Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 2
2 2. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR MÓTMÆLI Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í anddyri Seðla- bankans eftir mótmælafund fyrir utan Stjórnarráðið síðdegis í gær og kröfðust þess að Davíð segði af sér. Mótmælendur sungu sam- stöðusöngva og kölluðu Davíð burt! Davíð burt! Mótmælendur dvöldu í Seðla- bankanum í nær tvær stundir. Lögreglan hótaði að beita gasi en ekki kom til þess. Tugir lögreglu- manna röðuðu sér upp fyrir innan innstu glerhurðina í Seðlabankan- um og stóðu þar í þéttri fylkingu með lögregluhjálma á höfði og plastbrynjur en smám saman slaknaði á varnarbrynju lögreglu- mannanna. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykja- vík, vildi ekki gefa upp hversu margir lögreglumennirnir hefðu verið, hvaða vopn lögreglan hafi verið með eða hvaða gas hafi átt að nota. „Mótmælendur voru var- aðir við að ef mótmælin gengju lengra og menn myndu ryðjast inn þá gætu þeir átt von á gasi. Það var búið að undirbúa það.“ Eftir hátt í tveggja tíma mót- mæli komu mótmælendur með þá sáttatillögu að ef lögreglan færi þá myndu mótmælendur fara líka. Lögreglan mætti skilja þrjá menn eftir til að fylgjast með að mótmælendur færu. Lögreglan yfirgaf samstundis anddyrið. Mótmælendur yfirgáfu bygging- una eftir að hafa fagnað sigri. Áður en mótmælendur komu í Seðlabankann hafði Eva Hauks- dóttir, sem titlar sig norn, flutt Vargastefnu fyrir utan Stjórnar- ráðið. Eva hitti Geir Jón fyrir utan Seðlabankann og bað hann að hjálpa sér að ná tali af seðla- bankastjóra. Þau hittu seðla- bankastjórana þrjá og Eva skor- aði á Davíð að segja af sér. Hún segir að hann telji sig ekki bera neina ábyrgð á því hvernig komið er og hann ætli ekki að víkja. Eva bar Davíð með táknrænum hætti út úr Seðlabankanum. „Ég var með brúðu í líki Davíðs og henti henni út úr bankanum. Það hefur táknrænt gildi. Hann mun fara,“ sagði Eva Hauksdóttir. ghs@frettabladid.is VIÐSKIPTI Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um fjóra dali á tunnu í gær og fór um tíma undir 49,5 dali eftir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) ákváðu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi um helgina að fresta ákvörðun um breytingu á framleiðslukvóta fram að næsta fundi eftir um hálfan mánuð. Mjög hefur dregið úr eftir- spurn eftir olíu og eldsneyti upp á síðkastið og hefur það valdið snarpri verðlækkun á svarta gullinu. Verðið fór hæst í 147,27 dali á tunnu í júlí. Verði dregið úr framleiðslunni stefna samtökin að því að hífa verðið upp á ný, samkvæmt vefútgáfu Financial Times í gær. - jab OPEC fundar eftir tvær vikur: Vonast til að hækka olíuverð Hitti Davíð og henti líkneski af honum út Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í anddyri Seðlabankans í gær og kröfðust afsagnar Davíðs Oddssonar. Skömmu áður hafði Eva Hauksdóttir feng- ið að hitta seðlabankastjórana þrjá og borið Davíð út með táknrænum hætti. BJÖRGUN Ekkert hefur spurst til karlmanns um sjötugt sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Hann fór til rjúpna- veiða en skilaði sér ekki aftur að bílnum skammt frá Skáldabúðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu leituðu um 100 björgunarsveitar- menn mannsins í gær. Leit var hætt um kvöldmatarleytið, en leitað verður áfram í dag. Áhersla var lögð á að þéttleita svæði í þriggja kílómetra radíus frá þeim stað sem maðurinn sást síðast. Notast var við þyrlu, fjórhjól, hesta og gönguhópa. - bj Rjúpnaskytta enn ófundin: Um 100 leituðu í allan gærdag LEITUÐU Snjór féll á leitarsvæðinu í fyrrinótt og skóf í skafla í gær. MYND/SLYSAVARNARFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG www.skalholtsutgafan.is FÆST Í KIRKJUHÚSINU OG ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM Bók eftir Móður Teresu í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar biskups. Safn ummæla Móður Teresu, hugleiðingar og bænir. Einfaldur og uppbyggilegur boðskapur Unnur, ætlið þið að kenna kórréttan lífstíl? „Já, og vonum að sem flestir taki undir með okkur.“ Leikskólinn Kór í Kópavogi var vígður sem heilsuleikskóli í gær. Unnur Stefánsdóttir er leikskólastjóri í Kór. EFNAHAGSMÁL Sænski bankasér- fræðingurinn Mats Josefsson mun taka við starfi Ásmundar Stefáns- sonar við uppbyggingu íslenska bankakerfisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneyt- inu. Josefsson starfaði í þrettán ár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og var áður aðstoðarforstjóri sænska fjármálaeftirlitsins. Hann stýrði eftirliti með sænsku bönkunum í bankakreppunni 1990 til 1994. Josefsson er ráðinn tímabundið, en hann verður hinn „virti bankasérfræðingur“ sem vísað er til í samkomulagi íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. - bj Svíi tekur við af Ásmundi: Stýrði eftirliti í sænskri kreppu VIÐSKIPTI Kaupþing banki hefur óskað eftir greiðslustöðvun eða gjaldþrotavernd samkvæmt nýjum lögum í Bandaríkjunum. Beiðni þessa efnis var lögð fram í gjaldþrotarétti í New York í gær. Kaupþing (gamla) fékk heimild til greiðslustöðvunar hér á landi í síðustu viku og gildir hún til 13. febrúar á næsta ári. Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður í greiðslustöðvun og fór hann fram á greiðslustöðvun ytra. - bih Útibú Kaupþings í New York: Greiðslustöðv- un samþykkt EFNAHAGSMÁL Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti, stappaði stálinu í Íslendinga á 90 ára afmælis- hátíð íslenska fullveldisins sem haldin var í Cadogan Hall í London í gærkvöld. Metaðsókn var á hátíðina og hvatti Vigdís Íslendinga til að standa þétt saman á erfiðum tímum. Mikil og þjóðleg stemning var á hátíðinni sem endaði á því að þjóðsöngurinn ómaði um salinn. Vigdís var heiðursgestur hátíðarinnar og í ávarpi sínu fór hún ekki leynt með vonbrigði sín yfir því hvernig orðspor Íslendinga hefði beðið hnekki erlendis í tengslum við íslensku fjármálakreppuna. „Skyndilega stöndum við frammi fyrir því að það hefur fallið á bjarta mynd Íslands og það er okkur Íslendingum næsta óbærilegt að horfast í augu við grimmilegt hrun þjóðarbúsins og þau miklu vandamál sem það hefur skapað. Það hefði létt sárindin gagnvart gömlum bandamanni hefðu orð og gerðir á vissum stöðum hér í London tekið mið af ástandinu,“ sagði Vigdís. Hún sagði særandi að fjallað væri um íslensku fjármálakreppuna í erlendum fjölmiðlum eins og allir Íslendingar hefðu staðið að glannalegum athöfnum sem ekki hafi reynst för til frægðar. Vigdís lagði áherslu á að Íslendingar hefðu orðið fyrir miklu andstreymi margsinnis fyrr og ætíð tekist að rétta sig við. - ha Vigdís Finnbogadóttir hvatti Íslendinga til að standa saman á erfiðum tímum: Fallið á bjarta mynd Íslands VEL TEKIÐ Vigdísi Finnbogadóttur var vel tekið í London. Hér er hún ásamt Ólafi Kjartani Sigurðarsyni baritón (til vinstri), Sverri Hauk Gunnlaugssyni sendiherra og Felix Bergssyni, kynni á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HELGA ARNARDÓTTIR KRÖFÐUST AFSAGNAR DAVÍÐS Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í and- dyri Seðlabankans í gær og kröfðust afsagnar Davíðs með söng. Mótmælendur kölluðu „Davíð burt! Davíð burt!“ „Við ákváðum að fara af því að það er ekki tekið neitt mark á okkur,“ sagði Kjartan Þór Ingason, einn mótmælenda. SKOÐANAKÖNNUN Vinstrihreyfingin - grænt framboð nýtur mests fylgis um þessar mundir samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Flokkur- inn mælist með 32 prósenta fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki verið minni frá árinu 1993, og mælist liðlega 32 prósent. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarps- ins. Um 31 prósent styðja Samfylk- inguna. Um 21 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er sögu- legt lágmark. Um átta prósent sögð- ust styðja Framsóknarflokkinn, og þrjú prósent Frjálslynda. Um þrjú prósent styðja Íslandshreyfinguna. Sextán prósent aðspurðra sögðust myndu skila auðu yrði gengið til kosninga í dag. Í síðasta Þjóðar- púlsi Gallup í byrjun nóvember komu einnig fram miklar sveiflur í fylgi flokkanna og mældust Sjálf- stæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn þá með áþekkt fylgi. Ef niðurstöður tveggja síðustu Þjóðarpúlsa eru skoðaðar hafa Vinstri-græn bætt við sig ellefu prósenta fylgi á stuttum tíma sem svarar til taps Sjálfstæðisflokksins á sama tíma. Í nóvember mældist stuðningur við ríkisstjórnina í fyrsta skipti undir 50 prósentum á kjörtímabil- inu, en 46 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórn- ina á þeim tíma. - bj / shá Þjóðarpúls Gallup sýnir miklar sveiflur í fylgi stjórnmálaflokkana á stuttum tíma: Vinstri-græn njóta mests fylgis FÓLK „Við leggjum áherslu á heimatilbúinn mat og mat frá okkar búi,“ segir Ólöf Hall- grímsdóttir, ferðaþjónustu- bóndi, sem rekur kaffihús- ið Vogafjós í Mývatnssveit. Þar er ekkert venjulegt kaffi- hús á ferð þar sem það er staðsett í fjósi og geta gestir horft í gegnum glugga á kýrnar og kálfana. Alla laugardaga fram að jólum verður þar boðið upp á hádegis- verðarhlaðborð undir yfirskrift- inni Baulaðu nú Búkolla mín. Er þetta í fyrsta sinn sem Vogafjós býður upp á slíkt á aðventunni. - sg/ sjá sérblað um Norðurland Vogafjós í Mývatnssveit: Veislumatar notið í fjósi ÓLÖF HALLGRÍMS- DÓTTIR FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKA Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? B D S VF N óv em be r N óv em be r N óv em be r N óv em be r N óv . Í 8% 21 % 31 % 32 % 3%3% ÞJÓÐARPÚLS GALLUP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.