allt það snjalla og skemmtilega sem kettir gera. Það verður nú varla nema lítil bók. Eða kannski bara póstkort. Flott Hannes! Þú komst alveg að „F“! Reynum nú að komast fram yfir „G“. Ég prófa! Er Solla að kenna Hannesi? Já. Glúbb! Glúbb! Glúbb! Hún er að kenna honum að ropa sig í gegnum stafrófið. Það hefur alla tíð farið mikið í taugarn-ar á mér þegar ég heyri eða sé talað um „karlmannlegar“ íþróttir. Karlmennska er víst tengd hörku, hreysti, dugnaði og hug- rekki. Fótbolti er efstur á blaði yfir þessar íþróttir. Ég hef heyrt marga sjálfskipaða knattspyrnusérfræðinga fleygja þessu fram, en ég hef líka heyrt þjálfara og leikmenn, bæði hér heima og erlendis, tala um þetta. Nú er ég af kvenkyni, en ég spilaði samt fótbolta þegar ég var yngri, og þar fyrir utan hef ég fylgst með fótbolta nokkurn veginn frá því að ég man eftir mér. Allan þann tíma hefur það sviðið að heyra tekið svona til orða. Konur í fótbolta hafa barist við þessa og aðra fordóma lengi. Ég hafði stundum áhyggjur af því að þessir fordómar hefðu áhrif á ungar stelpur sem langaði að spila. Þær áhyggjur hafa þó minnkað ár frá ári og ég held að þær hafi þurrkast út á fimmtudagskvöldið. Sem betur fer eigum við frábært kvenna- landslið í fótbolta sem hefur drepið þetta litla orðatiltæki, vonandi fyrir fullt og allt. Stelpurnar unnu stórsigur við aðstæður sem ég leyfi mér að halda að margir fótboltamenn hefðu kvartað heilmikið yfir, en það gerðu þær ekki. Þær héldu bara áfram og létu skautasvell og nístandi kulda ekki hafa nein áhrif. Þessar stelpur hafa sýnt það að harka, hreysti, dugnaður og hugrekki er ekki vitund meira merki um karlmennsku en kvenleika. Karlmannlegar íþróttir NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Fjölbrautaskólinn í Breiðhol býður mjög ölbrey nám: bóknám, listnám, iðnnám/starfsnám. Bóknám leiðir l stúdentsprófs og er undirbúningur fyrir háskólanám. Listnám er undirbúningur fyrir frekara listnám, arkitektúr og annað framhaldsnám. Markmið iðnnáms/starfsnáms er að undirbúa nemendur fyrir störf í ýmsum greinum atvinnulífsins, veita sérhæfð starfsréndi og/eða undirbúning fyrir frekara nám. Bóknám l stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Náúrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Þriggja ára náúrufræðibraut Listnámsbrau Myndlistarkjörsvið Texl- og hönnunarkjörsvið Löggilt iðnnám Húsasmiðabraut Rafvirkjabraut Snyrbraut Löggilt starfsnám Sjúkraliðabraut Sjúkraliðabrúin Eins l tveggja ára starfsnám Grunnnám raðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Handíðabraut Íþróabraut Afreksíþró Viðskiptabraut Almenn námsbraut Starfsbraut Með viðbótarnámi er hægt að ljúka stúdentspró af öllum brautum. Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðhol er á nenu og lýkur 20. nóvember. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl. 09:00 - 15:00 eða á heimasíðunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.