Tíminn - 20.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.02.1982, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 20. febrúar 1982 borgarmál Egill Skúli Ingibergsson. Kristján Benediktsson. Reynslan af starfi Egils Skúla sem borgarstjóraf rábærlegagóð: „Stydjum hann til að gegna því starfi áfram næsta kjörtímabil” — segir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi ■ „Ég het lýst þvi yiir íyrir hönd Framsóknarílokksins að viö styðjum núverandi borgarstjóra, Egil Skúla lngibergsson, heils- hugar til að gegna þvi stari'i áfram næsta kjörtimabil, og mun ég leggja áherslu á það i komandi kosningabaráttu. Heynslan af starfi Egils Skúla helur veriö frábærlega góö og hann á sinn stóra þátt i þvi hve vel heíur tek- ist til meö stjórn borgarinnar sl. fjögur ár, og þær vinsældir sem núverandi meirihluti heíur meðal borgarbúa.” Þetta sagöi Kristján Benediktsson, borgarlulltrúi Framsóknarflokksins, i samtali við Timann. Tileíni viðtalsins var leiðari sem Hórarinn Þórarinsson skrifaöi i blaöið sl. miövikudag, þar sem lögð er áhersla á að núverandi borgarstjóri gegni áfram starla sinum eftir borgar- stjórnarkosningarnar i vor og jafnvel gerð tillaga um að allir flokkarnir i borgarstjórn komi sér saman um það stefnumiö fyr- ir kosningarnar. „Þessi fyrsta tilraun sem gerö hefur verið með ópólitiskan borgarstjóra i Iteykjavik hefur þegar sannað ágæti sitt, og koll- varpaðkenningum ihaldsins, sem árum saman var haldiö lram, að borgarstjórinn þyrfti að vera pólitiskurleiðtogi rikjandi meiri- hluta. Keynslan hefur sýnt aö slikur maður, þótt góöur og gegn sé, getur aldrei áunnið sér traust allra borgarbúa, einlaldlega vegna þess að hann er leiðtogi og aðaltalsmaður stjórnmálaflokks og þvi eðli málsins samkvæmt i deilum við pólitiska and- stæðinga”, sagði Kristján Benediktsson. — Hvað finnst þér um þá hug- mynd að allir flokkar sameinist um EgilSkúla sem borgarstjóra? „Mér finnst sú hugmynd allrar athygli verð. Það er á hreinu með okkur íramsóknarmenn að við munum styðja Egil Skúla sem borgarstjóra, ef við komum til með að eiga aðild að meirihluta næsta kjörtimabil. Ég held að það væri mjög skynsamlegt hjá þeim sjálf- stæðismönnum aöihuga vel þessa hugmynd. Þeir eiga i foringja- vandamálum i borgarstjórn ekki siður en á Alþingi. Margir kjósendur ílokksins geta hvorki hugsað sér Daviö eða Albert sem borgarstjóra og telja raunar úti- lokað að þeir geti unniö saman i meirihluta fremur en slikt heíur tekist hjá þeim i minnihluta. Meirihluti með þá sem oddvita myndi þvi stefna i hreinan glund- roða i stjórn borgarinnar, að margra dómi”, sagði Kristján. — Kás. Egill Skúli og Edward Koch ■ Borgarstjórnarflokkarnir i Reykjavik eru i þann veginn aö ganga frá framboðslistum sinum i sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, sem eiga að fara fram á komandi vori. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur reyndar iokið þvi. y* £X Kristinn Hallgrímsson skrifar tA\/L fréttir I Krossanesverksmidjan hyggst minnka olíu- notkun um helming mei tölvuvæddri ferlisstýring íslenskir aðilar fullfærir um að annast forritun og uppsetningu ■ ,,Eitt meginmarkmiðið með þessari kynningu er aö vekja at- hygli i'slenskra iönrekenda á möguleikum á þvi að afla þjónustu á sviði tölvustýringar framleiösluferla i efna og mat- vælaiðnaði hér innanlands, en þvi miöur hafa margir talið að sh'ka þjónustu yrðiaö sækja tilannarra þjóða,” sagöi Friörik Danielsson verkfræöingur á kynningarfundi vegna tölvuskýringar .i ferlis- iðnaði, sem Iöntæknistofnun Islands, Rafhönnun h.f. og Sam- tök raftækjaframleiðenda gengust fyrir húsakynnum Raf- hönnunar við Armúla i fyrradag og i gærdag fyrir fslenska iðnrek- endur. Nú á sér staö hraðíara þróun i tölvuvæðingu framleiðsluiðnaðar og leysa tölvur i æ rfkari mæli af hólmi handvirka stýringu i fram- leiðslunni og fæst með þvi' aukið öryggi, fljótvirkni og aukin fram- leiöni. tstaöinn fyrir starfsmenn, sem gangsetja og slökkva á vélum, færiböndum, dælum, blöndurum ofl. kemur nú tölva, tengd viö skynjara og rofa og gefur fyrirmæli um aðgeröir eftir skilaboðum frá mælistöövum I framleiöslunni og eftir eftir- mælum sérhannaöra forrita. Tölvuvædd ferlisstýring á íslandi Þeir Georg Gunnarsson og Egill Einarsson, efnaverk- fræðingar, skýrðu fyrir við- stöddum einföld flæöirit, þar sem tölvuvædd ferilsstýring er hag- nýtt, svo sem viö sápuefnafram- leiöslu og afsápun á sápu, sem gerð er úr lýsi, sem aukaafurö. t þessum ferlum er m.a. hægt að stýra því magni sem framleitt er áður en geymar eru hreinsaðir, forritið gerir ráð fyrir ýmsum óhöppum og bilunum tækja og svo framvegis. Slik tölvuvædd ferlisstýring hefur þegar hafiö innreið sina á tslandi og má sem dæmi nefna Krossanesverksmiðjuna, Hval h.f., Álverksmiðjuna, Kisiljárn- verksmiðjuna og nokkur mjólkurbú. Er ljóst aö mörg íleiri iðnfyrirtæki munu koma til með að tölvuvæða framleiðslu sina i náinni framtið. Var það enda meginmarkmiðið meö þessari kynningu, eins og fyrr segir, aö sanna mönnum að þegar eru til hérlendis fyrirtæki, sem ráða við stór verkefni á sviði tölvuvæddrar ferlisstýringar, bæði hvaö varðar tæki og hug- búnað. Rafhönnun Eitt þeirra fyrirtækja sem slika þjónustu veitir er Rafhönnun h.f. sem er ráðgjafarryfirtæki með rafmagnsverkfræði sem sérsvið. Fyrirtækið er i félagi ráðgjafar- verkfræðinga og starfar sam- kvæmtreglurh þeirra sem óháður ráðgjafi. Fyrirtækið getur nú tekiðað sér hönnun rafmagns og sjálfstýrikerfa i stórar sem smáar verksmiðjur, hvort sem um er aö ræöa endurbót á eldri kerfum eða ný kerfi, að sögn Daða Ágústssonar, fram- kvæmdastjóra. Er leitast við að hafa upplýsingar um öll fáanleg stýrikerfi í þvi skyni að geta á óhlutlægan hátt valið það kerfi, sem best hentar i hverju tilviki. Þegar hafa m.a. Krossanesverk- smiöjan, Sildarverksmiöjur rikisins, M.R., Hitaveita Reykja- víkui; Hvalvik, Hvalur h.f. hag- nýtt sér þessa þjónustu fyrir- tækisins. Þjónusta sérfræðinga Sérþjálfaö fólk i vinnu við tölvubúnað gerist æ fleira og bentu aöstandendur sýningar- innar á óhagkvæmni þess að kaupa í einu tæki og forritun utanlands frá. Forritunin er oft um fjórðungur kostnaðar og miklu hærra hlutfall sé um margflókinn búnað að ræða og gefur auga leið að óhagstætt er að kaupa slika vinnu að utan, með tollum og gjöldum, þegar hún fæst innanlands. Sjálfur tækja- búnaðurinn er hins vegar keyptur utanlands frá i lang flestum til- fellum, þar sem óhagstætt er að ráðast i' slíka framleiðslu hérlendis. Fyrirtækiö Kúlulegusalan hf., Smith og Norland og Johan Rönn- ing, hafa umboð fyrir fullkominn tölvubúnað frá fyrirtækjunum Texas, Siemens og Sodeco Saia. Hafa þessi fyrirtæki sérfræðinga á sinum vegum, sem reiðubúnir eru að veita allar nauðsynlegar upplýsingar um þann stýribúnað sem helst hentar i hverju tilviki. A sýningunni kynntu fulltrúar þessara fyrirtækja mismunandi gerðir af tækjunum. A kynningunni sýndi Andrés Þórarinsson, rafmagnsverk- fræðingur, sérstaka sýni- og kennslutölvu, sem fengin var aö láni erlendis i þessu skyni. Hér var um að ræða ferli með sjálf- virku hreinsikerfi og mátti sjá hvernig tölvan gerði viðvart um allar hugsanlegar bilanir hvar sem var, t.d. ef lokar voru ekki opnir. Þá stillti hún áfyllingu og losun tanka fkerfinu og hreinsun þeirra. Allurer þessi búnaöur það einfaldur að gamlir starfsmenn, sem hafá vanist handstýringar- kerfi, eiga mjög auðvelt með að fara með hann. A sýningunni var lögð áhersla á mikilvægi þessa búnaðar á ls- landi, þar sem framleiðsluein- ingarerusmáarog góð hagnýting þvl enn mikilvægari en I stórum framleiðslueiningum, eins og erlendis tiðkast meii. Má sem dæmi nefna að i Krossanesverk- smiðjunni hafa menn vonir um að lækka oliunotkun um helming á hvert tonn af mjöli sem framleitt er, eða úr 60 litrum i 30 litra. Samtök raftækjafram- leiðenda Björn Kristinsson, verk- fræðingur, kynnti Samtök raf- tækjaframleiðenda. Samtökin bjóða alhliða þjónustu á sviði tölvunotkunar í iðnaði og gildir þaö jafnt um almennar iðnaðar- stýringar, matvælaiönað og efna- iðnað. Um árabil hafa félags- fyrirtæki hannað stjórnkerfi, framleitt stjórnbúnað og notaö al- mainar iðntölvur eöa sérsmiðaö tölvur fyrir ákveðna notendur. Enn fremur sam ið hugbúnað, séð um uppsetningu og prófanir og annast viðhald. — AM ■ Georg Gunnarsson, efnaverkfræöingur hjá Iöntæknistofnun útskýrir flæöirit, þar sem tölvustýringu er beitt viö sápugerö. Til hægri á myndinni er kennslutölva sem fengin var erlendis frá vegna kynning- | arinnar. (Timamynd Róbert).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.