Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 3
Miövikudagur 31. mars 1982 3 skapar t.d. togara sem fer á ýsu, möguleika til að vera á ýsu en vera þó með kannski 25% þorsk. Ef þetta hefði hins vegar verið fast bundið við að hann mætti aldrei fara yfir 15%, þá er hann i vandræðum með ýsuskrapdaga þvi að þessar tegundir blandast það mikið saman. I stað þess að fara Ut i löndunarsvæðiskvöta — sem ég held nú enn að komi til greina — sem menn voru hræddir við hefur verið horfið að þvi' að reyna að lagfæra þessa stjórnunaraðferö sem ákveðin var fyrir þrem eða fjórum árum af mfnum fyrir- rennurum. Og ég held að hún hafi verið lagfærð að verulegu leyti sem kemur m.a. fram i þvi að i fyrra var markmiðið sett á 420 þúsund lestir og fór upp i 450 rúm- lega sem ég tel ekki slæmt.” Útilokað að stoppa kappsfullan togaraskipstjóra — Ertu búinn að leggja hug- myndum um löndunarkvóta endanlega? ,,Ja-á, ég hef ekki viljað halda þeim mikið á lofti. Það var unnið mjög mikið i þessu 1980 haldnir fundir, — þetta rætt og sýnt og fékk mjög góðar undirtektir, satt að segja, og ég hélt nú kannski að menn mundu hoppa inn á þetta. En svo sýndi sig að menn eru beinlinis hræddir við meira ákvörðunarvald heima i héraði. I þessu fólst að t.d. Isafjarðardjúp fékk ákveðinn kvóta en menn heimafyrir áttu að stjórna þvi hvemig honum yrði skipt og hvenær veiði yröi takmörkuð meira eða minna eftir þvi hvernig stóð á kvótanum. En það sýndi sig að mönnum var illa við að taka slikt ákvörðunarvald heim. Þeir áttu að hafa i hendi sér að sam- ræma veiðarnar og vinnsluna og þeir gátu sjálfir farið yfir i kvóta á skip, ef þeir vildu. En staðreyndin er sú, eins og einn framkvæmdastjóri sagði við mig: ,,Það er útilokað fyrir okkur að skipa kappsfullum togara- skipstjóra að stoppa tvo til þrjá daga i landi, af þvi að það er of mikill fiskur, þið verðið að gera það niðri í Sjávarútvegsráðu- neyti”, sem ég alls ekki vil, það kemur ekki til mála.” Staðir sem eru að hrynja af fiskleysi vilja ekki fisk — Er ekki sennilegt að þess háttar fyrirkomulag leysi mál eins og það sem þú nefndir áðan varðandi Siglufjörð? „Jú, það tel ég tvimælalaust. Vitanlega er skipum af öðrum stöðum á svæðinu frjálst að landa þar núna en það gerist ekki, nema þaðséalltofmikillfiskurá einum stað. Við höfum gert mjög itarlegar tilraunir til að miðla fiski og þær eru ennþá f gangi. 1 fyrrasumar og haust sömdum við við Við- skiptaráðuneytið um að ekki yröi heimilað að sigla með fisk nema áður hefði verið kannað hvort ein- hver hér heima vildi fá fiskinn. Þá sýndi sig að þegar mjög mikiö framboð var af fiski um mitt sumar, og menn vildu sigla að þá fékkst enginn til að taka við fiski þótt hringt hefði verið um allt land. Við losnuðum við einn togarafarm á Akranesi. En Þórs- höfn sem manni hefur skilist að væri að hrynja af fiskleysi eða Djúpivogur þeir voru tilbúnir til að taka 50 tonn. Enginn togari fer þangað meö 50 tonn. Svo þegar kom fram á haustið og vantaði fisk, þá fóru sumir þessir staðir að hringja inn til Llú, þar sem miðstöðin var en þá var hvergi hægt að fá fisk. Þetta er annað sem sannar aö það gengur ekki upp sem Kjartan Jóhannsson og fleiri reikna þegar þeir deila nánast heildartonnum af fiski með heildartonnum skipa.” Flotinn verður of stór í sumar — Þá skulum við ræða um skipin. Þú hefur oft Iýst þvi yfir að þér þyki fiskiskipaflotinn kannski aðeins óþarflega stór, en ekkert allt of stór. Ertu enn sama sinnis? „Ég er sama sinnis um hinn raunverulega þorskveiðiflota. Ég efast um að við náum þvi á ver- tiðinni sem við ætlum okkur, með miklu minni flota en nú er. Hitt er svo annað mál að sá mikli floti sem hér er á veiðum, hann er allt of stór i sumar. Svipað má segja þegar skoðað er á milli staða. Ég sagði að það vantar skip á Siglu- fjörð, tvimælalaust, miðað við af- kastagetuna þar. En það sem sér- staklega gerir strik i reikninginn nú er loðnuflotinn. Hann hefur gjörbreytt dæminu, hann er 52 skip og ef 45 þeirra koma inn á þorskveiðar — það getur vel farið svo — þá er það auðvitað svo gifurleg viðbót að það er ómögu- legt að horfa framhjá þvi. Ég vildi mjög gjaman að það væri heimild til að ráðstafa þess- um loðnuflota þannig að það kæmi þeim stööum að notum, sem vantar fisk. En i fiskveiöilög- unum er engin heimild t.d. gagn- vart togveiðum, til þess að binda togveiðar neinum slikum leyfum. Togveiðar eru ekki háðar leyfum, þótt það sé skritið. Allar aðrar veiðar geta verið háðar leyfum, ef sjávarútvegsráðherra kýs. Nú er búið og verið að breyta all- mörgum stórum loðnuskipum i togskip. Ég heföi talið æskilegt að togveiðar væru háðar leyfum, þá hefðiveriðhægtaðsegja við þessi skip : allt I lagi þið getiö þá fengið leyfi — þvi þau þurfa að sjálf- sögðu að bjargast — en þá með þvi skilyröi að þið landið þar sem fisk vantar. Þessi skip eru yfir- leitt ekki bundin neinu frystihúsi. Sum þeirra eru bundin einhverri bræðslu að visu, en þau eru miklu siður bundin frystihúsi. Þannig mætti náttúrlega miðla afla miklu betur um landið en gert er nú.” Svo fara menn að saga framan af skipi — og við getum ekkert sagt Togararnir eru farnir að nálgast hundrað og ekkert lát virðist vera á fjölguninni. „Þaö er voðalegur galli við þessi mörk, 39 metra og 1000 ha vél, sem fiskveiðilögin segja að séu togarar. Að visu hefur ráðu- neytið fært mörkin niður I 900 hö með reglugerð og skip með þá vélarstærö verða að taka út sína skrapdaga. Nú gilda miklu harðari ákvæði um endurnýjun togara, það verður að fara togari úr landi. Aftur á móti höfum viö taliö eðlilegt að hafa endurnýjun bátaflotans frjálsari, þvi þörfin þar er miklu meiri. Þessi mis- munur leiðir svo til þess að menn eru að saga framan af skipi breyta vélum og koma með vott- orð frá framleiðanda um að skipið sé jú 38,5 m og með 850 ha vél og komast undir bátareglurn- ar. Ánþess að við getum i raun og veru sagt mikiðafþviaðlögin eru svona.” — Kemur ekki til greina að breyta þessum lögum? „Ég er að setja i gang núna endurskoðun á fiskveiðilögunum og það verður gert eins og gert var 1975. Þaö verða settir I þetta sérfræðingar, fyrst frá hags- munaaðilum og siðan koma full- trúar þingflokkanna. Endurskoöun á fiskveiöilögun- um er mjög viökvæmt mál. Stærðarmörk skipanna er eitt af þvi sem þarf að endurskoða að minu mati. Inn i þessa endur- skoðun kemur lika athugun á hvort eigi að hverfa frá lögbundn- um lokunum og fara meira yfir i skyndilokanir^inn I það koma líka athuganir á hvort eigi að taka til- lit til hagkvæmni veiða meira heldur en gert er i lögunum, t.d. gagnvart togurunum. Gæti þurft að stækka þorsk- kvótann fyrir loðnuskipin — Þorskurinn stendur vel núna, er það ekki rétt? „Svo segja þeir. Þeir telja að óhætt sé að veiða 450 þúsund tonn i ár og næsta ár en óvi'st hvað verður svo. Að vi'su telja þeir að með áframhaldandi þeirri veiði þá eigihrygningarstofninn aðeins að dala en ekkert alvarlegt. Það er auðvitað eðlilegt aö það gerist, þvi þá erum við komnir framhjá ’76 árganginum i hrygningu og það koma veikari árgangar eftir ’76.” — Það er búið að ákveða 450 þúsund tonna þorskveiöi i ár, í samræmi við tillögur Hafrann- sóknarstofnunar. Erliklegt aðvið þann kvóta verði bætt, t.d. fyrir loönuflotann eins og i fyrra? „1 þessum 450 þúsund tonnum geröi ég ráð fyrir loðnuflotanum. Að visu kunna þau 20-30 þúsund tonn sem gert var ráð fy rir þarna að vera full litið eins og nú horfir með loðnuna seinni hluta ársins. Sjá næstu síðu Hempels skipamálning er fær í allan sjó Á stýrishús: Hernpalin i) »» Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. Lakkmálning. Á stálsiður: Hempalin »» »> Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. Lakkmálning. Á vélarúm: Á vélar: Hempalitt II II Hempalin Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. Vélalakk eða Lakkmálning. Ryðvarnargrunnur. Á trésíður: Á lakkað tréverk: Hempalin »» Hempels Grunnmálning. Lakkmálning. Bátalahk no. 10. »» V élalakk. Á málað tréverk: Hempalin Grunnmálning. Á trélestar: Hempalin Grunnmálning. »» Lakkmálning. »» Lakkmálning. Á trébotn: Hempels »» Botngrunnar A. Koparbotnmálning eða Á stállestar: Hempalin »» Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. »» Bravo botnmálning. Á þilar: »» Hempalin »» Lakkmálning. Ryðvarnargrunnur. Þilfarsmálning. Á stálbotn: Hempeis Botngrunnur A. Botnmálning Norður B. S/ippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmið/an Dugguvogi Sfmi 33433

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.