Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 22
eftir helgina Soðning með vír í augunum ■ Soðningin het'ur verið aöal- uppistaðan i fæöu landsmanna um langa hriö aö ekki sé nú talað um útveg, sjósókn og sölu á fiski til útlanda. Hefur fiskurinn meö þeim hætti, ásamt landbúnaöinum, verið einhvers konar ailsherjar- undirstaöa undir mannlffinu, sálarlifi þjóöarinnar og öðrum brýnum þörfum. Samt hefur sú kenning veriö sett fram, aö i raun og veru hafi tslendingar aldrei i raun og veru kunnaö að borða fisk, það er aö segja ef kunnátta i matargerð erlendra þjóða er höfð til hliðsjónar. Auðvitaö er þetta þó mis- jafntog fer eftir heimilum. En i það heila tekið þá er fisk- neysla hér einhæf og þá fisk- salan lika. Þegar ég var barn, var vir aðeins dreginn gegnum augun á þorskinum og ýsunni og menn drógust meö sina soðn- ingu, hver til sins heima, þar sem fiskurinn var brytjaður niður af sérstakri heift og hann soöinn . Þennan soðmat borðuöu all- ir tslendingar jafnt án tillits til annars frama. Fiskbúðirnar voru margar hverjar sóðaleg- ar og ekki var farið að gjöra þær kröfur til hreinlætis er núna eru gerðar. En á hinn bóginn hefur litið annað breyst i fiskbúðunum. Úrvalið er svipaö og fer þá eftir árstimum. Minna mun þó um freðýsuna núna, eða heil- frystan fisk sem var i minu ungdæmi einhver hroðalegasti réttur sem á borð var borinn. Yfirleitt frystur eftir að hann var farinn að morkna. En ef til vill er þetta nú eitt- hvað aö breytast. Sérstök og vönduö fiskréttabók kom út fyrir jólin og þótt ekki sé enn byrjað að elda upp úr þeirri bók heima hjá okkur, mun vafalaust draga að þvi. En það er annað sem maður undrast, að suður undir ölpum skuli úrvalið i fiskbúðunum Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar flokksstarfið vera meira en hjá okkur, sem búum viö ysta haf — og þar of- an i kaupin voru búðir þessar hinar glæsilegustu. Þetta nefna menn vist sérverslanir. Éfj kom t.d. i eina slika i Luxemborg á dögunum. Og auðvitað var sálarfiskur Islendinga þar: sumsé þorsk- ur og ýsa að ógleymdum salt- fiski. En svo var þarna nýr lax, sild, makrill, reyktur lax, rækjur i mörgum stærðum, humar, fyrir svo utan aðrar tegundir er ég ekki þekkti. Lika silungur. Og siöan bættist við dósamatur og skelfiskur af öllum mögulegum geröum. Ég gerðist nú svo djarfur að spyrja hvernig hægt væri að fá svona mikinn fisk upp i fjöll- um, og var mér sagt að hann kæmi frá Belgiu og Frakk- landi svona mestan part, en einnig kæmi þangað fiskur frá Danmörku, Þýskalandi og frá Noregi. Og maður spyr, hvers vegna eru ekki svona fiskbúðir á Islandi lika? Að visu skal það viðurkennt, að hér eru margar góðar fisk- búðir, sem sé búðir sem ávallt selja góða vöru. En af hverju er verið með þennan kreppu- stil yfir öllum hlutum? Að visu er ýmsum dularfull- um gátum ósvarað enn i sam- bandi við neysluvenjur Is- lendinga. Til dæmis hvers vegna við borðum aldrei neina sild, sem þó er talin herra- mannsmatur i mörgum lönd- um og peningaleg undirstaða i mörgum frægum borgum? En að manni læöist þó sá grunur, að þjóð, sem kann að matreiða fisk betur en aðrir, eigi lika auðveldara með að flytja hann út sem úrvalsvöru. Þvi væri það ef til vill verðugt verkefni fyrir stærstu útflytj- endur okkar, eða samtök þeirra, að setja nú upp a.m.k. til reynslu eins og eina fiskbúð sem á öngvan vir og ekki heldur gömul dagblöð til að pakka inn fiski? Jónas Guðmundsson Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna i Reykjavik verður haldinn fimmtudaginn 18. mars aö Hótel Heklu Rauðarár- stig 18. Hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Hafnfirðingar og nágrannar 3ja kvölda spilakeppni verður i Iönaðarmannahúsinu Linnetsstig 3, 4. mars 18. mars og 2. april og hefst kl. 20.30 hvert kvöld. Kvöld-og heildarverðlaun. Mætið stundvislega. Allir velkomnir F’ramsóknarfélag Hafnarfjarðar. Akranes Framsóknarfélögin á Akranesi halda almennan fund um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 1982 og önnur bæjar- málefni i Framsóknarhúsinu á Akranesi þriðjudaginn 16. mars kl. 21.00. Framsögumenn Daniel Agústinusson og Ólafur Guðbrandsson bæjarfulltrúar. Allir velkomnir. Árshátið Framsóknarfélaganna i Reykja- vik verður haldin i Hótel Heklu laugardaginn 27. mars n.k. Miðapantanir i sima 24480. Nánar auglýst siðar. Stjórnirnar. "TtLoKÍta.. Handfræsari Beltavél lljólsög Hefill Frá Grunnskólum Hafnarfjarðar Dagana 15.-iy. mars n.k. fer fram á íræðsluskriisioiu Hafnarfjarðar Strand- gðtu 4 skranmg sKoiaskyldra barna og unglinga er fiyijast milli skólahverfa bæjarins næsia sKolaár. Ef væntanlegur ílutningur verður ekki tilkynntur ofan- greinda daga er ovist meö skólavist i þvi hverii sem nemandinn verður búsettur i. Sðmu daga veröa skráöir Grunnskóla- nemenaur sem fiytjast til Hafnarfjarðar fyrir næsia skoiaar. Simi Fræðsluskrif- stoíunnar er: 53444. Fræðsluskrifstofa Iiafnarfjarðar Árshátíð Sjálfsbjargar I Reykjavík Arshátið íeiagsins veröur haldin laugar- aaginn 27. mars aö Ártúni Vagnhöfða 11. borðhala hefsi kí. 19.30,skemmtiatriði og aans. boröa og miðapantanir á skrifstofu íélagsins Hatuni 12 simi: 17868 □ ÞÓRf ARMÚLAII Þriðjudagur 16. mars 1982 Kvikmyndir Sími 78900 Fram í sviðsljósið (Being There) ry. vjjl __***" í Grinmynd 1 aígjörum sérflokki. ! Myndin er talin vera sú albesta ! sem Peter Sellers lék i, enda fékk hún tvenn óskarsverðlaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLaine, Melvin Douglas, Jack Warden. lslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 3. 5,30, 9 og 11.30. Dauðaskipið (Deathship) Þeir sem lifa það af að bjargast . úr draugaskipinu, eru betur staddir aö vera dauöir. Frábær | hrollvekja. Bönnuö börnum innan 16 ára. lslenskur texti. | Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Sportbíllinn (SUngrayL I Kappakstur, hraöi og spenna er i 1 hámarki. Þetta er mynd fyrir þá I sem gaman hafa af bilamyndum. I Aöalhlv. Chris Michum, Les I Lannom 1 lsl. texti. Bönnuö innan 14 ára I Sýnd kl. 3-5-7-9-11 Á föstu Frábær mynd umkringd íjóman-* um af okkinu sem geisaöi um 1950. Pa ty grln og gleöi ásamt öllum gö nlu góöu rokklögunum. Bönnuö t irnum innan 12 ára. Sýnd kl. 9.10-11.10 lslenskur texti. Halloween Halloween ruddi brautina i gerö hrollvekjumynda, enda leikstýrir hinn dáöi leikstjóri John Carpen- ter (Þokan). Þessi er frábær. Aöalhlutv.: Donald Pleasence, Jamie Lee Curtis, Nancy Lomis. Bönnuö bömum innan 16 ára. tslenskur texti. Sýnd kl. 3.10-5.10-7.10 Trukkastrlðið (Breaker Breaker) fca ■ - Heljarmikil hasarmynd þar sem trukkar og slagsmál eru höfö i fyrirrúmi. Fyrsta myndin sem | karate-meistarinn Chuck Norris | leikur I. AÖalhlutv.: Chuck Nortis, George Murdoch, Terry O’Connor. Bönnuö innan 14 ára. Islenskur texti. Sýnd kl. 3.15, 5.15 og 7.15. Ath. sæti ónúmeruö Endless Love Enginn vafi er á þvi aö Brooke Shields er táningastjarna ungl- inganna i dag. Þiö muniö eftir henni úr Bláa lóninu. Hreint frá- bær mynd. Lagið Endless Love er til útnefningar fyrir besta lag i kvikmynd i mars nk. Aöalhlutverk: Brooke Shields, Martin Hewitt, Shirley Knight. Leikstj.: Franco Zeffirelli. lslenskur texti. Sýnd kl. 7.15 og 9.20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.