Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 22
 4. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Gjafir sem styrkja starfsand- ann í fyrirtækjum geta verið í ýmsu formi. Ævintýri og af- þreying í íslenskri náttúru eru þar á meðal. Þær koma öllum í gott skap. „Við tengjumst Adrenalíngarðin- um á Nesjavöllum og erum með jöklaferðir, hellaferðir og alls konar leiki og þrautir,“ segir Óskar Helgi Guðjónsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Adrenalíns, sem skipuleggur hópefli fyrir fé- lagasamtök og fyrirtæki. Hann er beðinn að lýsa möguleikunum aðeins nánar. „Í Adrenalíngarðinum er hægt að velja um tvenns konar dagskrá. Adrenalínsveiflan felst í mismun- andi þrautum sem byrja allar á jörðu niðri og hækka sig upp en í háloftabrautinnni er fólk fest í stálvír og getur svo valið um sex- tán þrautir. Jöklaganga og ísklifur fer fram á Sólheimajökli. Þá fá allir þátttakendur klifurbelti, hjálm, ísöxi og mannbrodda. Farið er upp á jökulinn og hann skoðað- ur og þar er boðið upp á létt ís- klifur fyrir þá sem vilja. Það er mismunandi í hvaða hella við förum í hellaferðunum. Það fer eftir því hvað passar hópunum. Svo erum við með ratleiki. Þing- vallagátan nefnist einn þeirra og nú erum við að bæta við ratleikj- um á Nesjavöllum, Akranesi og í Reykjavík.“ - gun Ilmandi sápur og krem eru hag- nýtar gjafir sem gleðja og endur- næra. Hægt er að velja saman vörur handa hverjum og einum eða kaupa tilbúnar öskjur handa konum, körlum, ungum sem öldn- um. Eins er hægt að fá vörur sem henta báðum kynjum og pakka sem ætlað er að mýkja og næra vinnulúnar hendur og fætur. Gjaf- ir sem þessar stuðla að vellíðan og eru oftar en ekki eitthvað sem fólk neitar sér um að kaupa sjálft en gleðst yfir að fá að gjöf. - ve Ilmandi lúxus sem gleður Of a Man hár- og sturtusápa frá Body Shop ásamt svitalykt- areyði í snoturri öskju. Verð: 3.490 krónur. Fyrir húð og lúnar hendur. Kókosolíu-handsápulögur, húðnæring og naglabursti saman á leirbakka. Fæst í Body Shop á 3.690 krónur. Herralínan frá L‘Occitane. Sturtu- sápa, raksápa, krem eftir rakst- ur, ilmvatn og nuddolía. Verð: 9.225 krónur. Háloftabrautin í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum býður upp á sextán þrautir. Þar reynir á hæfni og þor. Óskar hefur verið framkvæmdastjóri Adrenalíns og Ultima Thule frá 2002. Hellar og háloftabraut Adrenalín skipuleggur hópefli. Vínberjalínan frá L‘Occitane. Í öskjunni eru baðpúður, líkamsskrúbb, sturtuolía, húðmjólk, þurr lík- amsolía og skrúbbsápa. Verð: 13.665 krónur. fiú fær› rá›gjöf og tilbo› hjá sölufulltrúum okkar í eftirfarandi símanúmerum; Söludeild Reykjavík s. 569 2200 og söludeild Akureyri s. 460 9610. Einnig getur›u sent fyrirspurnir á netföngin ostakorfur@ms.is og soludeild@ms.is e›a me› bréfsíma í númer 569 2222. Á vefsí›u okkar www.ostur.is er a› finna nánari uppl‡singar um sælkeraostakörfurnar okkar og ostana sem í fleim eru. Gómsæt gjöf fyrir sælkera Falleg gjafakarfa me› úrvali af brag›gó›um íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og vi›skiptavinum E N N E M M N M 35 72 2 /s ia .is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.