Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. mars 1982 erlent yfirlit ■ FIMMTUDAGINN i næstu viku (25. þ.m.) fer fram auka- kosning til brezka þingsins, sem er talin geta orðið örlagarik fyrir brezk stjórnmál. Kosning þessi fer fram í Hill- head-kjördæminu i Glasgow, en þingmaður þess léztfyrir nokkru. Aukakosning þessi getur orðið örlagarik af mörgum ástæðum. Einkum má tilgreina þrjár ástæður. Fyrsta og helzta ástæðan er sú að framtið Roy Jenkins, sem oft- ast er talinn helzta forsætis- ráðherraefni hins nýstofnaða flokks sósialdemókrata getur ráðiztaf úrslitunum. Takist hon- um ekki að ná kosningu eins og spáð var ifyrstu, verður það mik- ið persónulegt áfall fyrir hann. Onnur ástæðan er sú, að það verður mikill ávinningur fyrir Margaret Thatcher og thalds- flokkinn, ef Ihaldsflokknum tekst aö halda kjördæminu, eins og nú eru taldar auknar horfur á, en i upphafi var kjördæmið talið tapað flokknum. Þriðja ástæðan er sú, að það yrði verulegur stuðningur við svokallaða Bennista i Verka- mannaflokknum, ef frambjóð- anda hans tækist að halda að mestu eða öllu þvi fylgi sem flokkurinn fékk i kosningunum vorið 1979. Frambjóðandi Verka- mannaflokksins er fylgismaður Benns. Haldi hann fylginu,myndi það kveða niður þá Grýlu, aö Roy Jenkins Líklegt að Roy tapi í Hillhead Þjódernissinnar eru honum erfiðir Bennistar séu ósigurvænlegir i kosningunum. Loks mætti greina þáástæðu,að það getur blásið nýju li'fi i flokk skozkra þjóðemissinna, ef fram- bjóðanda hans tekst að bæta fylgi flokksins frá þvi i kosningunum 1979. HILLHEAD hefur verið talið siðasta vigi Ihaldsflokksins i Glasgow, en meirihluti ibúanna er miðstéttarfólk. I kosningunum 1979 munaði minnstu að flokkur- inn tapaði Hillhead. Fram- bjóðandi hans fékk þá aðeins 2000 atkvæðum fleira en frambjóöandi Verkamannaflokksins. Atkvæðatölumar skiptust þá þannig aö frambjóðandi Ihalds- flokksins fékk 41% greiddra at- kvæða, frambjóðandi Verka- mannaflokksins 34%, fram- bjóðandi Frjálslynda flokksins 14% og frambjóðandi Skozka þjóðernisflokksins 10%. Miðað við úrslit aukakosninga i Crosby og Croydon sem fóru fram á siðastliönu ári og lauk með glæsilegum sigri kosninga- fylkingar sósialdemókrata og Frjálslynda flokksins, ætti Roy Jenkins að geta unnið auðveldan sigur. Til þess bentu lika skoðanakannanir i fyrstu en þetta hefur verið að smábreytast. 1 skoðanakönnun.sem fór fram fyrstu vikuna i marz, fékk fram- bjóðandi thaldsflokksins 29%, Jenkins 28,5%, frambjóðandi Verkamannaflokksins 28% og frambjóðandi þjóðernissinna 14%. 1 skoðanakönnun, sem fór fram i siðastliðinni viku breyttist þetta örlitið. Frambjóöandi Ihaldsflokksins komst upp i' 31%, en Roy Jenkins og frambjóðandi Verkamannaflokksins stóðu nokkurn veginn i stað. Sennilega hefur það stutt fram- bjóðanda Ihaldsflokksins, að rikisstjórnin lagði fram fjárlaga- frumvarp sitt i vikunni og þaö er ekki eins ihaldssamtog fyrrifjár- lagafrumvörp rikisstjórnarinnar. Roy Jenkins þarf samkvæmt þessu að sækja verulega á þann stutta ti'ma sem eftir er til kosninganna, ef hann á að vinna sigur. Ýmsar ástæður eru taldar valda þvi, að dregiö hefur úr fylgi Jenkins frá þvi, sem var i upphafi. Flokkur sósialdemókrata hefur verið aö tapa samkvæmt skoð- anakönnunum. Honum hefur ■ Maione, Wiseman og Leslie gengið treglega að skipuleggja sig. Hann hefur t.d. enn ekki full- gengið frá stefnuskrá sinni né hvernig hann velur sér formann. Flokkurinn er þvi enn formanns- laus. Þá hefur samstaða þeirra þing- manna sem hafa gengið tilliðs við flokkinn i þinginu, ekki reynzt nógu góð.en 28 þingmenn skipa nú orðiö þingflokkinn sem enn hefur ekki valið sér formann. Allt þetta.ásamt ýnsu fleira, hefur dregið úr fylgi flokksins samkvæmt skoðanakönnunum. Það hefur svo orðiö Roy Jenk- ins nokkuð þungt i skautúað hann á i höggi viö erfiða keppendur i Hillhead. Frambjóðandi Ihaldsflokksins er rétt þritugur lögfræðingur, Gerry Malone, sem hefur verið þrisvar i framboði áður. Hann hefur þvi orðið reynslu og þykir koma vel fyrir. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins, David Wiseman, þótti i fyrstu ekki sigurvænlegur, en hann var þekktastur fyrir þaö, að hafa eytt miklum tima i rann- sóknir varðandi skrimslið, sem á að vera i Loch - Ness-vatninu. Hann hefur hins vegar staðið sig betur i kosningabaráttunni en menn áttu von á. Það styrkir hann, að Verkamannaflokkurinn stendur fastari fótum i Skotlandi en i' öðrum hlutum Bretlands. Skæðasti keppinautur Roy Jenkins er tvimælalaust fram- bjóðandi þjóðernissinna, George Leslie. Hann er snjall áróðurs- maður og nýtur vaxandi vinsælda, en Jenkins verður að vona, að hann njóti þeirra ekki við kjör- borðiö. ÞAÐ bendir allt til þess, að hart verði barizt i Hillhead þá daga, sem eftir eru til kosninganna. Ihaldsflokkurinn mun tefla fram öllum helztu leiðtogum sinum, nema ef vera kynni Thatcher. Þeir Whitelaw innanrikisráð- herra og Hove fjármálaráðherra hafa þegar verið þar. Verkamannaflokkurinn mun einnig láta ýmsa helztu leiðtoga sina taka þátt i kosningabarátt- unni. Af hálfu stuðningsmanna sinna treystir RoyJenkins einna helztá leiðtoga Frjálslynda flokksins eða þá David Steel og Jo Gri- mond, sem báðir hafa verið kjörnir á þing i' Skotlandi og njóta góðs álits þar. Þetta kemur Jenk- ins að góðu gagni, en ein helzta mótbáran gegn honum er sú, að hann sé pólitfskur umrainingur, sem eingöngu sinni skozkum mál- efnum til að geta komizt á þing. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ÍSwJ Útboð Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftir tilboðum i jarðvinnu vegna byrjunaráfanga Sjóefna- vinnslu á Reykjanesi.Verkinu skal lokið 3. mai 1982. Útboðsgögn verða afhent hjá Hönnun h.f. Höfðabakka 9, Reykjavik og á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar h.f. Vatnsnesvegi 14, Keflavik frá 16. mars kl. 13.00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Sjóefna- vinnslunnar h.f. kl. 14.00 þriðjudaginn 23. mars 1982. Fyrir þá bjóðendur sem áhuga hafa á þvi að skoða byggingarsvæðið verður efnt til skoðunarferðar. Farið verður frá Steypu- stöð Suðurnesja Ytri-Njarðvik fimmtu- daginn 18. mars kl. 14.00. Sjóefnavinnslan h.f. Borgarneshreppur — skrifstofustjóri Borgarneshreppur óskar að ráða skrif- stofustjóra. Umsóknir ásamt upplýsing- um um aldur, menntun og fyrri störf berist skrifstofu hreppsins fyrir 10. april n.k. Allar nánari upplýsingar veitir undir- ritaður. Borgarnesi 10. mars 1982 Sveitarstjórinn i Borgarnesi Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna: 1. Þingeyri, Hl, laus nú þegar. 2. ólafsfjörður, Hl, laus nú þegar. ■i. Selfoss, H2, tvær stöður lausar frá og með 1. júli n.k. 4. Vestmannaeyjar, H2, tvær stöður laus- ar frá og með 1. mai n.k. 5. ólafsvik, H2, ein staða frá og með 1. júli n.k. Umsóknir ásamt itarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 13. april n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. mars 1982. w Námsstyrkur í tilefni af ári aldraðra hefur Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar ákveðið að veita hjúkrunarfræðingi náms- styrk, að upphæð kr. 50.000.00 til sér- hæfingar i öldrunarhjúkrun. Styrkurinn miðast við háskólanám á þessu sviði. Umsækjandi skuldbindi sig til að gegna stöðu hjúkrunarframkvæmdastjóra við öldrunardeildir Borgarspitalans, að minnsta kosti i 2 ár. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 81200. Umsóknir sendist sama aðila fyrir 1. mai 1982. Reykjavik, 12. mars 1982 Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar Aðalfundur Flugfreyjufélags íslands verður haldinn i Leifsbúð Hótels Loftleiða miðvikudaginn 24. mars n.k. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.