Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.03.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. mars 1982. 11 menningarmál •.- - Rúdolf Kerer ■ Hinn 13. mars lék Sovét- maðurinn Rudolf Kerer einleik á pianó i Austurbæjarbiói fyrir félaga Tónlistarfélagsins. Margir voru eftirvæntingarfullir, eftir hinn mjögsvo eftirminnilega leik Kerers á sinfóniutónleikunum tveimur dögum áður. Það þykir jafnan miklum tiðindum sæta þegar nýir sovéskir tónlistar- menn birtast fyrir vestan tjald: hver man ekki uppþotin út af Gilels og Richter á sinum tima eða Rostropovits (sem að visu var flengdur af tónlistarkritikker Morgunblaðsins þegar hann kom hingað fyrst)? Tónlistarskólar og tónlistarhefð þar eystra þykja bera af, enda eru hinir miklu jöfr- ar þaðan jafnvigir á einleik og kammertónlist auk þess sem þeir hafa sýnilega mjög alhliða þekk- ingu á tónlist og eiga þvi auðvelt með að sveifla sér upp á stjórn- pallinn með sprota i hönd. Mér sýnist að Kerer sé i flokki með þeim Richter og Gilels en engan hefi ég hitt sem hafði heyrt hans getið áður vestantjalds. Hins vegar hafði maður heyrt hann á tónleikum i Prag og þar kom fram að Kerer er af þýskum foreldrum og varfyrrum prófess- or i stærðfræði enda fór hann ekki að koma fram reglulega á tón- leikum fyrr en eftir þritugt. Á tónleikunum flutti Kerer fjögur verk: Stef og 32 tilbrigði i c-moll og „Appassionata”, sónötu i f-moll óp. 57 eftir Beethoven Kreisleriana eftir Schumann og Spænska rhapsódiu eftir Liszt. Loks spilaði hann tvö aukalög „kontradans” eftir Beethoven og vals eftir Chopin og hafði enginn heyrt hið fyrrnefnda áður. Siðari hluta efnisskrárinnar var breytt frá upprunalegri áætlun og var það miður þvi bæði verkin eru fremur léttvæg miðað við þau sem fyrirhuguð voru, C-dúr fantasia Schumanns og a-moll sónata Prókojeffs. En hvað um það. Mér finnst það koma mjög fram i leik Kerers, að hann er afar gáfaður listamaður sem spilar „með höfðinu en ekki fingrun- um”, en auk þess er eitthvað harkalegt við leik hans likt og af djúpri reiði eða óþolinmæði. Um tækni þarf auðvitað ekki að tala hjá svona manni en ég trúi þvi að Steinway hefði dugað betur en Bösendorfer á þessum tónleikum, þvi efri hluti tónsviðsins i hinum siðarnefnda er of veikur til að leyfa þau átök sem skapmiklir pianistar eins og Kerer (eða Richter) vilja láta koma fram i leik sinum. Og fyrir vikið var tónninn ekki eins fallegur hjá Kerer á þessum tónleikum eins og i Háskólabiói. Vafalaust urðum við þarna vitni að upphafi mikilla tónlistar- tiðinda á Vesturlöndum. 21.3. Sænska þjóðin skundar ■ Föstudagskvöldið 12. mars voru tónleikar i Norræna húsinu, þar sem sænskir listamenn spil- uðu og sungu ýmis nútimaverk. Fyrst lék Mats Persson (pianó) Bewegungen og Quantitetne eftir Bo Nilsson. Nilsson fæddist 1937 og er að mestu sjálflærður. Hann vakti mikla athygli (segir skráin) þegar hann kom fram 18 ára að aldri i Köln með tónverk sam- bærileg við verk eftir Boulez og Stockhausen. Verkin sem nú voru leikin eru frá þvi fyrir 1960 og bera öll merki tónlistar þess tima. Næst lék Kjell-Inge Stevensson (klarinett) einleiksverk eftir Anders Eliasson, sem fæddist i Dölum 1947. Hér er beitt svipuð- um brögðum og Askell Másson beitir i sinum verkum fyrir EinarJóhannesson, en Stevens- son er frábær klarjnettisti. Nú söng Kerstin Stáhl Soli- loquium eftir Bengt-Emil Johnson, rithöfund, tónskáld og útvarpsmann. Hann og söng- konan hafa unnið saman innan vébanda „Harpans Kraft”, sænsku „Musica Nova”, að nýjum flutningi ljóðlistar — þetta sérstaka verk hljómaði eins og maður, sem stamar óumræðilega mikið, væri i dauðans ofboði að reyna að koma einhverju til skila. En á milli komu smásöngstrófur sem sýndu, að Stahl hefur mikla og fallega rödd. Jörgen Johansson frumflutti einleiksverk fyrir básúnu, „Stampmusik” eftir Peter Shcu- back. Schuback er sellóleikari og tónskáld (f. 1947), sem starfar i „Harpans Kraft”, en nafnið Stampmusik er orðaleikur, eins og sfðar kom á daginn, nl. það að stappa, og viss tegund af takt- fastri tónlist. Þvi i miðjum klið- um rak Johansson löppina i gólfið, og þvi var samstundis svarað með öðru stappi inn i i bókasafninu. Hýrnaði þá ögn brá á sendiráðsmönnum og öðru til- fallandi fólki, sem þarna var komið i embættiserindum. Stevensson (klarinett) og Pers- son (pianó) fluttu nú Close to eftir Sven-David Sandström „eitt efnilegasta tónskáld Svia”, samið 1972.Helzta nýjung þarna, sem ég varð var við, var sú að klari- nettistinn kom nótnapúlti sinu fyrir inni i flyglinum. Og loks frumfluttu söngkonan Stáhl, klarinettistinn Stevensson og pianistinn Persson Oratorium fyrir mezzósópran eftir Snorra Sigfús Birgisson. Þetta verk samdi Snorri haustið 1981 að pöntun sænska útvarpsins fyrir þessa tónleika. Textinn er gamalt viðlag: Dimmt er i heiminum, drottinn minn, deginum tekur að halla. Dagur fagur prýðir veröld alla! Öratória Snorra virtist saman sett úr svipuðu efni og önnur verk á tónleikunum: söngkonan hvæsti og tal-söng, og klarinettistinn gerði ýmsar smátæknibrellur á hljóðfæri sitt. En Snorri er sýni- lega nokkurs metinn þarna eystra fyrst hann er fenginn til að semja verk fyrir tónleika sem þessa. Kynnir á tónleikunum, og lik- lega upphafsmaður þeirra, var Göran nokkur Bergendahl sem mér skilst að sé ungskáldum vorum hiðsama á sænskri grund og Peter Halberg er Nóbelsskáld- inu. bessir tónleikar sýndu, að sænsk nútímatónskáld eru að yrkja eftir sömu linum og okkar skáld. En þarna heyrði ég þó ekk- ert, sem jafnazt getur við margt það bezta, sem við heyrum hér eftir islenska menn, en söng- konan Stahl gæti ég imyndað mér að bæri af okkar stúlkum á þessu sviði. Þvi miður þurfti ég að sleppa siðari hluta tónleikanna, en þá var flutt „kollektivkomposition- in” The rest of the seasons — samvinnutónsmið eftir flytjend- urna, og hefi ég frétt að þetta verk hafi likað vel. Aheyrendur voru 31. 21.3. GERSKT ÆVINTÝRI ■ Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitarinnar 11. mars voru helgaðir „rússneskri” tónlist: Vladimir Fedoseyev frá Lenin- grad stjórnaði hljómsveitinni, Rudolf Kerer lék á pianó en c- moll pianókonsert Rachmani- noffs, nr. 2 og 4 sinfónia Tsjækofskis i f-moll voru á efnis- skrá. „Móðir Rússland” skin i gegnum þetta allt saman viðátturnar, skógarnir og stór- fljótin og hin stóra rússneska sál. C-moll konsert Rachmaninoffs (1873-1943) er ekki eins geislandi fyrir pianóið og pianistann og hinn þriðji heldur er einleiks- hljóðfærið fremur hluti af hljóm- sveitinni. Kerer spilaði að- dáunarlega vel og raunar var all- ur flutningur góður. Siðan spilaði hann aukalag eftir Prókoffjeff og með þvi að a-moll sónata þess tónskálds var einmitt á efnisskrá hjá Tónlistarfélaginu tveimur dögum siðar hugsuðu margir gott til glóðarinnar, þvi slikan Prókoffjeff höfðu menn ekki heyrt áður. En það átti ekki að verða þvi efnisskránni hjá Tón- listarfélaginuvarbreytt og Kerer á a-moll sónötuna óspilaða enn. Ekki var ég nú jafnhrifinn af túlkun Fedoseyevs á 4. sinfóniu Tsjækofskis og margir aðrir þvi hvað er Tsjækofski ef ekki rómantiskur og litrikur, „stór- sleginn” (tónleikaskrá) og öfga- fullur? Allt þetta reyndi stjórn- andinn að nema brott, draga úr öfgum og „túlkun” en fyrir vikið varð flutningurinn fremur litlaus og tiðindalitill. Auk þess spilaði hljómsveitin ekki nema miðlungi vel og hvers kyns slappleika gætti hjá blásurum i fyrsta þætti. En kannski er nokkuð til i þvi að margir séu búnir að heyra þessa sinfóniu svo oft, aö varla sé á það bætandi nema reyna einhverjar nýjar aðferðir i túlkun — búa til nýjan Tsjækofski. En mér fannst hann verri en sá gamli. 21.3 Sigurður Stein- þórsson skrifar um tónlist. Úrval af Úrum Magnús Ásmundsson (Jra- og skartgripaverslun Ingólfsstræti 3 Úraviðgerðir. — Póstsendum Simi 17884. K. Jónsson CrCo.hf. STILL lyftarar í miklu úrvali. Hafirðu ekki efni á nýjum þá bjóðum við mikið úrval af notuðum lyfturum til afgreiðslu nú þegar, 1.5 t raf, lyftíhæð Dísillyftarar 2 t 2 t raf, lyftíhæð 3 t raf, lyftíhæð 3.5 t raf, lyftíhæð Ennfremur höfum við 7 t dísil og margskonar aukabúnað fyrir flestar tegundir lyftara. Hafírðu heldur ekki efni á að kaupa notaðan lyftara bjóðum við þér lyftara til leigu, enn- fremur sérstakan lyftaraflutningabil til flutninga ályft- urum allt að 6 tonnum. Upplýsingar í síma 26455 og að Vitastíg 3. SUNN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Geliur — Kinnar_ Hrogn og lifur ofl. ofi. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiöi 5, Selfossi VEENHUIS haugsugur Galvaniseraflur tankur Of lug 6000 min/litra dæla Opnanlegur tankur að aftan auðveldar þríf Stórir flothjólbarðar (17.080x20) Stærðir: 3400 litra — 4300 lítra 6000 litra — 8000 lítra Hagstætt verð. |= ÁRMULA11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.