Tíminn - 09.03.1982, Síða 10
10
mmm
Þriðjudagur 9. mars 1982
Úrval af
Úrum
Magnús Ásmundsson
Úra- og skartgripaverslun
Lngólfsstræti 3
Úraviðgerðir. — Póstsendum
Simi 17884.
Jfc RÍKISSPÍTALARNIR
Iffisilausar stödur
LANDSPÍTALINN
SÉRFIIÆÐINGAR (2) i kvensjúkdóma-
fræðum og f'æðingarhjálp óskast til starfa
frá 1. mai n.k. eða eftir samkomulagi. Til
greina kemur ráðning i hlutastarf.
Umsóknir er tilgreini náms- og starfsferil
sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna
fyrir 5. april n.k. Upplýsingar veita yfir-
læknar Kvennadeildar i sima 29000.
AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á lyf-
lækningadeild frá 1. april n.k. til 1. árs.
Umsóknir er greini nám og fyrri störf
sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 25.
mars n.k.
Upplýsingar veita yfirlæknar lyf-
lækningadeildar i sima 29000.
KLEPPSSPÍTALINN
Lausar eru til umsóknar sex stöður
GÆSLUMANNA við Kleppsspitalann.
Umsóknir berist Skrifstofu rikisspital-
anna fyrir 25. mars n.k.
Upplýsingar veitir starfsmannastjóri i
sima 29000.
Reykjavik, 7. mars 1982,
RÍKISSPÍTALARNIR.
Útboð
Áburðarverksmiðja rikisins, Gufunesi,
óskar eftir tilboðum i sölu á ca. 350 ferm.
af mótavið.
Útboðsgögn fást á skrifstofunni i Gufu-
nesi. Frestur til að skila tilboðum er til 18.
mars 1982.
Áburðarverksmiðja rikisins.
UTBOÐ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i
borun og sprengingar á 20.000 rúmm. úr
klöpp á Kirkjubólshlið i Skutulsfirði.
Miðað skal við aö búið verði að sprengja
10.000 rúmm. þann 1. mai og verki lokið
þann 20. mai 1982.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Vegagerðar rikisins á ísafirði og hjá aðal-
gjaldkera Vegagerðar rikisins, Borgar-
túni 5, Reykjavik, frá og með þriðjudeg-
inum 8. mars, gegn 500,- króna skilatrygg-
ingu.
Fyrirspurnir ásamt óskum um upp-
lýsingar og/eða breytingum skulu berast
Vegagerð rikisins skriflega eigi siðar en
15. mars.
Gera skal tilboð i samræmi við útboðs-
gögn og skila i lokuðu umslagi merktu
nafni útboðs til Vegagerðar rikisins við
Vestfjarðaveg, 400 ísafirði fyrir kl. 13
þann 29. mars 1982. Kl. 13.30 sama dag
verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
ísafirði i mars 1982.
Vegamálastjóri.
þingfréttir
Kolbeinsey
verdi haldið
ofansjávar
■ Stefán Guðmundsson hefur
mælt fyrir þingsályktunartillögu,
sem hann flytur um Kdbeinsey,
og fjallar um að sjómerki verði
sett upp sem allra fyrst á eyjunni
og að athuganir fari fram á þvi,
hvort og á hvern hátt megi sem
best tryggja að eyjan standist
heljaröfl stórviðra og isa.
1 ræðu sinni sagði Stefán, að
megintilgangur tillögunnar væri
að auka öryggi sjófarenda og að
athugað verði hvort koma megi i
veg fyrir að eyjan hverfi i sæ.
Hann sagði, að meö aukinni
sókn á þetta hafsvæði væri
brýnna en áður að komið verði
upp sjómerki á Kolbeinsey til
öryggis sjófarendum. Fyrir
nokkru var sett upp ratsjármerki
áeyjunni,en það stóðstekki þann
veðraham sem þarna geisar. En
þótt svo hafi farið er engin ástæða
til að ekki sé hægt að ganga svo
tryggilega frá biinaði að hann
standist ekki sjó og veður.
Kolbeinsey erað hverfa i sæ, en
hún er grunnlinupunktur og er Is-
lendingum nokkurs viröi að hann
haldist á sinum stað. Flutnings-
maöur rakti nokkrar mælingar,
sem gerðar hafa verið á Kol-
beinsey, hinar elstu frá 1580, en
þá var eyjan 753 metrar x 113 m
og 113 m á hæð.Siðustu mælingar
voru gerðar 1978 og þá var hún
37.7 m x 42.8 m og aðeins 5.4 m á
hæð.
Greinilegt er hvert stefnir, og
ber þvi að leita allra tiltækra ráða
til verndar Kolbeinsey ef þess er
nokkur kostur. Er þvi eðlÚegt að
hið opinbera leiti allra tiltækra
ráða og standi fyrir þeim at-
hugunum og framkvæmdum, sem
nauðsynlegar verða að teljast, og
greiði þann kostnað sem af kann
að hljótast.
Eyjólfur Konráð Jónsson lýsti
yfir eindregnum stuðningi við til-
löguna og hið sama gerði Bene-
dikt Gröndal, sem lagði áherslu á
aö Kolbeinsey væri grunnlinu-
punktursem bætti allverulega við
fiskveiðilögsögu okkar. Hann
minntist á að aðrar þjdðir hafi
ekki viðurkennt eyjuna sem
grunnlfnupunkt, hefðu Danir til
dæmis gert fyrirvara á um Kol-
beinsey og Hvalbak vegna fisk-
veiðilögsögunnar milli Islands og
Grænlands, en hann lagði tU að
lögð yrði rik áhersla á að fram-
kvæma það, sem til er lagt i til-
lögunni, og styrkja Kolbeinsey á
allan hátt.
Tryggja ber eðlilega byggða-
þróun f Árneshreppi
■ Matthias Bjarnason mælti fyr-
ir þingsályktunartillögu um að-
gerðir til að tryggja eðlilega
byggðaþróun i Árneshreppi i
Strandasýslu. Flutningsmenn
með honum eru Steingrimur Her-
mannsson, Sighvatur Björgvins-
son, Þorv. Garðar Kristjánsson
og Ólafur Þ. Þórðarson.
Tillagan fjallar um að rikis-
stjórninni verði falið, að láta
framkvæma undirbúning og
hönnun að hafnarframkvæmdum
i Arneshreppi og gera kostnaðar-
áætlun um þær og tillögu til fjár-
öflunar til að standa undir þeim,
og að stefnt verði að þvi að vinna
geti hafist vorið 1983.
Þessar aðgerðir verði þær
fyrstu af hálfu rikisvaldsins nú til
þess aö treysta og efla byggð i
nyrsta hreppi Strandasýslu.
Kostnaður við hönnun og undir-
búning greiðist úr rikissjóði.
Mannfjöldaþróun i Arneshreppi
hefur veriöafar breytileg undan-
farna áratugi.
A árinu 1910 voru ibiíar Arnes-
hrepps 431, en þeim fjölgaöi um
11.1% á næsta áratug og voru 479
áriö 1920. Þá verður nokkur
breyting næstu árin á eftir, þegar
ibúum hreppsins fækkar i 434 á
árinu 1930 eða um 9.4%. En með
hinni miklu atvinnuuppbyggingu,
sem varð á fjórða áratugnum,
fjölgar ibúum i hreppnum og á
árinu 1940eru þeir 515,f jölgun um
18.7%. 1950 er farið að siga veru-
lega á ógæfuhliðina þvi þá er
ibúatalan orðin 413, og fækkun
verður á áratugnum 1950-1960 um
30.5% eöa i 287 ibúa. A árinu 1970
heldur þessi þróun áfram og fer
ibúatalan niður i 216 á árinu 1960,
en fæstir eru ibúar i Ameshreppi
á árinu 1978, aðeins 168. Siðan
hefur heldur f jölgað og ibúar þar
á siðastliðnu ári voru 175.
Samgöngur i Strandasýslu eru
afar erfiðar og Árneshreppur er
oft einangraður vegna snjda og
hafnir eru fáar og smáar, og i þvi
efni er nauðsyn að bæta um. I
greinargerð með tillögunni segir
um það efni:
I hafnarmálum hefur sorglega
litið verið gert. Að visu hefur ver-
ið varið smáfjárveitingu til þess
að bæta aðstöðu til uppskipunar á
Norðurfirði og litilf jörlegur
styrkur veittur til bryggjugerðar
i Djúpuvfk.
1 Ameshreppi eru i reynd fjdrir
staðir þar sem er nokkur hafnar-
aðstaða: 1 fyrsta lagi á Eyri við
Ingólfsfjörð, en sá staöur er nú i
eyði. 1 öðm lagi i Djúpuvik. Þar
er útgerð og þar hefur verið unnið
nokkuð við bryggjugerð, en aðal-
lega af einstaklingum i Djúpuvik
sem hafa að verulegu leytikostað
þessa framkvæmd. Nauösyn er
að styrkja hana enn frekar og
bæta þar aðstöðu. A Gjögri er
nokkurútgerðog þar er nauðsyn-
legt aö bæta aöstöðu. En á
Norðurfirði er kaupfélag hrepps-
ins, og þar er brýn nauðsyn að
gera höfnþar sem væntanleg skip
Skipaútgerðar rikisins eða önnur
hliðstæð skip geti lagst að
bryggjuogekkiþurfi að nota upp-
skipunarbáta til þess að skipa öll-
um vörum á land i þessum eina
hrepp á íslandi.
Við flutningsmenn þessarar til-
lögu teljum að langbrýnasta
verkefnið i Arneshreppi i
Strandasýslu sé nú að hanna og
gera kostnaðaráætlun um hafnar-
framkvæmd i Norðurfirði, þannig
að ibúar þessa hrepps geti búið
við lik skilyrði og aðrir staðir ■ i
okkar landi. Það er algerlega úti-
lokaö, eins og allir híjóta að
skilja, að þessir fáu ibúar, sem
búa i þessum strjábýla hreppi,
geti staðið að einhverju leyti und-
ir þessum hafnarframkvæmdum.
Þvi verður að sjá um að af þess-
um framkvæmdum geti orðið. í
fyrsta lagi þarf allt það sem
hafnalög leyfa að greitt sé til
slikra framkvæmda. 1 öðru lagi
teljum við, að fyllilega komi til
greina að Byggðasjóður komi þar
inn í myndina, og vitnum i lögin
um Framkvæmdastofnun rikisins
hvað varðar Byggöasjóð, en i 28.
gr. þeirra laga segir:
,,Hlutverk Byggöasjóðs er að
stuðla að jafnvægi I byggð lands-
ins með þvi' að veita fjárhagsleg-
an stuðning til framkvæmda og
eflingar atvinnulifs með hliðsjón
af landshlutaáætlunum, sbr. 10.
gr., og til að bæta aðstöðu til bú-
setu i einstökum byggðarlögum
og koma i veg fyrir, að lifvænleg-
ar byggðir fari i eyði.”
Við, sem þessa tillögu flytjum,
minnumst þess, hver afdrif
hreppanna norðan Arneshrepps i
Strandasýslu urðu, þegar byggð
lagðist algerlega niður i Sléttu-
hreppi og Grunnvikurhreppi i
Norður-ísafjarðarsýslu fyrir tæp-
um fjórum áratugum. Við teljum
þvi brýna nauðsyn bera til að
samfélagið meti að verðleikum
þá þrautseigju og þann dugnað,
sem þaðfólk hefursýnt sem hefur
staðið af sér alla erfiðleika sem
steöjað hafa að ibúum Arnes-
hrepps á siðustu árum og áratug-
um, með þvi að skapa þvi lág-
marksskilyrðitilþess að getaun-
að sæmilega isinu byggðarlagi og
þurfa ekki að búa á þessu sviði,
einsog mörgum öörum,við iakari
kjör og aðstæöur en flestir aðrir
þegnar þessa lands.
Þvi teljum við brýna nauðsyn á
flutningi þessa máls og treystum
þvi, að Alþingi, sem markaöi
merka stefnu i byggðamálum
fyrirrúmlega þremur áratugum,
sýni þessu máli skilning með þvi
að samþykkja þessa þings-
ályktunartillögu, sem á að vera
einn fyrsti þátturinn eftir nokkurt
hlé til þess að efla byggð á Ames-
hreppi i Strandasýslu.
G róðurverndarnef nd
um verði f jölgað
■ Stjórnarfrumvarp um breyt-
ingu á lögum um landgræðslu
hefurverið lagtfram, sem miðar
að þvi að gróðurverndarnefndir
veröi starfandi í hverri sýslu og
kaupstaö og að hægt verði að
grípa til skjótvirkra ráðstafana ef
gróður sýnist i hættu.
Breytingarákvæðin eru eftir-
farandi:
l.gr.
19. gr. laganna orðist þannig: 1
hverri sýslu og hverjum kaupstað
skal starfa þriggja manna gróður-
verndarnefnd. Sýslunefndir og
bæjarstjómirkjósa nefndimar til
fjögurra ára i senn. 1 sýslum
landsins skal leitað tillagna við*
komandi búnaðarsambands.
Nefndinkýs sér formann. Funda-
og feröakostnaður svo og þóknun
fyrir unnin störf gróðurverndar-
nefndar greiðist af fé Land-
græðslu rikisins að 2/3 hlutum og
viðkomandi sýslusjóði eða bæjar-
sjóði að 1/3 hluta.
2.gr.
Við 23. gr. bætist ný málsgrein
svohljóðandi:
Ef gróðri er svo komið að
skjótra verndaraðgerða telst
þörf, að mati gróðureftirlits
Landgræðslu rikisins, getur land-
búnaðarráðuneytið, að höfðu
samráði við sveitarstjórn þá, sem
hlut á að máli, ákvarðað tima-
bundna takmörkun á beitarálagi
þar til fullnægjandi gróður-
verndaraðgeröir, að mati gróöur-
verndarnefndar og Landgræðslu
rikisins, hafa verið gerðar, eða
itala er komin til framkvæmda.