Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.12.2008, Blaðsíða 22
 2. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● norðurland Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur stórtónleika á aðventu laugardaginn 6. desember næst- komandi klukkan 18.00. Tónleikarnir verða í Íþróttahúsi Glerárskóla en með hljómsveit- inni verða tveir einsöngvarar, Dís- ella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson ásamt Kvennakór Akur eyrar. Vilhjálmur Ingi Sig- urðarson spilar einleik á trompet og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Búast má við hátíð- legri stemningu sem kjörin er í að- draganda jóla. Miðar á tónleikana fást í Penn- anum Eymundsson í Hafnarstræti á Akureyri og í Hamri, félags- heimili Þórs, við Skarðshlíð. Miða- verð er 2.500 krónur. - hs Sinfóníutónleikar á aðventunni Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur sína árlegu aðventutónleika 6. desember næstkomandi og verða þar góðir gestir með í för. MYND/SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS Ólöf Hallgrímsdóttir ferðaþjónustubóndi býður upp á heimareykt hangikjöt á hádegisverðarhlaðborði í Vogafjósi í Mývatnssveit alla laugardaga fram að jólum. Íslendingar vilja íslenskt í þess- ari tíð. Það veitist þeim auðvelt á hádegisverðarhlaðborði í Vogafjósi við Mývatn þar sem allur matur kemur beint af býlinu. „Við leggjum áherslu á heima- tilbúinn mat og mat frá okkar búi,“ segir Ólöf Hallgrímsdótt- ir, ferðaþjónustubóndi í Vogum í Mývatnssveit, en þar rekur hún ásamt fjölskyldu sinni kaffihús- ið og gistiheimilið Vogafjós. Alla laugardaga fram að jólum verð- ur þar boðið upp á hádegisverð- arhlaðborð undir yfirskriftinni Baulaðu nú Búkolla mín. „Við teljum mjög mikilvægt að vita hvað maður setur ofan í sig,“ segir Ólöf sem býr til, ásamt fjöl- skyldu sinni, fjölbreyttan mat á býlinu. „Við reykjum kjöt og silung, búum til kæfu, framleiðum ost úr mjólkinni okkar, bæði mots- arella og fetaost,“ segir Ólöf en á öllu þessu má smakka á hádeg- isverðarhlaðborðinu. Vogabænd- ur selja einnig vöru sína beint frá bænum og því getur fólk fest kaup á hangikjötslæri eftir mat- inn, eða gert sér ferð í Vogafjós til að ná í reyktan silung á jóla- borðið. En er hægt að kaupa vörur þeirra víðar? „Nei, við vilj- um sem fæsta milliliði,“ segir Ólöf með áherslu. Vogafjós er ekkert venjulegt kaffihús. Eins og nafnið ber með sér er það í fjósinu sjálfu og geta gestir horft í gegnum glugga á kýrnar og kálfana, en á Vogum er stundaður búskapur með kýr og kindur. Eins og gefur að skilja myndast við þetta einstök stemn- ing. Þetta er í fyrsta sinn sem Vogafjós býður upp á hádegishlað- borð á aðventunni en venjulega er kaffihúsið opið frá maí og fram í október. Þá er einnig tekið við hó- papöntunum aðra daga ársins. Ólöf segir móttökurnar við há- degishlaðborðinu nú á aðventunni góðar og bendir á að margt annað sé í boði í Mývatnssveit þessa dagana enda taki allir í þessu litla sveitarfélagi þátt í því að gera tíma ferðafólks sem eftirminni- legastan. „Svo mæli ég með að fólk fari í helgarferð í Mývatns- sveit í staðinn fyrir að fara til út- landa,“ segir Ólöf glettin. Hádeg- isverðarhlaðborðið verður haldið 6., 13. og 20. desember og er mat- urinn fram borinn milli 11.30 og 14. Á vefsíðunni www.vogafjos. net má nálgast matseðilinn sem er hreint út sagt girnilegur. Í for- rétt er boðið upp á grafinn silung, marinerað silungasalat, motsar- ellasalat, reyktan silung auk þess sem borið er fram hverabrauð, ljóst brauð, sósur og smjör. Aðalréttir eru soðið hangi- kjöt, nautastrimlar í teriyaki- sósu og bakaður silungur ásamt fjölbreyttu meðlæti á borð við jafning, kartöflur, rauðrófur, epli, grænar baunir, kartöflusal- at, steikt ferskt grænmeti, ferskt grænmeti með fetaosti og sætar kartöflur. Engin máltíð er full- komin nema henni fylgi einhver sætindi í lokin. Í Vogafjósi er boðið upp á íslenska ábætisrétti eins og ábrystir með berjasultu og þeyttum rjóma, súkkulaði- köku með rjóma og möndlugraut með berjasósu. Þess má geta að einhver heppinn fær möndlu- verðlaunin. - sg Baulaðu nú Búkolla mín Úrsúla Árnadóttir guðfræðingur tekur við prestsembætti á Skaga- strönd á næstu vikum. Hún hlýt- ur vígslu við Hóladómkirkju 14. desember og mun að eigin sögn sinna einhverju helgihaldi í sínu væntanlega prestakalli strax um hátíðarnar enda prestslaust á Skagaströnd. En hvar liggja hennar rætur? „Ég er innfæddur Akurnesing- ur og hef búið á Skaganum alla mína tíð, þannig að ég flyt bara af einum Skaga á annan,“ segir hún glaðlega og kveðst hlakka til að kynnast Norðurlandinu. „Ættir mínar liggja sunnan heiða, um Borgarfjörð og teygja sig til Þykkvabæjar. En systir mín býr að Flatatungu í Skagafirði og á börn og barnabörn nyrðra svo komin er stór grein af fjöl- skyldunni þar. Það er heilmikill stuðningur fyrir mig enda stutt að skreppa í Skagafjörðinn yfir Þverárfjallið.“ Hún segir eigin- manninn, Guðmund Ágúst Gunn- arsson vélvirkja, fylgja henni norður og veit að dæturnar þrjár verða að minnsta kosti tíðir gest- ir þar. Úrsúla er 51 árs og hefur reynslu af ýmsum atvinnugrein- um. Hún var þjónustustjóri í Ís- landsbanka um árabil og rak matvöruverslun á Akranesi í sjö ár. „Ég fór í guðfræðinámið árið 2000 og lauk því árið 2006. Þá tók ég þá vinnu sem bauðst sem var í Norðuráli í Hvalfirði. Þar vann ég með körlunum við kerin í átta mánuði,“ lýsir hún og kallar greinilega ekki allt ömmu sína. Nú starfar Úrsúla sem skrif- stofustjóri og meðhjálpari í Neskirkju og sinnir meðal ann- ars launabókhaldi og kaffihúsi. Einnig kveðst hún hafa predikað í kirkjunni og hjálpað til að deila út sakramentinu við altarisgöng- ur. „Í Neskirkju er mjög mikið starf og ég fer með reynslu- banka í farteskinu héðan norð- ur,“ segir hún brosandi en kveðst þó aðspurð ekki hafa tónað. „Ég hef sungið í kirkjukór Saurbæj- ar í Hvalfirði og vona að ég fari ekki mikið út af laginu. En það þýðir ekkert að stressa sig á því. Auðvitað getur okkur mistek- ist stundum og verðum bara að viðurkenna það.“ Hún tekur vel í uppástungu blaðamanns um að æfa tónið bara í sturtunni! „Já og á leiðinni í og úr vinnu. Ég er í bílnum tvo tíma á dag og þar gefst mér gott tækifæri til að syngja.“ - gun Æfir tónið í bílnum Flytur af einum Skaganum á annan. Úrsúla Árnadóttir var valin úr þremur umsækj- endum til að gerast prestur á Skagaströnd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÚ ERU JÓLIN AÐ KOMA!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.