Fréttablaðið - 04.11.2008, Síða 38
26 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Spjót og súpa á Sægreifanum.
Humarsúpa eða „Moby Dick
on a stick,“ eins og sægreifinn
sjálfur kallar réttinn.
Helgi Svavar Helgason tónlistarmaður.
LÁRÉTT
2. steypuefni, 6. tveir eins, 8. duft, 9.
geislahjúpur, 11. gelt, 12. kunningi,
14. mjaka, 16. samtök, 17. ennþá, 18.
gapa, 20. tveir eins, 21. færni.
LÓÐRÉTT
1. málmur, 3. ryk, 4. gróðrahyggja, 5.
rá, 7. hindrun, 10. regla, 13. gerast,
15. sál, 16. styrkur, 19. hæð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gifs, 6. tt, 8. mél, 9. ára,
11. gá, 12. lagsi, 14. fikra, 16. aa, 17.
enn, 18. flá, 20. dd, 21. list.
LÓÐRÉTT: 1. stál, 3. im, 4. fégirnd, 5.
slá, 7. trafali, 10. agi, 13. ske, 15. andi,
16. afl, 19. ás.
„Þetta er það sem við erum búin að
stefna að lengi. Núna eru að skap-
ast raunveruleg tækifæri,“ segir
Kári Sturluson, umboðsmaður tón-
listarkonunnar Lay Low.
Eitt stærsta umboðs- og útgáfu-
fyrirtæki heims, Nettwerk Music
Group, hefur boðið Lay Low útgáfu-
samning. Að sögn Kára felur til-
boðið í sér útgáfu á nýjustu plötu
hennar, Farewell Good Night´s
Sleep, víða um heim.
„Þeir tala um að nýja platan komi
út í Bandaríkjunum og í Evrópu í
apríl á næsta ári og reikna með því
að í desember byrji eiginlegt kynn-
ingarstarf. Þetta þýðir að það þarf
að fara mikið út að spila og fylgja
plötunni eftir,“ segir Kári.
Fleiri ganga með grasið í skón-
um á eftir Lay Low, þar á meðal
stórt breskt útgáfufyrirtæki, og er
tilboðs að vænta frá því síðar í vik-
unni. „Þetta stefnir í einhvern
hasar en þetta er ánægjuleg bar-
átta. Allir sem hafa heyrt hana úti
eru rosalega hrifnir af henni,“
segir Kári og nefnir bresku söng-
konuna Kate Nash sem dæmi um
nýja aðdáendur.
Eins og kom fram í Fréttablað-
inu á dögunum sá Terry McBride,
einn þriggja stofnenda Nettwerk
Music Group, tónleika Lay Low í
Fríkirkjunni og hreifst hann mjög
af frammistöðu hennar. Áður hafði
hann sótt ráðstefnuna You Are In
Control á Hótel Sögu ásamt Kára.
„Ég náði að plata hann til að
koma í Fríkirkjuna. Þetta voru einu
tónleikarnir sem hann sá á meðan
hann var hérna. Við hittumst
daginn eftir og fórum yfir hitt og
þetta. Ég ræddi við þá [Nettwerk]
aftur vikuna á eftir og þeir lögðu
fram formlegt tilboð í síðustu
viku,“ segir Kári. „Ég var í London
í síðustu viku og heimsótti skrif-
stofu þeirra. Þetta er mjög gott
fyrirtæki sem hefur gengið mjög
vel í Bandaríkjunum en það er
nýbyrjað í Evrópu.“
Nettwerk Music Group var stofn-
að í Vancouver í Kanada árið 1984
og er nú með útibú í New York, Los
Angeles, London og víðar. Þekktir
flytjendur á borð við The Cardig-
ans, Sara McLachlan og Martha
Wainwright eru á útgáfusamningi
hjá fyrirtækinu. Einnig sér það um
umboðsmál fyrir stjörnur á borð
við Avril Lavigne, Dido, All Saints
og Jamiroquai. freyr@frettabladid.is
KÁRI STURLUSON: RAUNVERULEG TÆKIFÆRI AÐ SKAPAST ÚTI Í HEIMI
Tvö stór útgáfufyrirtæki
með tilboð í Lay Low
LAY LOW Terry McBride fór á tónleika með Lay Low í Fríkirkjunni og hreifst svo af frammistöðu hennar að samningstilboð er nú
komið á borðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Nei, nei, við erum ekki smeykir við að fara
að spila í Bretlandi. Ef það fer einhver að
bögga okkur fyrir að vera frá Íslandi þá
svörum við bara fyrir okkur,“ segir Georg
Hólm, bassaleikari Sigur Rósar. Í kvöld
spilar sveitin í Wolverhampton, sem er fyrsti
áfangastaður sveitarinnar á stuttum Eng-
landstúr. Uppselt er á alla tónleikana fimm.
Eftir Bretland spilar sveitin víðs vegar í
Evrópu og slúttar svo törninni, sem hófst
með útgáfu nýjustu plötunnar í sumar, á
tónleikunum 23. nóvember í Laugardalshöll.
Þar spilar sveitin sem kvartett. Ekki skraut.
„Við höfum spilað fjórir frá því í sumar og
það er mjög gaman,“ segir Georg. „Þetta eru
tveggja tíma tónleikar eða svo, og aðeins
meira rokk heldur en vanalega hjá okkur.“
Eftir Höllina sjá sveitarmeðlimir loks
fram á verðskuldað frí. „Tæknilega erum við
búnir að vera á fullu síðan við vorum að taka
upp Takk. Þegar við höfðum kynnt þá plötu
fórum við að gera bíómynd og svo strax í að
taka upp og fylgja eftir nýju plötunni.“
Ýmislegt liggur fyrir hjá hljómsveitar-
meðlimum. Kjartan eignast sitt fyrsta barn
og einhverjir eru að flytja. En hvað svo?
„Úff, við erum nú ekki farnir að hugsa svo
langt,“ segir Georg. „Fyrsta mál á dagskrá
er bara að hlaða batteríin en svo munum við
eflaust dunda okkur við að finna upp á
einhverju. Það er aldrei að vita nema við
gerum eitthvað sem við höfum aldrei gert
áður. Það er alltaf gaman að finna sjálfan sig
upp á nýtt.“
Miðasala á tónleikana í Höllinni hefst á
midi.is í dag. Miðar í stúku kosta 4.900 kr. en
í stæði 3.900 kr. Þá verða í boði sérstakir
miðar fyrir 13-16 ára á aðeins þúsundkall
stykkið. Þessir miðar verða eingöngu seldir í
Skífunni á Laugavegi og hefst sala miðanna
kl. 16 í dag. Með því að byrja miðasöluna
svona seint kemur Sigur Rós í veg fyrir að
krakkar þurfi að skrópa í skólann.
- drg
Sigur Rós hræðist ekki Tjallann
HINIR FJÓRU FRÆKNU Spila í Höllinni en fara svo í
langt frí. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Þetta er búið að vera ansi langur
vinnslutími. Ég held að við
Marteinn Þórsson höfum byrjað
að skrifa handritið í kringum árið
2000,“ segir kvikmyndaleikstjór-
inn Ragnar Bragason. Hann er
byrjaður að undirbúa gerð ævin-
týramyndarinnar Hvíslarinn, eða
The Whisperer. Spurður af hverju
myndin hafi fengið erlent heiti
segir Ragnar að stærstur hluti
hennar gerist í Bretlandi. Og því
muni enskir leikarar væntanlega
skipa stórar rullur. Ragnar segist
ekki vera viss um hvenær þeir
fari af stað með gerð myndarinn-
ar. Reiknaði þó fastlega með því
að það yrði ekki fyrr en 2010.
Myndin er að einhverju leyti
byggð á æskuminningum Ragnars
þótt hún sé síður en svo ævisögu-
leg að hans mati. Hvíslarinn segir
frá ungum dreng sem heldur í
mikla ævintýraför til Bretlands á
sjöunda áratug síðustu aldar.
Ragnar segist reyndar aldrei hafa
drepið niður fæti á enska grund
þegar hann var lítill drengur fyrir
vestan. „En maður fór annars í
ansi margar slíkar ferðir í hugan-
um,“ segir Ragnar og bætir því
við að þetta sé jafnframt einhvers
konar óður til Charles Dickens og
Herman Melville „sem voru mínir
guðir þegar ég var barn“, útskýrir
Ragnar.
Hann segir að The Whisperer sé
umfangsmikil mynd sem krefjist
þess að menn vandi vel til verka.
„Þess vegna erum við að gæla við
2010. Þetta gerist bara þegar þetta
gerist og maður veit aldrei. Það
virðist nú líka vera ansi þröngt í
heimi fjármálanna þessa dagana,“
segir Ragnar. - fgg
Undirbýr stóra ævintýramynd
HYGGUR Á ÆVINTÝRAMYND Ragnar
Bragason ætlar að gera ævintýramynd
sem verður óður til Charles Dickens og
Hermans Melville. Myndin fer í tökur
2010. FR´ÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Gunnar Eyjólfsson stórleikari
hefur fengið frábæra dóma fyrir
frammistöðu sína í Hart í bak sem
Þjóðleikhúsið sýnir nú um stundir.
Það að leika getur reynst hættu-
spil eins og dæmin sanna. Þannig
datt Gunnar á sýningu sem var á
fimmtudag og haltrar nú meiddur á
hné. Kapall úr sýningunni Ástin er
diskó – lífið er pönk hafði
verið illa festur og stakk
Gunnar tánni undir
hann og datt fram fyrir
sig í miðju atriði með
þessum afleiðing-
um.
Tveimur fastráðn-
um starfsmönnum útvarpsstöðv-
arinnar X-ins 977, þeim Frosta
Logasyni og Þorkeli Mána
Péturssyni, hefur verið sagt upp
störfum. Breyttar forsendur eru fyrir
rekstrinum en er þó enginn grátur
né gnístran tanna hjá þeim félög-
um sem halda úti síðdegisþætti
stöðvarinnar – Harmageddon. Ekki
stendur til að leggja stöðina niður
né þáttinn enda lýsir Máni því á
sinn einstaka hátt á bloggsíðu
sinni að uppsagnarbréfinu hafi
fylgt hrós frá fyrirtækinu – en nú er
unnið að því að
finna
leiðir til að
auka
hagkvæmni í
rekstri.
Fréttablaðið greindi í gær frá
viðtalsbók sem væntanleg er frá
Sigmundi Erni Rúnarssyni en þar
ræðir hann við Magneu Guð-
mundsdóttur sem mætt hefur
margvíslegu mótlæti í lífinu. Magn-
ea er það sem heitir
að vera alþýðuhetja
en forvitnilegt gæti
verið áhugasömum
um elífðarmálin að
hún er hálfsystir
Þórhalls miðils
Guðmunds-
sonar.
- jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Rauðsól ehf.
2 Hann er 67 ára.
3 Lewis Hamilton.