Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.03.1982, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 16. mars 1982 15 íþróttir Enska knattspyrnan: „Tvö mörk á Wembley, nokkuð sem mann dreymir um msmm 9 9 * ' — sagdi Ronnie Whelan hetja Liverpool eftir 3-1 sigur þeirra á Tottenham í úrslitaleik deildarbikarsins „Að mér skyldi takast að komast i byrjunarliðið i upphafi keppnistima- bilsins var vonum fram- ar. En að skora tvö mörk á Wembley er nokkuð sem mann dreymir um" sagði írski landsliðs- maðurinn hjá Liverpool Ronnie Whelan sem var hetja liðsins á Wembley er Liverpool sigraði Tottenham 3-1 i úrslita- leik um enska deildar- bikarinn. Whelan skoraði jöfnunarmark Liverpool aðeins þremur minút- um fyrir leikslok. Steve Archi- bald haföi náö forystunni fyrir Tottenham á 11. min er hann skoraði af miklu harðfylgi eins og sást i sjónvarpinu. Archibald fékk siðan upplagt tækifæri til að gera út um leikinn seint i siö- ari hálfleik. Glenn Hoddle miðjumaðurinn hjá Tottenham átti skot á mark Liverpool, en Grobbelaar markvörður varöi en hélt ekki boltanum og Archi- bald skaut, en fyrirliði Liver- pool Souness bjargaði á mark- linu. Whelan skoraði svo eins og áður sagði þremur minútum fyrir leikslok og þvi varð að framlengja i 2x15 minútur. í framlengingunni var Liver- pool mun betra liöið á vellinum, þeir Hoddle og Ardiles voru nánast komnir á aðra löppina og Liverpool réö lögum og lofum á vellinum. Leikurinn gat ekki endað öðruvisi en með sigri þeirra. Slikir voru yfirburðirnir. Ardiles sem hafði verið lang- besti maður Tottenham i leikn- um missti boltann til Kenny Dalglish i fyrri hluta ^ram- lengingarinnar, Dalglish lék inn i vitateig Tottenham og gaf bolt- ann til Whelans sem skoraði framhjá Clemence markverði. A siöustu minútu fram- lengingarinnar átti David John- son skot sem Clemence varði en af honum fór boltinn til Ian Rush sem innsiglaöi sigur Liverpool. „Við hefðum verið óheppnir að tapa leiknum, en það hefðum við getaö gert. Þetta var stór- kostlegur leikur” sagði Bob Paisley framkvæmdastjóri Liverpool eftir leikinn. „Við komumst svo nálægt þvi að sigra. Ég hélt aö þetta ætlaði að verða einn af okkar dögum, en Liverpool haföi getu til að skora þessi tvö siðustu mörk. Þeir voru hreinlega betra liöiö i framlengingunni og ég vonaði aðeins að okkur myndi takast að Bruce Grobbelaar átti góðan leik I marki Liverpool i úrsiitaleiknum gegn Tottenham. halda út meö 1-1 jafntefli” sagöi Keith Burkinshaw fram- kvæmdastjóri Tottenham eftir leikinn. röp —. Enska knattspyrnan: Worthington braut markalausa múrinn — skoraði sigurmark Leeds gegn Sunderland en Leeds hafði ekki tekist að skora mark í 728 mínútur — „Dýrlingarnir” með tveggja stiga forystu þrátt fyrir jafntefli Southampton, efsta liðinu í 1. deildinni, ensku, gekk erf iðlega að eiga við sterka vörn Albion er félögin léku á The Dell. Albion lék sterka rang- stöðutaktik sem fram- herjar „dýrlinganna" féllu oft og iðulega í. Ekkert mark var skorað í 2. deild Luton 27 17 7 3 53-25 58 Watford .. 29 15 8 6 50-32 53 Blackb... .31 14 9 8 39-27 51 Sheff.Wed 31 14 8 9 41-37 50 Rotherh .. 30 15 4 11 44-34 49 Charlton .. 31 12 10 9 44-41 46 Oldham... 31 12 10 9 39-36 46 Newcastle 29 13 6 10 36-29 45 QPR 29 13 5 11 36-30 44 Barnsley.. 29 12 6 11 38-28 42 Chelsea... 28 12 6 10 40-38 42 Leicester .26 11 8 7 37-29 41 Norwich .. 29 12 4 13 38-41 40 Cambridge29 10 6 13 31-34 36 Derby C . 30 9 7 14 41-56 34 Bolton 31 9 5 17-42 32 Shbury ... 27 7 9 11 24-36 30 C.Palace.. 25 8 5 12 18-24 29 Orient .... 27 8 5 14 24-37 29 Wrexham. 27 7 5 15 24-37 26 Cardiff ... 29 7 5 17 25-41 26 Grimsby .. 25 4 10 11 26-41 22 leiknum og var þetta þriðji leikur Southampton án sigurs, en þrátt fyrir það halda þeir enn tveggja stiga forystu i deildinni. Svipað var ástatt með næst efsta liðið Swansea, er þeir fengu Coventry í heimsókn á Vetch Field. Coventry var mun betri aðilinn i leiknum, m.a. átti Steve Whitton tví- vegis skot í slána á marki Swansea. Yfir 16 þúsund áhorfendur á Vetch Field voru ekki ánægðir með leik sinna manna. Undir lok leiksins áttu þeir þó nokkur góð tækifæri á að skora, en markvörður Coventry Les Sealey bjargaði þá nokkrum sinnum mjög vel. Worthington byrjar vel Frank Worthington sem fyrir stuttu var keyptur frá Birming- ham til Leeds þakkaði pent fyrir kaupin er hann skoraði sigur- markiö er Leeds sótti Sunder- land heim á Roker Park. Leeds sem haföi leikið i 728 minútur án þess að skora mark, batt nú enda á það timabil. Worthington skoraði mark sitt á 57. min beint úr aukaspyrnu af 18 m færi. Þrátt fyrir að Wayne Clarke tæki forystuna fyrir Wolves meö marki af 25 metra færi þá var það skammgóöur vermir i viðureigninni gegn meisturum Aston Villa sem eru óðum að ná sér á strik undir stjórn hins nýja framkvæmdastjóra Tony Bar- ton, en liðið hefur ekki tapað i siðustu sex leikjum. Ron Saunders fyrrum fram- kvæmdastjóri Villa leiddi liö sitt Birmingham til sigurs 2-1 yfir Stoke i Birmingham. Birming- ham komst i 2-0 með mörkum Curbishley og Hawkers. Þrátt fyrir að Lee Chapman skoraði fyrir Stoke á 80. min tókst Birm- ingham að halda sinu striki. Hooks i aðalhlutverki Þaö er óhætt aö segja aö leik- ur West Ham og Notts County hafi verið martröö fyrir fram- herjann hjá County, Paul Hooks. Sú martröð byrjaöi á þvi að Hooks færöi West Ham vita- spyrnu á silfurfati sem Ray Steward skoraði úr og i seinni hálfleik braut hann á Alan Devonshire meö þeim afleiðing- um aö hann var rekinn af velli. Lif er nú aftur að færast i West Ham sem lék sinn fjórða leik án taps. Tommy Caton hélt upp á sinn 100. deildarleik með Man. City með þvi aö skora fyrir þá I leiknum gegn Nottingham Forest. En þetta mark Caton dugöi þeim ekki til sigurs. Að- eins átta min. fyrir leikslok braut Kevin Reeves á Viv Anderson innan vitateigs og Peter Ward skoraði jöfnunar- markiö úr vitaspyrnu. Leikmenn Ipswich geta sjálf- um sér um kennt að þeir skyldu tapa leiknum gegn Arsenal á Highbury. Hinn 18 ára gamli Steward Robson skoraði sigur- mark Arsenal á 11. minútu. Eftir markið fengu leikmenn Ipswich urmul af færum til að jafna metin en af helberum klaufaskap tókst þeim ekki að færa sér það i nyt. Everton sem ekki hefur tekist aö skora mark i sinum siöustu fjóru leikjum sneri heldur betur viö blaðinu er þeir fengu Middlesboro i heimsókn. Mark Higgins og Graeme Sharp skor- uðu mörk Everton, en aðeins 15 þúsund áhorfendur voru til stað- ar til aö fagna þessum stórvið- buröi. Minnsti áhorfendafjöldi á þeim vigstöðvum i manna minnum. Svipaður áhorfendafjöldi var til staðar er Norwich tók Wat- ford i karphúsiö i 2. deild. Nor- wich sigraöi 4-2 með mörkum O’Neill, Watson, Deehan og Bertschin. Þeir félagar Barnes og Taylor svöruöu fyrir Wat- ford. Þrátt fyrir þennan ósigur Úrslit l.deild: Arsenal-Ipswich........1:0 Aston Villa-Wolves.....3:1 Birmingham-Stoke.......2:1 Everton-Middlesb.......2:0 Nottm. Forest. Man. City .1:1 Southampton-W.B.A......0:0 Sunderland-Leeds...... 0:1 Swansea-Coventry ......0:0 WestHam-NottsCounty ... 1:0 2. deild: Barnsley-Chelsea.......2:1 Blaekburn-Grimsby......2:0 Cambridge-Bolton.......2:1 Charlton-Orient........5:2 Derby-Crystal Paiace...4:1 Leicester-Q.P.R........3:2 Luton-Wrexham..........0:0 Norwich-Watford........4:2 Oldham-Sheff. Wed..'...0:3 Rotherham-Newcastle ....0:0 Shrewsbury-Cardiff.....1:1 1. deild Southton .31 16 7 8 53-42 55 Swansea . .29 16 5 8 43-34 53 M.Utd ... .27 14 8 5 40-20 50 Arsenai.. .28 14 7 7 23-18 49 Liverp... .27 14 6 7 51-24 48 M.City ... .30 13 9 8 43-32 48 Ipswich.. .26 15 2 9 47-37 47 Tottenh.. .24 14 4 6 42-23 46 Bright ... .29 11 11 7 34-30 44 N.For.... .28 11 9 8 30-32 42 Everton . .29 10 10 9 36-34 40 W..Ham . .28 9 12 7 46-37 39 A.Villa... .29 9 10 10 35-37 37 Notts C . .28 9 7 12 41-42 34 Stoke .... .30 9 5 16 32-46 32 WBA .... .24 7 9 8 28-26 30 Birmham .27 6 9 12 38-43 27 Leeds.... .26 7 6 13 21-39 27 Coventry .29 6 7 16 36-52 25 Wolves .. .29 6 6 17 18-48 24 Sunderl.. .28 5 7 16 20-41 22 Middboro .28 3 10 15 19-39 19 er Watford áfram i ööru sæti I 2. deild með 53 stig. Luton geröi jafntefli á heimavelli við Wrex- ham eitt af botnliöunum. Luton eru efstir meö 58 stig. röp —.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.