Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 23. mars 1982. fréttir Bilunin í Fokkernum: EKKI RÉTTI MALMUR FORÞJÖPPU NNI? ■ „Rolls Royce verksmiðjurnar fóru yfir þennan hreyfil i október siðastliðnum og þá var ný og endurbætt gerð af forþjöppu sett i hann, sem hönnuð var vegna þriggja dæma um bilun i eldri gerð. Þetta atvik kemur þvi mjög á óvart”, sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugleiða, i við- tali við okkur i gær. Það var um þrjúleytið á laugar- dag, þegar Fokkervél Flugleiða, TF-FLM var nýlega komin á loft eftir flugtak á lsafirði, að bilun, sem liktist sprengingu, varð i vinstra hreyfli vélarinnar og gaus þegar upp mikill eldur. 22 far- þegar og'þriggja manna áhöfn voru um borð i vélinni. Tókst flugstjóra að slökkva eldinn með slökkvitækjum sem fyrir er kom- ið i hreyflinum og var það hans fyrsta hugsun að reyna lendingu á ísafjarðarflugvelli að nýju. Varð þó að hverfa frá þvi ráði, þar sem lokur á hjólhólfi við vinstra hjól ■ TF-FLM á flugbrautinni i Keflavik, skömmu eftir nauð- lendinguna. Sjö sentimetra þykku og 16 metra breiðu kvoðulagi hafði verið dælt á brautina og björgunarsveitum á Suðurnesjum gert aðvart. Vélin var i aðeins 150 metrahæðyfir vellinum á tsafirði þegar ósköpin dundu yfir. Ekki var unt að stöðva snúning á skrúfublööunum á leiðinni til Keflavikur og olli þaö þvi að liætta var á ofhitnun. En betur fór en á horföist. Á innfelldu mynd- inni má sjá nokkra yngstu far- þeganna fá sér hressingu eftir hina ævintýralegu flugferð, sem seint mun liða þeim úr minni. (Timamyndir Róbert). höfðuskaddast svo við sprenging- una, að hjólinu varð ekki komið niður. Var þvi flogið til Keflavik- urflugvallar, þar sem menn bjuggu sig þegar undir nauðlend- ingu vélarinnar, sem tókst giftu- samlega. En hverjar voru orsakir þessa óvenjulega óhapps? Eins og fram kom hjá Sveini Sæmundssyni beinist athyglin að forþjöppunni, sem er viftuspaði, sem snýst með 15 þúsund snún- inga hraða á minútu. Er talið að við það er brotin úr þjöppunni flugu út úr hlifunum utan um hreyfilinn hafi skaddast elds- neytisleiðslur, sem eldur kvikn- aði i. Hreyfillinn sem bilaði kom með vélinni til landsins árið 1972, þegar hún var keypt hingað frá Japan og hefur honum verið flog- ið um tiu þúsund tima. Eftir 5400 tima eru þessir hreyflar teknir úr og sendir i skoðun og endurbygg- ingu hjá Rolls Royce verksmiðj- unum, sem annast allt viðhald á þessari hreyflagerð. Sem áður segir var skipt um forþjöppu i hreyflinum i október og hefur honum verið flogið 689 tima frá þvi er hann á ný var tekinn i notk- un. Taldi Sveinn Sæmundsson að rannsóknin mundi nú beinast að þvi hvort málmurinn i þessu stykki væru sá rétti, eða hvort einhver annar smiðagalli fyndist. Er von á mönnum frá Rolls Royce verksmiðjunum i dag vegna rannsóknarinnar og enn- fremur hefur verið óskað aðstoð- ar Fokker verksmiðjanna i Hol- landi. Loks hefur Loftferðaeftir- litið óskað þess að breska loft- ferðaeftirlitið eigi hlut að rann- sókninni. Flugleiðir notuðu Boeing 727 þotu til innanlandsflugs um helg- ina, en þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að leigja Fokkervél i innanlandsflugið i stað TF-FLM og ætti hún að verða komin innan fárra daga. Starfsmenn Loftferðaeftirlits vildu ekki láta uppi neitt álit á or- sökum slyss þessa óg kváðust biða þess að hinir erlendu sér- fræðingar kvæðu upp úrskurð sinn. —AM „Leynilisti” kvennafram- boðsins ■ Listi kvennaframboösins i Reykjavik var sem kunnugt er samþykktur á félagsfundi sl. fimmtudagskvöld og átti hann að fara leynt þar til blaö kvenna- framboðsins kæmi út i kvöld. Samkvæmt heimildum Timans eru fimmtán efstu sætin þannig skipuð: 1. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi 2. Sólrún Gisla- dóttir, sagnfræðingur 3. Magda- lena Schram, blaðamaður 4. Þór- hildur Þorleifsdóttir, leikstjóri 5. Sigrún Sigurðardóttir, fulltrúi. 6. Kristin Astgeirsdóttir, blaða- maöur 7. Sigriður Kristinsdóttir sjúkraliði 8. Lára Júliusdóttir, lögfræöingur 9. Hjördis Hjartar- dóttir, félagsráðgjafi. 10. Guðrún Olafsdóttir lektor 11. Kristin Jónsdóttir, kennari 12. Helga Jó- hannsdóttir, húsmóðir, 13. Helga Thorberg leikari 14. Sigriður Dúna Kristmundsdóttir mann- fræöingur og i 15. sæti verður Ragnheiður Asta Pétursdóttir, þulur. —Sjó I ;:r,. - V ; -'h. ■ wm I ? \ I / ifc , É i \ ' '■'ýT,»í‘i i NORDMENDE VHS Langmest úrval Þau mæla með sér sjálf, myndsegulböndin frá / NORDMENDE / af myndefni fyrir Mjfcj Spectra video-vision V100 STAÐGR: 18000.- Bylting Gæði Kjör UTB: 4.980.- REST A 8 MAN NORDMENDE Þrautreynd vestur-þýzk gæöavara .míT. 'I' f j L h n n £É£ÉÉi iin Tmnm VERSLIÐ í SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.