Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 2
2 MiOvikudagur 31. mars 1982 ■ Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðhcrra: „Ég vildi gjarnan aö heimild væri að ráð- stafa þessum loðnuflota þannig að hann kæmi þeim stöðum að notum, sem vantar fisk. En i fisk- veiöilögunum er engin heimiid t.d. gagnvart togveiöum, til þess að binda þær neinum slikum leyf- um. Togveiðar eru ekki háöar leyfum, þótt einkennilegt sé. Allar aðrar veiðar geta vcriö háðar leyfum, ef sjávarútvegs- ráðherra kýs. Nú er búið, eða verið aö breyta allmörgum stórum loðnuskipum i togskip. Ég hefði talið æskilegt að togveiðar væru háðar leyfum, þá hefði verið hægt að scgja við eig- endur þcssara skipa: allt í lagi, þið getið fengið leyfi, cn með þvi skilyrði að þið landið þar sem fisk vantar.” Stein- grfmur Her- mannsson sjávar- útvegsráð- herra svarar nokkrum spurning- um: „Það er ekki vaf i á ad hægt er að gera veiðar og vinnslu hagkvæmari” ■ — Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra. Fyrir ára- mótin siöustu haföirðu orð á þvi að ef til vill ættum viö aö fara að snúa dæminu við og athuga hvernig við getum framleitt sjávarafurðir fyrir þaö verð sem við getum fengið fyrir þær. Hvað er þér i huga i þvi efni? ,,Ég hef sagt aö i stjdrnun veiða þurfi að taka tillit til þess lfka. Lögin frá 1976 um fiskveiöiland- helgina byggjastá þvl að stjórn- un. veiða byggist á verndun fisk- stofna. Þetta eru i raun lög um verndun stofna og ráðherra er veitt mjög viðtæk heimild til aö takmarka veiðar ef fiskstofnar eru i hættu. Hins vegar er ljóst að þetta er ekki nóg. Sildin er kannski besta dæmiö um það. Sildarstofninn er oröinn sterkur, hann er farinn að nálgast það sem maöur getur álitiö aö sé eðlilegt jafnvægi en hins vegar hefur markaðurinn hrunið. Eins og viö stöndum aö sildveiöi nú, erum við ekki sam- keppnisfærir. Viö stundum sild- veiðar meö 160-170 bátum og það er alveg ljóst aö eins og nú er ástatt verðum viö að fækka bát- um mjög mikið og vita hvort viö getum ekki með þvi' lækkað til- kostnaðinn og þar með veröið. Þetta er gott dæmi þess aö maður veröur að skoöa báöar hliðar málsins.” Nú vantar togara á Siglufjörð — A þetta ekki við um allar veiðar? „Jújú, vitanlega má segja þetta um allar veiðar. Hitt er annaö mál að þorskafuröir eru mjög seljanlegar og við þurfum ekki að takmarka þorskveiðar af þeirri ástæöu. Hinsvegar væri kannski æskilegt aö hafa heimild til ,að stjórna veiðunum, t.d. með tilliti til þess hvar fisk kann að skorta i vinnsluna. Það væri lika æskilegt að geta haft áhrif á hvaö mikið af fiski fer i skreið og hvað mikið i salt og hvað mikið i frystingu. En það eru engar heimildir til sliks.” — Kostum viö of miklu til við veiðar og vinnslu? „Ég get tekið undir það að við kostum eflaust of miklu til. Það er ekki vafi á að það er hægt að gera þetta hagkvæmara, þegar á heildina er litið. Hins vegar koma þá upp önnur vandamál, þegar eingöngu er litið á heildina þá koma upp byggðavandamál og staðbundin vandamál. Og þá má spyrja hvað þau kosta. Við getum nefnt Siglufjörð. Þar blasa við mjög mikil vandamál núna. Loðnan hefur hrunið eða hvað við eigum að kalla það og þeir hafa selt i burtu togara og báta. Þar blasir við mikill skortur á at- vinnu. En það er i raun ekkert i fisk- veiðilögum, sem heimilar stjórn- völdum aðsetja neinum þau skil- yrði að fiski verði landað þar. Þeir þyrftu f raun og veru að fá skip,þyrftu kannski aö fá togara. Ef við litum staðbundið á vand- ann, þurfa þeir að fá skip þvi nýtt frystihús þar fær ekki nógan fisk. Enef við litum á heildina, þá má alls ekki fjölga togurunum.” „Hvað áttu við með stefnu?” — Þegar þú settist i þetta ráðu- neyti boöaðir þú nýja stefnu i fiskveiðimálum. Siðar sagðir þú á Fiskiþingi að þú mundir ekki berja fram neina stefnu, sem ekki væri viðtæk samstaöa um. En fyrir um hálfu ári sagöir þú i viðtali að svo gæti farið að nauðsyn ræki þig til að gera ein- mitt það.Er ný fiskveiðistefna að fæðast? ..Hvaö áttu við með stefnu? Þú verður að athuga að stjórnunar- leiðir eru mjög breytilegar eftir veiðum og aðstæðum. Ég hef sannfærst um það hér að þú finn- ur enga algilda stjórnunarleið sem gildirfyrir allt. Það þarf ekki að vera að þær leiðir sem famar eru til að takmarka þorskveiðar henti fyrir sildveiðar eða loðnu- veiðar og því siður fyrir rækju eða eitthvað enn annað. Ég sagði áðan að það þarf að gera breytingar á sildveiðunum, ogþaðgetur vel veriðef ekkinæst samstaða að það krefjist þess að Sjávarútvegsráðuneytið höggvi á hnútinn.” — Með spurninguiini átti ég viö hvort almenn samræmd stefna i fiskveiðimálum væri væntanleg önnur en að hafa sem viðtækast samstarf við hagsmunaaðilana. Hún hefur naumast verið til. „Það er ekki rétt. Þau tvö ár, sem ég hef verið hér hefur verið gefin út ákveðin stefna eins og kallað er, fyrir veiðarnar fyrir árið. Fyrir þorksveiðar er stefnan gefin út i desember fyrir næsta ár, sem hefur aldrei verið gert áður. Til dæmis dróst það fram i febrúar 1980. Það er vitleysa að gefa út stefnu til margra ára Stefnan nú byggir á mark- miðinu 450 þúsund tonn af þorski verði veitt. Þvi er skipt þannig að 220 þús. tonn veiðist á báta og 230 þús. á togara. Arinu er skipt i þrennt og fyrir togarana er ákveðið hve margir skrapdagar skuli vera á hverjum árs- þriðungi samtals 150. Fyrir bát- ana er ákveðið hvað mikið má veiða á hverjum ársþriðjungi, hvernig á aö ná þvi með ákveðnu stoppi á bátunum t.d. um pásk- ana, um mitt sumarið og um jóla- leytið. Ég tel þetta vera stefnuna, ég ætla ekki að gefa út stefnu til fleiriára, þaðer ekkihægt, það er\ vitleysa. Aö gefa út stefnu fyrir loðnuveiðar, eins og viö reyndum að gera til fleiri ára, þvi miður, hún hrynur. Á þessari stjórnunarleið hafa verið gerðar mjög mikilvægar lagfæringar undanfarin tvö ár. Ein mikil lagfæring er t.d. þessi að skipta árinu i þrennt, endur- meta hvert stefnir eftir hvern ársþriðjung og herða á eða slaka' á, á þeim næsta. Mikilsverðar breytingar á þorskveiðum Núna gerðum við mjög mikil- vægar breytingar fyrir togarana, þ.e.a.s. það er tekið upp sveigjan- legt hámark af þorski á skrap- dögum, frá 5% upp í 30% ef ég man rétt og þeir geta sjálfir valið hvers konar skrapi þeireru á. Ég held að þetta sé kannski einhver viðamesta og mikilverðasta breytingin sem hefur verið gerð gagnvart togurunum lengi. Þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.