Fréttablaðið - 04.11.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 04.11.2008, Síða 6
6 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR „Barry er sá eini sem sagðist vilja verða forseti,“ segir Murtiningsi, tæplega sjötug kona á Indónesíu, sem var kennari Baracks Obama þegar hann var átta ára. „Ég vona að draumur hans rætist.“ Hún fylgist grannt með atburðunum í Bandaríkjunum, rétt eins og aðrir kennarar, samnemendur og fyrrver- andi nágrannar Obama á Indónesíu, þar sem hann bjó í nokkur ár í æsku. Í Kenía fylgjast einnig ættingjar Obama spenntir með kosningunum. Margir þeirra hafa verið tíðir gestir heima hjá ömmu hans í þorpinu Kogelu. „Allir eru óskaplega ánægðir og spenntir og hlakka til að halda fögnuð daginn eftir kosningarnar,“ segir Malik Obama, hálfbróðir forsetaefnis bandaríska Demókrata- flokksins. Víða um heim birtu dagblöð í gær ýmsar útgáfur af stuðningsyfirlýsingu við Obama. Hann „á skilið að sigra“ sagði til dæmis leiðarahöfundur írska dagblaðsins The Irish Times í gær. „Obama er besta vonin um endurreisn Bandaríkj- anna,“ sagði í leiðtoga ástralsks fjármálablaðs og í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum sagði leiðarahöfundur dagblaðsins Gulf Times að Obama geti „lagfært þann mikla skaða sem Bush-stjórnin hefur unnið á ímynd Bandaríkjanna“. - gb Heimurinn fylgist spenntur með bandarísku forsetakosningunum: Flestir halda með Barack Obama VINSÆLL Í KENÍA Á heimaslóðum ömmu Obama í Kenía mátti sjá þennan mann með veglegan hatt skreyttan mynd- um og fréttum af Barack Obama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Demókratinn Barack Obama og repúblikaninn John McCain hafa verið á stöðugum ferðalögum síðustu daga um svo- nefnd lykilríki, þar sem mjótt er á mununum um hvor þeirra muni sigra. Sannkölluð tímamót yrðu fólgin í því að Bandaríkjamenn fengju í fyrsta sinn forseta sem er dökkur á hörund og á ættir sínar að rekja til Afríku. Sú staða ein og sér myndi ekki aðeins breyta ímynd Banda- ríkjanna út á við, heldur gæti hún haft víðtækari áhrif innan Banda- ríkjanna. Kosningabaráttan hefur verið söguleg og úrslitanna er beðið af mikilli eftirvæntingu. Obama hefur verið býsna sigurviss undan- farið, en McCain segist sannfærð- ur um að eiga enn möguleika á sigri þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni flestar annað. Spurningin er ekki síst sú, hvort skoðanakannanirnar séu áreiðan- legar eða hvort einhver innbyggð skekkja sé í þeim sem gæti skilað sér í harla óvæntum úrslitum. Til dæmis skapar fjöldi nýrra kjósenda í þessum kosningum nokkra óvissu, auk þess sem til- hneiging gæti verið hjá fólki að svara þvert um hug sér þegar spurt er hvort það ætli að kjósa þeldökkan frambjóðanda, og nið- urstaðan á kjörstað yrði því allt önnur en skoðanakannanir gefa til kynna. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Obama á lokasprettinum um það bil sjö prósenta forskot á McCain á landsvísu, en í reynd eru það kosningarnar í hverju ríki sem ráða úrslitum. Obama þykir nokk- uð öruggur um að fá meirihluta í öllum þeim ríkjum þar sem flokks- bróðir hans John Kerry vann sigur á George W. Bush árið 2004. Það myndi tryggja honum 252 atkvæði, sem þýðir að hann vantar aðeins 18 atkvæði frá hinum ríkjunum sem kusu Bush fyrir fjórum árum til að ná þeim 270 atkvæða meirihluta sem þarf til sigurs á kjörmanna- samkomunni, þar sem formlegt kjör forseta fer fram. McCain þyrfti hins vegar bæði að ná sigri í eins mörgum Bush- ríkjum og mögulegt er, auk þess sem hann þarf að ná til sín ein- hverju af þeim ríkjum sem síðast kusu demókratann Kerry. Þar þykir muna mest um Pennsylvaníu, auk þess sem tap í Ohio, Flórída eða Virginíu gæti orðið honum að falli. Næsti forseti, hvort sem hann verður Obama eða McCain, á hins vegar ekki í vændum sjö dagana sæla. Meðal erfiðra verkefna, sem hann þarf að takast á við, er efna- hagsvandinn, sem er svartari en sést hefur í háa herrans tíð, og svo þarf hann að finna einhverja leið út úr stríðinu í Írak. gudsteinn@frettabladid.is Úrslitastund nálgast í sögulegri baráttu Sögulegri og óvenjulangri kosningabaráttu lýkur í dag þegar Bandaríkjamenn kjósa sér forseta. Mikil spenna ríkir um úrslitin þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi lengi bent til þess að Barack Obama eigi sigurinn svo gott sem vísan. Wisconsin 10 Michigan New Hampshire 4 WA 11 OR 7 CA 56 NV 6 ID 4 MT 3 ND 3 WY 3 UT 6 CO 9 NM 6 AZ 10 TX 34 OK 7 KS 6 NE 5 SD 3 MN 10 IA 7 WI 10 IL 21 MO 11 AR 6 LA 9 MS 6 AL 9 GA 15 SC 8 FL 27 TN 11 NC 15 KY 8 IN 11 MI 17 OH 20 PA 21 ME 4 NY 31 VA 15 WV 15 AK 3 HI 4 NH 3 VT 3 MA 12 RI 4 CT 7 NJ 15 DE 3 MD 10 DC 3 McCain öruggur McCain stendur vel Barátturíki Obama öruggur Obama stendur vel Bandarískir kjósendur velja ekki forseta og varaforseta í beinni kosningu, heldur er í hverju ríki fyrir sig kosinn ákveðinn fjöldi kjörmanna. Flest ríkin hafa það fyrirkomu- lag að allir kjörmenn þess falla í skaut þess frambjóðanda sem fær flest atkvæði. Forsetakjör í Bandaríkjunum Repúblikanar: McCain/Palin Demókratar: Obama/Biden © GRAPHIC NEWS 157 30675Kjörmannafjöldi 270 Atkvæði þarf til að ná meirihluta á kjörmannaþingi HEIMILD: WWW.REALCLEARPOLITICS.COM McCain Naumur munur Obama Er rétt að þjóðin fái að ganga til kosninga innan skamms? Já 66,6% Nei 33,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að eigendur íslenskra fjölmiðla hafi áhrif á efnistök þeirra? Segðu þína skoðun á visir.is ® Auglýsingasími – Mest lesið SÖFNUN Fermingarbörn úr 65 sóknum í öllum landshlutum gengu í hús í gær til að safna pen- ingum til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í fjórum löndum Afr- íku. Börnin ganga aftur í hús í dag, milli klukkan 17.30 og 21. Í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að árlega fræði starfsfólk kirkjunnar um þrjú þúsund fermingarbörn um aðstæður í fátækum löndum Afr- íku. Áhersla sé lögð á fræðslu um skort á hreinu vatni og árangur af verkefnum hjálparstarfsins. Með söfnunum sem þessari fái fermingarbörnin tækifæri til að leggja sitt af mörkum en þetta er í tíunda sinn sem söfnunin er haldin. „Það skiptir kannski ekki öllu máli hversu mikið fólk gefur heldur skiptir máli sá hugur sem fólk sýnir með því að taka þátt í henni,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindasókn í Kópavogi. Hann segir að ef allir í sókninni gæfu fimm- tíu krónur myndi það jafngilda hálfri milljón króna. Söfnunarféð í ár rennur til verkefna í Mósambík, Malaví, Úganda og Eþíópíu. Í tilkynningu Hjálparstarfs kirkjunnar segir að í fyrra hafi fermingarbörnin safn- að um 8 milljónum króna sem reikna megi með að tryggt hafi um 42 þúsund manns aðgangi að hreinu vatni til frambúðar. - ovd Fermingarbörn safna peningum til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku: Hugurinn skiptir mestu máli VIÐ UPPHAF SÖFNUNAR Fermingarbörn í Lindasókn létu til sín taka í gær þegar þau gengu í hús í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DANMÖRK, AP Íbúar í Kristjaníu, fríríkinu svonefnda sem danskir hippar stofnuðu í Kaupmannahöfn fyrir nærri fjórum áratugum, hófu í gær málflutning sinn fyrir dönskum dómstól, þar sem þau krefjast þess að dönsk stjórnvöld viðurkenni rétt þeirra til að nýta landsvæðið, þótt ríkið sé eigandi þess. Íbúarnir kærðu stjórnvöld árið 2006 eftir að þau hófu aðgerðir gegn fíkniefnaviðskiptum og kynntu áform um að rífa hús og byggja íbúðarblokkir á svæðinu, þar sem danski sjóherinn hafði áður haft aðstöðu. Búist er við úrskurði dómstólsins í janúar. - gb Dómstóll í Danmörku: Örlög Kristjan- íu ráðast brátt KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.