Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 4
4 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR UTANRÍKISMÁL Norðmenn hafa ákveðið að bjóða Íslendingum lán upp á 4 milljarða norskra króna, eða sem svarar um 75 milljarða íslenskra króna, til að vinna bug á efnahagskreppunni hér á landi. Þá hefur seðlabanki Noregs ákveðið að veita Seðlabanka Íslands lán að fjárhæð 500 milljónir evra til allt að fimm ára að því tilskildu að ríkið gangi í ábyrgð. Lán sem Seðlabank- inn hefur tekið í gegnum gjaldeyr- isskiptasamning bankanna verður framlengt út árið 2009. Jonas Gahr Støre, utanríkisráð- herra Noregs, var í opinberri heim- sókn hér á landi í gær. Hann sagði að Íslendingar gætu ekki unað því að myntin virkaði ekki og því væri mikilvægt að fá stuðning. Það hafi verið gott hjá Íslendingum að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því að þá berist stuðningur frá öðrum löndum, þar á meðal hinum Norðurlandaþjóðunum. Á miðvikudag verður fundur í embættismannanefndinni, sem stofnað var til á Norðurlandaráðs- þingi í Helsinki í síðustu viku. Gahr Støre segist ekki vita hvort teknar verði ákvarðanir um stuðning þjóð- anna því hann viti ekki hvað sé skipulagt í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Norðmenn hafi viljað lýsa yfir stuðningi við Íslendinga vel tímanlega og þeir ætli að vinna að því að Íslendingar fái norrænan stuðning. Engan tíma megi missa. Hann vonast til þess að hinar þjóð- irnar hugsi með svipuðum hætti. „Það er mikilvægt að fá sem fyrst fé til að koma íslensku krón- unni aftur í gang,“ segir hann. „Það er mikilvægt að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn geti sem fyrst gefið stimpil á aðgerðirnar.“ Gahr Støre hitti Geir H. Haarde forsætisráðherra í gær. Forsætis- ráðherra lýsti yfir að hann hefði falast eftir því að Norðmenn tækju að sér milligönguhlutverk í deilu Íslendinga við Breta vegna Icesa- ve-reikninganna, hugsanlega einn- ig Holland. Hann kveðst einnig hafa rætt þetta við fulltrúa Breta og þeir hafi ekki tekið illa í það. Gahr Støre segir að Norðmenn taki ekki afstöðu í deilu Íslendinga við Breta og að þeir muni ekki neita því að miðla málum ef báðar þjóðir óski þess. Hann segist hafa rætt málið við fulltrúa Breta á Íslandi. Norðmenn verði að fá yfirsýn yfir málið áður en hann geti sagt nokk- uð. Málið sé viðkvæmt hjá báðum þjóðum og fjármálin verði að leysast milli þessara þjóða. Gahr Støre ræddi málin á fundi Samfylkingarinnar í gær. ghs@frettabladid.is Norðmenn vilja lána fjóra milljarða Norðmenn lána Íslendingum 4 milljarða norskra króna, eða 500 milljónir evra, til fimm ára. Gjaldeyrisskiptasamningur seðlabankanna verður framlengdur út árið 2009. Norðmenn eru reiðubúnir að miðla málum í deilunni við Breta. STIMPILL FÁIST SEM FYRST Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir að mikilvægt sé að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti sem fyrst gefið stimpil á björgunar- aðgerðirnar á Íslandi. Hann segir að engan tíma megi missa. Hann ræddi málin á fundi Samfylkingarinnar í Iðnó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ranglega var sagt í myndatexta í blað- inu á sunnudag að Commerzbank krefðist gjaldþrotaskipta Straums. Líkt og segir í meginmáli fréttarinnar var átt við Samson, félag í eigu Björgólfs- feðga. LEIÐRÉTTING UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Jonas Gahr Støre, utanríkisráð- herra Noregs, undirrituðu í gær samning landanna um kolvetnis- auðlindir sem liggja yfir marka- línur landanna. Í samningnum er kveðið á um að semja skuli um skiptingu og nýtingu þegar kolvetnisauðlind er á landgrunni beggja landanna. Ráðherrarnir undirrituðu einnig samkomulag um fjórðungs þátttökurétt landanna í olíustarf- semi á hvort annars hluta á sameiginlegu nýtingarsvæði landanna við Jan Mayen. - ghs Noregur og Ísland: Samningur um auðlindirnar UNDIRRITUN Jonas Gahr Støre, utanríkis- ráðherra Noregs, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra undirrita samning milli þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 18° 13° 16° 14° 11° 15° 14° 13° 11° 12° 23° 15° 18° 27° 5° 15° 22° 7° 4 4 4 6 5 5 5 6 7 5 710 6 5 8 8 8 10 13 6 8 6 13 7 8 9 8 8 4 3 5 Á MORGUN 8-15 m/s vestan til, annars mun hægari. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s, stífastur eystra. 9 HVASST VESTAN TIL Í KVÖLD OG NÓTT Mjög kröpp og djúp lægð nálgast landið í dag. Strax um hádegi verður komin stíf suð- austan átt á landinu vestanverðu og þar mun bæta í stöðugt í dag og kvöld. Í nótt má búast við suðaust- an stormi vestanlands og á hálendinu. Annars staðar verður vindur hægari. Þessari lægð fylgja hlýindi og væta um mestallt land. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Vest- fjarða yfir karlmanni á fertugs- aldri sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn fjórtán ára stúlku. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir áfengislagabrot, fyrir að hafa veitt stúlkunni og vinkonu hennar áfengi. Ennfremur var einnig dæmdur fyrir umferðar- lagabrot en lögreglan stöðvaði manninn þar sem hann ók án ökuréttinda. Með þessum brotum sínum rauf maðurinn skilorð og voru málin dæmd saman. Þá er manninum gert að greiða stúlkunni 150 þúsund krónur í miskabætur auk rúmlega 350 þúsund króna í áfrýjunarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns. - ovd Hæstiréttur staðfestir dóm: Braut gegn fjór- tán ára stúlku Veltu pallbíl í Þingvallasveit Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild í gærmorgun eftir að þeir veltu pallbíl sínum á Grafningsvegi við Heiðabæ í Þingvallasveit. Mennirnir eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Hraðakstur við Hvolsvöll Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði sjö ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæmi sínu í síðustu viku. Sá sem hraðast ók var á 137 kílómetra hraða þar sem 90 er hámarkshraði. Þrír teknir ölvaðir við stýri Lögreglan á Selfossi tók þrjá ökumenn um síðustu helgi fyrir að aka undir áhrifum áfengis auk þess sem þrír ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokks- ins og þingmaður í Norðausturkjör- dæmi, segist enn telja miklar líkur á að Alcoa reisi álver á Bakka við Húsavík þótt tafir verði á fram- kvæmdum. Ákveðið var fyrir helgi að fresta rannsóknarborunum og verða ákvarðanir um framhald teknar að ári. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ segir Valgerður sem þó bindur vonir við að af verkefninu verði. Fari þó svo að af því verði ekki sé mikilvægt að vita það sem fyrst svo hægt verði að finna nýja sam- starfsaðila um nýtingu jarðhita- orkunnar á Norðausturlandi. Í yfirlýsingu aðstandenda Bakkaverkefn- isins segir að frestunin sé til komin „meðal annars vegna óvissuástands á fjármálamörk- uðum“. Valgerð- ur segir að hið alþjóðlega ástand hafi vissulega sitt að segja en framkoma stjórnvalda gagnvart verkefninu hafi ekki verið þeim til sóma. „Það hefur sitt að segja að stjórnvöld bökkuðu verkefnið aldrei almennilega upp,“ segir hún. Í síðustu viku var líka upplýst að útboð framkvæmda við Vaðlaheið- argöng frestist. Töf á undirbúningi og breytt staða í efnahagsmálum eru sagðar ástæðurnar. Valgerður furðar sig á aðferða- fræðinni enda eigi ríkið ekki að draga úr framkvæmdum sem þess- ari á samdráttartímum. „Ráðherr- ann [Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra] hefur fjárfest í þessu verkefni með stórum orðum þannig að ég yrði mjög undrandi ef þetta er það fyrsta sem stjórnvöld slá af. Vaðlaheiðargöngin eru augljóslega mjög arðbær framkvæmd sem að auki er að hluta til einkafram- kvæmd.“ - bþs Óvissa ríkir um stórframkvæmdir í atvinnu- og samgöngumálum á Norðurlandi: Þetta eru gríðarleg vonbrigði VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR SUÐUR-AFRÍKA, AP Jacob Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, fer ófögrum orðum um nýjan stjórnmálaflokk, sem stofnaður verður í desember. Nýi flokkurinn er klofnings- flokkur út úr þjóðarráðinu þar sem töluverð ólga hefur myndast eftir að Zuma tók við af Thabo Mbeki nýverið. Nýi flokkurinn stefnir á sigur í þingkosningum á næsta ári, sem þó þykir ólíklegt vegna yfirburðastöðu Afríska þjóðarráðsins. - gb Nýr flokkur í Suður-Afríku: Afríska þjóðar- ráðið klofnar EFNAHAGSMÁL Efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofa hefur verið sett á fót í forsætisráðu- neytinu. Skrifstofustjóri er Björn Rúnar Guðmundsson sem áður vann í Landsbankanum og þar áður í Þjóðhagsstofnun og fjármálaráðuneytinu. Þótt forsætisráðuneytið eigi að fara með hagstjórn samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands hefur það ekki haft sérstaka efnahagsskrifstofu innan sinna vébanda. Hefur málaflokkurinn fallið undir almenna skrifstofu ráðuneytisins ásamt til dæmis alþjóðamálum og málefnum ríkisstjórnar og ríkisráðs. - bþs Forsætisráðuneytið eflir sig: Efnahagsmálin í sérstaka deild GENGIÐ 03.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,0081 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,18 124,78 201,38 202,36 159,55 160,45 21,424 21,55 18,847 18,957 16,2 16,294 1,2502 1,2576 185,02 186,12 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.