Tíminn - 27.02.1982, Page 14

Tíminn - 27.02.1982, Page 14
14 Kvikmyndir og leikhús Laugardagur 27. febrúar 1982 kvikmyndahornið ■ Lee Majors viö háhýsasmiöina i „Hörkutólunum”. Harka í bygg- ingarbransanum HÖRKUTÓLIN (Steel). Sýningarstaöur: Stjörnubió. Leikstjóri: Steve Carver. Aðalhlutverk: Lee Majors (Mike Catton), Jennifer O’Neill (Cass Cassidy) George Kennedy (Lew Cassidy) Art Carney (Pignose) Harris Ylin (Eddie Cassidy). Handrit: Leigh Chapman. Framleiðendur: Peter S. Davis og Wiliiam N. Panzer fyrir Comumbia, 1979 ■ Kappar þeir, sem reisa skýjakljúfana svonefndu i New York og viöar i Banda- rikjunum, eiga svo sannarlega aðdáun skiliö. Þaö er ekki heiglum hent aö reisa þessi stálbitahús sem eru tugir hæða. Til þess þarf sérstaka tegund manna. „Hörkutólin” fjallar um þessa sérstæöu byggingar- verkamenn, sem geta gengiö eftirmjóum stálbitum tuttugu hæðir frá jörðu i sömu róleg- heitunum og venjulegt fólk arkar um göturnar. Og eítir- tektarverðustu kaflar myndarinnar eru einmitt þau atriði þar sem störl'um þess- ara manna er lýst af nokkru r.aunsæi án þess að ósannfær- andi aðalpersónur flækist þar um of fyrir. Myndin segir frá háhýsi sem Lew Cassidy er aö reisa. Hann er orðinn á eftir áætlun með húsið og sú hætta, að bankinn sem lánar féð til framkvæmd- anna taki verkiö af honum, vofir yfir. Ekki bætir úr skák að Lew hefur þurft að semja við bróðúr sinn Eddie, um flutninga á járninu i húsið en Eddie er hinn mesti viðsjár- gripur. Þegar Lew verður svo fóta- skortur á einum stálbitanum, fellur til jarðar og lætur lifiö blasa mikil vandamál við dóttur hans og erfingja, Cass. Hún ákveður að klára verkiö og leitar ráða hjá fjölskyldu- vini Pignose. Hann bendir henni á verkstjóra sem hugsanlega sé á lausu og gæti klárað verkið á tilsettum tima með eigin aðferöum. Sá nefnist Mike Catton. Hans vandi er hins vegar sá aö hann „fraus” á stálbita i háhýsi nokkrum árum áður og hefur siðan þjáðst ai' slikri loít- hræðslu að hann hefur ekki lagt i háhýsasmiðina aftur. En Cass tekst að telja hann á að taka verkstjórnina að sér. Mike safnar saman nokkrum frægum hörkutólum i smiöi háhýsa af þessari gerð og eítir ýmsa erfiðleika sem ástæðu- laust er aö rekja hér írekar, fer svo að lokum, að hörku- tólunum tekst að reisa húsið á tilsettum tima auk þess sem verkstjórinn fær að sjálfsögðu Cass i kaupbæti i lokin. Það, sem fyrst og fremst skemmir fyrir i þessari að ýmsu leyti góöu mynd, eru leikararnir i tveimur aðalhlut- verkunum. Það dettur engum i hug að Jennifer O'Neill sem fer með hlutverk Cass, geti dyfið hendi i kalt vatn, hvaö þá staðið i byggingu háhýsis, og Lee Majors er einstaklega svipbrigðalaus og leiöinlegur. Hins vegar eru ýmsir, sem fara með aukahlutverk mun trúverðugri hörkutól i háhýsa- bransanum. —ESJ Elias Snæland Jónsson skrifar ★ Hörkutól O Crazy People ★ ★ Tæling Joe Tynan ★ Hver kálar kokkunum? Stjörnugjöf Tímans ★ * * * frábær • * ★ * mjög göö • * * g6A ■ * sæmlleg • O Itleg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.