Tíminn - 09.03.1982, Side 6

Tíminn - 09.03.1982, Side 6
Þri&judagur 9. mars 1982 6 _____________ stuttar fréttir ■ Sigur&ur rtli ISi'vnjólf sson ■ Sigur&ur hanncsson H l'ilfhildur Kögn- valdsdótti r Framboðslisti framsóknarmanna ■ Fulltrúaríið framsóknar- félaga Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sinum 28. febrúar s.l. tillögu uppstill- ingarnefndar að framboðs- lista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjornarkosning- arnar i vor. Listinn er þannig skipaður: 1. Sigurður Óli Brynjólfsson kennari, 2. Sigurður Jó- hannesson fulltrúi, 3. Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir ritari, 4. Sigfriður Angantýsdóttir kennari, 5. Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri, 6. Þóra Hjaltadóttir hagræðingur, 7. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri, 8. Sólveig Gunnarsdótt- ir ritari, 9. Fétur Pálmason verkfræðingur, 10. Auður Þór- hallsdóttir húsmóðir, 11. 'lYyggvi Gislason skólameist- ari 12. Sigrún Höskuldsdóttir kennari, 13. Ingimar Eydal kennari, 14. Eva Pétursdóttir nemi. 15, Ingimar Friðfinns- son húsgagnasmiður, 16. Mar- grét Emilsdóttir iðnverka- kona, 17. Pálmi Sigurðsson verkamaður, 18. Snjólaug Aðalsteinsdóttir afgr.maður, 19. Jónas Karlsson verk- fræðingur, 20. Gisli Konráðs- son forstjóri 21. Stefán Reykjalin byggingameistari og 22. Jakob Frimannsson fyrrv. kaupfélagsstjóri. —HEI ■ Siglri&ur Aiigimtvsdóttir I .lóii Sigurftsson. ■ Þóra dóttir lljalta- Kirkjuvika stendur yfir í Mosfells- sveit ■ Kirkjuvika hófst i Mosfells- sveit á sunnudaginn með æskulýðsguösþjónustu i Lága- fellskirkju. Fjölmenni var við athöfnina. í kvöld þriðjudagskvöld, verður samkoma i Lágafells- kirkju og hefst hún kl. 20.30. Þar syngur John Spade, ensk- ur barytonsöngvari, kirkjukór Lágafellssóknar flytur kór- verk undir stjóm Smára Öla- sonar og lúörasveit leikur undir stjórn Birgis D. Sveins- sonar. Ræöu flytur Egill J. Stardal sagnfræöingur. öldruðu fólki er sérstaklega boðið til þessarar samkomu. Lágafellskirkju hefur borist góð gjöf sem verður afhent á þessari samkomu en það er of- iö veggteppi eftir hina látnu listakonu Vigdisi Kristjáns- dóttur. Listaverkið nefnist „Vetrarbrautin”, en Vigdis lét svo ummælt áður en hún lést að þetta veggteppi skyldi fært Lágafellskirkju að gjöf. A fimmtudagskvöld mun svo dagskráin endurtekin að Reykjalundi, með þeirri breytingu þó, að þá syngur Elisabet Erlingsdóttir. Er það nýbreytni varðandi kirkjuvikuna að flytja dag- skrána annars staðar en i kirkjunni og varð Reykja- . lundur fyrir valinu. Er vonast til að þessi nýbreytni mælist vel fyrir af sjúklingum Reykjalundar. B.St. Einangrunar- plast einnig framleitt á Blönduósi BLÖNDUÓS:I frétt frá Kaup- félagi Skagfirðinga i Timan- um 17. feb. 1982, þar sem segir frá kaupum félagsins á ein- angrunarplastverksmiðju á Sauðárkróki er ekki rétt með farið, aö það sé eina verk- smiðjan sinnar tegundar á Norðurlandi vestra, Hjólið s/f hefur starfrækt einangrunar- plastverksmiðju á Blönduösi frá árinu 1975 og framleiðir allar gerðir af ein- angrunarplasti. Sig. II. Þorsteinsson skipti MOSFELLSSVEIT: Útibús- stjóraskipti verða við Búnaöarbankann i Mosfells- sveit hinn 15. mars n.k. Páll J. Briem sem verið hefur útibús- stjori frá stofnun útibúsins i Mosfellssveit lætur þá af störfum fyrir aldurs sakir, en hann hóf fyrst störf I Búnaðar- bankanum vorið 1939. Páll ■ Morit'/. W. ■ Páll .1. Briem Sigurðsson verður 70 ára hinn 6. aprfl n.k. Nýr útibússtjóri i Mosfells- sveit er Moritz W. Sigurðsson, núverandi útibússtjóri við Háaleitisútibú i Reykjavik. Mortiz er fæddur árið 1939 og hefur verið starfsmaður Búnaðarbankans siðan i árs- byrjun 1959. Wmvrn fréttir Þingi Norðurlandaráðs slitið um helgina: „NEYDDIR INN í FLOKKADRÆTTI” — segir Halldór Ásgrímsson, formaður íslensku sendinefndarinnar Frá Friftrik Indriöasyni, blafta- manni Timans i Helsinki. ■ ,,Ég er mikill fylgjandi sjón- varpssamstarfsins og tel það vera stærsta og mikilvægasta málið, hér á þessu þingi,” sagði Halldór Ásgrimsson þingmaður, formaður islensku sendinefndar- innar, á þingi Norðurlandaráðs er blaðamaður Timans ræddi við hann, siðasta dag þingsins i Helsinki. „tslenska sendinefndin i heild hefur lagt mikla áherslu á að skýrt komi fram að við erum málinu fylgjandi,” sagði Halldór. „Mörg önnur mikilvæg mál hafa verið rædd hér á þinginu og ekki er vafi á þvi að viö Islendingar njótum góðs af norrænu sam- starfi á sviði menningarrann- sókna- og atvinnumála, jafnvel þótt mörgum finnist sem málið gangi hægt fyrir sig og að ekkert komi út úr þessum þingum. Eiturlyfjamálin hafa vakið mesta athygli hér á þinginu, þar sem einn Dananna smyglaði hassi hingað og braut með þvi dönsk, finnsk og sænsk lög. Það er mjög slæmt fyrir ráöið og hið norræna samstarf, þegar mál sem þessi fá mestu athyglina og umræðuna, þvi mörg önnur mál hefðu átt skilið að fá meiri athygli. Flokkadrættir Það sem skýrt hefur komið fram hér á þessi þingi, er að full- trúarnir leggja mikið upp úr þvi að pólitisku flokkarnir skipi sér i ákveðna hópa. Sósialdemókratar hafa verið duglegir við þetta, en nú eru einnig hægri flokkarnir, vinstri flokkarnir og mið- flokkarnir með i spilinu. Margir okkar frá tslandi höfum heldur viljað að málefnaleg af- staða réði, en ekki þessar póli- tisku blokkir, en segja má að við höfum meira og minna verið neyddir inn i þetta. Þetta hefur gengið svo langt, að nú er jafnvel talað um valdahlutföll i ráðinu. Annað dæmi um það hve langt þetta hefur gengið, er að nú er jafnvel Glistrup flokknum danska, skipað i flokk með ihaldssömum, þótt ekki séu allir jafnhrifnir af þvi, þar sem honum er ekki einu sinni skipað i flokk i heimalandinu. Þá hefur það komið skýrt fram að auðvitað hugsar hver þjóð fyrst og fremst um sin sjónarmið og sin mál. Sviar og Danir hafa t.d. mikið rætt sjónvarpsmálið og Danir svo aftur eiturlyfjamálið. Það sem ráðið gerir er svo að reyna að samræma hin óliku sjónarmið og fá fram sam- norræna stefnuheild, sem oft er svo ekki i samræmi viö stefnuna i einstökum löndum. Segja má að við íslendingar höfum ekki hingað til þurft að kvarta á þessu sviði, þvi oftast hefur það verið svo að hinar þjóðirnar hafa verið viljugar að sveigja stefnu sína að okkar sjónarmiðum, eins og t.d. i sjón- varpsmálum og þær vilja leggja nokkuð á sig til þess að hafa okk- ur með, þótt þaðséþeim dýrara.” —AB ■ Nýkjöiin stjórn Fclags framsóknarkvenna i Reykjavik, talið frá vinstri: Gerftur Steinþórsdóttir, Sigriður Guðbrandsdóttir (var áður I varastjórn), formaðurinn Sigrún Magnúsdóttir, Aslaug Brynjólfsdóttir og Kristin Eggertsdóttir sem er nú i stjórninni i fyrsta sinn. Auk þeirra cru i varastjórn: Þóra Þorleifsdóttir, fyrrum formaður félagsins, Guftný Laxdal, Emma ilansen og Steinunn Finnbogadóttir. Timainynd Róbert Sigrún Magnúsdóttir kjörin formaður Félags framsóknarkvenna í Reykjavík: „Fjölbreytt starf er framundan" Vaxandi framleiðsla » frystihúsi BÚR: Framleidd 45 tonn af flökum á einum degi ■ „Framleiðslan i frystihúsinu hefur fariö mjög vaxandi undan- farið. Hápunktur framleiðslunnar var þó i gær, en þá voru framleidd 45 tonn af flökum á einum degi. Þetta er mesta framleiðsla i fyrirtækinu á einum degi á þessu ári. Að jafnaði hafa verið fram- leidd um 35 tonn af flökum á dag, þannig að vikan gerir um 175 tonn”, sagði Björgvin Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðar Reykjavikur, i samtali við Timann i gær. Mestur hluti þessarar fram- leiðslu eru karfaflök, en einnig eru inn á milli þorsk- og ýsuflök. Aflinn er unninn i venjulegri dag- vinnu frá átta á morgnana til fimm á daginn. „Bónusfyrirkom- ulagið i frystihúsinu hefur gengið mjög vel, enda afköstin eftir þvi, og framleiönin með allra besta móti”, sagöi Björgvin. —Kás Aðild Spánar að Nato samþykkt ■ 28 þingmenn samþykktu s.l. fimmtudag, að veita rikisstjórn- inni heimild til að staöfesta fyrir tslands hönd viöbótarsamning við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Spánar að bandalaginu. Nafnakall var viðhaft við at- kvæðagreiðslu og gáfu 28 þing- menn jáyröi viö tillögunni, en aðrir sátu hjá. Allir þingmenn Alþýöubandalagsins sátu hjá, svo og þeir Páll Petursson og Guðmundur Bjarnason. Allir þingmenn Sjálfstæöisflokks og Alþýðuflokks greiddu tillögunni atkvæði. Til að riki fái upptöku i Atlants- hafsbandalagið þurfa öll aðildar- rikin að samþykkja. OÓ ■ Félag framsóknarkvenna i Reykjavik hélt aðalfund sinn fyrir skömmu og baðst Sigrún Sturludóttir, sem verið hefur for- maður félagsins i fjögur ár ein- dregiö undan endurkosningu, en nafna hennar Sigrún Magnús- dóttir var kjörin formaöur. „Næsta fund, hinn 11. mars n.k. ætlum við að hafa i léttari dúr. Þá verður spiluð Framsóknarvist og jafnframt ætlum við að hafa ferðakynningu”, sagði Sigrún Magnúsdóttir, nýkjörinn for- maður er viö spurðum hana um starfið framundan. „1 april er hugmyndin aö halda fund með konum úr verkalýðs- og sam- vinnuhreyfingunni og i mai höf- um við ákveöið að halda fund um borgarmálefni”, sagöi Sigrún. Þá kvaðst hún hafa ákveðið að hafa sérstaka viðtalstima á skrif- stofu félagsins á hverjum mánu- degi á milli klukkan 16 og 18. Jafnframt kvaðst hún hafa hug- leitt að 1. mánudag i hverjum mánuði yröu nokkurskonar sam- verustundir með eldri konunum I félaginu þar sem spjallaö yröi saman yfir kaffibolla kannski eitthvað fleira gert sér til skemmtunar. „Eftir kosningar ætlum við svo að létta okkur upp meö þvi aö fara i smá feröalag eins og gert hefur verið undanfarin sumur. í fyrra fórum viö t.d. og skoðuð- um Garðyrkjuskóla rikisins i Hveragerði. Nú hefur verið talað um að heimsækja kannski Klaustrið i Hafnarfirði og fá okk- ur siðan kaffi saman á einhverj- um skemmtilegum stað á eftir”, sagði Sigrún. —HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.