Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.02.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. febrúar 1982 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ SA leiötogi sjálfstæðisbardttu 'blökkumanna i Zimbabve, sem naut bæöi velvildar vesturveld- anna og Riissa, Joshua Nkomo, virðist nU hafa sungið sitt siöasta vers á stjórnmálasviðinu. Robert Mugabe, sem vesturveldin höfðu illan bifur á og Rússar tortryggðu virðist hafa endanlega tryggt sér völdin i Zimbabwe. Vestrænir stjórnmálamenn töldu Mugabe vera sósialista og það bætti ekki fyrir honum, að Kinverjar studdu hann og skæru- liöahreyfingu hans. Ef tii vill hef- ur þessi andúð vestrænna stjórn- málamann á Mugabe tryggt hon- um sigurinn i hinum örlagariku þingkosningum, sem fóru fram i landinu fyrir tæpum tveimur ár- um, en þær voru fyrstu þingkosn- ingarnar þar eftir að Zimbabwe fékk sjálfstæði. Fjórir menn, sem allir höfðu komiö meira og minna viö sögu siálfstæðisbaráttu blökkumanna i Zimbabwe (þá Ródesiu) kepptu þá um völdin. Auk þeirra Nkomo og Mugabe voru það þeir Sithole og Muzorewa biskup. Margir bjuggust þá við sigri ■ Robert Mugabe Mugabe ryður Nkomo úr vegi Mugabe vill adeins hafa einn flokk ■ Nkomo hefur verið vinsæll á blaðamannafundum Nkomo, enda var hann sá þeirra sem skipulagöifyrstu sjálfstæðis- hreyfingu blökkumanna,en hon- um hafði hins vegar dcki aufmazt að halda hennisaman og hím þvi a.m.k. fjórklofnað og hver þess- ara fjögurra manna stjórn að sér- stakri hreyfingu. Samkvæmt stjórnarskrá Zimb- abweeiga'lOOmenn sæti áþinginu og eru 20 þeirra valdir af hvitum mönnum. Blökkumenn kjósa 80. 1 þingkosningunum 1980 urðu Ur- slitin þau, að flokkur Mugabes fékk 57 þingmenn kjörna eða hreinan meirihluta. Flokkur Nkomos fékk 20 menn og flokkur Muzorewa 3. Flokkur Sitholekom engum manni aö. EINS OG áður segir, mun það hafa átt verulegan þátt i þessum úrslitum, að hvitir menn voru hliöhollari Nkomo en Mugabe enda hafði Nkomo haft vaxandi samskipti við þá og hann unnið sér álit þeirra. Þá haföi skæruliðahreyfingin sem Mugabe stjórnaði frá Mos- ambik verið miklu athafnameiri en skæruliðahreyfing Nkomos, sem hann stjórnaði frá Zambiu. Nkomo beitti skæruliðahreyf- ingu sinni litið enda þótt hún væri vel búin rússneskum vopnum. Þetta var m.a. talið stafa af þvi, að hann ætti vingott við ýmsa leiðtoga hvitra manna. Jafnframt væri hann að búa sig undir að geta sigraö skæruliða Mugabe.ef til átaka kæmi milli beirra eftir að Zimbabwe hefði hlotið sjálf- stæði. Úrslit þingkosninganna breyttu þessum fyrirætlunumNkomos. Mugabe myndaði stjórnina og gaf flokki Nkomoskostá aðtaka þátt ihenni. Nkomo taldi hyggilegt aö taka þessu boði. Hann fékk hins vegar ekki það ráðuneyti sem hann óskaði eftir. Mugabe gerði hann fyrst aö innanríkisráðherra, en undir hann heyra lögreglumál. Hlut- verk Nkomos var m .a. að vinna að afvopnun skæruliðasveitanna og sameina þær ýmist her eða lögreglu. Það þykir nú komið I ljós, að þaö hefur verið klókt af Mugabe að fela Nkomo þetta verk. Fram- kvæmdin og ábyrgðin hvildi á honum, en Mugabe hafði aðstööu til að hafa hann undir áns konar smásjá. Þegar þessu verki var að mestu lokiö, lét Mugabe hann vikja úr embætti innanrikisráð- herra og gerði hann aö ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar. NKOMO mun hafa þótzt sjá fram á að Mugabe stefndi að þvi að losna viö hann að fullu og öllu og tráðlega kæmi að þvi, að hon- um yröi vikið úr stjórninni. Þá lagði Mugabe oröið áherzlu á að þeir sameinuðu flokkana og aö- einsyrði einn flokkur iZimbabwe. eins og i Kenya og Tanzaniu. Nkomo var þessu andvigur, enda mun hann hafa talið aö hlutur hans yrði litill I hinum sameinaða flokki. Það þykir nú upplýst, að Nkomo hafi ekki setið auðum höndum meðan Mugabe var með þessar ráðagerðir. Fyrir skömmu tóku að berast fréttir af þvi aö fundizt heföu miklar birgöir af vopnum á landareignum og hjá fyrirtækjum sem Nkomo ýmist átti eða var riðinn við. Ljóst þykir af þvi, að hann hafi notað völdin til að koma sér vel fyrir f járhags- lega. Miðvikudaginn i siðastliðinni viku (17. febrúar) lét Mugabe svo til skarar skriöa. Hann vék NkomoUr ri'kisstjórninni, ásamt nokkrum samherjum hans. Jafn- framt voru landareignir hans og fyrirtæki gerö upptæk. Mugabe réttlætti þessar aðgeröir meö þvi, að byltingartilraun hefði veriö I undirbúningi. Enn hefur þó ekk- ert verið tilkynnt um, að mál veröi höföað gegn Nkomo. Nkomo mótmælti þvi, aö hann hefði verið að undirbúa byltingu og kvaö vopnabirgðum hafa veriö komiö fyrir á landareignum sin- um af andstæðingum sinum 1 þeimtilgangi aö geta ákært hann. Jafnframt lýsti hann yfir þvi að flokkursinnværikominn i stjórn- arandstöðu. Fregnirfrá Zimbabwebenda til að vafasamt sé að Nkomo fái nema litið brot af flokknum til aö fylgja sér. Ekki hefur borið á neinum teljandi mótmælum i þeim landshluta, þar sem aðal- fylgi hans hefur verið. Eins og nú horfir, virðast þvi allar horfur á að Mugabe hafi endanlega tekizt að ryöja Nkomo úr vegi og að honum muni takast að koma á einsflokkskerfi i Zimbabwe. Eftir þetta uppgjör við Nkomo, lét Mugabe það vera eitt fyrsta verk sitt að ræöa viö leiötoga hvltra manna og skýra þeim frá þvi, að þessi átök þeirra Nkomos hefðu ekki nein áhrif á stöðu þeirra. Sennilega auka þau þó þann ótta, að Mugabe stefni að sóslalisku skipulagi, þótt hann sýni nú gætni og fari varlega i sakimar. Þórarinn Þórarinsson/ ritstjóri, skrifar Hörð afstaða á miðstjórnarfundi Pólska kommún- istaflokksins ■ Greint var frá þvi i höfuð- borg Póllands, Varsjá i gær, að pólski herinn teldi dóma I málum 118 manna sem að undanförnu hafa verið dæmdir af herrétti i Varsjá of væga. Var skýrt frá þvi i málgagni pólska hersins að dómar i málum liðlega 20 þessara manna hefðu nú verið þyngd- ir, auk þess sem boðað var að dómar hinna yrðu einnig þyngdir. Seint i gærkvöldi var reiknað með þvi aö fyrsta fundi miðstjórnar Pólska kommúnistaflokksins frá þvi að herlög voru sett i desember siðastliönum, væri að ljúka. Fregnir frá Varsjá herma að margir hafi tekið til máls á þessum miðstjórnarfundi flokksins og var i gær vitnað i orð eins ræöumannsins sem hvatti til þess að miðstjórnar- mönnum sem ekki, hefðu framfylgt hugmyndafræði- legri afstöðu Pólska kommún- istaflokksins Ut I ystu æsar yrði refsaö. Þá var vitnað i orð annars ræðumannsins sem mun hafa hvatt til þess að kommúnisk uppfræðsla á meðal skólanemenda I Pól- landi yrði aukin og bætt til muna. Var tekið undir þá til- lögu á fundinum og benti einn ræðumannanna á aö pólitiska þjálfun þyrfti að efla i skólum landsins og þá ekki sist i há- skólum landsins. Athygli vakti aö einn ræðumannanna verk- stjóri, hvatti til þess að öll verkalýðssamtök sem voru stofnuð á umbótatimanum, þar á meðal Eining yrðu leyst upp og starfsemi þeirra yrði bönnuö fyrir fullt og allt en stjórnvöld I Póllandi segjast aðeins hafa bannað starfsemi Einingar um tima. Skera niður innflutning frá Sovét um 50% ■ Tillögur ráðherranefndar Efnahagsbandalags Evrópu voru birtar i gær, um það hvernig skuli staðið að tak- mörkun á innflutningi til Evrópulanda frá Sovétrikjun- um, en þar er átt við ákveðnar vörutegundir. Var gert að tillögu að inn- flutningur á þessum vörum yröi minnkaöur um helming til þess að mótmæla þætti Sovétrikjanna i innanrikis- málum Pólverja. Er talið að vörur þessar séu að verðmæti um þaö bil 20milljónir Banda- rlkjadollara. Flugræningjarn- ir gáffust upp ■ Flugvélarræningjarnir 12 sem rændu Boeingþotunni á Beirútflugvelli i fyrradag gáf- ust upp I gærmorgun og slepptu þeim rúmlega hundrað gislum sem þeir höföu i haldi. Gengust flugræningjarnir inn á að gefast upp, eftir að stjórnvöld höfðu lofað þeim að dularfullt hvarf á trúarleið- 1 toga þeirra, Moussa Sadr, mú- hammeðstrúarprests, yrði rannsakað en hann hvarf sporlaust fyrir tæpum fjórum árum og hefur ekkert spurst til hans siðan, en sóknarbörn hans hafa siðan ásakaö ráða- menn Libýu um að bera ábyrgð á hvarfi hans. Þetta er 7. flugránstilraun þessa safnaðar á undanförn- um 3 árum, en allar tilraun- irnar hafa verið gerðar til þess að vekja athygli á hinu dular- fulla hvarfi prestsins. Það var einn mú- hammeðskur prestur sem hafði milligöngu um samning- ana við flugræningjana og þegar þeir gáfust upp, þá hafði engan gislanna sakað. Ólga í Danmörku vegna ákvörðunar E.B.E.ráðherra ■ Eins og greint var frá fyrr i vikunni fóru Danir fram á það við ráðherranefnd Efnahags- bandalagsins að þeir fengju að lækka gengi dönsku krónunn- ar um 7% en ákvörðun Efna- hagsbandalagsrikjanna var að heimilá aðeins 3% gengis- fellingu. Hefur þessi ákvörðun vakið mikla ólgu og reiði i Dan- mörku og er Anker Jörgensen forsætisráðherra stöðugur skotspónn dönsku pressunnar, sem beinir þeirri spurningu til hans og dönsku þjóðarinnar hverjir stjórni landinu i raun og veru. Kvi k my ndaaka- demían hafnaði beiðni Pólverja Pólverjar fóru nýlega fram á það við Kvikmyndaaka- demiuna i Hollywood að þeir fengju aö afturkalla kvik- myndina „Járnmaðurinn” eftir pólska leikstjórann Andrezej Wajda, sem hefur verið tilnefnd til Öskarsverð- launa sem ein af bestu erlendu kvikmyndunum. Hafði Film Polski I Varsjá tilnefnt myndina tveimur dög- um áöur en herlög tóku gildi i Póllandi en I afturköllunar- beiðninni var afturköllunin skýrð á þá vegu aö vegna vax- andi andpólsks áróðurs i Bandarikjunum vildu þeir i Póllandi draga myndina til baka. Forseti Kvikmyndaaka- demiunnar, Fay Kanin sagði fréttamönnum að akademian hefði ekki séð sér fært að verða viö þessari beiðni, þvi að á þessu stigi málsins væri ekki hægt að afturkalla mynd- ina. Auk þess sagðist forsetinn telja að myndinni bæri staður á meðal tilnefndra og aö hana ætti að meta að verðleikúm, þegar endanlegt mat færi fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.