Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 12
12 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 43
653 +0,22% Velta: 22 milljónir
MESTA HÆKKUN
ATORKA +30,00%
EIK BANKI +2,75%
ÖSSUR +0,22%
MESTA LÆKKUN
BAKKAVÖR -3,85%
ICELANDAIR -2,21%
EIMSKIPAFÉLAGIÐ -1,49%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atorka
0,65 +30,00% ... Bakkavör 5,00 -3,85% ... Eimskipafélagið 1,32
-1,49% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,30 -2,21%
... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 72,40 +0,00% ...
SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur
89,60 +0,22%
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 217,4 +4,57
„Krónan var allt of hátt skráð og allt of
lengi, svo veruleg lækkun var fyrirsjáan-
leg,“ segir Hallur Magnússon, ráðgjafi og
fyrrverandi sviðsstjóri hjá Íbúðalána-
sjóði. Hann segir stöðutökur gegn krón-
unni því ekki hafa komið á óvart.
Gengi krónunnar hefur hrunið á árinu.
Gengisvísitalan var um 120 um síðastliðin
áramót, en nú er markaðsgengi ekki til.
Gengisvísitalan fór yfir 200 áður en
bankakerfið hrundi. Gengið hafði lækkað
í stórum stökkum skömmu fyrir lok árs-
fjórðunga. Bankarnir hafa aldrei neitað
því að hafa fellt gengið, en sagst þurfa að
verja sitt eigið fé.
Greint var frá því í Morgunblaðinu í
gær að stöðutökur gegn krónunni næmu
að minnsta kosti 600 til 720 milljörðum
króna. Að baki væru bæði innlendir og
erlendir aðilar.
Ekki er þó skýrt hvort þetta séu þær
stöðutökur sem urðu til þess að gengi
krónunnar féll fyrr á árinu.
Árni Tómasson, formaður skilanefndar
Glitnis, gat ekki staðfest þetta þegar
Markaðurinn ræddi við hann í gær. Ekki
náðist í aðra skilanefndarformenn.
Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla
Íslands, segir að stöðutaka gegn krónunni
feli „einfaldlega það í sér að eiga minni
eignir en skuldir í krónum, og þá væntan-
lega um leið meiri eignir en skuldir í
erlendri mynt“. Þetta megi gera með
ýmsum hætti. Bæði að taka lán í krónum
og kaupa gjaldeyri um leið eða gera fram-
virka samninga um gjaldeyriskaup sem
hefðu sambærileg áhrif.
Bankarnir hafi fært stóran hluta af sínu
eigin fé í erlenda mynt, „með vitund og
samþykki yfirvalda,“ segir Gylfi og vísar
þar til Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.
Því hafi bankarnir hagnast á pappír þegar
gengi krónunnar féll. „Það var uppistaðan
í bókfærðum hagnaði bankanna fyrri
hluta þessa árs og undir lok síðasta árs.
Slíkur hagnaður í krónum bjó þó ekki til
neitt meiri erlendan gjaldeyri hjá
bönkunum, sem þá sárlega vantaði.“ - ikh
Stöðutökur gegn krónu ekki óvæntar
ÁRNI
TÓMASSON
HALLUR
MAGNÚSSON
GYLFI
MAGNÚSSON
Íslendingar geta hætt
þátttöku í alþjóðlegum
fjármálum og innri markaði
Evrópu, myndað smáríkja-
samband, ellegar gengið
alla leið, í Evrópusamband-
ið og tekið upp evru. Þetta
segir Már Guðmundsson,
fyrrverandi aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans og
aðstoðarframkvæmdastjóri
Alþjóðagreiðslubankans í
Sviss.
Ísland gæti dregið sig út úr alþjóð-
legu fjármálakerfi og innri mark-
aði Evrópu. Þetta er meðal þriggja
atriða sem Már Guðmundsson,
fyrrverandi aðal hagfræðingur
Seðlabankans og aðstoðar-
framkvæmdastjóri Alþjóða-
greiðslubankans í Sviss, nefnir
sem möguleika Íslands við
núverandi aðstæður.
Hann nefndi kostina þrjá á
fundi í Reykjavík fyrir viku, þar
sem rætt var um smáríki og
heimskreppuna. Meðal viðstaddra
voru Lars Christiansen, aðalhag-
fræðingur Danske bank, en fund-
urinn bar yfirskriftina „Re-
inventing Bretton Woods“.
Már nefndi í öðru lagi að á
alþjóðavettvangi gætu smáríki
komið saman í sérstöku fjármála-
kerfi og með eigin gjaldeyris-
markað. Í þriðja lagi gangi Ísland
í Evrópusambandið og taki upp
evru. Í kjölfarið gæti Ísland á
þeim vettvangi kallað eftir umbót-
um á fjármálakerfi Evrópu.
Már telur að viðbrögð við
bankahruninu hér hafi verð röng.
Miðað við greiðslufærni, stærð,
alþjóðlega starfsemi þeirra og
kerfislegt mikilvægi íslensku
bankanna, hefði verið æskilegt að
reynt hefði verið að aðstoða bank-
ana við að greiða skuldir sínar.
Þetta hafi ekki verið gert.
Már rekur að í Evrópska efna-
hagssvæðinu felist meðal annars
frjálst flæði fjármagns, auk sam-
eiginlegs laga og regluverks.
Hins vegar hafi „öryggisnetið“,
til að mynda innstæðutryggingar,
verið á hendi hvers ríkis, sem og
þrautarvaralán. Þá séu viðbrögð
við áföllum á hendi hvers ríkis.
Mikil áhætta hafi verið fólgin í
þessu fyrirkomulagi, einkum og
sér í lagi fyrir smáríki utan evru-
samstarfsins.
Þetta kemur fram á glærum frá
fundinum í Reykjavík. Þar kemur
jafnframt fram að skoðanir sem
þar komi fram þurfi ekki endi-
lega að endurspegla skoðanir
Alþjóðagreiðslubankans.
ingimar@markadurinn.is
Rangt brugðist
við bankahruni
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur tilkynnt að kreppa
sé hafin í álfunni. Ráðið segir að
hagvöxtur á evrusvæðinu hafi
dregist saman um 0,2 prósent á
öðrum ársfjórðungi og muni drag-
ast saman um 0,1 prósent bæði á
þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þá
gerir hagvaxtarspá ráðsins nú ráð
fyrir stöðnun á næsta ári, eða 0,1
prósents vexti. Hagfræðingar sem
Bloomberg-fréttastofan ræðir við
segja þá spá í hærri kantinum.
Samdrátturinn mun leiða til
aukins atvinnuleysis, en gert er
ráð fyrir að atvinnuleysi fari í 8,4
prósent á næsta ári.
Mario Draghi, einn af banka-
stjórum Seðlabanka Evrópu, sagði
á föstudag að aðildarríki Evrópu-
bandalagsins kynnu að þurfa að
grípa til aðgerða til að viðhalda
eftirspurn með því að auka ríkis-
útgjöld. „Það bendir allt til þess að
ríki þurfi að auka útgjöld til að
viðhalda eftirspurn í heimshag-
kerfinu.“
Seðlabanki Evrópu hefur til
þessa talað fyrir aðhaldi í ríkis-
fjármálum. Öll evruríkin hafa
skuldbundið sig til að halda halla á
ríkisfjármálum innan við þrjú
prósent af landsframleiðslu.
- msh
Samdráttur í Evrópu
MÁR GUÐMUNDSSON Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans telur að fall
íslensku bankanna megi rekja til galla í evrópsku fjármálakerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið