Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 JÓLAUPPSKRIFTIR að hinum ýmsu kræsingum er að finna á síðunni vefuppskriftir.com. Þar má meðal annars finna uppskriftir að engiferkökum, appelsínu- kremi, ís, konfekti, steiktum rjúpum og jólaönd. „Ég hef alltaf verið mikill útivist- armaður og kynntist fjalla- mennskunni þegar ég fór í björg- unarsveit. Nánar tiltekið með björgunarsveitinni Ingólfi sem síðar hét Ársæll. Ég fékk áhuga á ísklifri við það og fór sjálfur á fullt,“ segir Freyr Ingi Björnsson, formaður Íslenska alpaklúbbsins, sem hefur stundað ísklifur frá árinu 2000. „Það er kannski erfitt að útskýra áhugann fyrir því að hanga utan í frosnum fossi,“ segir Freyr, beð- inn um að útskýra aðdráttaraflið. „Sjálfsagt er það vegna þess að þarna tekst maður bæði á við sjálfan sig og svo náttúruöflin. Það er auðvitað skrítið að hugsa til þess að verið sé að klífa frosinn foss, vatn sem myndi að öðrum kosti renna til sjávar. Enda hefur verið sagt að ísklifur sé með furðulegri íþróttum.“ Freyr heldur sér í góðu formi til að geta stundað áhugamálið, fer í ræktina að meðaltali fjórum sinn- um í viku og þá tvo tíma í senn. „Bæði stunda ég ólympískar lyft- ingar og vinn svo mikið með eigin líkamsþyngd, það er alveg nauð- synlegt þar sem maður vinnur mikið með hana í ísklifrinu,“ segir hann og bætir við að markmiðið sé þó ekki að verða eitthvert vöðvafjall. „Mitt markmið er ekki að verða rosalega stæltur, því þá er mass- inn bara meiri sem þarf að lyfta,“ bendir hann á. „Þvert á móti vil ég bara vera í góðu formi, maður þarf til dæmis að geta híft sig 40 sinnum til að ná eitthvert í ísklifr- inu. Aðalatriðið er auðvitað bara að hreyfa sig.“ Þótt átta ár séu liðin síðan Freyr fór fyrst í ísklifur segist hann endrum og eins upplifa sams konar fiðring og í fyrstu ferðinni. „Mér finnst enn fjör að klifra þegar leiðirnar eru krefjandi, en þeim fækkar óðum eftir því sem ég verð reyndari,“ viðurkennir hann. Hann bætir við að þeir sem hafi áhuga á ísklifri geti alltaf skráð sig á námskeið hjá Íslenska alpa- klúbbnum. Upplýsingar um hann má nálgast á www.isalp.is. roald@frettabladid.is Finnst enn fjör að klifra Freyr Ingi Björnsson, formaður Íslenska alpaklúbbsins, hefur stundað ísklifur um árabil og segir gott líkamlegt form forsendu þess að geta stundað áhugamálið af fullum krafti. Freyr fór fyrst í ísklifur í Þórsmörk og hefur stundað það af krafti síðan. MYND/GUÐMUNDUR TÓMASSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.