Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIB Sendúm um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrus Simi (91) 7-75-51, <91)7-80-30. Skemmuvegi 20 KópavoKi HEDD HF. Mikift úrval OpiA virka daga 9-19 - Laugar- daga 10-16 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingafé/ag HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 Breskur lávardur kynnist íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði HÚPIIR FRÁ FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM í HEIMSÖKN Þriöjudagur 23. mars 1982. ■ „Hér vonumst við til að geta fengið innsýn i þau mál sem verið er að glima við á tslandi á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar og sjá hvaða lausnir tslendingar nota við að leysa þau og þá ekki sist þátt samvinnumanna i dæm- inu”, sagði Lord Thurso, sem er talsmaður Frjálslynda flokksins á sviði landbúnaðar og fiskveiða i bresku lávarðadeildinni, en hann er hér nú staddur ásamt 17 lönd- um sinum og tveimur Þjóðverj- um frá Flokki frjálsra demókrata i stuttri kynnisferð. Kom hópur- inn hingað s.l. fimmtudag, en heldur heim á ný i dag. Lord Thurso sagði að það væri ferðaklúbbur innan Frjálslynda flokksins (Liberal International) sem gengistfyrir þessari ferð, en einnig hefði komið til hvatning Sjávarútvegsráðherra Islands, enda hefur Framsóknarflokkur- inn haft veg og vanda af þvi að semja ferðaáætlunina i samræmi viðóskir þátttakenda, meðan þeir dveljast hér. Persónulega kvaðst Lord Thurso hafa mikinn áhuga á sjávarútvegi og fiskveiðum al- mennt, en hann er sjálfur mikill áhugamaður um fiskirækt og ræktar lax i á i Skotlandi, sem er i hans eigu. „Setan i lávarðadeildinni er ekki alltaf sérstaklega áhuga- vekjandi”, sagði lávarðurinn þegar við minntumst á stjórn- málin, ,,og hvernig ætti það lika að vera, þar sem umræðurnar snúast stundum um mál á borð við fargjöld með leigubilum og hundahald. Mál sem varða Skot- land sérstaklega taka þó alltaf mestan tima okkar sem komum á þingið þaðan norðan frá og utan þings það sem þar er að gerast i stjórnmálum. Nú biðum við full- trúar Frjálslynda flokksins með mikilli eftirvæntingu eftir þvi hver úrslit verða i kosningunni i Glasgow á fimmtudag, en barátta Roy Jenkins þar er mjög tvisýn. En við vonum samt staðfastlega aðþetta ihaldsvirki verði unnið”. Lord Thurso lauk lofsorði á þær móttökur sem þeir ferðalangarn- ir hefðu hlotið og sagði mikinn dropar ■ Lord Thurso: „Setan i lávarðadeildinni er ekki alltaf sérlega áhugavekjandi.. áhuga á að efla tengslin við Framsóknarflokkinn i þágu framgangs frjálslyndisstefnu. Hópurinn hlýddi fyrir helgi á fyrirlestur um sjávarútvegsmál i Sjávarútvegsráðuneytinu og enn átti Lord Thurso persónulega við- tal við Steingrim Hermannsson um fiskveiðistefnu tslendinga, samskiptin við EBE o.fl.. Farið var i heimsókn i frystihús ts- bjarnarins og skoðunarferðir um Reykjavik og austur að Gullfossi og Geysi. bá skoðuðu gestirnir Alþingishúsið og enn gafst mönn- um kostur á að ræða við fulltrúa ýmissa samtaka og stofnana, eftir þvi sem áhugi hvers og eins stefndi til svo sem fulltrúa orku- mála og verkalýðsmála. —AM fréttir Ráðningu for- stöðumanns á Droplaugastöðum frestað ■ Ráðning forstöðu- manns svokallaðra Droplaugastaða, nýs vistheimilis fyrir aldraða við Snorra- braut sem taka á i notkun á næstu vikum var frestað á siðasta borgarstjórnarfundi að beiðni Alberts Guð- mundssonar og Sigurðar E. Guðmundssonar. Kemur málið aftur fyrir fund borgar- stjórnar 1. april nk. Eins og sagt hefur verið frá i Timanum koma þau Sigrún Oskarsdóttir, geð- hjúkrunarfræðingur og Hermann Bridde, bakari helst til greina i starfið af þeim sjö umsækjendum sem sóttu um starfið ef marka má afgreiðslu félagsmálaráðs á um- sóknunum. —Kás Fjöldi innbrota um helgina ■ Fjöldi innbrota var kærður til Rann- sóknarlögreglu rikis- ins um og eftir helg- ina. Farið var i verslunina Austur- borg og haföi þjófur- inn á brott með sér 500 krónur. Innbrot var framið i Sindra stál og þar var gerð tilraun til að opna peningaskáp með logsuðutækjum. Það tókst ekki. Inn- brotsþjófar voru á ferð I fyrirtækinu Allt við Fellagarða ekki var komið i ljós hverju var stoliö þaðan. Nes- val Melabraut 57 fékk innbrotsþjófa i heim- sókn ekki hafði Rann- sóknarlögreglan upp- lýsingar um hvað hvarf þaðan. Þá var brotist inn i Breiða- gerðisskóla og unnin mikil spjöll á hurðum og öðrum innan- stokksmunum. Engu var stolið. —Sjó Óraunsæi Hátt verð ■ Þcini i kvennafram- boðinu er sjálfsagt margt til lista lag og sennilega gæddar mörgum þeim kostum sem prýða mega góða stjórnmálamenn. Hitt virðist þó strax ljóst að raunsæið verður þeim ekki tii trafala. Eða hvernig gat blessuðum konunum dottið i hug að hægt væri að samþykkja framboðsiista á fjöi- mennum fundi og siðan halda honum leyndum i næstum þvi viku?? ■ Vita menn af hverju viðskiptavinirnir koma alltaf með stiga með sér inn i Kaupféiag Hafn- firðinga? Jú, verðið er svo hátt. Knattspyrriu- áhugi ■ Þetta sáum við i Degi: „Beina útsendingin á enska knattspyrnuleikn- um á dögunum hefur vist varia farið fram hjá nein- um. S&S hefur frétt af hópum karla og kvenna sem sátu eins og limd við sjónvarpstækin og hrópuðu rétt eins og setið væri i brekkunni hjá iþróttavellinum. En e.t.v. hefur æsingurinn hvergi verið meiri en hjá manni nokkrum hér i bæ aödá- anda Tottenham sem stóð upp frá sjónvarpinu þeg- ar beina útsendingin var rofin kveikti á útvarpinu, stiilti á BBC og heyrði þar siðustu mínúturnar. Þeg- ar hann varð þess áskynja að Tottenham hafði tapað grýtti hann útvarpinu i næsta vegg og lauk þar sögu þess”. Það hefði nú jafnvel verið við hæfi að grýta út- varpinu i sjónvarpið... Krummi ... er á þvi að það verði að fara að koma einhverri reglu á þessa reglugerða- útgáfu...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.