Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 26. febrúar 1982 6 tekinn tali Gudmundur G. Þórarinsson, alþingismaður: „Miklu víð- tækari lækkun á launaskatti, — en ef engin breytingar- tillaga hefði komið framM ■ „Guðmundur G. Þórarins- son á móti eigin tillögu” og „andlegir loftfimleikar fram- sóknarþingm anns” voru meðal þeirra upphrópana sem þingmenn stjórnarandstöð- unnar höfðu uppi er þeir reyndu að gera sér mat úr þvi að Guðmundur G. dró til baka tillögu sina um lækkun launa- skatts á atvinnurekstur i iðn- aði, en þá var búið að breyta upprunalegu tillögunni i nefnd, þar sem komið var til móts við sjónarmið Guðmund- ar. Vegna alls þess fjaðrafoks og rangsnúinna fullyrðinga vegna þessa máls á Alþingi og i fjölmiðlum bað Timinn Guð- mund G. Þórarinsson að skýra frá afstöðu sinni i stuttu máli. Þú varst ásakaöur um það á þingi að hafa snúist hugur og greitt atkvæði á móti eigin til- lögu þegar stjórnarandstæð- ingar gerðu hana að sinni og fluttu. Var þetta svona? „Þetta er mikill misskiln- ingur. Tillagan um lækkun launaskatts á fiskvinnslu og iðnaði eins og hún kom fram upphaílega i frumvarpinu náði ' ' aðeins til út- flutnings- og samkeppnisiðn- aðar, samkvæmt þröngri skil- greiningu sem fyrir lá. Ég flutti þá breytingartillögu að lækkunin næði til fiskvinnslu og iðnaðar, og þá átti ég auð- vitaö við alls iðnaðar eins og hann væri skilgreindur. Eftir nokkurt þóf náði ég samkomu- lagi við minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar um að þeir flyttu breytingartillögu við sjálft frumvarpið i þá veru, að greinin orðaðist þannig að launaskattur lækk- aðium 1% i liskvinnslu og iðn- aði, þ.e. öllum iðnaði sam- kvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofu tslands. Þarna er um að ræöa að launaskattur lækki um 1% á allri atvinnustarfsemi sem telst iönaður samkvæmt þess- ari flokkun. Hagstofan fer þarna eftir alþjóðlegum staðli, sem unninn hefur verið á veg- um S.þ. Ég tel að með þeim breytingum sem þarna hafa orðið á frumvarpinu sé um það að ræða að launaskattur lækki um 1% á allri atvinnu- starfsemi sem telst iðnaður samkvæmt skilgreiningu Hag- stofunnar, og samkvæmt millirikjasamningum og al- þjóðlegum tollasamningum. Breytingin á frumvarpinu er þess vegna sú að lækkun launaskattsins nær til iðnaðar i miklu viðari skilningi en upp- haflega var i frumvarpinu. Auðvitað geta menn deilt endalaust um það, hvernig á að skilgreina iönað og þaö er rétt að hluti byggingariðn- aðarins er enn þarna fyrir utan. Stór hluti hans nýtur samt lækkunar skattsins, svo sem húseiningaframleiösla, framleiðsla á byggingarhlut- um, byggingaeiningum og annað slikt. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef mun mannvirkjagerð hvergi vera flokkuö sem iðnaður, og er ekki samkvæmt þessari al- þjóðlegu skilgreiningu. Þaö sem skipti höfuðmáli er að verulegur og vaxandi hluti af byggingariðnaði nýtur lækkunar skattsins, þvi þessi starfsemi er i auknum mæli að færast i verkstæöisvinnu, þar sem einingar, stórar og smáar eru framleiddar. Meginmálið er það að með þessum breytingum sem þarna hafa náðst fram er orð- in miklu viðtækari lækkun á launaskatti, en oröið hefði ef engin breytingartillaga hefði komið fram. Þó að min tillaga hefði verið samþykkt um 1% lækkun launaskatts á iðnaði hefði orð- ið að skilgreina hvað við ar átt með „iðnaði”. Það dæmi var eftir. Gt af fyrir sig má segja að sé rökrétt að skilgreina það eins og Hagstofa Islands gerir, og fer þar eftir alþjóðlegum stöðlum. Vilji menn breyta þeim skilgreiningum verða menn að taka þá umræðu upp.” Þú hefur verið sakaður um hringlandahátt og að snúast gegn eigin tillögu. Hefur þér snúist hugur i málinu? ,,Þó að min tillaga hefði verið samþykkt i algjörlega upprunalegri mynd, er mjög liklegt að hún hefði verið skilin nákvæmlega eins og ákveðið er núna. Hún hefði ekki náð lengra. Skilgreina þurfti hvað er iðnaður og er þá eðlilegt að þar sé átt viö þá starfsemi sem Hagstofan flokkar undir iðnað. Það má þvi segja að til- laga min hafi nánast verið samþykkt. Það var einfald- lega þess vegna sem hún var dregin til baka. Það eru þvi einhverjir aðrir sem stundað hafa andlega loftfimleika i málinu. Stjórnarandstaðan hefur upp- hafið feiknlegan sjónleik i sambandi við þetta mál, mér er reyndar ekki alveg ljóst af hverju. En i stað þess að fagna þvi að þarna næst fram veru- leg bót fyrir fjölmargar at- vinnugreinar i landinu frá þvi sem upphaflega var um að ræða, hefja þeir mikinn söng út af þvi að allar atvinnu- greinar séu ekki þarna meö. Það var reyndar aldrei talað um að lækka launaskatt á verslun eða þjónustu. Ég hygg að þessi leikur þeirra allur sé til þess gerður að reyna að fela þann mikla árangursem náðst hefur af þessum tillöguflutn- ingi minum. Hins vegar er það ekkert launungarmál að viö fram- sóknarmenn teljum að jafna verði starfsskilyrði atvinnu- veganna og einn þáttur i þvi er aö fella niður launaskatt af iðnaöinum. Ég lit svo á að það skref sem nú er stigið sé viðurkenning á þvi sjónar- miði. Þetta er aöeins fyrsta skrefið og fleiri þurfa að koma til og ég geri mér vonir um að á starfstima þessarar rikis- stjórnar verði unnt að stiga fleiri skref i þessa átt. En menn verða auövitað að gera sér ljóst að þegar skattar eru lækkaðir verður að skera niður hjá rikinu með sparnaði á mótiog um það þarf að nást samstaða meðal stjórnarliða, annars verður rikissjóður öfugur og það er engum til góös i þeirri efnahagsbaráttu sem viö erum að heyja.” Oó fréttir Sprengingar í Seölabankagrunninum raska ró manna í nágrenninu: „VflLDft BÆÐI UGG OG ÚÞÆGINDUM” — segir Höskuldur Jónsson í fjármálaráðuneytinu, en jarðskjálftamælir er kominn á hús launadeildar ■ „Já, þvi er ekki að neita að við hér i ráðuneytinu höfum orðiö fyrir talsverðum óþægindum siðustu daga, vegna sprenging- anna i Seðlabankagrunninum”, svaraöi Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri i fjármálaráðuneyt- inu i gær, þegar blaðamaður spurði hann hvort mikiö hefði gengið á i ráðuneytinu vegna þessara sprenginga. „Ég efast nú um að þau óþæg- indi hafi verið meiri en almennt gerist, þegar svona sprenginga- framkvæmdir standa yfir”, sagði Höskuldur, „en hér varð titringur i morgun t.d. svo mikill að hlifar af loftljósum féllu niður, og óneitanlega veldur slikt bæði ugg og óþægindum hjá starfsliðinu. Þeir sem standa að þessum sprengingum hafa að visu sett upp jarðskjálftamæli á hús launa- deildar, og það kom hreyfing á hann i morgun, en ekki svo mikil að hún væri yfir hættumörkum”. Höskuldur sagðist telja það i verksviði verktakans að haga framkvæmdum þannig að þær yllu ekki óþægindum i nærliggj- andihúsum, en eftir þvi sem hann kæmist næst, þá hefði Seðlabank- inn samið við verktakann um það aðekkiyrði jafnmikið tekiö fyrir i hverri sprengingu og gert hefði verið til þessa, til þess að rask yrði sem minnst. Sagðist Höskuldur þvi vonast til þess að þetta myndi færast i þolanlegra ástand. „Við erum óttalega þreytt orðin á þessum sprengingum”, sagði Baldvin Einarsson hjá Samband- inu þegar blaðamaður Timans spurði hann i gær hvort starfsfólk Sambandsins hefði orðið fyrir óþægindum vegna sprenginganna i nýja Seðlabankagrunninum undanfarna daga. „Fólkið hefur kvartað talsvert hérna þessa viku þvi þessi titring- ur tekur jú á taugarnar en ég held að það sé annars ósköp litið við þessu að segja. Við vonum bara aö þetta verði fljótlega afstaðið”, sagði Baldvin. —AB ■ Rose-MarieHuuva við eitt verka sinna á sýningunni: ,,Ég hlaut að fara”, heitir myndin, sem skýrir sig sjálf. (Tímamynd Róbert) Samar reyna að bjarga þjóðmenningu sinni Ung listakona, Rose-Marie Huuva, sýnir í Norræna húsinu „Hnifurinn högldin lassóaugað vefskeiðin — tryggðapanturinn sem þú gælir við mjúkri hendi að okkur gengnum verða gripirnir eftir útlendingum til hagnaðar”. ■ Þetta erindi er úr kvæði eftir unga samiska lista og skáldkonu, Rose-Maria Huuva.sem um þess- ar mundir sýnir i Norræna hús- inu. Kvæðið þýddi Einar Bragi og birtist það i einskonar sýnisbók samisks skáldskapar og þjóð- sagna „Hvisla að klettinum”, sem Menningarsjóður gaf út i fyrra. Er ástæða til að vekja at- hygli á þessari bók, i tilefni af sýningu Rose-Marie Huuva, en sýning hennar hefur hlotið mjög góða aðsókn og er sett upp i tengslum við sýningu á Samalist i Norræna húsinu. Rose-Marie Huuva er fædd i Samaþorpinu Rensjön i nánd við Kiruna árið 1951. Hún stundaði nám i listiönum og hefur siöan helgað sig listiðn og myndlist auk þess sem hún er viðurkennd skáldkóna. Hún er framarlega i röðum samtaka samiskra lista- manna, sem eru mjög ung, aðeins tveggja ára, en hafa þó þegar hlotið aðild að samnorrænum samtökum listamanna. Blaðamenn hittu Huuva sl. miðvikudag og var þar margt rætt um Sama og þá baráttu sem þeir nú heyja fyrir tilveru sinni sem þjóð en þeir eru nú aöeins um 100 þúsund á helstu Samasvæðun- um gömlu og nálgast að vera um tiundi hluti ibúa þar nú. Hefur Samaþjóðin þvi orðið að neyta allra ráða til þess að bjarga tungu sinni og menningu frá æ áleitnari áhrifum frá umhverfinu og eru það listamenn þeirra, sem þar hafa forystu. Mikil þjóöleg vakn- ing rikir nú meðal hins yngra fólks og hefur það uppi háværar kröfur til beitilanda feðranna sem sæta sifelldum ágangi enda lifir engin þjóð á menningunni einni ef hinn atvinnulegi grundvöllur týn- ist og molnar. Samarnir tala eigið tungumál, samisku sem skiptist i margar mállýskur. Hefur tunga þeirra ekki verið kennd i skólum fram á siöustu daga og er þvi tiltölulega skammt siðan þeir eignuðust rit- mál en fyrsta bókin, samiskar þjóðsögur var gefin út á norsku og samisku árið 1927-30 i fjórum bindum. Aðra sögu er að segja af tónlist þeirra og myndlist. „Joik- ið”, sem mun elsta alþýðlega tón- list i Evrópu að margra hyggju hefur alla tið skipað mikinn sess i menningu þeirra og sér þess stað i ljóöum Samanna hve nákomið það er þeim. Myndlist þeirra, sem einkum felst i skreytingum margvislegra nytjamuna, er og afar sérstæð og má fá gott yfirlit um hana á sýningunni Sámi Dáidda i Norræna húsinu. I myndlist Rose-Maria Huuva má sjá merki trega og saknaöar eftir heimahögunum og samisk- um lifsháttum sem t.d. virkjana- framkvæmdir (Alta ár stifl- an)kreppa sifellt meir að. t myndunum er rikjandi hinn blái litur sem ský á himni varpa á snjóbreiðurnar og rauður litur sem gjarna er aðallitur i hinum skrautlega þjóðbúningi Samanna. Er aö vona að sem flestir heim- sæki sýningu Rose-Marie Huuva og Samalistarsýninguna og fræöist nánar um menningu og lif þessarar grannþjóöar sem háir nú haröa baráttu til verndar æva- fornri og einstæðri menningu sinni. —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.