Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 10
10 2. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri gerir at- hugasemdir við grein við- skiptatímaritsins Fortune, sem sagt var frá í Frétta- blaðinu í gær. Athugasemd Ingimundar birtist hér. Í Fréttablaðinu í gær, mánudag- inn 1. desember 2008, er vitnað í grein í bandaríska viðskiptatíma- ritinu Fortune um hrun íslenska fjármálakerfisins. Í stuttri endursögn blaðsins segir eftirfarandi: „Blaðið hefur eftir heimildarmönnum úr röðum íslenskra ráðamanna og erlend- um seðlabönkum að Davíð hafi farið kolrangt að fyrr á þessu ári þegar Seðlabankinn reyndi að tryggja Íslendingum lánalínur frá öðrum seðlabönkum. Hann hafi ritað stuttar orðsendingar til bankanna sem yfirmenn þar hafi alls ekki túlkað sem beiðnir um aðstoð.“ Hér er alrangt farið með. Hið rétta í þessu tiltekna máli er að þegar Seðlabankinn leitaði eftir gjaldeyrisskiptasamningum við aðra seðlabanka fyrr á þessu ári var það gert í ítarlegum bréfum með viðamiklum fylgigögnum. Því er rangt að Seðlabankinn hafi sent stuttar orðsendingar til bankanna og útilokað er að yfirmenn í öðrum seðlabönkum hafi ekki túlkað orðsendingar Seðlabankans sem beiðnir um skiptasamninga. Auk bréfa og gagna sem lögð voru fram á þessum tíma fóru fram mörg símtöl og fundir þar sem frekari grein var gerð fyrir sjónarmiðum Seðlabanka Íslands í þessum efnum. Þá var m.a. haft sérstakt samráð við sérfræðinga annarra seðlabanka auk Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins eins og síðar er vikið að. Augljóst er að heimildir viðskiptatímaritsins eru afar óáreiðanlegar að ekki sé fastar að orði kveðið. Í umræðum hér á landi undanfarnar vikur og mánuði hefur afar margt verið missagt og ranglega með farið um það sem Seðlabankinn hefur gert og ekki gert í ár. Rangfærslur rata gjarnan á síður erlendra fjölmiðla og heimildarmenn þá væntanlega innlendir. Hvaðan koma þessar upplýsingar? Til upprifjunar sagði m.a. eftirfarandi í greinargerð sem Seðlabankinn birti á heimasíðu sinni 9. október sl.: „Í mars 2008 leitaði Seðlabanki Íslands til annarra seðlabanka um gerð gjaldeyrisskiptasamninga. Markmið bankans var fyrst og fremst að efla erlenda stöðu sína og að nýta lag sem þeir myndu gefa til þess að taka erlend lán á markaði í því skyni að efla hana enn frekar. Augljóst var, í því erfiða árferði sem ríkti, að gjaldmiðlaskiptasamningar myndu skipta miklu í þeirri áætlun. Í upphafi var kannað hvort danski seðlabankinn væri reiðubúinn til þess að gera slíkan samning og voru viðbrögðin jákvæð. Þá var leitað til Eng- landsbanka og var erindi Seðlabankans vel tekið í fyrstu. Samskipti voru við bankann undir lok mars og hreyfðist málið það vel um skeið að vinna var hafin við gerð samnings. Einnig var leitað til Seðlabanka Evrópu, Alþjóðagreiðslubankans í Basel og Seðlabanka Bandaríkjanna auk seðlabanka Svíþjóðar og Noregs. Seðlabanki Evrópu kvaðst ekki reiðubúinn til þess að ganga til samninga við Seðlabanka Íslands nema fyrir lægi álit Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á efnahagsmálum á Íslandi og stöðu fjármálakerfis- ins. Augljóst var að samtöl fóru fram á milli Englandsbanka og Seðlabanka Evrópu um efnið og óskaði sá fyrrnefndi einnig eftir áliti sjóðsins þegar hér var komið sögu. Að beiðni Seðlabankans sendi sjóðurinn umsvifalaust tvo sérfræðinga til landsins og fóru þeir yfir efnahagsmálin og stöðu fjármálakerfisins. Í tengslum við vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í apríl sl. áttu fulltrúar Seðlabankans fjölmarga fundi með sérfræðingum sjóðsins auk funda með bankastjórum Englandsbanka og norrænu seðlabankanna. Álit sjóðsins lá fyrir rétt eftir lok þessara funda. Hann var sammála áætlun Seðlabankans og taldi að gjaldmiðlaskiptasamningar myndu hafa þau áhrif sem bankinn vænti og auðvelda honum að sækja á alþjóðlegan lánamarkað fyrir hönd ríkissjóðs. Í viðræðum við aðra seðlabanka lagði Seðlabanki Íslands jafnan áherslu á að gjaldeyrisskipta- samningar þjónuðu ekki aðeins hagsmunum Íslands heldur einnig annarra vegna mikilla alþjóðlegra tengsla íslenskrar fjármálastarfsemi. Á fundunum í Washington óskaði bankastjóri Englands- banka eftir því að auk álits Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerði Seðlabanki Íslands grein fyrir framvindu efnahagsmála og stöðu fjármálakerfisins í eigin minnisblaði. Greinargerð hans og álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hvort tveggja sent þremur norrænum seðlabönkum, Seðlabanka Evrópu, Englands- banka og Seðlabanka Bandaríkj- anna.“ Segir rangfærsl- ur í Fortune Í umræðum hér á landi undanfarnar vikur og mánuði hefur afar margt verið missagt og ranglega með farið um það sem Seðlabankinn hef- ur gert og ekki gert í ár. BANDARÍKIN, AP Barack Obama skýrði form- lega frá því í gær að Hillary Clinton verði utanríkisráðherra í ríkisstjórn hans, sem tekur við 20. janúar næstkomandi. Robert Gates, sem hefur verið varnarmálaráðherra í stjórn George W. Bush síðustu tvö árin, heldur því embætti áfram eftir að Obama tekur við. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fagnaði því að Obama skyldi hafa valið Hillary til að gegna embætti utanríkisráð- herra: „Hún er rétta manneskjan í þetta starf, til að bæta ímynd Bandaríkjanna erlendis, binda enda á Íraksstríðið, efla friðinn og styrkja öryggi okkar,“ sagði hann. Obama skýrði einnig frá því að James Jones, fyrrverandi yfirhershöfðingi NATO, verði þjóðaröryggisráðgjafi, Eric Holder, sem í forsetatíð Bills Clintons var næstráðandi í dómsmálaráðuneytinu, verði dómsmálaráð- herra, og Janet Napolitano, ríkisstjóri í Arizona, verði heimavarnaráðherra. Obama hefur verið óvenju snöggur að velja sér ráðherra í fimmtán manna ríkisstjórn sína, og virðist leggja áherslu á að „koma hlaupandi niður á jörðina“ þegar hann tekur við, tilbúinn í erfiðan slag allt frá fyrstu stundu. Áður hefur Obama skýrt frá því að Timothy Geithner verði fjármálaráðherra, auk þess sem fram hefur komið að Tom Daschle, fyrrverandi leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, verði heilbrigðisráðherra og Bill Richardson, ríkisstjóri í Nýju-Mexíkó, verði viðskiptaráðherra, þótt ekki hafi verið opinberlega gengið frá því enn. - gb Barack Obama er þegar kominn með helming ráðherra í ríkisstjórn sína, sem tekur við 20. janúar: Clinton og Gates verða í stjórn Obama BARACK OBAMA OG HILLARY CLINTON Clinton sagðist í gær stolt af því að ganga til liðs við Obama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KONUNGLEG KÆRASTA Harry prins, yngri sonur Karls Bretaprins, og vinkona hans, Chelsy Davy, skemmta sér saman á ruðningsleik á Twickenham-velli í Lundúnum. Davy er fædd í Simbabve. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í athugasemdum sínum við grein um íslenskt efnahagslíf í viðskipta- tímaritinu Fortune, spyr Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri, hvað- an tímaritið hafi upp- lýsingar sínar. Hann veltir upp þeim mögu- leika að blaðið hafi feng- ið skældar upplýsingar frá heimildarmönnum á Íslandi. Hvað fullyrðingar tímaritsins áhrærir um að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi farið rangt að þegar hann reyndi að tryggja Íslendingum lánalínur frá erlendum seðlabönkum, kemur fram í greininni hver sú heimild er. Það er meðal annars haft eftir nafn- lausum, háttsettum embættismanni hjá Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Hann segir í grein- inni: „Viljir þú gera gjaldeyrisskiptasamn- ing við okkur hringirðu í [Jean-Claude Trichet, bankastjóra Seðlabanka Evrópu] og bókar fund með honum. Síðan flýg- ur þú til Frankfurt til að ræða fyrirspurnina og útskýrir hvern- ig þetta eigi að ganga fyrir sig. Þú verður að vinna hann á þitt band. [Davíð] Oddsson gerði enga til- raun til þess.“ - bs Athugasemdir um heimildaöflun Fortune: Vitnað í erlendan embættismann FORTUNE TÍMARITIÐ VIÐSKIPTI Íslendingar verða að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Gerist það ekki er hætt við afturhvarfi til haftatímans. Við það muni menntaðir Íslend- ingar hverfa af landi brott. Þetta segir dr. Gylfi Zoëga, prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands, í grein sem birtist eftir hann á vefmiðlinum voxeu.org í síðustu viku. Í greininni fjallar Gylfi um aðdraganda efnahagshrunsins. Hann segir að svo virðist sem hið opinbera hafi fátt gert til að hindra vöxt bankanna og skuld- setningu íslenskra fyrirtækja. Stærð fjármálakerfisins og skuldabyrðin hafi á endanum verið slík að Seðlabankinn hafi ekki með nokkru móti getað verið lánveitandi til þrautavara. - jab Lykillinn í aðild að ESB: Menntað fólk má ekki fara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.