Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. desember 2008 11 MENNTAMÁL Stúdentar héldu 1. desember hátíðlegan í gær og efndu meðal annars til hátíðar- halda á Háskólatorgi og Austur- velli þar sem íslenskir námsmenn afhjúpuðu Menntavitann. Í tilkynningu segir að Mennta- vitinn hafi það hlutverk að lýsa Íslendingum leið út úr kröggun- um og minna ríkjandi stjórnvöld á mikilvægi menntunar á tímum sem þessum. Við afhjúpun Menntavitans lásu fulltrúar stúdenta upp opið bréf til Alþingis og ríkisstjórnar þar sem hvatt var til aðgerða sem snerta námsmenn. - ovd Mikilvægi menntunar: Lýsir Íslending- um leiðina FRÁ AUSTURVELLI Menntavitanum er ætlað að lýsa íslendingum leið út úr efnahagsþrengingunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR RÚMENÍA, AP Jafnaðarmannaflokk- ur Rúmeníu, sem að hluta til er arftaki gamla kommúnistaflokks- ins, fékk nánast alveg jafnmörg atkvæði og Miðflokkurinn DLF, sem Traian Basescu forseti tilheyr- ir, í þingkosn- ingum sem fram fóru í Rúmeníu á sunnudag. Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarvið- ræðum, þar sem enginn flokkur fær meirihluta á þingi. Þegar meira en 90 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Jafnaðarmannaflokkurinn fengið um 33,5 prósent atkvæða en miðflokkurinn um 33 prósent. Frjálslyndi flokkur Calins Popescu Tariceanu forsætisráð- herra er í þriðja sæti með um 18 prósent atkvæða. Kjörsókn var mjög lítil, aðeins um 39 prósent. - aa Þingkosningar í Rúmeníu: Enginn flokkur nær meirihluta CALIN PAPESCU TARICEANU Segja Kim á fótum Norður-kóreskir ríkismiðlar greindu frá því í fyrradag, að þjóðarleiðtoginn Kim Jong-Il, sem ekki hefur sést opin- berlega síðan í sumar, hefði heimsótt flughersveit. Engar myndir fylgdu fréttinni og ekki var heldur tekið fram hvenær heimsóknin hefði átt sér stað. Suður-kóresk yfirvöld telja að Kim hafi fengið heilablóðfall í ágúst. NORÐUR-KÓREA DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 150 þúsund króna í skaðabætur. Hann sló annan mann með bjórglasi. Fórnarlambið hlaut fjögurra til fimm sentimetra skurð aftarlega á hvirfli. Hópur fólks var saman kominn í Ölveri í Reykjavík. Til orðaskaks kom sem leiddi til þess að fórnarlambið sagði að kærasta árásarmannsins væri með ljót brjóst. Hún ýtti við glasi þess fyrrnefnda með þeim afleiðingum að bjór helltist yfir hann. Hann stjakaði þá við konunni, sem féll við. Árásarmaðurinn barði hann þá í höfuðið með bjórglasi. - jss Skilorðsbundinn dómur: Barði í höfuð með bjórglasi DÓMSMÁL Farið var fram á frávísun tveggja ákæra á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktar- þjálfara í héraðsdómi í gær. Benja- mín Þór var ákærður fyrir líkams- árás á Ragnar Ólaf Magnússon. Árásin var sýnd í Kompásþætti um handrukkanir á Íslandi síðastliðið haust. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Benjamíns, sagði ljóst að ákæruvaldið hefði gefið út tvær ákærur fyrir sama brotið og lagt þær báðar fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur. Þannig hafi tvö sakamál verið höfðuð á hendur Benjamín vegna sömu málanna. Það væri brot gegn íslensku sakamálaréttarfari, stjórn- arskrá og sáttmála um vernd mann- réttinda. Hann átaldi ákæruvaldið fyrir að senda fjölmiðlum endur- skoðaða ákæru, áður en hún var birt ákærða. Verjandi og ákærði hafi fyrst fengið vitneskju um að ákær- an væri í þremur köflum en ekki í tveimur í gegnum fjölmiðla. Sækjandi málsins hafnaði kröfu um að málinu yrði vísað frá. Hann sagði rétt að að forminu til hafi verið gefnar út tvær ákærur. Ákæruvaldið hafi hins vegar aftur- kallað fyrri ákæruna og hafi til þess skýra lagaheimild. Þá taldi hann skrítið að ákærði geti ekki upplýst hvaða ákæra var honum birt, sem hafi verið sú seinni. Úrskurðar dómara er að vænta í dag klukkan ellefu. - hhs Mál Benjamíns Þórs Þorgrímssonar var tekið fyrir í Héraðsdómi í gær: Farið fram á frávísun ákæra Í HÆSTARÉTTI Farið var fram á frávísun tveggja ákæra á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni héraðsdómi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ATVINNUMÁL Ljóst er að um helmingur starfsmanna á arkitektastofum innan vébanda Félags arkitektastofa horfir fram á atvinnuleysi frá og með 1. febrúar næstkomandi. Þetta segir í áskorun sem Félag arkitekta- stofa og Arkitektafélag Íslands hefur sent stjórnvöldum. Félögin skora á stjórnvöld að halda áfram undirbúningi framkvæmda og áætla hæfilegan tíma í undirbúning og hönnun. „Verkefnin verða þá tilbúin til framkvæmda þegar efnahagslífið réttir úr kútnum.“ Annars megi búast við stórfelldum flótta menntafólks úr landi. - sh Arkitektar eru uggandi: Helmingur missir vinnu Vildarkorthöfum VISA og Icelandair býðst nú spennandi jólatilboð. Þeim stendur til boða að velja á milli þriggja jólagjafabréfa hjá Icelandair og greiða fyrir með Vildarpunktum. Gjafabréfin eru tilvalin jólagjöf handa heimsborgaranum í fjölskyldunni. 10.000 Vildarpunktar jafngilda 6.000 króna gjafabréfi 20.000 Vildarpunktar jafngilda 13.000 króna gjafabréfi 30.000 Vildarpunktar jafngilda 20.000 króna gjafabréfi + Gjafabréfin eru eingöngu bókanleg á vefnum okkar, www.vildarklubbur.is Sala hefst í dag kl. 09:00. BREYTTU VILDARPUNKTUM Í JÓLAGJÖF JÓLAGJAFABRÉF VISA OG ICELANDAIR GILDIR SEM INNEIGN UPP Í FLUGFARGJALD TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA ICELANDAIR Helstu skilmálar: Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fargjald með Icelandair. Hægt er að nota eitt gjafabréf á hvern farþega í ferð. Gjafabréfið er hægt að nota fyrir hvern sem er. Gjafabréfin eru í sölu til 24. desember 2008. Ekki er hægt að breyta gjafabréfi aftur í Vildarpunkta. Gjafabréfið gildir í eitt ár frá útgáfudegi til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 4 3 48 1 2/ 08

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.