Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 16.11.2008, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 16. nóvember 2008 Stafakarlarnir á geislaplötu! Stafakarlarnir eru komnir út á geislaplötu í fyrsta sinn. 35 ný lög eftir Bergljótu Arnalds þar sem hver íslenskur bók- stafur fær sitt eigið lag í skemmtilegum flutningi Björgvins Franz Gíslasonar og fleiri. Frábær og fróðleg skemmtun sem eykur orðaforða barna. Nýtt upphaf! Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is Nýtt í Skífun ni! er algjör óþarfi fyrir íslenska þjóð að hún fari líka að taka á sig sekt fyrir fjármálafyrirtækin.“ Vinnum með rökum og orðræðu Það þarf ekki að ræða við þá lengi til að komast að þeirri niðurstöðu að þeir félagar eru ekki heldur alls kostar sáttir við það hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við efnahagskrísunni og Icesave- deilunni. Þeir nefna sem dæmi að blaðamenn erlendra stórblaða hafi haft samband við þá og lýst yfir undrun á upplýsingastreymi frá íslenskum stjórnvöldum. „Það virðist sem ríkið sé ekki með nein- ar áætlanir yfir það hvað skuli gerast þegar allt fer á versta veg. Þeir eru þó greinilega með ein- hverja NATO-áætlun sem endur- speglast í norskum hermálasér- fræðingi,“ segir Magnús. Þeir vilja meina að barátta, eins og Íslendingar hafa átt í síðustu vikur, sé háð á þremur vígstöðv- um: Á diplómatískum stöðum, í fjölmiðlum og sviði lögfræðinnar. „Ég efast um að bresk stjórnvöld vilji fá þetta mál fyrir dóm og ég held að það sé þess vegna sem bresk stjórnvöld hafa verið að þrýsta á okkur að semja. Þess vegna er verið að loka á þetta IMF-mál, vegna þess að Bretar vita að þeir eru með óhreint mjöl í pokahorninu,“ segir Magnús. „Alla tíð hafa Íslendingar unnið sín mál með orðræðu og rökum. Þetta er kannski okkar Höfuð- lausn og við verðum að leysa hana með rökum. Höfuð okkar er undir fallöxinni og það er verið að höggva það af. Við verðum að finna þessa leið sem Egill Skalla- grímsson fann, annars erum við dæmd til þess að allt sem við höfum byggt upp verður dæmt sem einskis virði.“ Sigmundur bendir á að Bretum og Hollendingum hafi tekist að sannfæra önnur lönd ESB að „Íslendingar séu bara rugludallar sem eru ekki að standa við skuld- bindingar sínar. Ekki síst vegna þess að við höfum engu svarað.“ Gamaldags pólitík Í gegnum samskipti sín við emb- ættismenn í Evrópu hafa þeir einnig fengið að vita að myndin af Íslandi sé ekki á þann veg sem við myndum vilja mála hana. „Okkar heimildir, bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum segja okkur að verið sé að tala um Marshall- aðstoð við Íslendinga,“ segir Magnús. „Það er svo bara sagt að það sé ekki hægt að ræða við íslensk stjórnvöld. Í vikunni var fundur í Brussel með Þórunni Sveinbjarnardóttur og góðum hópi embættismanna, sem okkur er sagt að hafi farið bara nokkuð skammlaust fram. Hins vegar var fundur í síðustu viku með Árna Mathiesen sem var víst bara skelfilegur,“ segir Magnús. Hann bætir við að þeir Evrópu- búar sem þeir hafi talað við skilji ekki kaldastríðspólitíkina sem stunduð sé á Íslandi með því að tilkynna lán frá Rússlandi, sem var þó ekki í hendi. „Evrópubúar eru mjög ósáttir við að Íslending- ar ætli að rjúfa einingu Evrópu með þessum hætti og þykir þetta gamaldags pólitík.“ Þurfum bjartsýnina En þeir eru ekki bara neikvæðir, og vilja halda í bjartsýnina. „Það eru óheppilegar geðsveiflur hjá íslensku þjóðinni,“ segir Sig- mundur. „Þegar allt gekk vel voru allir of bjartsýnir, en nú þegar við þurfum á bjartsýni að halda, og vera drífandi og jákvæð, þá eru allir svo svartsýnir. Þetta er kannski sama vandamál og hefur verið með ríkisfjármálin á Íslandi. Ríkið dælir peningum inn í hag- kerfið þegar að það er þensla. Svo þegar verður samdráttur ætlar það að halda að sér höndum.“ Magnús bendir einnig á að það séu frábærir möguleikar fyrir hendi í orkunni, ungri og mennt- aðri þjóð, lífeyrissjóðakerfinu og ferðamannaiðnaðinum. „Þetta eru allt auðlindir sem við eigum. En þegar bankakerfið hrynur, þá er bara gat sem stendur eftir og við þurfum að finna leiðir til að fylla upp þetta gat til að viðhalda okkar efnahag. Við eigum fyrirtæki sem eru á heimsmælikvarða. Það má ekki gleyma því: Marel, Össur og Decode. Svo erum við með fyrir- tæki eins og Orkuveitu Reykja- víkur sem er á heimsmælikvarða í sínum geira og endurspeglar þekkingu Íslendinga í orku og jarðvísindum. Þessa þekkingu er verið að gjaldfella. Heilbrigðiskerfið er eitt af þeim fjórtán bestu í heimi, þar höfum við líka möguleika. Það eru möguleikar alls staðar í samfélaginu, og við verðum að horfa á þá. Það má ekki bara horfa til þess að allt sé farið til fjandans, því við getum líka talað okkur niður í mjög alvarlega kreppu. Við getum talað okkur niður í tuttugu prósenta atvinnuleysi. Þetta er spurning um viðhorf.“ Það er jafnvel að það votti fyrir hæðni þegar Magnús bætir við: „Menn hafa mikinn metnað núna að byggja upp spari- sjóðabankakerfi á Íslandi. Menn segja að allt sé of stórt á Íslandi, þannig að menn ætla að hugsa smátt og vera smáir.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.